Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 1
ÁVÖXTUR BMW OG ROLLS- ROYCE - FERRARIF130MEÖ VI2, 520 HAVÉL - BALENO -DULUR ENLEYNIR ÁSÉR - NÝR FJÖLNOTABÍLL TOYOTA * SJOVA Kringlunni 5 - sími 569-2500 SUNNUDAGUR16. JULI 1995 BLAÐ c 5 dyra RAV4 jeppinn erkominnogkostar aðeins 2.389.000 kr. TOYOTA Takn um gœði FORD Galaxy, nýr fjölnotabíll sem smíðaður er í sameiginlegum verksmiðjum Ford og VW. Ford spáir Galoxy mikilli velgengni SALA er hafín í Evrópu á Galaxy, nýjum fjölnotabíl frá Ford. Bíllinn er smíðaður í sameiginlegri verk- smiðju Ford og Volkswagen í Pal- mela í Portúgal en VW afbrigðið heitir Sharan. Talsmenn Ford spá því að Galaxy velti Renault Espace úr sessi sem mest selda fjölnota- bílnum í Evrópu. Sala á fjölnotabíl- um tvöfaldaðist á síðustu fjórum árum og þvi er spáð að þeir verði 4% af heildarbílasölunni í álfunni um aldamótin. Talsmenn Ford segja að Galaxy muni einnig seljast betur en tví- burabróðirinn Sharan og benda því til stuðnings á geysiöflugt sölu- net í Evrópu. Þrjár útfœrslur í lok þessa árs verða smíðaðir 600 fjölnotabílar á dag í verk- smiðju Ford og VW í Portúgal. Þó Galaxy virðist stór bíll er hann jafnlangur og breiður og Ford Mondeo langbakurinn. Bíllinn tek- ur allt frá 5 og upp í sjö í sæti en eins og jafnan er í fjölnotabílum er farangursrými af skornum skammt þegar allir sætamöguleik- ar eru nýttir. Ford býður þrjár útfærslur af Galaxy: Aspen sem er fímm sæta, GL sem er sjö sæta og Ghia sem er sex sæta. Þrjár vélargerðir eru í boði: 115 hestafla, 2,0 lítra vél frá Ford, 90 hestafla, 1,9 lítra dísil með for- þjöppu og 174 hestafla, 2,8 lítra V-6 vél, báðar smíðaðar af VW. Galaxy er framhjóladrifinn með fímm gíra handskiptingu úr Mondeo og VW sjálfskipting er fáanleg í bensínbílana. Sharan og Galaxy eru með sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum, líknarbelg í stýri og rafstýrðum framrúðum. ¦ Sala fjölnotabíla (minivan) í Evrópu 400.000 300.000 200.000 100.000 nnnn Áæíiuð sala 1985'86 '87 'B 1990 '91 '92 "93 "94 1995 '96 '97 '98 '99 2000 Morgunblaðið/Jón Stefánsson BÍLLINN lækkar sig um 25 sm og hjólastólnum er ekið upp hlera sem fellur niður. Chrysler Voyager sérútbúinn JÖFUR hf., umboðsaðili Chrysler á íslandi, hefur afhent fjölnotabíl sérútbúinn fyrir fatlaða. Bíllinn er af gerðinni Chrysler Voyager og hafa verið gerðar miklar breytingar á honum til þess að fatlaðir geti sem auðveldast gengið um og stjórnað bílnum. Helstu breytingarnar 25 sm lægra gólf og er það alveg flatt, sem auðveldar mjög allan umgang hjólastóla í bilnum. Hliðarhurðin er opnuð með fjarstýringu og fellur þá út hleri. Á honum er hægt að aka hjólastól inn í bílinn. Þetta fyrirkomulag gerir hjólastólalyftu óþarfa en þær hafa tíðkast í stærri bílum. Bíllinn er með loftpúðafjöðr- un og er hægt að hækka og lækka veghæð bílsins með henni. Opnunarbúnaður bílsins, þ.e. hlið- arhurðin og hlerinn er fjarstýran- legur auk þess sem læsingar eru fjarstýrðar. Bensínlok er opnanlegt innan frá og einnig er læsingu á bensínloki stjórnað frá mælaborð- inu. Hraðlæsing er á öllum sætum í bílnum og auðvelt er að bréyta sætaskipan. í gólfi eru sérstakar festingar til þess að festa hjóla- stóla. Ökumannssætið er rafdrifíð og hægt að hreyfa það á sex vegu, fram og aftur, upp og niður og snúa því í 90 gráður. Auðvelt er fyrir notandann að flytja sig úr hjólastóli í ökumannssætið. Arnór Pétursson er eigandi bíls- ins og er hann ánægður með hann og búnað hans. Þetta er fimmti Chrysler bíllinn sem hann eignast. Bíllinn er með 3,3 lítra, sex strokka vél og sjálfskiptingu. Með þessum sérútbúnaði kostar bíllinn um 4,6 milljónir kr. ¦ ARNÓR Pétursson, eigandi bílsins, í rafdrifnu ökumannsætinu sem hægt er að hreyfa á sex mismunandi veg^u.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.