Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hvab meb gömlu svertingjamyndimar? Svartur hasar ÞEIR sem sóttu hvað harðast bíóin hér á áttunda áratugn- um muna sjálfsagt vel eftir svertingjahasarmyndunum („blaxploitation") sem hreinlega flæddu inn í landið og fjöll- uðu um hetjuleg ævintýri ofurhuga á borð við Shaft og Kleópötru Jones. Áratugurinn var teppalagður með þessum myndum af svertingjahetjum, konum jafnt sem körlum, sem fengið gætu Stallone og Schwarzeneggertil að blána af öfund í dag. Sú fyrsta lagði línurnar fyrir þær sem á eftir komu og nafnið segir allt sem segja þarf: „Sweet Sweetback’s Baadasssss Song“. MYNDIRNAR lifa í minningunni fyrir margra hluta sakir. Fram- leiðendurnir, leikstjórarnir og handritshöfundarnir voru oft hvítir en margir helstu kvik- myndaleik- arar svert- ingja á tímabilinu urðu stjöm- ur í þessum og Richard Pam Grier, eftir Amald indriðason myndum eins Roundtree og sem var sannkölluð drottn- ing svertingjamyndanna. Hasarinn í þeim var oft ágætlega útfærður (sundum Nýsjá- lendingur í Holly- wood LEE TAMAHORI, sem gerði nýsjá- lensku myndina Eitt sinn stríðsmenn sem Regn- boginn sýnir, er þegar farinn að vinna í Holly- wood eins og flestir þeir leikstjórar í heiminum sem vekja athygli fyrir myndir sínar. Fyrsta verkefni Tama- hori í kvikmyndaborginni er að leikstýra Nick Nolte og fleiri góðum í mynd- inni „Mullholland Falls“ en hún er byggð á sönn- um atburðum í lífí fjög- urra einkaspæjara í Los Angeles á sjötta áratugn- um (sjónvarpsþættir hafa einnig verið gerðir um GOTT leikaralið; Nick Nolte. félagana). Með önnur hlutverk fara Chazz Pal- minteri, Michael Madsen og Chris Penn ásamt Melanie Griffith, John Malkovich og Treat Will- iams. Framleiðendur eru þau Riehard Zanuck og Lili Fini Zanuck (Ekið með Daisy) en Michael Mann var eitt sinn orðaður við leikstjórnina. pínlega illa líka) og síðast en ekki síst voru sumar þeirra svo lélegar að maður gleymir þeim aldrei eins og „Dolomite", sem sýnd var í Gamla biói og vekur enn upp dásamlegar minningar af bíói eins og það verst getur orðið. Svertingjamyndinar, sem voru iðulega illa leiknar og unnar upp úr lélegum hand- ritum, hafa ekki verið hátt skrifaðar en fengið nokkra uppreisn æru í seinni tíð. 33 þeirra eru á sérstakri kvik- myndahátíð í New York sem nú stendur yfir undir heitinu „Blaxploitation, Baby!“ og eru þar til sýnis myndimar um Shaft og Kleópötru ásamt „Coffy“ með Grier og „Sup- erfly“ svo fáeinar séu nefnd- ar. Einnig „Sweet Swe- etback’s“ sem hóf æðið árið 1971 og er eftir Melvin Van Peebles (föður Marios). Hún sagði af svertingja á flótta undan lögreglunni til mexí- kósku landamæranna eftir að hann myrti tvo lögreglu- þjóna sem __ drápu ungan svertingja. í leit sinni að manninum lemur og ber lög- reglan svertingja af handa- hófi og skýtur eyrun af fé- laga hans við yfirheyrslur (Q. Tarantino hefur ugglaust séð myndina). „Sweetback" hef- ur verið lýst sem „stríðsyfir- lýsingu gegn Bandaríkjunum hvítra manna“ og þótt þær svertingjamyndir sem á eftir komu hefðu ekki verið eins harðar í horn að taka ein- kenndust þær af stöðu svert- ingja í landinu sem hvíti maðurinn hafði beint á braut- ir eiturlyijasölu, vændis og glæpastarfsemi samkvæmt boðskap þeirra. I öllum myndunum voru lögreglu- menn óvinur númer eitt og ef kom fýrir í þeim lögreglu- maður sæmilega af guði gerður átti hann sér kollega, sem við minnsta áreiti krytj- aði svertingja í kebab. Tónlistin skipaði háan sess í myndunum og eitt lagið, „Theme From Shaft“ hreppti Óskarinn. Og svart- ar leikkonur voru ekkert síð- ur í aðalhlutverkum en kraftalegir karlarnir. Grier og Tamara Dobson, sem lék Kleópötru Jones, voru helstu kynbombur myndanna og sölluðu niður óvininn af ekk- ert minni alúð en karlarnir. Það eru enn gerðar svert- ingjamyndir, síðast sáum við Algjöran bömmer með Dam- on Wayans, en þessar gömlu standa 'alveg sér á báti og að fá þær hér einhverntíma sýndar aftur væri almenni- leg hátíð. HÖRKUSKUTLUR; Tamara Dobson sem Kleópatra Jones. 7000 hafa séð Litlar konur ALLS HAFA um 7000 manns séð Litlar kon- ur í Stjörnubíói að sögn Karls 0. Schiöth bíóstjóra. Þá sáu 11.500 Vinda for- tíðar, 6.500 hafa séð Beet- hoven og um 3000 breska tryllinn I grunnri gröf. Sýningar hófust á ridd- aramyndinnni „First Knight" í Stjörnubíói og Sambíóunum um þessa helgi en Einkalíf Alexand- ers eftir Þráin Bertelsson KOMIN í bíó; Richard Gere og Julia Ormond í „First Knight“. Meira af „Reservoir Dogs“ MARGLITIR krimmar; ógleymanlegt leikaraliðið i „Dogs“. ÞAÐ FÆRIST mjög í vöxt að gefa út það sem kallað er sérstök út- gáfa leikstjórans af til- teknum myndum. Þær inni- halda meira efni en upp- runalega útgáfan leyfði og meiri uppfyllingu. Má nefna myndir eins og „Aliens“, „Blade Runner“ og Dansar við úlfa í þessu samhengi. Sú nýjasta í hópinn er „Res- ervoir Dogs“ Quentins Tar- antinos en hún verður end- urútgefin í Bandaríkjunum í sumar með talsverðu af efni sem lenti í klippunum í fyrstu umferð. Ekki er enn vitað ná- kvæmlega hvað kemur inn verður frumsýnd í Stjörnu- bíói þann 9. ágúst. V^strinn „The Quick and the Dead“ með Sharon Stone verður sýnd á eftir henni og aðrar væntanlegar myndir eru „The Net“ með Söndru Bullock og „Desperados“, framhald „E1 Mariachi“. Nýtt hljóðkerfi hefur verið sett upp í Stjörnubíói, svokallað SDDS-kerfi, og var Æðri menntun fyrsta myndin, sem sýnd var í hinu nýja kerfí. „Það er ekkert sem tapast á Ieiðinni í þessu kerfi heldur skilar það hljóðinu eins og framleið- andinn vill hafa það,“ sagði Karl í samtali. í myndina en talað er um að persóna Tim Roth (Herra Orange) fái meira pláss og bætt sé inn atriði þar sem glæpamennirnir fara yfir stöður sínar í módeli af ránsstaðnum. Það mun þó víst, herma fréttir, að Mar- vin fær ekki eyrað sitt aft- ur. ÍBÍÓ GAGNGERAR endur- bætur hafa nú verið unnar á kvikmyndahúsinu Regnboganum og má þá segja að öll kvikmyndhúsin í Reykjavík hafi gert endurbætur á sölum sínum enda eru þær nauðsynlegar þar sem annarstaðar og í kvikmyndaborg eins og Reykjavík eru gerðar mikl- ar kröfur til bfóanna. Það, sem einkennir kannski fyrst og frcmst upplyftingu kvikmynda- húsanna, eru endurbætt hljóðkerfi og er nú keppst við að auglýsa bestu hljóð- in í kvíkmyndahúsunum og hefur meira að segja komið fram í erlendum blöðum að hér séu bíóhljóðin á heimsmælikvarða. Það má segja kvikmyndahúsunum til hróss að þau hafa fylgt mjög vel þróun í gerð hljóð- búnaðar og bjóða nú uppá það besta sem fæst á þeim markaði. MNýjasta mynd Þráins Bertelssonar verður frum- sýnd þann 9. ágúst nk. í Stjörnubíói. Hún heitir Einkalíf Alexanders og fer fjöldi þekktra leikara með helstu hlutverk, m.a. Egill Ólafsson, Tinna Gunnlaugdóttir og sonur þeirra Olafur Egilsson. Aðrir leikarar eru m.a. Sig- urður Sigurjónsson, Karl Ágúst Úlfsson og Rand- ver Þorláksson ásamt Gottskálki Degi Sigurð- arsyni og Dóru Takefusa. Framleiðendur eru Þráinn og Friðrik Þór Friðriks- son. MÍ bígerð er að kvikmynda sögu Josephs Conrads, „The Secret Agent“, og mun breska leikskáldið Christopher Hampton leikstýra. Með hlutverk fara Gerard Depardieu, Rosanna Arquette og Bob Hoskins, en myndin er áætluð í bíó í byijun næsta árs. MÞá er einnig væntanlegt framhald Krákunnar eða „The Crow“, sem reyndist síðasta mynd Brandons Lees. Með aðalhlutverk fer Vincent Perez. MBandaríski leikstjórinn Bob Rafelson er lagður af stað með nýjan erótískan trylli, en mynd hans Póst- maðurinn hringir alltaf tvisvar með Jessicu Lange og Jack Nicholson setur enn móðu á gleraug- un. Sá nýi heitir Blóð og vín, en ekki er vitað hveijir fara með aðalhlutverkin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.