Morgunblaðið - 16.07.1995, Page 18

Morgunblaðið - 16.07.1995, Page 18
18 B SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ 4f 1 N N t 3 AUGLYSINOAR Forstöðumaður bókasafns Traust og gott fyrirtæki í miðborg Reykjavík- ur óskar eftir að ráða bókasafnsfræðing. Hæfniskröfur: Háskólapróf í bókasafnsfræði og starfsreynsla á því sviði. Viðkomandi þarf að hafa þjónustulund, geta unnið sjálfstætt og vera lipur í mannlegum samskiptum. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknarfrestur er til og með 21. júlí nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eingöngu veittar á skrifstofu Liðsauka, sem er opin frá kl. 9-14. „Au pair“ íslensk fjölskylda í London óskar eftir „au pair“ til að passa 1 og 3 ára börn og sækja 2 eldri úr skóla. Verður að vera hress og jákvæð/ur. Vinsamlegast sendið umsóknir til afgreiðslu Mbl. fyrir 25. júlí nk., merktar: „Au pair - 6567“. Mosfelisbær Dagmæður Dagmæður óskast til starfa í Mosfellsbæ, sér- staklega í Teiga- og Byggðahverfi. Eldri um- sóknir þarf að endurnýja. Nánari upplýsingar um skilyrði fyrir leyfis- veitingu og umsóknareyðublöð liggja frammi á Félagsmálastofnun Mosfellsbæjar, Þver- holti 3. Yfirmaður fjölskyldudeildar. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Reykjanesi Yf i rsá If ræði ng u r! Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykja- nesi óskar eftir að ráða yfirsálfræðing. Um er að ræða tímabundna ráðningu frá 20. ágúst 1995 til 31. maí 1996. Gæðastjórnun og árangursrík samvinna er höfð að leiðar- Ijósi í þjónustu Svæðisskrifstofu. Yfirsálfræðingur tekur þátt í víðtæku sam- starfi fagteymis skrifstofunnar. Sérstök verk- efni yfirsálfræðings eru meðal annars eftirfarandi: ★ Ráðgjöf við fatlaða og aðstandendur þeirra. ★ Faglegur stuðningur við starfsfólk Svæð- isskrifstofunnar á sviði atvinnu, búsetu og skammtímavistar. ★ Samstarf við tengslastofnanir á svæðinu svo sem á sviði félags-, heilbrigðis- og menntamála. ★ Yfirumsjón með sálfræðilegri greiningu, meðferð og gerð áætlana um þjónustu. Óskað er eftir metnaðarfullum sálfræðingi með góða samstarfs- og stjórnunarhæfileika til starfa í framsækinni þjónustustarfsemi á vinnustað sem einkennist af jákvæðni og bjartsýni. Nánari upplýsingar eru veittar í síma: 564-1822 á Svæðisskrifstofu Reykjaness, Digranesvegi 5, Kópavogi, þar sem umsókn- areyðublöð liggja frammi. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. Skógrækt ríkisins - aðalskrifstofa, Egilsstöðum Laust er til umsóknar starf fulltrúa á aðalskrifstofu Skógræktar ríkisins. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 1995. Um er að ræða fullt starf við launavinnslu, skjalavörslu og önnur almenn skrifstofustörf. Góð tungumála- og tölvukunnátta nauðsyn- leg. Laun skv. kjarasamningum BSRB. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Skógræktar ríkisins, í síma 471-2100. Pústþjónusta Traustur og ábyrgur aðili með full réttindi óskast til að taka að sér rekstur pústverk- staeðis fyrir Bílavörubúðina Fjöðrina hf. Ýmis rekstrarform koma til greina. Umsóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu fyrirtækisins. Skilafrestur er til 25. júlí. Bílavörubú6in .FJðÐRIN. Skeifunni 2. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Hjúkrunarfræðingar FSÍ óskar að ráða í tvær stöður hjúkrunar- fræðinga á legudeildir (bráðadeild og öldrun- ardeild) frá 1. september nk. og tvær til við- bótar frá 1. október. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi störf við framúrskarandi vinnuaðstæður. Framund- an er vinna við frekari uppbyggingu á hjúkrun- arferli og að koma á fastri sjúklingaflokkun. Upplýsingar um störfin, launakjör, húsnæði og hugsanlega kynnisferð vestur veitir hjúkr- unarforstjóri FSI í síma 456 4500 eða 456 4228. FSl er nýtt, vel búið sjúkrahús sem þjónar norðanverðum Vestfjörðum. Við veitum skjólstæðingum okkar alla almenna þjónustu á sviði skurð- og lyflækninga, öldrunarlækninga, fæðingarhjálpar, slysa- og áfallahjálp- ar og endurhæfingar. Starfsemin hefur verið í stöðugri sókn á undan- förnum árum. Er það fyrst og fremst að þakka metnaðarfullu starfs- fólki, nýjum og góðum tækjabúnaði, fyrirmyndar vinnuaðstöðu og ánægðum viðskiptavinum. Starfsmenn FSÍ eru rúmlega 90 talsins. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39-108 Reykjavík - Sími: 5888500 - Fax: 5686270 Félagsráðgjafi Félagsráðgjafi óskast til starfa í 50% stöðu í móttökuhópi hverfaskrifstofu fjölskyldudeildar í Skógarhlíð 6. Staðan er laus frá 1. september nk. Umsóknarfrestur er til 4. ágúst nk. Símafulltrúi Símafulltrúi óskast til starfa í 50% stöðu við hverfaskrifstofu fjölskyldudeildar að Skógarhlíð 6. Staðan er laus frá 15. ágúst nk. Umsóknar- frestur er til 4. ágúst. Umsóknir berist til hverfaskrifstofunnar, Skógarhlíð 6, þar sem jafnframt eru gefnar frekari upplýsingar um störfin, í síma 562 5500. Hárgreiðslu- kona/maður Hárgreiðslukona/maður óskast í 50% starf á dvalar- og hjúkrunarheimilið Droplaugar- staði, Snorrabraut 58. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður, Ingibjörg Bernhöft, í síma 552 5811 milli kl. 9 og 12 næstu daga. Ráðningarþjónustan er fyrirtæki á sviði atvinnuráðgjafar og atvinnumiðlunar. RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN Háaleitlsbraut 58-60, 108 Reykjavik Síml 588 33 09. fax 588 36 59 Sölustarf - 40% Heildverslun staðsett í vesturbænum óskar eftir að ráða hörkuduglegan sölumann (karl eða konu) í 40% sölu og lagerstarf frá og með 1. september nk. Um er að ræða sölu á áhugaverðri og fjöl- breyttri gjafavöru. Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða og hafa áhuga og reynslu á sölu- og lagerstarfi. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „Sala - 777“ fyrir 27. júlí nk. Sveitarstjóri Laus er til umsóknar staða sveitarstjóra Hofshrepps. Umsóknir skulu sendar til skrifstofu Hofs- hrepps, sem jafnframt veitir upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 28. júlí. Hofshreppur, Suðurbraut 12, 565 Hofsósi, símar 453 7320 og 453 7420. Grunnskóli Tálknafjarðar auglýsir Kennarar Okkur bráðvantar réttindakennara næsta skólaár til almennrar kennslu. í skólanum eru um 80 nemendur. Lítill og þægilegurskóli á kyrrlátum stað á Vestfjörðum. Við sama skóla vantar einnig tónlistarkenn- ara. Flutningsstyrkur og húsnæðishlunnindi eru í boði. Ef þú, sem þetta lest, hefur áhuga þá endi- lega hringdu og leitaðu nánari upplýsinga hjá formanni skólanefndar í síma 456 2623, Eyrúnu Sigurþórsdóttur í síma 456 2694 eða á sveitarskrifstofu í síma 456 2539. Félagsmálaráð Vestur-Húnavatns- sýslu og Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra auglýsa lausar til umsóknar: a. Stöðu félagsmálastjóra Vestur-Húna- vatnssýslu. Um er að ræða 50% stöðu. b. Stöðu félagsráðgjafa á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra, einnig 50% stöðu. Við leitum að starfsmanni sem hefur lokið félagsráðgjafamenntun eða sambærilegri menntun og er tilbúinn að takast á við fjöl- breytt verkefni. Vinnuaðstaða verður á heilsugæslustöðinni á Hvammstanga. Við munum aðstoða við útvegun húsnæðis og leikskóla sé þess óskað. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst. Umsóknir berist form. félagsmálaráðs Vestur-Húnavatnssýslu, Klapparstíg 4, 530 Hvammstanga. Nánari upplýsingar gefa Guðrún Ragnars- dóttir, formaður félagsmálaráðs, Klapparstíg 4, 530 Hvammstanga í síma 451-2353 og Sveinn Allan Morthens, framkvæmdastjóri, Ártorgi 1,560 Sauðárkróki í síma 453-5002.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.