Morgunblaðið - 16.07.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 16.07.1995, Síða 2
2 B SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTU íslendingarnir komu til landsins fyrir fimm árum á vegum Þró- unarsamvinnustofnunar Íslands og höfðu nokkrir þeirra fjölskyldur sínar með sér. 14 íslendingar eru um þessar mundir við störf í landinu á vegum Þróunarsamvinnustofnunar en þróunarverkefnin hafa leitt af sér aukin viðskipti og fyrirtækja- samstarf og starfar nú fjöldi íslend- inga við uppbyggingu sjávarútvegs landsmanna hjá sjávarútvegsfyrir- tækjum í bæjunum Liideritz og Walvis Bay. Eru íslenskir skip- stjórnarmenn og menn með sér- þekkingu á stjórnun og gæðastýr- ingu í fiskvinnslu mjög eftirsóttir af sjávarútvegsfyrirtækjum sem starfa í landinu. Hafa nokkrir þeirra ráðið sig til starfa hjá einkafyrir- tækjum bæði á sjó og í landi. Þá eru tveir íslendingar við störf í höfuðborginni Windhoeg. Ólafur V. Einarsson fiskimálafulltrúi SADC-ríkjanna og ráðgjafi sjávar- útvegsráðherra Namibíu og Grétar Óskarsson sem tók við embætti flugmálastjóra ríkisins á seinasta ári. Ólæsi, fátækt og atvinnuleysi Namibía öðlaðist sjálfstæði fyrir fímm árum eftir 75 ára yfírráð Suður-Afríku og áratuga sjálfstæð- isbaráttu sem kostaði þúsundir manna lífið. Namibía var þýsk ný- lenda fram að fyrri heimsstyrjöld og gætir víða þýskra áhrifa í land- inu. Alls búa um 1,5 milljónir manna í Namibíu og er mikill meiri- hluti þeirra bláfátækir blökkumenn. Landið er u.þ.b. átta sinnum stærra en ísland. Það er ríkt af jarðefnum og í 200 mílna landhelgi Namibíu eru einhver auðugustu fískimið í heimi. Vinna stjórnvöld skipulega að uppbyggingu bolfískstofnanna en erlend skip stunduðu þarna mikla rányrkju um árabil. Megin útflutningstekjur Jandsmanna eru af demöntum, sjávarafurðum, kjöti og úrani. Talið er að 30-40% lands- Magnús kann vel við sig í Afr- íku. „I svona starfí er þó alltaf erfíð- ara fyrir maka og böm að aðlagast nýjum aðstæðum en okkur sem er- um hér við störf. Það sem helst bjátar á hér eru skólamálin, sem eru ekki í nógu góðu lagi. Ég er með ráðningarsamning fram í apríl á næsta ári og geri ekki ráð fyrir að framlengja hann en mér hefur fundist mjög gaman að starfa hérna og hefði gjarnan viljað starfa hér áfram meðan hlutirnir eru að þró- ast,“ segir hann. Fullorðinsfræðsla í Liideritz Nokkrar íslenskar konur í Liide- ritz hafa starfað í sjálfboðavinnu við skóla þar sem fullorðnum nam- ibískum konum er kennt að lesa, skrifa og ýmislegt sem varðar nær- ingu og hreinlæti. Talið er að allt að 60% fullorðinna Namibíumanna séu ólæs og óskrifandi. Hefur Stein- unn, eiginkona Magnúsar, tekið þátt í þessu verkefni ásamt Guð- rúnu Matthíasdóttur en Þróunar- samvinnustofnun styrkir starfsemi skólans. Fjöldi íslendinga er einnig bú- settur í bæjunum Swakopmund og Walvis Bay, sem er um 30 þúsund manna bær og stærsta fískihöfn landsins, í um 40 km. fjarlægð frá Swakopmund. Walvis Bay var hluti Suður-Afríku en komst undir nam- ibísk yfírráð á seinasta ári og fluttu þá nokkrir íslensku starfsmann- anna með fjölskyldur sínar til bæj- arins. Starfsmenn Þróunarsam- vinnustofnunar hafa haldið starfs- fræðslunámskeið fyrir namibískt verkafólk í fískvinnslu í Luderitz og Walvis Bey og stofnunin hefur veitt aðstoð við fískirannsóknir og rekstur rannsóknaskipsins Bengu- ela. Því hefur nú verið skipt út fyr- ir nýtt og glæsilegt rannsóknaskip, Welwitsehia, sem Japanir gáfu Namibíumönnum á seinasta ári og er gert út frá Walvis Bay. Eru fimm íslenskir yfirmenn í 18 manna áhöfn skipsins. Lögð hefur verið áhersla á þjálfun heimamanna svo að þeir Morgunblaðið/Ómar Friðriksson 64 ÍSLENDINGAR búa í fiskimannabænum Liideritz í sunnanverðri Namibíu. manna séu án atvinnu. Meirihluti íbúa er kristinn og opinbert tungu- mál eru enska en önnur helstu tungumál sem töluð eru í landinu eru afrikaans og þýska. Skafa hrímið af bílrúðunum Undantekningalaust létu þeir ís- lendingar sem blaðamaður hitti í landinu vel af sér. Sólríkt er í Namibíu mest allt árið en á þessum árstíma er vetur í landinu og er hitastigið yfírleitt á bilinu 8-20 gráður á celsíus. Svo ótrúlegt sem það má virðast sögðust Namibíu- menn í höfuðborginni Windhoeg, sem er í 1.720 m. hæð yfír sjávar- máli, oft þurfa að byija á að skafa hrímið af bílrúðunum áður en þeir halda til vinnu á morgnana. Yfír sumarið, frá október og fram í mars, getur hitastigið aftur á móti farið upp undir 40 stig. Flestir íslendinganna eða 64 alls eru búsettir í Luderitz, sem er nokk- ur þúsund manna bær í sunnan- verðri Afríku. Þar starfar sjávarút- vegsfyrirtækið Seaflower White- físh, sem er að 20% hluta í eigu Islendinga. A þriðja tug Islendinga starfa hjá Seaflower og eru að jafn- aði fímm íslenskir yfírmenn um borð í togurum fyrirtækisins. Þá starfa tveir íslendingar við útgerð skipanna, einn sér um netaverk- stæði og þrír starfa við verk- og FULLORÐNAR namibískar konur stunda grunnnám í lestri og fleiri greinum í Luderitz. Þróunarsamvinnustofnun íslands (Ice- dia) styrkir verkefnið og eru tvær íslenskar konur í sjálfboðavinnu í skólanum. gæðastjórn í frystihúsi fyrirtækis- ins. „Frá byijun hefur hér átt sér stað mikið þróunarstarf. Við höfum annast þjálfun starfsfólks og kennslu. Eftir nokkrar fæðingar- hríðir eru hlutirnir nú farnir að ganga mun betur fyrir sig og stefn- an hefur verið mótuð nokkuð vel,“ segir Magnús Þórarinsson útgerð- arstjóri Seaflower. Hann hefur búið í Namibíu í fímm ár ásamt eigin- konu sinni Steinunni Snæbjörns- dóttir og eiga þau tvö börn. JÓNÍNA Pálsdóttir og Sigrún Graham, ánægðar með lífið í Liideritz. Eins og sauma- klúbbur alla daga MÉR líkar mjög vel hérna. Þetta fer fram úr mín- um björtustu vonum. Staðurinn er miklu betri en ég átti von á og það er bjart yfir þessu öllu,“ segir Jónína Pálsdótt- ir frá Reykjavík sem flutti fyrir tveimur mánuðum til Lúderitz ásamt eiginmanni sínum Guðjóni Kolbeinssyni og tveimur börnum, fjögurra og níu ára, gömlum. Sigrún Graham frá Grindavík tekur í sama streng. Hún hefur ekki búið í Namibíu nema í tvær vikur en segir að sér lítist vel á aðstæður og lífíð í Luderitz. Eigin- maður hennar er Ásgeir Bene- diktsson, verkstjóri í frystihúsi Seaflower Whitefish og eru þau með þijú börn sín hjá sér í Lúde- ritz. Guðjón Kolbeinsson er á togar- anum Rex, sem áður hét Rán og gerður var út frá Hafnarfirði, en skipið er nú gert út á lýsingsveið-: ar af Seaflower Whitefish og eru fímm íslenskir yfírmenn í áhöfn þess. „Það er mjög gott að koma sér fyrir hérna með börn. Það eru margir íslendingar hérna, sem hjálpast allir að. Þetta hefur allt gengið vel,“ segir Jónína. „íslend- ingarnir halda mikið hópinn í Lúderitz og hjálpast að. Þetta er eins og saumaklúbbur alla daga,“ segir hún. Ráógera að aka til Islands Morgunblaðið/Ómar Friðriksson FRIÐRIK Már, Guðbjörg Oddný, Andri Fannar, Birna Guð- björg, Stefán Haukur og Rannveig á heimili sínu í Swakopmund. HJÓNIN Friðrik Már Jóns- son og Bima Guðbjörg Hauksdóttir, sem búa með fjórum bömum sínum í bæn- um Swakopmund í Namibíu, vom meðal fyrstu íslendinganna sem fluttu til landsins á vegum Þróun- arsamvinnustofnunar Islands fyrir fimm ámm. Yngsta barnið var aðeins níu mánaða gamalt þegar fjölskyld- an tók sig upp frá Siglufirði og fluttist til Afríkuríkisins haustið 1990. Það voru óneitanlega mik- il viðbrigði, segja þau, en eru sammála um að þeim hafi líkað vel vistin. Friðrik er vélstjóri á hafrann- sóknaskipinu Welwitschia og fer yfirleitt í viku til tíu daga langar siglingar. Birna er heimavinnandi eins og svo margir makar íslensku starfsmannanna í Namibíu, en mjög erfitt er fyrir útlendinga að fá atvinnuleyfi í landinu nema þeir búi yfir sérþekkingu á ein- hveiju því sviði sem Namibíumenn sækjast eftir. Strangur skólaagi Blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti Friðrik og fjölskyldu hans á heimili þeirra í þýska bæj- arhlutanum í Swakopmund, en þar búa þau í rúmgóðri íbúð i rað- húsi. Börn þeirra em Guðbjörg Oddný, 18 ára, Andri Fannar, 14 ára, Rannveig, tíu ára og Stefán Haukur, fímm ára. Börn í Namibíu hefja skóla- göngu sína sjö ára og eru í skyldu- námi til 18 ára aldurs. Láta börn Friðriks og Birnu vel af náminu þrátt fyrir strangan aga, sem er mjög frábmgðið því sem þau áttu að venjast á íslandi, en þau sækja enskan skóla í bænum. Öll skóla- börn klæðast skólabúningum og þurfa strákar að vera stuttklipptir og stúlkur mega ekki vera með slegið hár. Er mjög hart tekið á jafnvel smávægilegum brotum á skólareglum. Þau segja að félagslíf fyrir börn og unglinga í Swakopmund sé ekki ýkja fjölbreytt, engin félags- miðstöð starfrækt, en krakkarnir í bænum stunda talsvert íþróttir, aðallega fótbolta og krikket. Það þekkist vart í Namibíu að börn séu úti á kvöldin, segja þau. „Frá mínum bæjardyrum séð er mikill munur á því að búa hér og á íslandi. Hér er lítið stress og allt óskaplega rólegt og afslappað. Hér er farið eftir mottóinu að gera ekkert í dag sem þú getur gert á morgun, enda er margt óskaplega seinvirkt hér. Það getur til dæmis tekið mánuði að fá tengdan síma. Hins vegar er veðurfarið mjög þægilegt,“ segir Birna. Þau segja að nútímavarningur sé síst ódýrari í Namibíu en á ís- landi og sennilega sé álíka dýrt að framfleyta þar fjölskyldu og heima. Hins vegar er lífsstíllinn hér allur annar, segja þau. íbúar Swakopmund fara t.d. mjög oft út að borða á veitingastöðum, sem eru mun ódýrari en á íslandi. Þau segja að íslendingarnir á svæðinu aðstoði hver annan, þeir hittist oft, grilli saman eða fari í hópferð- ir á ströndina. 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.