Morgunblaðið - 18.07.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.07.1995, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA : ■ íl'. ; - 51 pi0r@w#lí»&íí> B 1995 ÞRIÐJUDAGUR 18.JULI BLAÐ Vel- komnir í hópinn ÓLAFUR Þórðar- son, fyrirliði Skaga- manna, var ánægur þegar fréttist að tvíburamir, Arnar og Bjarki Gunn- laugssynir, væru á leið í herbúðir ís- landsmeistaranna. Hér á myndinni eru bræðurnir ásamt fyrirliðanum eftir leikinn við Val á Skipaskaga á sunnudagskvöld. Enn er þó beðið eft- ir grænu Ijósi eða leikheimild frá hol- lenska knatt- spyrnusambandinu áður en þeir geti byrjað að leika með í A. BLÍNAÐAK bankinn Hástökkvari framtíðarinnar EITT unglingamet var sett á Unglingalandsmóti UMFI sem fram fór á Blönduósi um helgina. Guðrún Svana Pétursdótt- ir, 12 ára úr HSH, bætti eigið met í hástökki stelpna, stökk 1,53 metra. Guðrún var að vonum ánægð með árangurinn og í samtali við Morgunblaðið sagðist hún hafa í nógu að snúast. „Eg var að keppa í Svíþjóð 6. -11. júlí þar sem ég vann gullverðlaun í hástökkinu og það er búið að velja mig í lið HSH sem tekur um næstu helgi þátt í 2. deild í bikarkeppni FRÍ. Það verður þá fjórða helgin í röð sem ég keppi.“ Guðrún býr í Stykkishólmi hefur æft fijálsíþróttir í þijú ár og æfir núna þrisvar í viku undir handleiðslu Maríu Guðnadóttur. Guðrún á hæfileikana ekki langt að sækja því föðurbróðir hennar er Hreinn Halldórsson. Nánar verður fjallað um mótið síðar. Einar Jónsson, Blönduósi Mikill áhugi fýrir Sviss-leiknum SVISSNESKA knattspyrnusambandið hefur þegar staðfest pöntun á 1.200 aðgöngumiðum í stúku á landsleik íslands og Sviss í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli 16. ágúst. „Það er greinilega mikill áhugi fyrir leiknum í Sviss og ég vona að hann verði ekki minni hér á landi," sagði Eggert Magnússon, formaður KSI. „Við stefnum að því að fá jafn marga áhorfendur á leikinn gegn Sviss eins og við fengum gegn Svíum í fyrra, en þá komu fimmtán þúsund áhorfendur á völlinn og skemmtu sér vel. Svisslendingar eru með gott lið og stóðu sig vel í heimsmeistarakeppninni í Banda- ríkjunum. Þetta er mikilvægur leikur í riðlinum og það verður grannt fylgst með honum í Svíþjóð og Tyrklandi," sagði Eggert. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvalrtsson Tvíburamir lausir í dag „Ég hef verið að skiptast á sím- bréfum við Feyenoord í dag [í gær] vegna þeirra bræðra og það er von mín að botn fáist í málið á morgun [í dag],“ sagði Gunnar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar LA, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, aðspurður um hvort tvíbura- bræðurnir Araar og Bjarki Gunnlaugssynir hefðu fengið leikheimild frá félagi sinu og þeirgætu óhindrað leikið með IA í Islandsmótinu. „Við munum gera leigusamn- ing við Feyenoord um þá bræð- ur þess efnis að þeir verði laus- ir frá okkur hvenær sem er og samskonar samning gerum við við þá Arnar og Bjarka,“ bætti Gunnar við. Helsti ásteytingar- steinninn í viðræðum ÍA og Fey- enoord varðar tryggingamál og hvernig hagsmunir þeirra og hollcnska félagsins verði best tryggðir meiðist þeir í leik með Akranesi. Gunnar sagðist vona að tryggingasamningur sá sem KSÍ myndi fullnægja öllum skil- yrðum sem sett væru. Arnar og Bjarki eru lausir allra mála við Niimberg, félagið sem þeir léku með í vetur og þurfa forráðamenn ÍA einvörð- ungu við forsvarsmenn Feyeno- ord að eiga. Um leið og sam- komulag hefur náðst gefa Hol- lendingarnir út tilkynningu til hollenska knattspyrnusam- bandsins sem sendir hana áfram til KSÍ og KSÍ sem gefur út leik- heimild. HESTAIÞROTTIR Sigurbjom gefur Odd upp á bátinn Sigurbjörn Bárðarson landsliðs- maður í hestaíþróttum hefur nú ákveðið að fara ekki með Odd mpm frá Blönduuósi á heimsmeistaramót- Valaimar ,_ , _ Kristinsson sem haldið verð- skrifar ur í Sviss í ágúst. Ekki er Sigurbjöm þó þar með búinn að afsala sér þátttökurétti í mótinu því hann hefur heimild til að mæta með ■Höfða frá Húsavík og það hyggst hann gera. Þeir félagar Sigurbjörn og Höfði urðu þrefaldir heimsmeistarar á HM í Hollandi 1993 og eiga þar með keppnisrétt. Sigurbjörn er búinn að fá staðfestingu á því að Höfði sé í mjög góðu formi en eig- andinn Brigette Becker hefur verið að keppa á honum í yngri flokkum og gengið mjög vel. Hesturinn hefður aldrei veikst frá því hann kom út. Samkvæmt heimildum Morgunbiaðsins reyndu þýskir aðil- ar að koma í veg fyrir að Sigur- björn fengi hestinn lánaðan og sögðu að Höfði yrði mjög þreyttur eftir mótið en eigandinn hyggst keppa á honum á þýska unglinga- meistaramótinu sem er helgina eft- ir HM. Sagði Sigurbjöm að þeir nafnar Walter Feldmann og Schmitz hefði gengið í málið og gefið hefði verið grænt ljós á sunnudagskvöldið. Sigurbjörn vildi taka skýrt fram að þessi breyting hefði ekkert að gera með meinta helti í Oddi sem hefur nú verið grandskoðaður af dýralækni og sagður í mjög góðu ásigkomulagi. Þessi ákvörðun Sigurbjörns hef- ur þær breytingar í för með sér að eitt sæti losnar í liðinu því hverju landi er heimilt að senda sjö kepp- endur, en þeir sem kjósa að verja HM-titil teljast ekki með í þeirri tölu. Hafa því annar varamaðurinn, Sigurður V. Matthíasson, og Hug- inn frá Kjartansstöðum verið valdir í liðið. Er því ljóst að níu knapar muni keppa á mótinu fyrir íslands hönd, því eins og áður hefur komið fram hefur Hinrik Bragason ákveð- ið að mæta til leiks með Eitil frá Akureyri, en þeir unnu í 250 metra skeiði á mótinu í Hollandi. KNATTSPYRNA — 1. DEILD KARLA: FRAM HAFDISÆTASKIPTIVIÐ FH / B3 +■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.