Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 14
14 C ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚTLITSTEIKNING af fyrsta húsinu í vistavæna þorpinu, en það verður um 100 ferm. Húsið er á einni hæð með stórri stofu, eldhúsi, baðherbergi og barnaherbergi. Þar við bætist lítið svefnloft, sem er yfir hluta af hæðinni og undir húsinu er ennfremur hálfur kjallari um 50 ferm. Á svefnloftinu eru tvö barnaherbergi og baðherbergi. Framkvæmdir að hefjast við fyrsta vistþorpið í vistþorpinu að Helln- um á Snæfellsnesi eiga að rísa 11 kúluhús. Hér ræðir Magnús Signrðs- son við þá Einar Þor- stein Ásgeirsson arki- tekt, hönnuð vistþorps- ins og Steinar Bene- diktsson, sem byggir fyrsta húsið. BÚIÐ er að gera deiliskipulag fyrir fyrsta vistvæna þorpið hér á landi, en það á að rísa í landi jarðarinnar Brekkubæjar á Hellnum á Snæfellssnesi. Bygg- ingayfirvöld í Snæfellsbæ hafa þeg- ar samþykkt skipulagið fyrir sitt leyti og kynningu þess er lokið, en hönnuður þess er Einar Þorsteinn Ásgeirsson arkitekt. Samkvæmt skipulaginu verða 11 ný hús í þorp- inu, sem öll eru kúluhús. Þau eru einnig hönnuð af Einari Þorsteini, en hann hefur áður hannað mörg kúluhús hér á landi. Að auki er gert ráð fyrir þjónustukjarna með verzlunarbyggingu og samkomu- húsi. Framkvæmdir við fyrsta íbúð- arhúsið munu hefjast á næstunni og væntanlega verður flutt inn í það næsta vor. Samtökin Snæfellsás eiga frum- kvæðið að þessu vistvæna þorpi. Félagar í þeim eru nær 50 og eiga þeir jörðina Brekkubæ í samein- ingu. Margir þeirra hyggjast byggja sér hús á jörðinni á næstu árum. Tvenn hjón eru í þann mund að flytja vestur til þess að setjast þar að og hafa þegar selt allt sitt fyrir sunnan. Óveryuleg byggð — Þrjú meginskilyrði þurfa að vera fyrir hendi í skipulagi, til þess að hægt sé að kalla byggðina vist- væna, sagði Einar Þorsteinn í við- HORFT til norðurs til Brekkubæjar, sem er fyrir miðri mynd. Byggingasvæðið verður í túninu fyrir neðan bæinn. tali við Morgunblaðið. — í fyrsta lagi þurfa húsin að vera þannig úr garði gerð, að hægt sé að vinna og spara orku í þeim. í öðru lagi þarf að vera gengið frá neyzlu- vatni, skolpi og úrgangi á sérstakan hátt og þriðja lagi þarf fólkið, sem býr á staðnum, að vera reiðubúið til þess að lifa samkvæmt þeim skilyrðum, sem fylgja því að búa á vistvænan hátt. Húsin eru hituð upp á sérstakan hátt, þar sem heitt vatn er ekki til staðar á svæðinu og rafmagn til upphitunar er mjög dýrt, í hveiju húsi verður settur upp brennsluofn úr múrsteini, sem heldur mjög mikl- um hita. Hann er með tveimur eld- hólfum. í því neðra er brenndur viður með lágu hitastigi og í því efra er reykurinn brenndur við mjög hátt hitastig. Þetta skýrist með því, að í reyknum er mjög mikið af óbrunnum efnum, sem hafa ekki skilað þeirri hitaorku, sem í þeim býr. Enginn reykur kemur því út um skorsteininn, heldur einungis hvítt loft, sem inniheldur mjög lítið af koltvísýringi. Þessi ofn er fínnsk Einar Þorsteinn Ásgeirsson arkitekt. Myndin er tekin á byggingarsvæðinu og í bak- sýn sést í Snæfellsjökul. uppfinning, sem löng og góð reynsla er fengin af og það þarf ekki nema um 6 kg. af trjáviði til þess að kynda upp hundrað fermetra hús með þessum hætti í einn sólarhring. Ofninn er jafnframt notaður til upphitunar á vatni og auk þess má hafa í honum bökunarhólf. Þetta er langtum ódýrari upphitunarað- ferð en með rafmagni. í vistþorpinu verður skólpi og úrgangi eytt á mjög óvenjulegan hátt, því að holræsi í venjulegri merkingu eru ekki lögð í vistvænni byggð. — Þessu er skipt í grátt og svart vatn, en það eru mjög mikil- væg hugtök í vistfræðinni, segir Einar. — Gráa vatnið er það vatn, sem kemur úr vaskinum, þvottavél- inni og sturtunni, það er að segja allt það vatn, sem sápa er sett í. Þetta vatn fer í sameiginlega skólp- leiðslu og síðan í skilvindu, sem safnar föstu efnunum í vatninu saman. Þau fara síðan í Sorpu, en það sem eftir er af vatninu, er ieitt í sandbeð með plöntum og þær vinna svo það sem eftir er af stein- efnum í vatninu. Þá er vatnið orðið gerlafrít að mestu rétt eins og ann- að yfírborðsvatn og engin mengun af því. Svart vatn er hins vegar sam- heiti yfir allan lífrænan úrgang, hvort heldur úr mannskepnunni eða úr eldhúsinu svo sem matarleifar. Þessi úrgangur fer í þurrtank, þar sem gerlar, bakteríur og sveppir brjóta hann niður með sama hætti og á sér stað úti í náttúrunni. Í þeim efnaskiptum fara hvorki meira né minna en 19/20 hlutar af öllum úrgangsefnum út sem lofttegund, en 1/20 hluti verður eftir í föstu formi. Sá hluti er þá orðinn að skað- lausum áburði, sem nota má til þess að bera á garðinn heima hjá sér. Þessi þurrtankur er ekki ný upp- finning heldur gömul, en farið var að nota hann í Svíþjóð fyrir stríð. Þurrtankurinn hefur verið notaður mikið í Bandaríkjunum. Öll útisal- emi í almenningsgörðum í New York em af þessari gerð og ástæð- an er einfaldlega sú, að þetta er hagkvæmt. Allur þessi lífræni úr- gangur er kallaður svart vatn eins og áður segir og hann fer ekki lengra. Það þarf ekki að skola þess- um úrgangi langt út í sjó, enda er slíkt óvistvænt, því að hringrásinni er lokið. í þriðja lagi er það skilyrði fyrir búsetu í vistvænu þorpi, að íbúam- ir þar vilji lifa samkvæmt þeim regl- um, sem því fylgja. Fólk verður að sundurgreina mslið á vissan hátt og setja það lífræna í safnhaug í garðinum. Virðing fyrir umhverfinu er í heild miklu meiri en nútímafólk á að venjast og daglegt líf í vist- vænni byggð mótast mjög af því. Dýrari í byggingu en ódýrari í rekstri Að sögn Einars em vistvæn hús heldur dýrari en venjulega hús eða um 10%, vegna þess hvað þau em vönduð. Einangrunin er t. d. miklu þykkari en venjulega. Á móti kem- ur, að rekstur vistvænna húsa er mun ódýrari. — í heild er vistvænn hugsunarháttur ekki kosnaðarsam- ur heldur þvert á móti ódýr, þegar til lengri tíma er litið, segir Einar. — Fyrir utan minni viðhaldskostnað er orkuþörfin líka minni, sem hefur auðvitað sparnað í för með sér. Vellíðan fólksins er einnig meiri, sem ætti að stuðla að betri heilsu og það er líka eitthvað gefandi fyr- ir það. Óll húsin í vistþorpinu verða kúluhús. — Það með er ekki sagt, að öll hús þurfi nauðsynlega að vera kúluhús, til þess að vera vist- væn, segir Einar. — Þau geta verið vistvæn án þess. Ástæðan fyrir kúluhúsunum á þessum stað á rót sína að tekja til þess orskuparnað- ar, sem í því felst, en jafnframt er það ætlunin að setja torf á þau. Þannig falla þau betur að landslag- inu og fá frekar á sig það vistvæna yfirbragð, sem einkennir svo gjarn- an byggð af þessu tagi annars stað- ar. Einar segir viðbrögð byggingar- yfii-valda í Snæfellsbæ við þessum byggingaráformum hafa verið afar jákvæð og bætir við. — Hjá þeim ríkir skilningur á þessum fram- kvæmdum og þau hafa því veitt okkur mikinn stuðning. Skipulagið hefur verið kynnt vandlega í Snæ- fellsbæ og m. a. hefur verið sent dreifibréf um þessar framkvæmdir á hvern einasta bóndabæ, alls um 60 bréf. Skipulagið hefur ennfrem- ur verið kynnt í sjónvarpstöðinni í Snæfellsbæ, auk þess sem það hangir uppi á tveimur stöðum. Eng- ar athugasemdir yið þessar fram- kvæmdir hafa borizt til bæjarfé- lagsins og allir reynzt mjög jákvæð- ir í þeirra garð. Húsin verða að mestu úr timbri, en undirstöður úr steinsteypu. Gert er ráð fyrir léttum bogalaga, frí- standandi bílskýlum allt að 40 ferm. að stærð. Einnig er hægt að hafa bílskúr í kjallara undir húsunum allt að 40 ferm. Fyrsta húsið í þorpinu verður um 100 ferm. Það er á einni hæð með stórri stofu, eldhúsi, baðherbergi og barnaherbergi. Þar við bætist lítið svefnloft, sem er yfir hluta af hæðinni. Undir húsinu er ennfremur hálfur kjallari um 50 ferm. Á svefn- loftinu eru tvö barnaherbergi og baðherbergi. Að Einars mati er mikill rugling- ur til staðar á því, hvað sé vis- vænt. — Sumir telja, að plastið verði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.