Morgunblaðið - 16.07.1995, Page 5

Morgunblaðið - 16.07.1995, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.JÚLÍ 1995 B 5 J-1 * - L 4 s* Bti* BRYNDÍS Snjófsdóttir stendur næst borðinu við verðlaunagri- pina, ásamt eiginmanni sínum Helga Arngrímssyni og starfs- fólki Alfasteins: Björgu Aðalsteinsdóttur, Sigurlínu Kristjáns- dóttur og Elsu Jónsdóttur. Kjarkurinn til að gera nýtt Pálmi Guðmundsson Altaristafla Kjarvals í Bakkagerðiskirkju 1897 var Þorsteinn Jónsson eini kaupmaðurinn á Borgarfirði, bæði með verslun og útgerð. Þorsteinn Jónsson var áræðinn athafnamaður sem fór í mörgu geist og sumarið 1905 reyndist honum örlagaríkt. Hann veðsetti allar eign- ir sínar og réði til sín yfir 100 Norð- menn, gerði út 23 báta frá Seyðis- firði og 45 frá Borgarfirði. Alls hafði hann 76 Norðmenn á Borgarfirði þetta sumar. Flestir Norðmennirnir bjuggu í sjóskúrum sem Þorsteinn „borgari" átti, aðrir fengu leigð herbergi í þorpinu. Um sumarið bárust fregnir af stríði milli Norðmanna og Svía. Hófu þá Norðmennirnir á Borgar- firði heræfingar til að undirbúa heimkomuna til Noregs. Séra Vigfús Ingvar Sigurðsson sóknarprestur skrifaði þá: „Þótti Borgfirðingum af því hin mesta tilbreytni og nýlunda að horfa á æfingar þeirra.“ Því miður fyrir Þorstein „borgara" fiskaðist lítið þetta sumar og fengu Norðmennirnir ekki mikið fyrir sinn snúð. í heimildum sem notaðar eru í Sögu Borgarijarðar eystra stendur: „Þorsteinn hafði eftir samningi átt að kosta ferðir þeirra upp og frakt á bátunum og einnig ferðir þeirra út. Við uppgjör tók Þorsteinn bátana upp í skuld á virðingarverði. En ekki var allt búið með því. Nú hafði hann ekki peninga í fargjöld handa þeim. Sá varð endir á því máli að hann bauðst til að fara með þeim til Eskifjarðar, því þar vonaðist hann eftir að fá peninga í bankaúti- búinu. En þessi von brást og Þor- steinn fékk þar enga peninga. Norð- menn urðu þá æfir og heimtuðu að Þorsteinn færi með þeim út og gerði þar skil. Þeir héldu honum svo um borð í bátunum og hótuðu að höfuð- ið skyldi af ef hann ræki það upp úr lúkarnum. Axel Tulinius var þá sýslumaður og sat á Eskifirði, en var ekki heima. Maður að nafni Jón Runólfsson var sýsluskrifari hjá hon- um. Það var nú að ráði að hann fór um borð í einkennisbúningi og fékk náð Þorsteini." Þorsteinn „borgari" tapaði Norð- mannasumarið mikla og í raun varð það upphafið að endalokum verslun- ar hans á Borgarfirði. En nú eru hundrað ár liðin og hátíðarhöld dag- anna 21-23 júlí og óvíst hvort marg- ir norskir sjómenn sæki á þau mið. Bryndís Snjólfsdóttir er frá Djúpavogi en hefur búið á Borgarfirði eystra í 14 ár og unnið í steiniðjunni Álfasteini í 10 ár. Hún á fjögur börn með manni sínum Helga Arngríms- syni, framkvæmdasljóra Álfa- steins. Bryndís tók nýlega þátt í hönnunarsamkeppni á vegum Drekans á Egilsstöðum, sem er sýning á starfsemi fyrirtækja á Austurlandi, og hlaut fyrstu verðlaun. Verk hennar er unnið úr íslenskum granófýr steini. Hún kallar það borðsett; osta- bakki, sex glasamottur, sérví- ettuhringir, sérvíettustatíf, stoð með kerti til að halda tek- alti heitum og kertasljakar. Bryndís segist kunna vel við sig í fámenninu enda vön því frá æsku. Vandinn hinsvegar með fámenna staði eins og Borgarfjörð eystra er að börn- in sem fara að mennta sig koma ekki aftur nema í undatekning- artilfellum. Það væri mikils virði ef unga fólkið skilaði sér aftur heim en atvinnutækifær- in eru ekki augljós. Unga menntafólkið reynir að fá vinnu á æskuslóðunum á sumr- in og sýnir það vel löngunina til að geta átt þar heima. Ráðið til að halda Borgar- firði í byggð er að fólkið hrindi hugmyndum sínum sjálft í framkvæmd en treysti ekki um of á aðra. Það þarf kjark til að byrja á einhverju nýju. Dæmi um það er nýtt fyrirtæki Helga Hlyns Ásgrímssonar, Borgfiskur, en hann festi kaup á reykofni og kald- og heitreyk- ir fisk. Unga fólkið sem vill búa hérna verður að gera líkt og hann; leita að möguleikum og gera þá að veruleika. Borgarfjörður heillar marga sem þangað koma. Ferðaþjón- usta er eitt af því sem Borgfirð- ingar hafa augastað á, en hvernig gengur að laða þá að? Ferðamenn eru aðeins færri núna en á sama tíma í fyrra. Það voraði seint í ár en tíðin er orðin góð. Vegirnir spila líka inn í þetta, til dæmis milli Borg- arfjarðar og Egilsstaða. Það mætti malbika meira. Á góðu sumri koma margir gestir og njóta fegurðarinnar. Á síðasta ári komu yfir tíuþúsund manns Það vegur þungt fyrir þjónustu fyrirtækin að ferðamenn hafi áhuga á að koma í heimsókn. Bryndís segist ekki vera svartsýn því hún sér möguleik- ana allt í kring. Framtíðin fyrir fámenna staði eins og Borgar- fjörð eystra felst í framtakssen íbúanna, að ýta hlutunum úr vör. Hún er til dæmis sannfærð um að sumarhúsabyggð væri góður kostur á Borgarfirði. Þa er eftirspurn en ekkert frambo af þeim. Það væri góð hugmym að byggja nokkra bústaði, og myndi renna styrkari stoðum undir ferðaþjónustuna. Gestir sem heimsækja Borg- arfjörð spyija íbúanna stundum „Hvernig getið þið búið hérna, aflokuð af fjöllunum, farið yfir fjallvegi og skriður, og hvort þetta sé ekki ákaflega einangr- að? “ Bryndís upplifir það ekki. Á vetrum eru vegir ruddir tvisv- ar í viku og Flugfélag Austur- lands flýgur til Borgarfjarðar fimm sinnum í viku ef veður leyfir. Þau 10 ár sem Bryndís hefur unnið l\já Álfasteini hefur henn- ar aðalstarf verið að skera út myndir í steina. Hjá Álfasteini er nú kynnt ný vörulína og hef- ur Bryndís unnið talsvert við hana, auk þess sem hún hefur yfirumsjón með pöntunum og verslun Álfasteins. Bryndís og Helgi maðurinn hennar búa í húsi sem heitir Réttarholt og er það umlukið fallegum garði. Störfin í garðin- um eru hluti af tómstundunum. Bryndís er annars mikil félags- málamanneskja og beitir sér í ungmennafélaginu, æskulýðs- starfi kirkjunnar og leikfélag- inu. Hún hefur hannað og málað leikmyndir hjá Leikfélaginu Vöku, meðal annars í leikritinu Álfaborginni sem sýnt var í vor og byggðist á álfasögum og þjóðtrú úr Borgarfirði. Bryndís er mikið náttúrubarn og væri meira á fjöllum ef hún gæti. Hjónin ætla í sumar að eyða tveimur dögum suður í Víkum og tína fjörugrjót fyrir Álfastein og fá svo bát til að sækja það. Rosenthal _ pegar pá «lur a°f • Brúðkaupsgjafir • Tímamótagjafir Hönnun oggæði í sérflokki Laugavegi 52, sími 562 4244. Dimmalimm Skólavörðustíg 10, s. 551 1222 oitily FIDRII.DID oitily Lokað mánudag Útsalan hefst þriðjudag Opnum kl. 10 l=IORII.DID Borgarkringlunni, sími 568 9525. MYNDÞERAPIA Verklegt námskeið, þar sem myndin er notuð til tjáningar og samskipta. Aðallega ætlað kennurum, fóstrum, þroskaþjálfum, sálfræðingum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í uppeldis-, félags-, og heilbrigðis- þjónustu. Þátttakendur þurfa ekki að hafa hæfni í teiknun eða málun. Á námskeiðinu æfa þátttakendur sig í ýmsum þáttum myndþeraþíunnar s.s.: • Sjálfstjáningu í gegnum: eigið myndferli, myndskoðun og gagnkvæm samskipti í hópumræðum • Sjálfsprottinni myndsköpun • Hugmyndaflugi og skapandi hugsun • Innsæi • Hópefli • Sjálfsstyrkingu \ KennarierSIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, löggiltur félagi í „The Brithish Association of Art Therapists" (BAAT). Innritun og nánari upplýsingar [ síma 17114 i kvöld eftir kl. 20.30 og einnig flest næstu kvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.