Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Golf Syncro VR6Í hnotskurn Vél: 2,9 lítrar, 6 strokkar, 190 hestöfl. Sítengt aldrif - fimtn manna. Aflstýri - veltistýri. Hemlalæsivöm. Líknarbelgir fýrir bílstjóra og farþega í framsæti. Rafdrifnar rúður. Rafdrifnar speglastiilingar. Sóllúga. Hraðafesting. Útvarp með þjófavöm og 4 hátölurum. Lengd: 4,02 m. Breidd: 1,69 m. Hæð: 1,4 m. Hjólhaf: 2,47 m. Hjólbarðar: 205/50 R 15. Þyngd: 1.410 kg. Stærð farangursrýmis: 230 1 - stækkanlegt. Stærð ben8Íntanks: 66 I. Eyðsla í þéttbýli 14,1 1. Á jö&um 90 km hraða 7,8 1. Á 120 km hraða: 9,5 l. Hámarkshraði: 224 km/klst. Viðbragð úr kyrrstöðu í 100 km hraðæ 7,5 sekúndur. Umboð: Hekla hf., Reykja- vík. VOLKSWAGEN Golf Syncro VR6 er með röskari bílum sem bjóðast. Morgunblaðlð/^ Golf Symro VR6 - hentug astur ó hraðbroutum Q£ GOLF VR6 Syncro frá Volkswagen versksmiðjunum Ibh, þýsku er með viljugri öku- tækjum sem fjallað hefur ver- ið um hér á bílasíðum en verk- aiyg smiðjumar hafa nýlega farið að bjóða þennan aldrifsbíl með ^ stærri vél en fáanleg hefur verið til þessa. Þessi sérbúni 2! Golf sem er í útliti að mestu svipaður þeim venjulega sem Ui menn þekkja nema að hann OC er með 2,9 lítra, 6 strokka og 190 hestafla vél og aldrifi og þetta tvennt býr honum þá sér- stöku aksturseiginleika sem njóta sín vel á þýskum hraðbrautum eins og reynt var á dögunum. Golf Syncro nýtur sín trúlega ekki síður á hálum, krókóttum og grófum ís- lenskum malarvegum en þar verður hins vegar aldrei eins hratt farið og unnt er á hraðbrautum og því ekki reynt á aksturseiginleikana til hins ítrasta. Við lítum nánar á þessa sérstöku gerð af Golf. Útlit Golf Syncro er í aðalatriðum það sama og hins venjulega Golf sem mest er um hérlendis en álfelg- ur, breiðari og þynnri hjólbarðar, vindskeiðar og þvflíkt leggja áherslu á að hér er um sportbfl að ^ræða. Bfllinn er nokkuð síður til- sýndar og allt gefur þetta til kynna að hér sé á ferðinni bfll sem á að aka eins og getan leyfir en há- markshraðinn er 224 km. Að innan var sá Golf Syncro sem prófaður var búinn leðursætum með fjölbreyttum stillingum, vönduðu útvarpi með þjófavöm, upplýsinga- tölvu með ýmsu er viðkemur ástandi bílsins, bensíneyðslu, með- alhraða, hitastigi og fleiri atriðum, miðstöð með sjálfvirkri hitastill- ingu, sóllúgu og fleiri þægindum en þarna gildir það sama og um hinn venjulega Golf, grunnurinn og allur innri svipur er það sama. Vélin er eins og fyrr segir það sem gerir þessa gerð af Golf svo sérstaka fyrir utan aldrifið sem vik- ið verður að síðar. Þetta er 2,9 lítra vél, sex strokka og 190 hestafla og er sama vélin einnig fáanleg í' Passat langbaki með aldrifi. Þessi orkumikla vél knýr aldrifs-Golfínn vandræðalaust úr sporunum, er 7,5 sekúndur að ná 100 km hraða úr kyrrstöðu og nær bíllinn sem er SÆTIN voru leðurklædd og mælaborðið er nokkuð hlaðið, m.a. upplýsingatölva sem greinir frá ástandi bíls, bensíneyðslu og fleiru. Kraftur Rásfesta Öryggisbúnaður Vélarhljóð 1.410 kg að þyngd, 224 km há- markshraða. Vélarhljóðið verður þreytandi þegar ekið er langtímum saman á 130-150 km hraða og er það eiginlega eini galli bflsins. Á þeim hraða fer eyðslan líka vax- andi. Hún er 7,8 I á jöfnum 90 km hraða, á að vera 9,5 1 á 120 km hraða samkvæmt bókunum en var nú yfirleitt nær 10 lítrunum á þeim hraða og eyðslumælirinn sýndi síð- an kringum 11-12 lítra þegar hrað- inn var orðinn 150 km. í bæjar- akstri eyðir Golf með þessari stóru vél 14,1 lítra á 100 km. Af öryggistækjum má nefna að Golfínn var búinn líknarbelg fyrir ökumann og farþega í framsæti, öryggisbeltastrekkjurum og hemlalæsivörn. Lipurt aldrif Syncro-aldrifskerfið frá Volks- wagen er orðið vel þekkt og reynt en hér á landi hefur það einkum verið boðið í Caravelle útgáfunni stóru. Aldrifstækni er nokkuð mis- jöfn frá einum bílaframleiðanda til annars, mismunandi hvernig ÞRJÁR sæmilega stórar töskur og nokkrir minni pinklar rúm- ast vel í þokkalega stóru far- angursrýminu. spyrnunni er skipt milli fram- og afturdrifs. Einnig er mismunandi hversu mikil læsing er boðin og hvernig hún er útfærð, ýmist með vali hjá ökumanni eða með auka mismunadrifi sem dreifir átakinu eftir álagi hverju sinni og er þessi síðast nefnda leið valin hjá Volkswagen. Þar er ekkert val heldur svokallað seigjutengsli þar sem drif framhjólanna tengist aft- uröxli í mismunadrifi. Tengslið er fyllt seigri sílokon-olíu sem tengir í raun drifin saman eftir því sem snúningur þeirra segir til um. Með þessu er tryggt að læsing á drifinu verði sem minnst við venjulegar aðstæður og átakið er mest á framhjólunum en þegar á reynir flyst meira af átakinu á afturhjól- in. Þannig fínnast engin óþægindi aldrifsins í hinum venjulega akstri, jafnvel ekki í kröppum snúningi á bílastæðum, en ökumaður getur hins vegar verið viss um að veg- grip er allvel tryggt þegar hann lendir t.d. á hálum og blautum vegi. Þess vegna var aldrifs Golfmn sérlega lipur viðskiptis í þéttbýli og á þurru malibikinu á þessum vor- dögum í Þýskalandi. Og ekki var aldrifið truflandi þegar lagt var í þröngum bílahúsum eða öðrum stæðum en greinilegt að það vann sitt verk þegar beygt var hressilega hvort heldur sem var rösklega fyrir horn í borg eða í víðri beygju á miklum hraða á hraðbraut. Golf er búinn fímm gíra handskiptingu og er hún ágætlega lipur og er óhætt að segja að þessi bfll er með skemmtilegri „hraðbrautarbflum" sem bjóðast. Eins og fyrr segir er syncro- aldrifíð frá Volkswagen verksmiðj- unum orðið vel reynt, hefur verið á markaði í nærri áratug og boðið í Golf, Passat og Caravelle gerðun- um. Lengst af hefur þetta verið fremur dýr kostur og hækkað verð- ið um nærri 250 þúsund krónur. Nú er verðið komið niður um 100 þúsund á heimamarkaði í Golf og Passat og þar fyrir utan er nú tek- ið að bjóða þessa kraftmiklu vél með aldrifínu. Umboðið hérlendis, Hekla hf., er að semja um verð við verksmiðjumar og er á þessari stundu ekki enn vitað hvort eða hvænær hægt verður að bjóða al- drifíð í VW bílum hér á þokkalegu verði. Samningar um verA Forráðamenn Volkswagen gera ráð fyrir að selja árlega um 9000 Golf-bíla með aldrifi og að fjórð- ungur þeirra verði búinn 2,9 lítra vélinni. Aðrir eru með 1,8 lítra og 90 hestafla vélinni. Þá ráðgera þeir að selja um 5 þúsund aldrifs Passat bíla og að helmingur þeirra verði tekinn með aflmiklu vélinni. Kaupendur eru aðallega í tveimur flokkum, þ.e. þeir sem þurfa at- vinnu sinnar vegna að geta ferð- ast um fjallvegi og við erfið skil- yrði og hins vegar þeir sem vilja njóta kosta aldrifs án þess að þurfa þess sérstaklega og hafa gaman af tæknilega vel búnum bílum. ■ Jóhatmes Tómasson HONDA kynnir smájeppa á bíla- sýningunni í Tókió. Honda smíð- ar smájeppa HONDA ætlar að blanda sér í slag- inn í sölu á smájeppum með fram- leiðslu á einum slíkum sem ráðgert er að frumsýna á bílasýningunni í Tókíó í október. Bíllinn er fernra dyra og lengri og hærri en RAV4 frá Toyota en aðeins þrengri. Bíllinn verður með nýrri 2ja lítra álvél með tveimur ofanáliggjandi knastásum. LAMBORGHINI Diablo Jota með V-12 vél. Lamborghini Diablo Jota LAMBORGHINI hefur hafíð undir- búning að smíði á ofurhraðskreiðum Diablo sem á að geta att kappi við McLaren F1 o gBugatti EB 110 í LeMans hraðaksturskeppninni. Diablo bíllinn verður nefndur Jota og verður með V-12 vél sem skilar 620 hestöfluj. Myndin sem var tek- in á kappakstursbrautinni í Nardo í Italíu sýnir nýja bílinn. Á þaki hans eru tvö loftinntaksgöng sem sjá forþjöppunum fyrir nægu lofti. Hýr Espace árið 1997 RENAULT hefur malað gull á Espace fjölnotabílnum sem hefur verið mest seldi bfllinn í þessum flökki í Evrópu. Ný kynslóð Espace kemur á markað 1997. í nýja bíln- um verður vélinni komið þversum fyrir í vélarrýminu sem gefur mögu- leika til að stækka farþegarýmið. Auk þess verður bíllinn boðinn með fjögurra strokka, sextán ventla vél- um úr Laguna sem skila 140 hest- öflum og nýrri V-6 vél. Peugeot106 endurnýjaður PEUGEOT 106 smábíllinn verður endurnýjaður næsta sumar fimm árum eftir að hann kom á markað. Bíllinn verður svipaður í útliti og forverinn en verður byggður á sömu grind og Citroen AX. Hann verður nálægt sex sentimetrum lengri en innréttinging verður því næst óbreytt svo aukinni lengd verður ráðstafað sem plássi fyrir nýjar vélargerðir. Boðið verður upp á nýja 120 hestafla, 16 ventla vél í GTI bílinn og 75 hestafla, 1,5 lítra vél með forþjöppu. Mikil bíla- sala í júní BÍLASALA í heiminum í júnímán- uði var sú mesta á þessu ári. Alls seldust 1.44 milljónir bíla sem er 0,5% inni, sala en í júní í fyrra. Framreiknað skilar salan í júnf 15,2 milljóna bíla sölu á þessu ári. Fyrstu sex mánuði ársins seldust 7,5 millj- ónir bíla sem er 3,1% samdráttur frá sama tíma 1994. Mest aukning var í sölu á Land Rover á fyrri helmingi ársins og seldust 94,7% fleiri bílar en á sama tíma í fyrra, 81,1% aukning var hjá Kia, 34% hjá Audi, 27,7% hjá Jaguar og 25,5% hjá Infiniti. Mest dró úr sölu á Plymouth, 32,8%, 24,3% hjá Cadillac, 19,5% hjá Isuzu, 19,1% hjá Acura og 17,9% hjá Mazda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.