Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Afrekaskrá Sigurbjörns og Höfða Helsti árangur: íslandsmeistarar í fimmgangi íslandsmeistarar í gæðingaskeiði Reykjavíkurmeistan 1990, 1991, 1992 1991, 1992 1990, 1991, 1992 1990, 1991, 1992 Margfaldir Suðurlandsmeistarar í fimmi auk margra annarra titla i somu gremu, Heimsmeisiarar 1993 í eftirtöMum greinum: #• Fimmgangi, gæðingaskeiði og samanlögðu m KRISTÓFER Sigurgeirsson, sem ætlaði sér að leika með Vastra Frölunda frá Gautaborg á þessu tímabili, er kominn heim og hefur gengið frá félagskiptum yfir í Breiðablik. Hann hefur átt við þrá- lát meiðsli að stríða en er nú óðum að jafna sig og er reiknað með að hann verði orðinn leikfæri eftir tvær til þrjár vikur. ■ HJÁLMAR Hnllgrímsson hefur skipt yfir í Grindavík úr Keflavík. ■ SIGURÐUR Björgvinsson, hinn reyndi leikmaður Keflvíkinga, hefur skipt yfir í Reyni Sandgerði og lék fyrsta leik sinn með félaginu sl. föstudag gegn Gróttu og skoraði eitt marka liðsins í 3:1 sigri. ■ REYNISMENN hafa einnig fengið Trausta Ómarsson, til liðs við sig, en hann lék með Víkingi. ■ RAGNAR Bogi Pedersen, mark- vörður ÍR-inga, hefur skipt yfir í HK. ■ SIGURÐUR Sigsteinsson frá Akranesi hefur skipt yfir í 2. deild- arlið Skallagríms. ■ VALSMENN fá heimaleik í næstu þremur umferðum deildarinn- ar, gegn Fram á fímmtudaginn, ÍBV á miðvikudaginn eftir rúma viku og síðan Breiðabliki fímmtudaginn 3. ágúst. Þetta er tilkomið vegna þess að leikur ÍBV og Vals úr 1. umferð var færður af Hlíðarenda út í Eyjar. ■ ÚLFAR Óttarsson lék ekki með Breiðabliki gegn KR á sunnudag- inn. Hann hitaði upp en síðan kom í ljós meiðsli í nára þannig að hann hætti við að taka þátt í leiknum. ■ ÁSGEIR Hnlldórsson meiddist á 35. mínútu leiksins er Heimir Guð- jónsson lenti mjög harkalega á hon- um er J>eir voru að beijast um knött- inn. Asgeir missti meðvitund en rankaði við sér þegar búið var að bera hann inn í búningsherbergi. Hann er nú kominn með hálskraga og verður frá keppni í einhvem tíma. ■ ÓSKAR Hrafn Þorvaldsson lék ekki með KR en hann kom inná í bikarleik liðsins um daginn. Hann er ekki búinn að ná sér að fullu enn- þá og því var hann ekki með á sunnu- daginn. ■ SALIH Heimir Porca var ekki í byijunarliðinu en kom inná á 53. mínútu. Guðjón þjálfari sagði að Porca hefði leikið vel að undanfömu og brosti þegar hann var spuro.'*- hvort hann fengi tækifæri í byijun- ariiðinu og sagði: „Það hlýtur að vera, hann lék vel í dag.“ ■ KRISTJÁN Hauksson, skíða- göngumaður frá Ólafsfirði, sigraði í Tröllaskagatvíþrautinni sem fram fór um heigina. Hlaupið var frá Ráð- húsinu á Dalvíki yfir Reykjaheiði og niður að Reykjum í Ölafsfirði, en þaðan síðan hjólað niður í bæ. Hólmfríður Vala Svavarsdóttir sigraði í kvennaflokki. ■ DIEGO Maradona, fyrrum knattspymusnillingur, sagði við ít- alkst dagblað að jákvæð niðurstaða úr lyfjaprófi á sér á HM í Bandaríkj- unum 1994, hefði annaðhvort verið misskilningur eða gildra. „Ég sver, eins og ég sver við höfuð dætra minna, að ég var ekki á lyfjurn," sagði Maradona og bætti við al- þjóðaknattspymusambandið FIFA hefði viljað sjá Brasilíu sem sigur- vegara. ■ ARGENTÍNUMAÐURINN háfði skýringar á því hvers vegna gildran, ef ekki var um misskilning að ræða, var spennt fyrir hann. FIFA og Bandaríska knattspymusamband- ið hefðu haft góðar ástæður því sam- úð sína með Fidel Castro, leiðtoga Kúbu, hefði farið í taugarnar á Bandaríkjamönnunum og FIFA vildi að Brasilía yrði heimsmeistari. SPENNA Spenna er nauðsynleg til að íþróttir séu skemmti- legar fyrir áhorfendur og ekki síður keppendur. Keppnin í fyrstu deild knattspyrnunnar hér á landi virðist ekki ætla að verða eins spennandi og margir vonuðust til, ísiandsmeist- arar Skagamanna eru búnir að stinga af, eða svo gott sem. Á sama tíma í fyrra héngu þó FH-ingar í þeim en nú eru Hafnfirð- ingar fjarri góðu gamni og næstu lið á eftir Skaganum eru KR og Leiftur, nýliðamir frá Ólafsfírði, og Keflvíkingar sem eiga tvo leiki til góða og gætu komist f annað sætið, en þeir yrðu engu að síður sjö stigum á eftir Skaganum. Heyrst hafa þær raddir að Skagamenn séu búnir að eyði- leggja íslandsmótið með því að stinga svona af. Slíkt hlýtur að vera sagt í gamni en ekki alvöru því það er jú markmið ailra liða að standa sig sem best og fá sem flest stig og því er ekki við Skaga- menn að sakast þó hin liðin hafí ekki getu til að halda. í við þá. Spennan, sem menn vonuðust eftir, er svo gott sem horfin úr fyrstu deildinni. Ólafur Þórðar- son, fyrirliði Skagamanna sagði í Morgunblaðinu á laugardaginn. „Það vantar meiri spennu [á toppnum] og satt að segja er ekkert varið í mótið nema að minnst þijú lið séu að beijast um efsta sætíð.“ En er þá keppnin f fyrstu deild ónýt fyrir áhorfendur? Nei, við skulum vona að svo sé ekki. Það má alitaf finna sér einhveija þætti til að fylgjast með og íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins geta fylgst með hvaða lið falla, en í neðstu sætunum eru Valur, Fram og FH. Ef engin spenna er til staðar er hætt við að fólk hugsi sig frek- ar tvisvar um áður en það fer að horfa á keppnina, sem ef til vill er engin í rauninni. En er þá engin spenna í íslandsmótinu? Jú, í næstu deild fyrir neðan, 2. deild- inni er svo sannarlega spenna. Þar hafa Árbæingar eins stigs forystu á Garðbæinga, tvö á Þór, þijú á Þrótt og Skallagrím, fimm á KA og sjö á Víði. Það eru sem sagt sjö lið í baráttunni um efsta sætið og því mikil spenna. Knattspyman sem flest þessi lið leika er góð og flest gætu sómt sér vel í fyrstu deildinni miðað við hvemig sum lið leika þar. Þetta sýndi sig raunar vel í bikarkeppn- ini. í fyrstu deild kvenna er einnig taisverð spenna, en þar berjast tvö lið um efsta sætið, Breiðabiik og Valur, og hefur hvoragt tapað leik enn sem komið er. Spennan er einnig tíi staðar f 3. deild. Það hefur sýnt sig í íþróttum erlendis að áhugi minnkar séu ailtaf somu menn eða lið sem sigra. Þar er talið nauðsyniegt að fleiri en einn og fleiri en tveir séu að beijast um sigur því annars er hætt við að áhugi almennings minnki og um leið áhugi kostenda og sjónvarps, sem skipta miklu máli vegna fjáröflunar. Við skul- um vona að yfirburðir Skaga- manna verði ekki tíl þess að áhugi á knattspymunni minnki. Best væri að sjálfsögðu að hin liðin bættu sig þannig að þau væm í stakk búin tii að veita knatt- spymuraönnunum af Skipaskaga einhveija keppni. Skúli Unnar Sveinsson Engin spenna á toppi 1. deildar en hún er vnikil í 2. deildinni Hvaða göldrum beith GUÐMUNDUR STEIIMSSOIM við að vera alltaf markahæstur? Heldþettasé bara „grís“ GUÐMUIMDUR Steinsson er nú markahæstur í 2. deild ásamt Hirti Hjartarsyni úr Skallagrími en þeir hafa skorað sitthvor sjö mörkin. Guðmundur vinnur við söiustörf og ýmislegt hjá lcelandic Review en hann er reyndar lærðurtrésmiður þó að hann hafi lítið beitt hamrinum enda eiga sölustörfin mun betur við hann. T résmiðurinn er 35 ára og á reyndar af mæli í dag, er í sambúð með Lilju Worre Þorvaldsdóttur og Guð- mundur á níu ára stúlku, Irísi. Guðmundur hefur hrellt fjöl- marga markverði í gegnum árin og oft verið markahæstur. Hann hefur unnið sér inn tvo gullskó, Stefán einn silfurskó °S Stefánsson brons en Þeir eru sem kunnugt er verðlaun fyrir markahæstu menn í 1. deild. En heldur Guð- mundur að hann geti opnað skóbúð einhvem tímann? „Nei, það myndi sína lítið við- skiptavit því lagerinn myndi end- ast stutt. Það gæti orðið erfitt því verðlaunin eru bara veitt í 1. deild.“ Nú hefur þú skipt nokkrum sinnum um lið? „Já, ég er uppalinn Framari, pabbi, Steinn Guðmundsson, var til dæmis formaður Fram og tveir föðurbræður mínir, Karl og Guð- mundur Guðmundarsynir spiluðu með Fram. Ég vil vera í boltanum og skipti fyrst fyrir fjórum ámm, þurfti þá tilbreytingu enda fékk ég lítið að gera hjá Marteini þjálf- ara. Mér finnst gaman að spila og það er lítið gaman að horfa á af hliðarlínunni." Afhverju ertu svona oft marka- hæstur? „Ég hef náttúrlega spilað í fremstu víglínu, þá á maður að vera í „sénsunum“ og þá er bara að nýta þá.“ Er enginn galdur við þetta? „Ætli þetta sé ekki bara heppni — svona „grís“. En heppni svona oft! „Maður þarf að lesa leikinn vel og átta sig á hvar boltinn kemur niður, einbeita sér og mér hefur tekist að nýta þokkalega færin í gegnum árin.“ Eru þetta ekki góðir skór? „Þó að þeir séu veglegir er ekki hægt að ganga í þeim. Reyndar Morgunblaðið/Ámi Sæberg GUÐMUNDUR Steinsson vinnur viö sölustörf og ýmfslegt hjá lcelandic Review en hann er reyndar lærAur trésmiAur þó aö hann hafl lítiA beitt hamrinum síAustu ár. vantar mig einn silfurskó til viðbót- ar til að eiga silfurpar en verst er að þetta er allt skór á sama fót.“ Hverjum hefur verið mest gam- an að spila með? „Það er mjög erfítt að segja því þeir hafa verið margir góðir í gegn- um tíðina. Það var nú alltaf gaman að spila með Guðmundi Torfasyni þegar hann var frammi með mér í Fram þar sem við vorum lengi.“ Hverjir hafa verið erfiðustu and- stæðingarnir? „Það er ómögulegt að taka neinn útúr. Það var heist að ég væri í basli með Þorstein Bjarnason en skoraði nú samt eitthvað hjá hon- um.“ Stendur eitthvað mark eftir í minningunni sem komið er? „Það er nú ekkert mark öðru fremur, yfirleitt er það síðasta markið sem stendur eftir í minn- ingunni enda ferskast. Hvernig er í 2. deildinni? „Hún er nokkuð jöfn og mörg lið eiga möguleika á að komast upp. Mörg liðanna eru að spila góðan fótbolta, eru sterk enda er breiddin öll að aukast í neðri deiid- unum. Hvað með önnur áhugamál? „Ég er kominn á kaf í hesta- mennskunna, konan vinnur við þetta, er að temja og fararstjóri hjá íshestum á sumrin.“ Nú ert þú 35 ára í dag, hvað ætlar þú að vera lengi í boltanum? „Ég hef aldrei verið með neinar yfirlýsingar um að hætta en á meðan ég hef gaman af að spila fótbolta verð ég með.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.