Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 Jesús á Álfa- borginni Borgarfjörður eystra á nú 100 ára verslunar- afmæli og er bók væntanleg um þá sögu. Gunnar Hersveinn kynnti sér gögn gegn goðsögninni um að biskup hafí neitað að vígja altaristöflu Kjarvals í Bakkagerðis- kirkju, ræddi við Borgfírðinga og komst að því að 76 Norðmenn hafí búið á Borgarfirði fyrir austan sumarið 1895. Eldgos fyrir 12-15 milljón árum á íslandi. Heit- temprað og rakt loftslag, suðrænir skógar. Svo kom ísöldin og svarf og snyrti fjörð niður með skriðjöklum sínu: Fjörð fyrir austan, eftir baráttu elds og íss. Hann er kallaður Borgarfjörður eystra, grunnur, með víkur á báða vegu og afdrepslitla strönd. Svo komu norskir landnámsmenn og stigu á land, Þorkell fullspakur í Njarðvík, Veturliði Ásbjarnarson í fjörðinn, Þórir iína í Breiðuvík og Þorsteinn klekki í Húsavík. Borgarfjörður eystra dregur nafn sitt af Álfaborginni, miðju sveitar- innar. Þar býr huldufólkið en í kirkj- unni í Bakkagerði stendur Kristur uppi á Álfaborginni og flytur fjall- ræðuna; Altaristafla Kjarvals. Blandað líparíti og blágrýti, svipm- ikið fjall upp af Desjamýri, Staðar- flall. Ánnað að mörkum Hjaltastaðar- þinghá, blágrýti 1136 metra hátt með dyr og þröskuldi: Dyrfjöll. Jök- ull Borgarfjarðar liggur upp að Dyr- fjöllum og fellur frá honum jökulsá en innan við dalinn með jöklinum er Dimmidalur. Þar búa tröll. Naddi bjó í Naddahelli í Naddagili Borgarfjörður eystra er nú 100 ára verslunarstaður. Fjörðurinn er þekktur fyrir álfabyggð og álfa- steina, hættulegar Njarðvíkurskrið- ur, dugandi leikfélag, hafnleysu, hagyrðinga og Dyrfjöllin. Hann er líka vinsæll staður ferðamanna. í tilefni afmælisins hefur saga Borg- arfjarðar eystra verið skrifuð. Rit- stjóri er Magnús H. Helgason. Einn höfunda, Ármann Halldórsson, ritar meðal annars um Nadda. Leiðin niður á Borgarfjörð er eftir Njarðvíkurskriðunum. Naddi sat þar löngum fyrir ferðamönnum og drap þá. Naddi var óvættur, dýr í annan endann en maður í hinn og bjó í Naddahelli í Naddagili. Ferðamenn sem fara Njarðvíkur- skriður sjá efiaust stóran kross við vegarbrún. Áhöld eru um hvenær fyrsti krossinn var reistur þarna en árið 1550 talið líklegt, þó 1306 standi á honum. Þjóðsagan segir að krossinn hafi verið settur upp eftir harða viðureign við Nadda. Siður er að vegfarendur fari með Faðir vorið við krossinn. Áletrunin á krossinum er á latínu en hljómar svo á ís- lensku: Þú sem að framhjá fer/ framfall í þessum reit/ og Kristí ímynd hér/ auðmjúkur lotning veit. Blábjörg er eitt fegursta náttúru- fyrirbærið í Borgarfjarðarhreppi. Þau eru að finna í Mosfellinu og eru stuðlaberg með sverum stuðlum, há og víða stöllótt. Þjóðtrúin segir að þar sé bústaður álfabiskups. Borgar- fjörður státar ekki aðeins af biskupi heldur líka drottningu. Sagt er að hún eigi heima í Álfaborginni. Goðsögnin um altaristöflu Kjarvals. Jesús Kristur hefur gengið upp á Álfaborgina og haldið þar víðfræga ljallræðu, umkringdur fólki svo langt sem augað eygir. Dyrfjöllin standa bakvið hann. Jesús á Borgar- firði eysta; Altaristaflan í Bakka- gerðiskirkju eftir Jóhannes S. Kjarv- al, ástfólgnasta málara íslendinga. Sú saga hefur flogið víða að bisk- up hafi ekki vígt kirkjuna vegna þess að hann sætti sig ekki við altari- stöfluna. Heyrst hefur að biskup hafi jafnvel bannfært altaristöfluna. Sigurður Óskar Pálsson einn höf- unda Sögu Borgarfjarðar eystra, hefur rannsakað söguna og fundið skjöl sem afhjúpa þessa goðsögn. Kirkjan var reist árið 1901 og var vígð 1. sunnudagþað ár. Kjarval gerði töfluna sumarið 1914. Í bókinni Marg- ar hlýjar hendur sem kom út 1981 um sögu Kvenfélagsins Einingar stendur: „Aðdragandi að stofnun þessa félags var sá, að nokkrar konur bundust samtökum um að útvega alt- aristöflu í Bakkagerðiskirkju. Þá var Jóhannes Kjarval nýkominn heim frá listnámi erlendis og brást hann fljótt og vel við bón kvennanna. Ekki er vitað hvað konumar greiddu honum fyrir altaristöfluna, en ekki verður hún metin til peninga, enda eitt fegursta verk sinnar tegundar.“ Goðsögnin um altaristöfluna er að Jón biskup Helgason hafi vísiterað Bakkagerðiskirkju árið 1915 en neitað að vígja töfluna eða kirkjuna og sé hún enn óvígð. Sigurður Oskar Pálsson hefur kom- ist að eftirfarandi: 1) Jón Helgason var ekki biskup árið 1915 heldur Þór- hallur Bjamason. 2) Jón Helgason vísiterar ekki Bakkagerðiskirkju fyrr en 1925. 3) Það þarf ekki að vígja altaristöflur. Þegar kirkju bætist ný altaristafla á vel við að sóknarprestur- inn minnist þess með nokkmm orðum næsta helga dag á stól. 4) Séra Vig- fús Ingvar Sigurðsson minntist ein- mitt altaristöflunnar við afhjúpun hennar á allra heilagrar messu, 1. nóvember árið 1914. Hann fór lofsam- legum orðum um myndina og sagði meðal annars: „Og mér virðist málar- anum hafa svo einkar vel tekist að lýsa þeim parti fjallræðunnar, er inni- heldur sæluboðun frelsarans." Goðsögnin um altaristöflu Kjarv- als virðist ekki eiga við rök að styðj- ast samkvæmt könnun Sigurðar Óskars, enda eiga goðsagnir það sjaldnast. Sagan er samt góð, og skiptar skoðanir hafa verið um myndina því hún er svo kröftug og frumleg: Kristur á Borgarfírði og Austfirðingar að hlýða á boðskap hans. Aðeins séní hefði hugkvæmst að bjóða Jesú að ganga upp á Álfa- borgina, sem heiðin huldufólkstrú loðir við, til að halda áhrifamestu ræðu veraldarsögunnar. Norðmannasumarið 1905 Árið 1901 bjuggu 398 í Borgar- fjarðarhreppi, núna búa þar 190. Ekki skortir samt áræðið og í sex á'r hefur hópur manna staðið fyrir ritun og útgáfu Sögu Borgarfjarðar eystra. Magnús H. Helgason rit- stjóri rekur í einum kaflanum upp- haf verslunar á staðnum en Þor- steinn Jónsson „borgari" hóf fyrstur fasta verslun í Bakkagerði árið 1894, ári síðar varð Bakkagerði lög- giltur verslunarstaður. Árin 1894 til Vættatal Hér eru taldir upp nokkrar vættir á Borgarfirði eystra og stuðst við bókina íslenskt vættatal eftir dr. Ama Bjömsson. Þeir sem hafa áhuga á að lesa betur um vættina finna tilvísanir í bók Áma. Borghildur Huldukona í Álfaborg í Borg- arfirði eystra. Huidufólkið í Álfa- borg átti kirkjusókn að Kirkju- steini í Kækjudal fram af Borgar- firði. Gellivör Hún er skessa í Staðarfjalli suður frá Desjamýri. Hún eign- aðist bam og þurfti að útvega því nýtt mannakjöt á hverjum jólum. Drap hún bónda og hús- karl á bænum Hvoli en um hin þriðju jól hjálpaði álfkona ekkj- unni að komast undan og deyddi skessubarnið. Grýla Hún er helst á ferli um jólaleyt- ið og þekkt fyrir að sækjast eftir óþægum börnum til matar. Grun- ur leikur á að híbýli hennar séu í Dyrfjöllum en flest Grýlukvæðin eru upprunnin á Austurlandi. Lobba Hávarður prestur á Desjar- mýri í Borgarfirði eystra átti vingott við tvær huldukonur í Álfaborg. Önnur er talin hafa heitið Lobba og haft loðna skó á fótum. Manga Hét Margrét og var ung og lag- leg vinnukona á Setbergi í Borg- arfirði eystra. Grímur bóndi elsk- aði hana en Dís kona hans banaði henni. Kolgrímur vinnumaður fann hana afturgengna uppi í Svartagili, bólgna og helbláa í óðaönn að prjóna sokk. Siðan er gilið oftast nefnt Möngugil eða Draugagil. Márin Huldukona úr Álfaborg. Hún elti Bjarfreð sjómann til Vest- mannaeyja, Winnipeg og aftur til Austfjarða. Mildiríður Hamfögur huldukona í Álfa- borg. Hún lagði ást á Kristmund Amason og vildi fá hann í borgina sína. Hann afþakkaði en hún fyldi honum eftir það hvert á Iand sem var. Naddi Óvættur í mannslíki að ofan en dýrs að neðan. Hann lagðist fyrir menn á veginn í Njarðvíkurskrið- um. Sigurður Huldumaður í Álfaborg. Hann hjálpaði vinnukonu frá Jökulsá úr kafaldshríð og bauð henni inn til sín norðan í borginni. Þau sváfu saman um nóttina en móður hans leist ekki vel á signingar hennar. Um vorið fór stúlkan alf- arin til hans og giftist honum. Snotra í fyrndinni kom tígulleg kona að Nesi í Borgarfirði austur og tók brátt við búráðum. Hún hét Snotra og hvarf um hver jól. Ráðs- menn hafði hún en þrír hinir fyrstu hurfu eftir hver jól þegar þeir gátu ekki uppfyllt það skil- yrði að segja til um hvar hún dveldist á jólum. Þeim fjórða tókst að elta hana til álfheima þar sem hún reyndist drottning í álögum. Að launum gaf hún ráðsmannin- um jörðina sem síðan heitir Snotrunes. í fjöm fyrir neðan bæinn er steinn einn nefndur Snotmstóll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.