Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Söguleg af hending á Bobcat vinnuvélum FJÓRAR vinnuvélar af gerðinni Bobcat voru afhentar eigendum sín- um með viðhöfn sl. föstudag. Það voru verktakafyrirtækin Garða- prýði hf., Björn og Guðni sf., fyrir- tæki Walters Leslie í Keflavík og Jón Jónsson í Bobcat-ieigunni sem keyptu vélamar, en Erik Schreidmiiller, sölustjóri Bobcat í Norður-Evópu, afhenti þeim tækin. Afhendingin fór fram hjá Vélum og þjónustu hf. á Járnhálsi 2, en fyrirtækið er umboðsaðili Bobcat á íslandi. Það sem gerði afhendinguna óvenjulega var að í sögu þriggja af þeim fímm fyrirtækjum sem þarna áttu hlut að máli, em tíma- mót á þessu ári. Garðaprýði hf., eitt öflugasta garðyrkjufyrirtæki á landinu, er 25 ára í ár. Vélar og þjónusta hf. halda á þessu ári upp á 20 ára afmæli sitt og fyrirtækið Björn og Guðni sf. á 10 ára af- mæli nú í ár. Af þessu tilefni af- henti Erik Schreidmiiller þeim Guð- mundi Gíslasyni, eiganda Garða- prýði hf. og Birni og Guðna, eigend- um samnefnds fýrirtækis, sérsmíð- aðar eftirlíkingar úr gulli af vinnu- vélunum sem fyrirtæki þeirra keyptu. Ársframleiðslan yflr 30.000 vélar Við þetta tækifæri sagði Erik Schreidmiiller, sölustjóri Bobcat, að sér væri það mikil ánægja að af- henda þessum tryggu notendum Bobcat hinar nýju vinnuvélar, en öll hafa fyrirtækin lengi haft tæki af þessari gerð í þjónustu sinni. Bobcat-fyrirtækið hefur verið að efla stöðu sína á mörkuðum víða um heim undanfarin ár. Þannig er ársframleiðslan nú yfir 30 þúsund vélar af algengustu fjölnotavélinni, en við hana má tengja margvíslegan aukabúnað, svo sem gröfu, jarð- vegsbor, vökvahamar, veghefil, lyftaragálga, auk fjölmargra ann- arra tækja. Segir Erik Schreidmiill- er að Bobcat-vélarnar henti sérlega vel til vinnu á stöðum þar sem tak- markað rými er til athafna, t.d. í görðum við íbúðarhús, við sumarbú- staði og í grónum hverfum í borgum og bæjum - og reyndar allsstaðar þar sem stærri vélum verður ekki komið við. Að þessu sinni voru afhentar fjór- ar Bobcat-vélar, tvær af gerðinni X-335 sem eru gröfur í stærri kant- inum, ein af gerðinni X-320, sem er lítil og hentug grafa, sem þó er afar öflugt vinnutæki þótt hún sé aðeins einn metri á breidd, og Bob- cat 763 sem er afkastamikil fjöl- notavél. Gert er ráð fyrir að alls verði 10 Bobcat-vélar afhentar nýjum eig- endum hér á landi á þessu ári, en fjöldi þessara véla í landinu er nú á sjöunda tuginn. ■ FRÁ afhendingu Bobcat-vélanna. Á myndinni eru frá vinstri: Guðmundur Gíslason, Garðaprýði hf., Björn Ágústsson, hjá Birni og Guðna s., Erik Schreidmiiller, sölustjóri Bobcat í N-Evrópu, Karl Sigurðs- son, markaðssljóri Véla og þjónustu hf., Walter Leslie, og Guðni Tómasson hjá Birni og Guðna sf. Morgunblaðið/Þorkell 12 Renault 19 BÍLALEIGA Akureyrar fékk af- henta 12 Renault 19 bíla frá B&L um síðustu mánaðamót. í dag er bílaleigan með 40 Renault bíla í rekstri. Bílarnir sem nú voru af- hentir eru allir búnir vökvastýri, rafdrifnum rúðum, fjarstýrðum samlæsingum, fjarstýrðu útvarpi o.fl. Á myndinni afhendir Helgi Kristófersson frá B&L Hafsteini Valssyni frá Bílaleigu Akureyrar bílana framan við bílaleiguna. ■ ^ •|jgi ic, Kia Sportage til Bílaleigu Akureyrar BÍLALEIGA Akureyrar fékk nýlega afhenta fimm Kia Sportage jeppa sem bílaleigan verður með í bílaflota sínum. Innflutningur á bílum frá bif- reiðaverksmiðjum Kia í Suður- Kóreu hófst fyrir skömmu en umboðsaðili er Kia á Islandi. Sportage er jeppi af millistærð með hefðbundið, tengjanlegt aldrif, milligírkassa og sjálf- stæða grind. Billinn er vel fall- inn til upphækkunar, eins og sést á myndinni að ofan sem var tekin þegar Bílaleigu Akur- eyrar voru afhentir fyrstu fimm bílarnir. ■ SUZUKI Baleno er nýjasti millistærðarbíllinn á íslenskum markaði. Morgunbiaðið/Gugu Góðlr aksturseiginleikar Það er gott að aka bílnum, hann er ná- kvæmur í stýri og liggur vel á vegi. Sjálfstæð fjöðrun er á hveiju hjóli, MacPherson, sem skilar sér í betra veggripi og ánægjulegum akstri. Fjöðrunin er BALENO er með fremur slaglöng fyrir bíl af þessari breiðum stuðurum og stærð. stórum afturlugtum. SUZUKI Baleno er nýr á fólksbíla- markaði hérlendis og fyrsti bíllinn í millistærðarflokki sem japönsku Suzuki verksmiðjurnar hafa smíðað. Bíllinn er boðinn í tveimur útfærslum, 3ja og 5 hurða, með 1,3 eða 1,6 lítra vélum og með eða án sjálfskiptingar. Verðið er frá 1.089.000 kr., sem hlýt- ur að teljast vel sloppið fyrir jafnvand- aðan og ríkulega búinn bíl og Baleno. Nýlega reyndi undirritaður minni gerðina af Baleno, þ.e. hlaðbakinn með 1,3 lítra vélinni með sjálfskipt- ingu og verður að segjast að bíllinn kom skemmtilega á óvart. Baleno er fremur hefðbundinn í ytra útliti en virkar strax traustlegur og breiður. Hlaðbakurinn með minni vélinni og sjálfskiptingu kostar 1.189.000 kr. Vélin er 1300 rúmsenti- metrar, 16 ventla með fjölinnsprautun og skilar 86 hestöflum. INNRÉTTINGIN er látlaus en smekkleg, Anægjuleg hröðun Það tekur samt dálítinn tíma að venjast Baleno og læra inn á sjálf- skiptinguna. í fyrstu virðist eins og 1,3 lítra vélin sé fulllítil fyrir sjálfskipt- an bílinn sem vegur 940 kg. Bíllinn er fremur þungur í upptaki og vélin er háværari en margur teldi ástæðu til, ekki síst með tilliti til þess að sér- stök áhersla var lögð á hljóðeinangrun frá vél við hönnun bílsins. En þegar bílnum er gefið vel inn tekur þriggja gíra rafeindastýrð sjálf- skiptingin við og nær upp hámarks- vinnslu og hraðar bíllinn sér þá ánægjulega vel. Þá sættist ökumaður líka alveg við vélarhljóðið því þau gera bílinn einhvern veginn sport- legri. Það gæti því þurft að vera dálít- ið óspar á inngjöfina til þess að hafa fulla ánægju af því að aka Baleno og hætt við því að eyðslutölurnar hækki eitthvað við það. Baleno er hins vegar því sem næst alveg laus við vegarhljóð og hann tekur ekki á sig mikinn vind í akstri. Hann er því dálítið dulur við fyrstu kynni, Baleno, en viljinn og krafturinn býr undir niðri. Innréttingin er látlaus en smekkleg, tauáklæði á sætum og á hurðaspjöld- um og mælaborðið bogadregið með skýrum og auðlesanlegum mælum, þ.á.m. snúningshraðamæli. Það er þægilegt að sitja í bílnum en, þótt hann sé breiður á vegi, 1,68 sm, mætti vera ögn meira olnbogaiými í framsætum. Baleno 3ja hurða hentar ágætlega sem borgarbíll, er lipur í snúningum, og er skemmtilegur í þjóð- vegaakstri, ekki síst vegna sjálfskipt- ingarinnar góðu. Bíll á góðu verði Farangursrýmið er opnanlegt innan frá sem og bensínlokið. Farangurs- rýmið er allgott, 177 lítrar og hægt er að fella niður sætisbökin þegar flytja á lengri hluti. Margvíslegur búnaður fylgir Baleno 1.3 GL og má þar helst nefna vökva- stýri, snúningshraðamæli, hæðarstill- ingu á sætisbeltum, rafstýrða hæðar- stillingu og skolsprautur á framljós- um. Suzuki Baleno sver sig í ættina með því að vera neyslugrannur. Eyðsla hans var reyndar ekki mæld í reynslu- akstri en uppgefnar tölur eru nærri lagi, þ.e. 8.6 lítrar á hundraðið minni bíllinn í bæjarakstri og 6,4 lítrar mið- að við 90 km hraða á klst. Svo má bæta einhveijum dropum við ef menn vilja hafa fulla ánægju af Baleno. Fyrsti bíll Suzuki -í millistærðar- flokki er fremur velheppnaður, laus við óþarfa pijál og útflúr. Baleno er traustlegur, það er gott að aka hon- um, hann er á skaplegu verði og ekki skemmir fyrir að bilanatíðni Suzuki bíla hefur jafnan verið fremur lág. ■ Guðjón Guðmundsson. Baleno - dulur en leynir á sér SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 C 3 HÆGT er að fjarlægja toppinn af bílnum og nota hann sem opinn sportbíl. Bíllinn er hannaður af Pininfarina. Ferrari F130 með VI2,520 ha vél BÍLL fýrir þá sem eru haldnir bíla- dellu á efsta stigi og vita ekki aura sinna tal hlýtur að vera Ferrari F130. Uppfylli menn fyrri tvö eig- indin er aðeins ein stór þraut óleyst, þ.e.a.s. hvar eigi að aka bílnum svo eiginleikar hans fái notið sín til fulls. Það verður líklega hvergi gert nema á lokuðum brautum því 4,7 lítra, 60 ventla, V12 vélin skilar hvorki meira né minna en 520 hest- öflum. Bíllinn er 3,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst og kostar eitthvað á milli 25-30 milljónir ÍSK. F130 er arftaki F40. Þeir sem velktust í vafa um hvernig Ferrari ætlaði að betrumbæta V8 vélina með tveimur forþjöppum sem Ferr- ari F40 var búinn þurfa ekki að efast lengur því V12 vélin fer einu skrefi framar með Formula 1 kapp- aksturstækni. Vélin er hönnuð upp úr 3,5 lítra Formula 1 vél Ferrari af árgerð 1992-1993 sem sögð er hafa þolað allt að 9.000 snúninga á mínútu. Vegur aðeins 970 kg Fjöðrun og stýrisbúnaður er sömuleiðis þróaður upp úr Formula 1 tækni en mesta nýjungin er lík- lega sú að yfirbyggingin er öll úr gerviefnum og er þetta í fyrsta sinn sem framleiðslubíll frá Ferrari er smíðaður úr slíkum efnum. Sagt er að árangurinn sé-sá að bíllinn sé mun léttari en F40 og vegi að- eins 970 kg. Hægt er að taka topp- inn af bílnum og-skilja hann eftir heima en ef hann skellur skyndilega á með rigningu er hægt að bregða bráðabirgðadúk yfir farþegarýmið. Ferrari hefur ekki gefið uppi hve margir F130 verða framleiddir en þó er vitað að þeir verða færri en F40, sem var smíðaður í 1.000 ein- tökum. Til þess að forðast gríðar- legar verðhækkanir á bílnum hefur Ferrari boðið sínum tryggustu við- skiptavinum forkaupsrétt á bílnum. Af þeim sökum er um 80% af áætl- aðri framleiðslu þegar seld. ■ F130 nær 350 km hámarkshraða og er 3,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km á klst. EITTHVAÐ í þessa veru verður nýr Rolls-Royce Silver Spur sem smíðaður er í samvinnu Rolls- loyce og BMW. Avöxtur BMW og Rolls-Royce FYRSTI ávöxtur af samstarfi BMW og Rolls-Royce verður næsta kyn- slóð Rolls-Royce Silver Spur/Bent- ley Turbo R sem væntanlegur er á markað síðla árs 1997. Grind bílsins verður gjörbreytt en samskonar fjöðrunarbúnaður verður að framan. Áð aftan verður nýr fjölliðafjöðrun. í bílnum verður líklega útfærsla af 5,4 lítra, V12 vél BMW en Bent- ley-inn fær V8 með forþjöppu. Lík- legt þykir að VI2 vélin verði með tveimur ventlum á hvern strokk en ef þörf þykir fyrir meira afl verður hugsanlega notast við samskonar ventlatækni og er í McLaren F1 vélinni, þ.e. fjóra ventla á hvern strokk. Vélin með forþjöppunni verður 4,4 lítra með 32 ventlum og stórum millikæli en ekki er afráðið hvort forþjappan verður ein eða tvær. Hestaflatalan í Rolls-Royce V12 verður varla mikið minni en í BMW 750iL, eða 322 hestöfl, en V8 vélin ætti að skila nálægt 400 hestöflum. Báðar verða vélarnar tengdar fimm þrepa sjálfskiptingu BMW. Bílarnir verða báðir straumlínu- lagaðri en fýrirrennararnir og þola betur árekstra. Þó verða þeir allt að 330 kg léttari en áður. Bílarnir verða svipaðir að stærð og fyrir- rennararnir en þeir verða með nú- tímalegri innanrýmishönnun, léttari sætum sem eru rafstýrð og minna loftræstikerfi. Bílarnir verða teppa- lagðir, leður á sætum og hurðar- spjöldum en mælaborð verður úr Nýr f jölnotabíll Toyota næsta sumar TOYOTA hyggst setja á markað nýjan ljölnotabíl næsta sumar sem svar við mikilli velgengni Honda Odyssey sem selst gríðarlega vel í Japan. Bíll Toyota verður fyrst kynntur í Japan og síðan í Evrópu þar sem Odyssey er seldur undir heitinu Shuttle. Nýr Ijölnotabíll Toyota verður af svipaðri stærð og fjögurra hurða RAV4 og verður hann byggður á Caldina langbaknum, sem stærðar- lega er mitt á milli Corolla og Camry, og er eingöngu seldur í Japan. Líklegt þykir að Toyota not- ist við sömu vél og í Caldina, 2,0 lítra DOHC, fjölventlavél til að draga úr hönnunarkostnaði. Lengri útfærsla Shuttle Honda hyggst svara að bragði og mun bæta við lengri útfærslu HONDA Shuttle sem kom á markaðinn í byrjun þessa árs hefur selst vel. af Shuttle, en þó ekki fyrr en önnur kynslóð bílsins kemur á markað árið 1999. Þá hefur Honda gefið grænt ljós á framleiðslu á nýjum, stærri fjölnotabíl fyrir Bandaríkja- markað sem verður með 3,5 lítra, V-6 vél og er væntanlegur á mark- að vestra 1998. ®

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.