Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 15 LISTIR Ofiðí bandgrindum VEFNAÐUR ýmiskonar verður í sviðsljósinu í Árbæjarsafni í dag kl. 15 þegar finnska listakonan Barbro Gardberg sýnir margvísleg bönd ofin í bandgrindum og spjöldum og íslenskir vefarar fræða fólk um vefnað. Að auki verður sýndur refilssaumur og kniplað að hætti heldri kvenna um síðustu aldamót. Barbro Gardberg er vel þekkt á Norðurlöndunum fyrir kunnáttu sína í bandvefnaði. Einnig er hún kunn fýrir annarskonar myndgerð sem einnig er af vefnaðartaginu en það eru myndir sem gjarnan eru hengdar í glugga, á vegg eða við vegg. „Einhver gaf þeim ís- lenska nafnið skuggavefnaður vegna þess að þær eru lausofnar og þegar birta fellur á þær kastar munstrið skuggamynd,“ sagði Barbro þegar blaðamaður hitti hana að máli á heimili Sigríðar Halldórsdóttur vefnaðarkennara, en vinskapur tókst með þeim á heimilisiðnaðarþingi árið 1972. Hún er nú á íslandi í þriðja skiptið. „Þetta munstur er frá Álands- eyjum og þetta er frá Halldóru Bjarnadóttur,“ segir listakonan og breiðir út ýmis bönd sem verða til sýnis í Árbæjarsafni í dag. Böndin eru ijölskrúðug mjög og munstrin eins fjölbreytt og þau eru mörg. Skiptast þar á hinar ýmsu lengdir, breiddir og litir. Böndin eru af mörgum breiddum, enda bandgrindurnar af ýmsum stærðum og gerðum. Barbro er geysilega minnug á munstrin og sögu þeirra, hvaðan þau koma o.s.frv. „Þau eiga sér fyrirmynd hér og þar af Norðurlöndunum, eru aðallega eftirmyndir af munstrum sem ég sé á ferðum mínum. í skuggavefnaðinum vef ég bæði gömul munstur og mín eigin og öll eiga sér kveikju í ein- hverjum formum og hlutum sem ég sé dags daglega," segir hún og bendir á mynd sem hangir í glugganum, en það á sér fyrir- mynd í kynlegum glugga sem hún Morgunblaðið/Golli BARBRO Gardberg sýnir tök- in á vefnaði með bandgrind. sá eitt sinn í gamalli glerverk- smiðju. Úr matvælafræði í vefnað Sýning Barbro er ekki hvað síst áhugaverð vegna þess að band- vefnaður af þessu tagi hefur ekki verið iðkaður hér á landi. Spjald- vefnaður var aftur á móti iðkaður hér og hefur verið um langa hríð, en Barbro sýnir einnig þesskonar vefnaðarverk. „Ég byijaði að vefa þegar ég varð atvinnulaus eitt sinn og fór að velta fyrir mér hvernig ætti að nota bandgrind sem hékk á eldhús- veggnum heima hjá mér. Svo vatt þetta upp á sig og er nú það sem ég fæst mest við núorðið ásamt skuggavefnaðinum. Eg vann sem efnafræðingur í verksmiðju sem framleiddi sultu- tau, marmelaði o.þ.h. í Svíþjóð áður en vefnaðurinn fékk tíma minn óskiptan,“ segir hún og hlær og kveðst ánægð með það að marmelaðið hafi þurft undan að láta. Manna- myndir RÖNG mynd birtist með gagnrýni Braga Ásgeirssonar í blaðinu á föstudag, um sýninguna Manna- myndir. Beðist er velvirðingar á þessu og birtist hér rétta myndin. Hún er blýantsteikning frá árinu 1858 eftir Sigurð Guðmundsson (1833-1874) og er af Þuríði Svein- bjarnardóttur Kúld. Þú sparar alk að 20 þúsund Verðlækkun Auk þess bjóðum við upp á lengri ábyrgð á okkar tækjum. ZANUSSI Uppþvottavél 12 manna. Breidd 60 cm. 4 kerfi, lekavörn. ZANUSSI þvottavél 3ja ára ábyrgð. 800 sn. á mín. L_J ZANUSSI ZANUSSI kæliskápur 190/40 I. Hæð 141 cm. ÁBYRGÐ ZANUSSI kæliskápur 120/61. Hæð 85 cm ZANUSSI - Kuppersbusch innbyggður ofn með blæstri og klukku. kæliskápur 207/59 Hæð 165 ZANUSSI vifta 60 cm breið. ABYRGÐ 5.000,^ (án kolasíu). Keramik eldavél 60 cm. 2ja ára ábyrgð Öll verö eru staðgreiðsluverð. SUÐURLANDSBRAUT 16 SIMI 5880500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.