Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ1995 B 11 aðeins nota bygg, humla og vatn í bjórinn. Nú er einnig notað ger, en það þekktist ekki þegar lögin voru upphaflega sett. Hins vegar má ekki bæta rotvamarefnum eða öðr- um bragðefnum í bjórinn ef hann er ætlaður til innanlandsneyslu. Humlar og malt Aðalhráefnin í bjór era bygg og vatn. Notað er sérræktað tvíært bygg sem fýrst er lagt í bleyti við ákveðinn hita þannig að það spírar og er síðan þurrkað við hita til að losa út mjölvann. Þurrkaða byggið sem nú kallast malt er síðan blandað með vatni og hitað til að breyta mjölvanum í geij- anlegan sykur. Nú á dögum er þetta gert í risastóram stálgeymum en Beck & Co notar enn nokkra gamla var Beck’s mest selda bjórtegundin hér á landi en missti þann sess eft- ir annað útboð ÁTVR. Á síðasta ári var Beck’s að auka sinn hlut aftur og hafði tæplega 9% bjórsölunnar hér á landi. Vínsérfræðingar gefa Beck’s bjór yfírleitt góða einkunn og segja helsta einkenni hans gott beiskju- bragð. Fleiri útgáfur era framleidd- ar af Beck’s eins og dökkur bjór og áfengislaus Beck’s sem byijað var að selja fyrir nokkram áram við góðar viðtökur. Beck framleiðir einnig Haake-Beck sem er einskon- ar héraðsbjór og er aðeins beiskari en Beck’s. Fleiri tegundir má nefna eins og Remmer og St. Pauli Girl sem hafa lengi verið framleiddar í Bremen af fyrirtækjunum sem Beck & Co Morgunblaðið/GSH ÞARFASTI þjónninn flytur bjór í krár við eröngugötur í Bremen. koparkatla sem eru ólíkt huggulegri á að líta fyrir gesti. Þetta eru sams konar katlar og notaðir era í viskí- verksmiðjum í Skotlandi enda er svipuðum aðferðum beitt við að bragga maltviskí og bjór. Maltlögurinn sem nú verður til er látinn í nýja katla en úrgangurinn er þurrkaður og notaður til skepnu- fóðurs. í kötlunum er maltlögurinn soðinn og þar er bætt við humlum. Humlum var fyrst bætt í bjór í Þýskalandi á 11. öld. Þeir era eins- konar krydd og af þeim stafar beiski keimurinn og ilmurinn af bjómum. Mismunandi bjórbragð stafar venju- lega af því með hvaða aðferðum bygginu er breytt í malt, hvaða teg- undir eða magn af humlum er not- að. Þá fer bragðið einnig eftir ger- tegundum. Maltlögurinn er síðan hreinsaður og kældur og látinn í geijunarker þar sem geri er bætt við. Þessi ker vora áður úr timbri en eru nú úr stáli. Nú er bætt við geri og bjórinn látinn gerjast í 8 daga. Eftir það er hann settur í tanka og látinn þroskast og geijast áfram í nokkrar vikur áður en hann er síaður og er þá tilbúinn í flöskur og dósir. Stúlka Sankti Páls í verksmiðju Beck & Co er stór salur með færiböndum fullum af bjórflöskum, sem fara gegnum þvott, átöppun og álímingar. Gömlú átöppunarvélamar, sem standa á gólfínu við hlið færibandanna, verða hálf lúpulegar í samanburðinum. Beck & Co framleiðir ýmsar teg- undir af bjór. Aðaltegundin er Beck’s sem er eins og áður sagði er seld um allt Þýskaland og víðs- vegar um heiminn. Nú er Beck’s talinn ein af íjórum vinsælustu bjór- tegundum í Þýskalandi. Hér á landi hefur Beck’s fengist frá árinu 1989 eftir að hafa verið valinn í útboði sem aðal þýski bjór- inn í verslunum ÁTVR. Um tíma keypti í upphafi aldarinnar. Enginn veit nú hver þessi stúlka Sankti Páls er, sem bjórinn dregur nafn sitt af, en talið er að nafnið tengist því að áður fyrr var bjór braggaður í klaustram sem helguð vora Sankti Páli. Iljólað við bjór Beck & Co leggur sitt af mörkum til menningarstarfsemi og íþrótta líkt og fleiri stórfyrirtæki. Hér á landi hefur fyrirtækið meðal annars styrkt skógrækt, og uppfærslu á Wagnerópera og í Bremen styrkir fyrirtækið listsýningar, hljómleika og íþróttaviðburði. Einn þeirra á sér varla sinn líka í heiminum. Þetta er viku langt hjól- reiðamót sem fer fram í mikilli íþróttahöll í borginni og minnir raunar frekar á útihátíð um verslun- armannahelgina á íslandi en íþróttamót í Þýskalandi. Þarna koma saman rúmlega 20 þúsund manns á hveiju kvöldi og kippa sér ekki upp við að greiða jafnvirði 5 þúsund króna í aðgangs- eyri. Svo virðist sem hjólreiðakeppnin sé aukaatriði í sjálfu sér. Á stóru svæði í íþróttahöllinni era sölubás- ar, hringekjur, danspallar og síðast en ekki síst stórir barir þar sem bjórinn er drakkinn ótæpilega. Keppnissalurinn sjálfur er risa- stór og þar hjóla keppendurnir hring eftir hring á keppnisbraut kyrfílega merktri Beck’s undir dynjandi músík og hrópum kynna sem lýsa keppn- inni. Á miðju gólfinu eru bjórbarir með merkjum Beck’s og Haake- Beck þar sem fólk í hundraðatali stendur með bjórinn sinn og spjallar saman og virðist lítið skeyta um hvernig hjólreiðaköppunum gengur. Þetta lítur sérkennilega út í aug- um íslendingsins en í hugum Brem- en-búans er þetta hluti af menning- unni sem bjórinn hefur skapað gegnum aldirnar þar í borg. Sumarauki í september ísland, Danmörk og Þýskaland 04.-16.09. Ekið verður frá Reykjavík norður um land til Mývatns þar sem gist verður fyrstu nóttina. Þaðan er ekið til Seyðisfjarðar og siglt með viðkomu í Færeyjum til Danmerkur, ekið inn í Þýskaland og ferðast þar um. Flogið er síðan heim frá Lúxemborg. Verð á mann 89.440 Innifalið er sigling, flug, allur akstur, gisting i tveggja manna herbergjum með baði og morgunverði, fiugvaiiarskattur og íslensk fararstjórn. Ath.: Fyrirhugaðar eru fleiri og styttri ferðir til Þýskalands í haust. Einnig er hægt að hefja ofangreinda ferð með flugi til Hamborgar þann 8. september. FeríktskrHsfofa GUÐMUNDAR JÖNASSONAR HF. Borgartúni 34, sími 511-1515 ■onBoami , i 0 í I 3 í Samvinnubréfum Landsbankans hvort sem þú þarft á peningum að halda eða vilt ávaxta fé. Samvinnubréf Landsbankans bjóða betra verð á húsbréfum en áður. Með aðstoð Samvinnubréfa Landsbankans getur þú brúað bilið í fasteignaviðskiptum eða endurQármagnað skammtímalánin með útgáfu fasteignatryggðra skuldabréfa. (SkiljTði: Veðsetning innan við 50% af markaðsverði eignar) Þú færð örugga skammtímaávöxtun með kaupum á ríkisvíxlum, bankavíxlum, bæjarsjóðsvíxlum o.fl. Enginn kostnaður við kaup. Ókeypis varsla og innheimta. Þú getur einnig ávaxtað peninga til langs tíma með kaupum á ríkisverðbréfum, bankabréfúm og fleiri traustum verðbréfum. Hafðu samband við Samvinnubréf Landsbankans til að komast að raun um að við eigum samleið í fjármálum. -jjármáleru okkarfag! . wi SflMVlWMUBRÉF V/ LANDSBANKANS .-WCDrRpCCAMini I IW- VERÐBREFAMIÐLUN SUÐURLANDSBRAUT 18 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 560 6580 • FAX 568 8915 BnOMMB Blab allra landsmanna! kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.