Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 6
 6 B SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995_________________________________________MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR Regnbogia ••• X* •• jorðimu! HAFIÐ þið nokk- um tíma séð regboga á jörðinni? Það upplifði Gáru- höfundur sumardag- inn eina, sunnudaginn 2. júní. Stórkostlegt að sjá slíkt alveg óvænt og einstakt. Því þótt maður hafí langa ævi ferðast vítt og breitt um ísland, upp til fjalla og jökla og um byggðir, má alltaf finna sérkennileg ný náttúruund- ur, ef skygnst er um og vikið út af þjóðbrautum og fyrri ferðaleið- um. Við að fletta enn einu sinni hinni fallegu myndabók Hjálmars Bárð- arsonar um Hvítá frá upptökum til ósa, uppdagaðist að efri fossinn í Gullfossi mundi vera ennþá fall- egri austan megin en frá hinum venjulega útsýnisstað að vestan- verðu. Var hugsað gott til glóðar- innar að skoða fossinn frá nýju sjónarhomi. Svo rann upp sumar- dagurinn eini, að segja má. Þótt mistur væri til Eyjafjallajökuls og Vestmannaeyja, þá var Suður- landsundirlendið baðað sólskini. Leiðin reyndist auðfundin. Ekið Gnúpveijahreppinn upp fyrir brúna við Brúarhlöð, og áfram um 5 km að efstu bæjum, Jaðri og Tungufelli. Þaðan liggur svo áfram góð slóð inn á hálendið og meira að segja merkt þar sem beygt er af henni að Guilfossi. Má þannig aka langleiðina á hvaða bíl sem er. Þ.e.a.s. að uppgræðsiu- girðingu með tröppu yfir. Þaðan er 20-25 mínútna rólegt labb að fossinum yfír holt og móa, þar sem gulír staksteinar vísa veginn. Þessi leiðangur var sannarlega þess virði. Fossamir í Gullfossi eru í raun tveir, sem kunnugt er. Og efri fossinn, sem fellur af bjarg- brún langt inn eftir skarði, sést miklu betur og er enn fegurri að austan. Aðeins neðar má líka aust- an frá betur sjá þennan háa fal- lega stuðlabergsvegg vestan meg- in í Hvítárgljúfri. Þetta var dýrðleg sjón að sjá þennan sunnudag. Sólin skein á úðann og regnboginn á sínum stað yfír fossinum. En úðinn glitraði Ííka á græna kafgrasinu á breiðum stallinum að gljúfrinu að austan og ýrði í lofti. Og allt í einu stóð ég þarna í miðjum minni regn- boga. Þessi lá kylliflatur óslitinn frá enda til enda á jörðinni. Göm- ul trú eða kannski öllu heldur draumur allslauss fólks fyrri tíðar, segir að ef maður bara komist undir enda regnbogans, þá megi óska sér hvers sem er. Er auðvit- að borin von. En . . . nú skaut þessari von upp í hugann sem ég stóð þama í miðju litskrúðinu. Svona upptendraður af hrifningu er maður ekki mjög raunsær. Um leið og ég hreyfði mig hoppaði regnboginn og skellti sér aftur niður skammt frá. Og svo aftur. Þar glitraði hann stríðnislega í öllum regnbogans litum á dögg- votum stráunum. Síðan hefí ég árangurslaust spurt marga hvort þeir hafí nokkum tíma sér regn- Gárur eftir Elínu Pálmadóttur boga leggja sig á jörðina. Þetta verð- ur mér lengi dýr- mæt minning. Þessi eini góði sumar- dagur bætir upp marga sem ekki komu. En fleira áhugavert reyndist vera að skoða á þessari leið. Á Tungu- felli er gömul kirkja frá 1856, sem eigendur bæjarins gáfu Þjóð- minjasafni 1987. Þetta er ákaflega falleg lítil kirkja með fomum kirkjuklukkum uppi í ijáfri. Tekur 30 manns í sæti og er mjög vel og snyrtilega við haldið. Gott að þessi litla kirkja skuli vera svona vel varðveitt og aðgengileg, þótt bæjum hafí fækkað þama efst í hreppunum. Mér er sagt að sr. Halldór í Hrana messi þar nokkr- um sinnum á ári. Skömmu áður höfðu norrænir prestar furðað sig á því við mig hve margar kirkjur væru á íslandi. Lá í orðunum að íslendingar hlytu að vera kirkju- ræknir. Ég vakti athygli þeirra á því að um aldir hefðu allir þurft að komast til kirkju gangandi, fram og aftur á einum sunnu- degi. Því stæðu kirkjunar svona þétt. Þótt kirkjuferð væri nú meiri hraðferð, þá mætti enginn til þess hugsa að leggja niður kirkjuna eða sameina söfnuði. Jafnt þótt söfn- uðurinn hefði ijarað undan kirkj- unni. Því færi æði mikið af safnað- arstarfí í að halda við kirkjunni. Og það verður að segjast að kirkj- um um allt land virðist vel við haldið. Við lentum auðvitað í sunnu- dagsbílastrollunni þetta síðdegi þegar nálgaðist höfuðborgarsvæð- ið. Það fylgir. Varla hægt í stóra landi að leggja vegi fyrir þessa fáu umferðartoppa. En alvarlegri eru öll þessi umferðarslys sem fylgja helgarumferðinni á góðviðr- isdögum. Enn meira hrollvekjandi að „margprófað" er orðið að meiri hluta þeirra valda ungir ökumenn. Ennþá válegra að meðvitað er ökuleyfísaldur hér á landi lægri en í mörgum öðram löndum,- Var færður niður í 17 ár og þótt margsannað sé tölfræðilega að aldurinn fram að tvítugu reynist hér hættulegastur, eru sömu „ráðamenn“ án endurskoðunar að færa aksturskennslu niður til 15 ára. Við ákveðnar aðstæður að vísu, en dettur nokkram í hug að krakkamir-sem lært hafa freistist ekki til að laumast í eða fá að grípa í bíl eins og hinir. Hætt við að þar bætist á par fatlaðir til lífst- íðar. Af hveiju í ósköpunum? Einn komungur með unga stelpu sér við hlið brenndi nú eitt kvöld- ið með hraði úr Furamel fyrir hornið inn á Hringbraut, fram fyrir mig sem beið við gönguljós eftir því að gamait fólk færi yfír frá Elliheimilinu. Hann gat ekki með nokkru móti séð fyrir homið hvort það var komið yfír. Svo hló hann glaðklakkalega framan í stelpuna og gaf okkur sem biðum langt nef. Hann var heppinn í það sinn. SIÐFRÆÐIÆ/// hvab eru hugsjónir starfsstétta? Góðar hugsjónir Heyrst hefur að hugsjónir séu úreltar. Þær heyri sögunni til og séu jafnvel hættulegar. Það er meðal annars vegna þess að sumir hafa verið tilbúnir að drepa eða kúga til að sjá hugsjónir sínar rætast. Slíkir menn koma óorði á hugsjónahugtak- ið. Hugsjón er nefnilega göfug eða háleit hug- mynd um fyrir- myndarskipulag, og hugsjónafangar eru einungis þeir sem sitja í fangelsi vegna skoðana sinna án þess að hafa beitt ofbeldi eða hótað því. Alla dreymir um sælu, enginn óskar sér óhamingju. Draumurinn um hamingju er um einstaklinginn sjálfan. Hann vill öðlast það sem hann þráir, ná markmiðunum sem hann setur sér. Hugsjón er draumur um að öðram geti liðið vel líka. Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðislegu þjóðfylkingarinnar, sat í sex ár í fangelsi vegna þessa draums, en herinn stjómar landi hennar, Burma. Hún var hugsjónafangi. Draumur hennar er of stór fyrir herforingja. Hugsjónalaus maður hugsar ein- ungis um eigið skinn. Markmið hans nemur staðar við landamæri sjálfs- elskunnar. Hugsjónir á hinn bóginn bijóta af sér viðjar einstaklinganna. Þær miða lengra og í þeim felst allt- umlykjandi ástúð. Þetta má skýra með einföldum dæmum. Kennari sem hugsar einungis um það sem gerist í skólastofunni en er nákvæm- lega sama um hvað nemendur gera utan hennar eða hvemig aðstæður þeirra era, er hugsjónalaus. Skóla- stofan er allt og aðstæður nemend- anna utan hennar koma honum ekki við. Kennari sem, að hinu leytinu til, lætur sig þjóðfélagið varða, á sér þjóðfélagshugsjón. Honum er ekki sama um slæmar aðstæður nemenda sinna utan skólastofunnar, og reynir að beita sér á þeim vettvangi. Ef hann telur áfengi hættulegt, mót- mælir hann rýmkun áfengislaga, ef hann telur að tiltekin reglusetning komi bamafjölskyldum illa, berst hann opinberlega á móti henni. Þannig eiga starfstéttir sér hug- sjónir. Leikskólakennari með hug- sjón vill að allt samfélagið sé baminu gott. Hugsjón leikskólakennarans felst ekki aðeins í því að leikskólam- ir verði betri heldur að grannskólinn sem bamið er skyldugt til að ganga í, verði iíka betri. Ef hann telur að grannskólinn sé lélegur, líður honum illa þegar hann kveður sex ára bam- ið. Svona er hugsjónin. Hugsjónir þarf að ígranda. Það þarf að skilgreina markmið þeirra og reikna út hvort þær séu heilla- vænlegar eða ekki. Þær geta nefni- lega verið ranglega hugsaðar og leitt til óhamingju ef barist er fyrir þeim. Hugsjónir eru siðferðilegar vegna þess að þær koma fleirum en eigand- anum við og það er einmitt af þeim sökum sem þær geta verið góðar og slæmar. Stjómmálamenn hafa hugsjónir, og þeir bjóðast til að beijast fyrir því að hugsjónimar verði að vera- leika. Starf þeirra er hugsjónastarf og markmiðið á ávallt að vera þjóð- arheill. Stjómmálamaður þarf ævin- lega að taka ákvarðanir sem eru heillavænlegar fyrir sem flesta. Ef það tekst ekki, hefur honum mistek- ist. Starf stjómmálamanna felst ein- faldlega í því að hamla gegn órétt- læti og greiða götu réttlætisins. Það hefur samt aldrei tekist að láta alla sitja við sama borð, en stjórnmála- mennimir eiga að samþykkja lög sem miða að því. Hinn hugsjónalausi ætti að láta stjómmál eiga sig, hann er skeyting- arlaus um náunga sinn. Samt er ekki hægt að útiloka slíka menn, þeir geta villt á sér heimildir og náð VERALDARVAFSTUR í // /// vib virkjab ástarorkuna? Ástarorkan HUGSUN er raunsönn sköpun. Við erum hér til þess að skapa, til þess að raungera okkur sjálf með hugsun. Það sýnir dá- samlegt samband milli manns og jurtar, hvernig má skoða og mæla hugsun með aðstoð ein- falds lífsforms. Þegar við elsk- um, sleppum við lausri hugarorku þörstein"' okkar °S flýtjum hana til þess sem við elskum. Stærsti ábyrgðarhluti okkar er að elska.“ Þessi tilvitnun í Marcel Vogel gæti freistað okkar til að álíta að hér sé á ferð rómantískt skáld eða draumaóramaður en ekki maðurinn sem þróaði tæknina við segulhjúpinn, sem gerði hörðu diska tölvunnar mögulega. Eða maðurinn sem þróaði fljótandi kristallana þannig að nota mátti þá í stafræn skilti, sem eru á öll- um tæknihlutum í dag. Á þeim tíma vann hann enn hjá IBM og var harður vísindahyggjumaður. Lítið atvik innan veggja IBM- fyrirtækisins varð þó til þess að Vogel fékk víðara starfssvið en hugmyndaríkur tæknimaður. Hann hélt þar m.a. námskeið í örvun sköpunargáfu fyrir verk- fræðinga IBM. Einn af þeim spurði hann álits á rannsókum Cleve Backsters um tilfinningar jurta. Vitaskuld hafnaði hann þeirri óvísindalegu hugmynd um leið og við það sat um sinn. Seinna bárust honum upp í hendurnar aðstæður til þess að endurtaka tilraunina með tilfinningar jurta. Hópi sem hann kenndi þá var skipt í þijá hluta til að fram- kvæma tilraunina vísindalega en enginn þeirra skilaði þeim ár- angri sem Backster náði. Hins vegar gerði Vogel eigin tilraun og hún tókst. Með því var nýr kafii í lífi Vogels hafinn. Hann kannaði með sínu al- kunna hugviti fjöldan allan af nýjum sviðum eðlisfræðinnar, sem enginn hafði komið nálægt fyrr, né getað komið auga á, ann- aðhvort vegna þess að það sam- ræmdist ekki vísindahyggjunni eða vegna þess að hulan var enn- þá fyrir augum þess sem skoð- aði. Á meðal þeirra var: Sál-raf- ræn svörun plantna, sálræn orka, upplýsinga-bönd, undanfari forma, lífsafl og ástarorka. Smám saman komst hann að því, að þó verksvið hans næði til jurta, vatns og kristalla var hann í raun og veru að fást við hugar- orkuna. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að hugur hans fram- kallaði sameiningarorku (syn- ergy) með því að vinna með öðrum lífverum. Með öðrum orðum að orka hugans sé leiðandi afl í al- heimi og komi til á undan öllu formi, já formi raunar alla veröld og allt líf. En hvers vegna erum við svo föst í vísindahyggjunni, sem ekki getur kannað annað en efnisheim- inn? Frá barnæsku erum við tam- in til þess að nota eingöngu skyn- semi hugans á það sem skynfæri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.