Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 1
• MARKADURiNN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • p|iOT0lwMíll>ÍlÍ> Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 18. Júlf 199S Blað C Öðru vísi gluggar f þættinum Smiðjan fjallar Bjarni Ólafsson um mismun- andi gluggagerðir. íslendingar hafa verið ótrúlega ófúsir til þess að breyta gluggum hjá sér og vilja helzt hafa þá af sömu gerð, hvort heldur er á fyrstu eða tólftu hæð. / 20 ► Plaströr og lagnir PLASTRÖR eru framtíðarefni í húsalögnum hérlendis, segir Sigurður Grétar Guðmunds- son í þættinum Lagnafréttir. Plastið mun þó engan veginn útrýma öðrum efnum. Efn- isvalið fer eftir aðstæðum á hverjum stað. /24 ► Ú T T E K T á Snæ- fellsnesi ! RÁÐLEGA munu . hefjast fraiukvæmdir *vió iyrsta vistþorpið hér á landi, en það á að rísa í landi jarðarinnar Brekkubæjar á Hellnum á Snæfellsnesi. Deiliskipulagi er lokið og byggingayfirvöld í Snæfellsbæ hafa þegar samþykkt skipulagið fyrir sitt leyti. í þorpinu verða byggð 11 kúluhús. Smiði íyrsta hússins á að hefjast á næstunni og væntanlega verður flutt inn í það næsta vor. Hönnuður vistþorpsins og húsanna, sem þar verða byggð, er Einar Þorsteinn Ásgeirsson arki- tekt. Fyrsta húsið í þorpinu verð- ur um 100 ferm. Að sögn Ein- ars eru vistvæn hús heldur dýrari en venjuleg hús, vegna þess hvað þau eru vönduð. Einangrunin er t. d. miklu þykkari en venjulega. Á móti kemur, að rekstur vistvænna húsa er mun ódýrari. í heild er vistvænn hugsun- arháttur ekW kostnaðarsam- ur heldur þvert á móti ódýr, þegar til lengri tíma er litið, segir Einar. Fyrir utan minni viðhalds- kostnað er orkuþörfinn líka minni. / 14 ► Viðhaldsverkefni nær helmingur af veltu byggingafyrirtækjanna VIÐHALD á húsum og öðrum mannvirkjum verður æ stærri þáttur í verkefnum byggingafyrir- tækjanna. Þannig voru viðhalds- verkefni 49,6% af heildarveltu fyr- irtækjanna á síðasta ári, en voi*u tæp 38% á árinu 1993 og 29% árið 1992. Hér er því um 29% aukningu að ræða frá 1993 og 36% árlega aukningu, ef mælt er frá 1992. Þetta er mjög mikil breyting á milli ára. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar, sem fram fór á vegum Samtaka iðnaðarins fyrr á þessu ári, en þar var spurt um helztu starfsvið fyrirtækjanna sem hlut- fall af heildarvéltu. Meðfylgjandi teikning sýnir tölur ársins 1994 og til samanburðar niðurstöður ár- anna 1993 og 1992. Hugsanlega er um einhverja skekkju að ræða í úrtakinu, en það er byggt á svörum frá 60 fyrirtækj- um, svo að niðurstaðan felur í sér sterka vísbendingu um aukió vægi viðhaldsmarkaðarins í heildar- verkefnunum. Athygli vekur hins vegar, að við- varandi samdráttur kemur fram á tímabilinu í smíði á opinberu hús- næði og félagslegu húsnæði. Einnig virðist vera að draga úr því, að fyr- irtæki byggi og selji fyrir eiginn reikning en að aukast, að þau byggi fyrir aðra. í könnuninn var í fyrsta sinn spurt um jarðvinnu og vega- framkvæmdir. Fyrirtækin voi*u ennfremur spurð um áætlaða þróun starfs- mannafjölda á þessu ári. í heild telja fyrirtækin, að um 6% íjölgun verði að ræða á starfsfólki á árinu. Þetta er þó mjög breytilegt. Helzt virtust fyrirtæki í viðgerðum áætla fjölgun en flest hinna bjuggust frekar við óbreyttu ástandi eða fækkun. Búizt var við um 4% fjöl- gun iðnaðarmanna, 3% fækkun verkamanna en tæplega 17% fjölg- un annarra starfsmanna. Helstu verkefni bygginga- fyrirtækja 1992 til 1994 hlutfall af heildarveltu Nýjung: Tryggingavernd fyrir sjóðfélaga Nú er kominn út nýr bæklingur um ALVÍB meö góðum fréttum um lífeyrismál. í honum er að finna upplýsingar um nvemig tryggja má fjárhagslegt öryggi alla ævina með því að greiða í ALVÍB. Bæklingurinn liggur frammi í afgreiðslum VÍB, Tryggingamiðstöðvarinnar og Sjóvá-Almennra. FORYSTA í FfÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Adili að Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.