Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N U A UGL YSINGA R Birgðaskráning - framtíðarstarf Óskum að ráða vanan starfskraft í birgða- skráningu og almenn skrifstofustörf hjá traustu innflutnings- og smásölufyrirtæki. Um er að ræða heilsdagsstarf. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, vera þjónustulundaður og samviskusamur. Umsóknir óskast sendar afgreiðslu Mbl. fyrir 21. júlí nk. merktar: „B - 5875“. M Ahugavert starf Prentsmiðjan H-prent hf. á ísafirði óskar að ráða setjara til starfa. Um er að ræða ákaf- lega fjölbreytta og skemmtilega tölvuvinnu sem felst í uppsetningu og hönnun prent- gagna. Viðkomandi þarf að vera jákvæður, skapandi, hugmyndaríkur, geta unnið sjálf- stætt og hafa frumkvæði, sem og góða íslensku- og tölvukunnáttu. Upplýsingar veita Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjqrnsson í síma 456 4560. Kennarar - Siglufjörður Kennara vantar til starfa á næsta skólaári. Meðal kennslugreinar eru; almenn kennsla, sérkennsla, heimilisfræði, náttúru- og samfé- lagsfræði.enska. stærðfræði og umsjón tölvustofu. Húsaleigu- og flutningsstyrkur í boði. Upplýsingar veita skólastjóori í síma 467 1184(vs) og formaður skólanefdar í símum 467 1700(vs) og 4671171 (hs). Grunnskóli Siglufjarðar. ÍIS FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Ibd Á AKUREYRI Öldrunarlækninga- deild Við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri verður hafin ný starfsemi í öldrunarþjónustu í haust, en 1. október tekur til starfa öldrunarlækn- ingadeild. í fyrstu verður starfsemi deildar- innar staðsett á báðum deildum Kristnesspít- ala. Núverandi öldrunardeild breytir um nafn og mun verða hluti af öldrunarlækningadeild. Hlutverk deildarinnar er að veita sérhæfða þjónustu í öldrunarlækningum, hjúkrun, end- urhæfinu og félagsráðgjöf. Einnig að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum, rannsóknum og kennslu. Markmið öldrunarlækningadeilda er að vera leiðandi afl við að koma á fót nútímalegri öldrunarþjónustu og fjölbreyttu meðferðarformi. Lögð er áhersla á teymis- vinnu. Starfsmenn við þjálfun heyra stjórnun- arlega undir endurhæfingardeild en aðrir starfsmenn undir öldrunarlækningadeild. Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar og er umsóknarfrestur til 31. júlí nk. Ráðið verð- ur í allar stöðurnar frá 15. september. 1. Verkefnastjóri hjúkrunar Staðan er 50% og er veitt í eitt ár. Verk- efni: Sjá um þátt hjúkrunar í undirbúnings- vinnu og framkvæmd við stofnun öldrunar- lækningadeildar á Kristnesi og vinna í öldr- unarlæknisfræðilegu teymi. Við ráðningu verður tekið tillit til faglegrar þekkingar, reynslu og menntunar umsækjenda. Nán- ari upplýsningar gefur Ólína Torfadóttir hjúkrunarforstjóri í síma 463 0271. Um- sóknir sendist hjúkrunarforstjóra. Rafvirki Óskum eftir vönum rafvirkja til þjónustu- starfa. Upplýsingar gefur Sigurður í síma 455 4553 milli kl. 8.00 og 12.00. Kaupfélag Skagfirðinga, RKS Raftækni. Atvinnurekendur 35 ára rekstrartæknifræðingur óskar eftir at- vinnu. Hefur víðtæka reynslu af matvælafram- leiðslu, inn- og útflutningi og markaðs- og sölumálum. Góð tungumála- og tölvukunnátta. Er hugmyndaríkur, jákvæður og tilbúinn að vinna að erfiðum og tímafrekum verkefnum. Áhugasamir sendi skilaboð til afgreiðslu Mbl., merkt: „Á - 7812“. Leikskólakennarar, þroskaþjálfar, kennarar og annað uppeldismenntað fólk Okkur vantar áhugasamt, uppeldismenntað starfsfólk á leikskólana í Hornafirði, en þar eru tveir ieikskólar. Lönguhólar er vel búinn, þriggja deilda leikskóli og Óli prik er lítill, heimilislegur, einnar deildar leikskóli í sveitaum- hverfi. Veitum fúslega allar nánari upplýsingar. Leikskólastjóri Lönguhóla er í vinnusíma 478-1315 og í heimasíma 478-1084. Leik- skólastjóri Óla prik er í vinnusíma 478-2075 og í heimasíma 478-2119. Einnig veitir fé- lagsmálastjóri Hornafjarðar upplýsingar í síma 478-1702. Bæjarfélagið útvegar hagstætt leiguhús- næði og greiðir ferðastyrk. 2. Félagsráðgjafi Staðan er 75%. Verkefni: Félagsráðgjöf fyriri öldrunarlækn- ingadeild og endurhæfingardeild FSA. Þekking og reynsla á sviði öldrunarþjónustu, tryggingamála og réttinda fatlaðra eru mik- ilvæg, auk reynslu í samskiptum við að- standendur og starfsmenn heilbrigðis- stétta. Nánari upplýsingar veita Halldór Halldórsson, yfirlæknir öldrunardeildar og Stefán Yngvason, yfiræknir enduhæfingar- deildar í síma 463 1100. Umsóknir sendist yfirlækni öldrunarlækningadeildar. 3. Sjúkraþjálfi Staðan er 100%. Verkefni: Stjórn sjúkraþjálfunar á öldrunar- lækningadeild. A FSA eru fyrir 6,5 stöðu- gildi sjúkraþjálfa. Nánari upplýsingar veita Lucienne ten Hoeve, yfirsjúkraþjálfi í síma 463 0100 og Stefán Yngvason, yfirlæknir endurhæfingardeildar í síma 463 1100. Umsóknir sendist yfirsjúkraþjálfara. 4. Iðjuþjálfi. Staðan er 100%. Verkefni: Stjórn iðjuþjálfunará öldrunarlækn- ingadeild. Á FSA eru fyrir 2 stöðugildi iðju- þjálfa. Nánari upplýsingar veita Ólöf Leifs- dóttir, yfiriðjuþjálfi og Stefán Yngvason yfirlæknir endurhæfingardeildar í síma 463 1100. Umsóknir sendist yfiriðjuþjálfa. 5. Aðstoðarmaður iðjuþjálfa Staðan er 100%. Verkefni: Aðstoð og vinna með iðjuþálfa á öldrunarlækningaeild. Reynsla í samskipt- um við sjúklinga nauðsynleg. Starfið er heppilegt fyrir þá, sem hafa áhuga á námi í iðjuþjálfun. Nánari upplýsingar veita Ólöf Leifsdóttir, yfir- iðjuþjálfi og Stefán Yngvason, yfirlæknir endurhæfingardeildar í síma 463 1100. Umsóknir sendist yfiriðjuþjálfa. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Öryggisbúnaður Óskað er eftirframtakssömum og handlögn- um manni til uppsetninga á öryggisbúnaði. Sveinspróf eða meistararéttindi í rafvirkjun eða rafeindavirkjun æskileg, en þó ekki skil- yrði. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð. Starfsumsóknum skal skilað í lokuðu umslagi til Mbl., merktum: „Öryggi - 7811“, eigi síð- ar en nk. föstudag, 20. júlí. Lagerstarf - Utkeyrsla Heildverslun (ekki þungavara) óskar eftir starfskrafti í fullt starf. Vinnutími frá 8.30- 17.00. Æskilegur aldur 20-40 ára. Viðkom- andi þarf að vera heiðarlegur, duglegur, stundvís, eiga gott með að umgangast fólk, heilsuhraustur, nákvæmur og þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. ágúst nk. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðar- mál og öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir sendist til afgr. Mbl. merkt: “Lager - 7813“ fyrir 21. júlí. Framtfðaratvinna í boði fyrir hörkudug- lega einstaklinga Bónus sf. hefur falið mér að leita að nokkrum einstaklingum til framtíðarstarfa við ýmis störf í verslunum þess. Leitað er að hörkuduglegum einstaklingum sem geta unnið undir miklu álagi, unnið lang- an og erilsaman vinnudag, ásamt því að vera heiðarlegir, stundvísir og eiga gott með að umgangast og vinna með öðru fólki. Væntanlegir umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 22-30 ára. í boði er starf hjá kraftmiklu og lifandi öguðu fyrirtæki, ágætir tekju- og framtíðarmögu- leikar fyrir þá aðila sem standa sig vel. Umsóknareyðublöð ásamt öllum frekari upp- lýsingum um störf þessi veiti ég á skrifstofu minni á venjulegum skrifstofutíma. Teitur Lárusson, atvinnuráðgjöf - starfsmannastjórnun, Austurstræti 14 (4. hæð). 101 Reykjavík. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra, Suðurlandi auglýsir lausar til umsóknar tvær stöður á Meðferðarheimilinu Búhamri í Vestmanna- eyjum. Annars vegar er um að ræða stöðu forstöðumanns, sem er afleysingastarf til eins árs, og hins vegar stöðu meðferðarfulltrúa. Á Búhamri eru fötluð börn og unglingar á aldrinum 2-14 ára í dagvistun alla virka daga og í skammtímavistun 1 helgi í mánuði. Starf forstöðumanns gerir kröfur um: - Fjölbreytileg samskipti. - Sveigjanleika. - Ákveðni. - Fagleg vinnubrögð. Æskilegt er að umsækjandi hafi þroskaþjálfá- menntun eða aðra sambærilega uppeldis- menntun og hafi góða þekkingu á málefnum fatlaðra. Ráðningartími forstöðumanns er frá og með 15. sept., en ráðningartími meðferðarfulltrúa frá og með 1. sept. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 481 2127, til 21. júlí, eða í síma 482 1839.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.