Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARGRÉT 'STEINGRÍMSDÓTTIR + Margrét Steingrímsdóttir var fædd á Víðivöllum í Fnjóskadal 27. mars 1912. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri 8. júlí síðastliðinn. For- eldrar Margrétar voru Tómas- ína Ingibjörg Tómasdóttir (f. 27. apríl 1884, d. 25. janúar 1971) og Steingrímur Þorsteinsson, bóndi og kennari og síðar af- greiðslumaður (f. 30. desember 1881, d. 27. nóvember 1962). Systkini Margrétar voru Þór- hildur (f. 1908), Tómas (f. 1909), Ingibjörg (f. 1916, d. 1969), Brynhildur (f. 1919) og Ragn- hildur (f. 1927). Sonur Margrétar er Tómas Ingi Olrich alþingismaður (f. 1943), kvæntur Nínu Þórðardótt- ur (f. 1946). Börn Tómasar af fyrra hjónabandi eru Margp-ét (f. 1964), gift Richard White og ÞEGAR ég heyri talað af lítilli virð- ingu um lágreist torfhús liðinna kyn- slóða og af enn minni virðingu um það mannlíf sem þar þreifst, verður mér oft hugsað til lítillar sögu, sem amma mín sagði mér þegar ég var á unglingsaldri. Gest bar að garði á ~ Végeirsstöðum, þar sem þau bjuggu, afi minn og amma, sem leiguliðar. Þetta mun hafa verið sumarið 1913, þegar móðir mín var rúmlega ársgömul. Gesturinn var enskur, átti að venjast stærri húsakynnum en torfhúsunum að Végeirsstöðum, og mun hafa haft Fnjóská á leigu. Eng- lendingurinn var lítillátur og þáði kaffí og með því eins og gestum og gangandi stóð þá til boða, háum sem lág^um. Ekki urðu samræður miklar. v-»Amma kunni ekki ensku. Þó hafði faðir hennar, Tómas Jónasson, setið í öðru torfhúsi og lært ensku af sjálfsdáðum, sennilega með stoð í leikritum Shakespeares. En fulltingis Tómasar á Hróarsstöðum naut amma ekki í þessum efnum, hann hafði raunar andast skömmu áður en hún fæddist. Húsfreyja og Englendingur- inn notuðust því við bendingar. Að lokinni kaffídrykkju fylgdu amma og bömin gestinum til dyra. búsett á Englandi, og Helga (f. 1965) sem starfar sem flug- freyja. Börn Nínu og fósturdæt- ur Tómasar eru Sunna Guðrún (f. 1972) og Vala Þóra (f. 1977). Margrét var meistari í kjóla- saumi og rak saumastofu frá árinu 1930 til 1976. Fataversl- unina Reginu rak hún ásamt systur sinni Brynhildi frá 1966 til 1976. Margrét kenndi handa- vinnu við Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar frá 1955 til 1966 og við Miðskóladeild Menntaskólans á Akureyri frá 1955 til 1961. Eftir að hún lagði niður verslunar- rekstur starfaði hún við Öldrun- arþjónustu Akureyrarbæjar frá 1976 til 1989. Útför Margrétar Steingríms- dóttur fer fram frá Akureyrar- kirkju á morgun, mánudaginn 17. júlí, og hefst athöfnin kl. 13.30. Hann fann hins vegar ekki svipu sína og litaðist um eftir gripnum. Svo gerðu og amma og bömin og leituðu um hlaðið. Þegar svipan fannst ekki benti gesturinn á bömin og gaf ömmu í skyn að þau væru völd að hvarfí svipunnar. Þar voru þá komin í heiminn Þórhildur síðar íþrótta- kennari við MA, Tómas síðar stór- kaupmaður og móðir mín. Amma, sem var ekki há í lofti, var afar stolt kona. Var henni þungt niðri fyrir við þöglar dylgjur gestsins, og leitaði hún nú ákaft. Svipuna fann hún loks undir hnakknefninu, þar sem Eng- lendingnrinn hafði stungið henni. Rétti hún eigandanum gripinn og horfði fast í augu honum. Hygg ég að það augnaráð hafi skilist. Fátt varð um aðrar kveðjur. Aðalsmannin- um enska má virða það til vorkunnar að hann vissi augljóslega ekki við hvem hann var að eiga. Bömin á Végeirsstöðum lærðu ýmislegt annað í föðurhúsum en að virða eigur annarra. I baðstofunni á Végeirsstöðum var orgel afa míns og á hveiju kvöldi settist fjölskyidan við hljóðfærið og söng við undirspil afa. Bömin lærðu söng og orgelleik mjög snemma, bjuggu að þeirri menntun alla tíð síðan og tóku mik- JÓRUNN « ÞÓRÐARDÓTTIR + Jórunn Þórðar- dóttir fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1910, dóttir hjónanna Sesselju J. Jónsdótt- ur, f. 6. júli 1875, d. 9. sept. 1971 og Þórðar Gíslasonar frá Stóra-Botni, f. 14. júlí 1875, d. 28. júní 1958. Systkini Jórunnar voru: Krisiján f. 1902, Sig- ríður f. 1906, Jórunn f. 1907, Gísii f. 1909, . i og Guðbjörg f. 1916, en hún er núna ein eftirlifandi þeirra systkina. Jór- unn lést 5. júlí 1995 á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli, en þar hafði hún dvalið síðan í nóvember 1990. Jórunn giftist 19. marz 1931 Einari Jónssyni, yfirprent- ara í Ríkisprentsmiðjunni Guten- berg, f. 16. nóv. 1903, d. ll.ágúst 1977. Börn þeirra eru: 1) Þórður, f. 29. júlí 1931, kvæntur Kristínu Linnet. Börn þeirra eru: Einar, Rósa, Þórður, Jórunn, Hafdís og Gunnar. Þórður og Kristín eiga 5 bama- böm. 2) Sigurður Öm, f. 6. ágúst 1935, kvæntur Kristínu Þórdísi Ágústsdótt- ur.' Dætur þeirra em: Jómnn Þóra og Jóhanna Ágústa. 3) Sesselja Edda, f. 10. maí 1943. 4) Sigur- veig Jóna, f. 10. maí 1943, gift Óskari f. Sverrissyni. Böm þeirra eru: Einar Sverrir, Hrönn Ósk, Jómnn Edda og Jóhann Helgi. Utför Jórunnar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 17. júlí kl.13.30. HÚN AMMA okkar er látin, komið er að kveðjustund. Á þessum tíma- mótum í lífí okkar barnabarnanna viljum við minnast hennar með iiokkrum orðum. Við vitum að nú hefur amma fengið hvíldina eftir erfið veikindi, komin til afa og nýtur samvista við hann, hamingjusöm og ánægð því söknuður ömmu var mikill þegar afi dó. Við bamabömin erum orðin tólf á mismunandi aldri og minningar fnargar um ömmu og allar eru þær góðar. Öll erum við sammála um að amma hafði fegurð og góðvild að leiðarljósi allt sitt líf en þrennt var henni hugleiknara öðru fremur. Vel- ferð afa, koma börnum sínum til manns og síðast en ekki síst við bamabömin. Öllum okkar er það minnisstætt er amma kom í heimsókn til okkar eða við dvöldum yfír nótt á Bestó (Bergstaðastræti 24), er gengið var til náða fór amma alltaf með Heil- ræðavísur séra Hallgríms Pétursson- ar og bæn allra barna Faðir vorið. Að morgni var farið með morgunbæn M. Jochumssonar: MINIMINGAR inn þátt í tónlistarlífí Akureyrar um áratuga skeið. Eftir að heilsu móður minnar hrakaði síðustu árin og minnið brást henni, stóð söngurinn henni eftir óspilitur. Hún var lagviss og svo tónnæm að skömmu fyrir andlátið, þegar henni var orðið um megn að tala, kippti hún sér upp við að heyra lag sem henni var kært, í útsetningu sem særði smekk hennar. Á heimili okkar á Akureyri voru ýmsar óskráðar reglur í heiðri hafð- ar, og aldrei skýrðar út. Þar var jafn- ræðisregla. Öllum var tekið jafnt, enginn látinn líða fyrir stöðu sína eða uppruna. Fjölskyldan var ekki hneykslunargjörn og sýndi öfgum mikið tómlæti. Átti ég um tíma sem ungur, hneykslunargjam maður með miklar skoðanir, nokkuð erfítt upp- dráttar gagnvart þessu tómlæti. Sjaldan var fundið að þegar menn misstigu sig, en brotum svarað með þungri þögn. Móðir mín var að því leyti undantekning að hún sagði mér skorinort til syndanna, þó ekki fyrr en útséð væri að ég sæi ekki að mér sjálfur. Hún mat hreinlyndi mest mannkosta og vináttu meir en gáf- ur. Hún lagði mikla áherslu á að ég fengi alla þá möguleika til að mennta mig sem ég óskaði eftir. En hún mat mikils nægjusemi og hógværð. Fjölskylda mín var samheld. Bryn- hildur móðursystir mín stjórnaði heimilinu auk verslunarstarfa en móðir mín vann við kjólasaum, kennslu, verslunarrekstur og að- hlynningu aldraðra. Síðustu árin, þegar heilsu móður minnar fór hrak- andi, annaðist Brynhildur hana af mikilli umhyggju og gerði henni lífíð léttara í erfíðum sjúkdómi uns svo var komið að það var henni um megn að sinna henni. Móðir mín naut því alla ævi sína þeirra tryggðar- og vin- áttubanda, sem bundin voru frá upp- hafi að Végeirsstöðum. Dætur mínar áttu alla tíð annað heimili hjá ömmu sinni og Brynhildi. Reyndi oft á það heimili, sem í raun var kjölfestan í lífí þeirra á uppvaxt- arárunum. Þegar upp er staðið, og ferlinum er lokið, er mér mikill heiður að deila með ömmu minni því stolti sem hún fann til á hlaðinu á Végeirsstöðum forðum gagnvart börnum sínum. Tómas Ingi Olrich. Þegar mér barst andlátsfregn Margrétar Steingrímsdóttur varð mér á að segja, Guði sé lof. Fari hún í friði. Svo undarleg geta örlögin orðið, að hugsanir okkar verða óskilj- anlegar. Mér koma í hug þau orð prédikar- ans, að öllu sé afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hafí sinn tíma. Að fæðast hafí sinn tíma og að deyja hafí sinn tíma. Okkur fínnst dauðinn alltaf vera svo fjar- lægur, þótt hann sé jafnan á næsta leiti, og raunar það einasta eina sem við eigum alveg víst í þessum heimi. Stundum finnst okkur hann vera grimmur, jafnvel ósanngjam, en svo getur hann einnig verið bæði réttlát- ur og mildandi. Það er, þegar ævin- týrið sem við köllum líf, hefur runn- ið sitt skeið á enda. Þegar gleðin er horfín og þrótturinn með. Þá verða umskiptin sem við nefnum dauða tæpast sorgaratburður lengur, held- ur fyrst og fremst umbun fyrir heilla- ríkt ævistarf. Því ber ekki að hafa uppi kveinstafí og víl, heldur þakka liðna tíð. Enda væru harmakvein allra síst Margréti að skapi. Hún var aldrei haldin óþarfa tilfínningasemi og var vön að víkja tali að einhveiju öðru, ef umræður nálguðust hana sjálfa. Hins vegar var hún jafnan boðin og búin, ef aðrir þörfnuðust hjálpar. Eg hitti Margréti fyrst, þegar ég leigði einn vetur í húsinu þar sem hún bjó. Við kynntumst ekkert þá. Það var á þeim árum þegar nokk- urra á_ra aldursmunur var óbrúanleg gjá. Ég unglingur í fyrsta bekk menntaskóla, en hún fullvaxta dama. Löngu síðar lágu leiðir okkar saman i leik, og kepptum við tveir félagar oft við hana og vinkonur hennar í badminton, þar sem þær fór löngum með sigur af hólmi. Og árin liðu hvert af öðru, og þar kom að örlögin höguðu því svo, að sonur hennar Tómas Ingi Olrich og Nína dóttir okkar hjóna, felldu hugi saman og giftust. Þá_ mættumst við Margrét á enn einum vettvangi. Við nánari kynni fékk ég fullvissu fyrir því sem ég raunar áður vissi, að lífíð hefði ekki alltaf verið henni dans á rósum. En hún var sterk og sjálfstæð og vildi ráða sínum málum sjálf. Hún var með öðrum orðum raunsæ kona með báða fætur á jörðinni. Hún var ör í skapi, fasið fijálsmannlegt og óþvingað, grannvaxin og stælt fram á efri ár. Margrét var alla tíð hamhleypa til vinnu. Hún vildi vera sjálfstæð, og var það einnig. Hún átti og rak saumastofu og verslun um langt ára- bil. Þótt hún aldrei eignaðist gilda sjóði, átti hún því stærri hóp traustra viðskiptavina. Hún lét sér annt um fjölskylduna, og reyndi að liðsinna og hlaupa und- ir bagga þegar á reyndi. Hún og Brynhildur systir hennar fórnuðu sér fýrir aldurhnigna foreldra, þegar þeir þurftu hjálpar með, og önnuðust til hinstu stundar. Margrét bar óbil- andi traust til sonar síns. Studdi hann með ráðum og dáð á námsárum hans, bæði hér heima og heiman. Tók konu hans og dætur inn á heim- ili sitt, þar sem þær bjuggu öll náms- ár hans erlendis. Allt var þetta gert af þeirri móðurást sem gefur allt en krefst einskis. Og ekki vil ég gleyma hvað þær Margrét og Brynhildur veittu Tómasi ómetanlegan stuðning þau ár sem hann bjó einn með dætr- um sínum. Þessi fáu orð mín eru alls engin lofgjörð, heldur hef ég reynt að lýsa Margréti Steingrímsdóttur eins og hún var í raun og veru. Sívinnandi, en ávallt reiðubúin að létta öðrum róðurinn. Vissulega er eftirsjá að góðri og heilsteyptri manneskju. Því sakna nú systkini, einkasonur, afkomendur og fjölmargir vinir mikilhæfrar konu. En dagurinn var liðinn og kvöldsett orðið, og því var henni veitt verð- skulduð hvíld. Þá víkur sorgin fyrir þakklætinu, að hafa átt þess kost að vera í fylgd hennar svo lengi. Því nú hefur Margrét Steingrímsdóttir kvatt þennan heim. Hún sem var áður kvenna léttust í dansi og glöð- ust allra í söng. Hún sem þótti sjálf- sögð alls staðar þar sem ungt og kátt fólk kom saman. Hún sem söng með kórum, lék hjá leikfélaginu, keppti í íþróttum og sýndi fimleika, svo eitthvað sé nefnt. Nú er saga hennar öll og Margrét Steingríms- dóttir endurminning ein. Minning um vinnusama, heiðarlega og sjálfstæða konu, sem skilaði löngu dagsverki með miklum sóma. Nú skal hún kvödd og henni þökkuð heilindi og hispursleysi. Hvað það er að deyja vitum við ekki enn. Vitum ekki einu sinni hvort það er nokkuð dapurlegt. Ef til vill er það eins og skáldið sagði - að deyja sé ekkert annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið. Þ. Gunnarsson. „Nú er ég klæddur og kominn á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól. í guðsóttanum gefðu mér að ganga í dag svo líki þér.“ Flesta sunnudaga kom fjölskyldan saman hjá ömmu og afa á „Bestó“. Þegar þangað kom var amma í eld- húsinu að undirbúa kaffi og heima- bakað meðlæti en afí sat í stofu og hlustaði á miðdegistónleikana í út- varpinu og söng ætíð með. Eldhúsið var alltaf spennandi vettvangur þó lítið væri, þar var amma með öll sín tól, ævintýraheimur okkar bamanna. Hús ömmu og afa hafði sál, sál ömmu og afa. Það var sérstök tilfínn- ing fyrir okkur krakkana að koma á „Bestó“. Þegar ömmu er minnst er ekki hægt að sleppa garðinum því garð- urinn og blómin voru hennar áhuga- mál. Yfir sumartímann var garðurinn augnayndi allra, ekki bara fjölskyld- unnar heldur líka vegfarenda er áttu leið um Bergstaðastræti. Algengt var að fólk stoppaði og dáðist að garði ömmu, þetta var hennar garður, hennar verk og alltaf gladdi það hana að sjá aðra njóta fegurðar garðsins. í garðinum kom fram hví- lík listakona amma var, garðurinn var sönnun þess. Er sumri og garðvinnu lauk fékk listin notið sín við sköpun fagurra málverka og postulínsmynda. Það sem amma skapaði fá nú aðrir fjöl- skyldumeðlimir notið, já, hún var listakona, garðurinn, málverkin og postulínsmyndimar, allt lék þetta í höndum hennar. Á unga aldri lærði amma iðn, hún gerðist hárgreiðslukona, en er afí kom inn í líf hennar tóku við barn- eignir og uppeldi þeirra. Amma fór inn á heimilið eins og tíðkaðist á þessum árum. Þótt amma ynni ekki við iðn sína voru skærin og klippurn- ar aldrei langt undan því bæði böm og barnabörn fengu hársnyrtingu hjá ömmu. í upphafí var sagt að nú væri amma hjá afa og það er huggun harmi gegn að nú vitum við öll að amma er hjá afa þar sem henni leið alltaf best. Nú kveðjumst við að sinni elsku amma og biðjum Guð að geyma þig og blessa minningu þína. Barnabörn. Minningin um hjónin að Berg- staðastræti 24 er óijúfanlegur hluti ljúfustu bemskuminninga minna. Þar bjuggu Jórunn móðursystir mín og maður hennar, Einar Jónsson, yfirprentari. Að utan hefur ýmsum eflaust fundist húsið lítið, jafnvel þótt það væri á tveimur hæðum. Að innan var þetta hins vegar stórt hús, að minnsta kosti hafði það margan fjársjóð að geyma. Hjónin höfðu yndi af myndlist og á lífsferli sínum höfðu þau eignast töluvert safn málverka. Veggirnir voru þaktir málverkum eftir Kjarval, Gunnlaug Scheving, Jón Engilberts, Svein Þórarinsson, Guðmund Guð- mundsson (Erró) og fleiri. Þau höfðu einnig yndi af bókum og áttu gott safn merkra bóka. Fyrir mér voru þó þessir munir ekki helstu gersemar hússins, heldur hjónin sjálf. Jórunn var mjög atorkusöm, en hafði jafnframt einstaklega ljúft skap. Hún hóf ung nám í hár- greiðslu hjá Helene Kiimmer og vann síðan hjá Kristólínu Kragh. í frí- stundum sínum æfði hún meðal ann- ars sund af kappi. En eftir að hún giftist Einari 20 ára gömul helgaði hún sig heimilinu, og bömunum þeg- ar þau komu. Sköpunargleði hennar naut sín þá vel í fallegum hannyrð- um, fatasaumi og matargerð. Um hver jól hélt hún fjölskyldunni veg- legt jólaboð og betri smákökur en hún bauð þá hef ég ekki fengið. Þegar börnin voru uppkomin tók hún að beina sköpunargáfu sinni inn á nýjar brautir. Fuglarnir í garðinum höfðu verið henni yndi og nú tóku þeir að birtast ljóslifandi í málverkum hennar og á postulíni. Enn þann dag í dag fæ ég vart litið spörfugla án þess að verða hugsað til Jórunnar frænku minnar. Hún hafði einnig yndi af blómum og málaði þau oft. Eftir því sem aldurinn færðist yfir fundu Jórunn og Einar meir fyrir óþægindunum við að búa í gömlu húsi á tveimur hæðum. Fyrir 19 árum fluttu þau í þægilegri íbúð við Stóra- gerði. Umgjörð heimilislífsins varð gjörbreytt en hugurinn sá sami. Afram voru hin árvissu fjölskylduboð í ört stækkandi fjölskyldu. Ári eftir að þau fluttu lést Einar. Smátt og smátt tók áhrifa alzheimer-sjúkdóms að gæta hjá Jór- unni. Hún flutti í litla íbúð í húsi Sigurveigar dóttur sinnar og Óskars, tengdasonar. Þar bjó hún uns hún krafðist meiri umönnunar en þau gátu veitt og hún flutti í hjúkrunar- heimilið Skjól. Þar var hlúð vel að - henni síðustu árin. Börn hennar heimsóttu hana einnig daglega. Það var kært á milli Jórunnar og Einars. Ef til vill voru ekki höfð svo mörg orð um þennan kærleik, en þau höfðu sín ráð til að sýna hann í verki eða með táknrænum hætti. Skömmu áður en Einar veiktist hinsta sinni gaf hann Jórunni sinni blóm' sem oftar. Einhverra hluta vegna málaði hún mynd af þessum blómum. Skömmu síðar lést Einar. Málverkið hefur síðan verið afkomendum þeirra og öðrum ættingjum tákn um þann kærleik sem ríkti á milli þeirra uns yfir lauk. Nú eru þau bæði horfín, en minning þeirra lifír meðal okkar sem þekktum þau og eigum þeim þakklætisskuld að gjalda. Sigurður Emil Pálsson. « i « « (j € « I € € 4 4 4 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.