Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 24
24 C ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ FASTGIQNASALA VITASTlG 13 Munið 55 fyrir framanl 2ja herb. Snorrabraut. 2ja herb. falleg íb. 3 1. hæð 55 fm. Mikið endurn. Góð lán áhv. 2,9 millj. byggsj. Sam- eign í sérfl. Verð 5,2-5,3 millj. Hringbraut. 2ja herb. íb. á 2. hæð 56 fm. Nýtt gler og gluggar. Góð lán áhv. Verð 4,8 millj. Laus. Frostafold. 2ja herb. falleg íb. á 2. hæð, 67 fm. Fallegt útsýni. Góð- ar innr. Áhv. byggsj. ca 5,0 millj. Víðimelur. 2ja herb. glæsil. íb. 48 fm í þríbh. Góð lán áhv. Húsbr. ca 3,5 millj. Verð 5,5 millj. Gaukshólar — laus. 2ja herb. íb. á 1. hæð, 56 fm. Falleg sam- elgn. Nýtt eldh. íb. er öll nýuppg. Suðursv. Nýl. innr. Suðursv. Verð 4,9 mlilj. Laus. Laugavegur. 2ja herb. íb. á 2. hæð 54 fm. Góðir greiðsluskilm. Verð 3,5 millj. Miklir mögul. Njálsgata. Góð 2ja herb. íb. mikíð endurn. 51 fm. Áhv. byggsj. og húsbr. ca 2,7 millj. Húsið er allt nýend- urbyggt. Suðurgaröur. V. 4,9 m. 3ja herb. Hrímsmóar. Glæsil. 3ja herb. íb. á 2. hæð ca 76 fm. Fallegt út- sýni. Áhv. byggsj. ca 2 millj. Parket og flísar. Góð sameign. Orrahólar. 3ja herb. falieg íb. á 8. hæð 65 fm. Fallegar innr. Parket. Flísar. Góð lán áhv. Fallegt útsýni. Grettisgata. 3ja herb. falleg íb. 73 fm í fallegu húsi. Parket á gólfum. íb. er mikið endurn. Suðurgarður. Góð lán áhv. Verð 6,3 millj. Hliðarhjalli. 3ja herb. falleg íb. á 3. hæð 97 fm. Stórar suðursv. Flis- ar, parket. Fallegar innr. Áhv. veðd. 4,8 millj. Verð 8,5 millj. Stóragerði. Falleg 3ja herb. íb. á 1. hæð 87 fm. Nýl. gler. Bílskúr. Verð 7,9 millj. Laus. 4ra herb. og stærri Laugarnesvegur. 4ra herb. glæsil. íb. á 3. hæð 91 fm. Fallegt parket. Nýl. innr. Suðursv. Áhv. cá 1100 þús. byggsj. Sameign i sérfl. Laus fljótl. Blöndubakki. 4ra herb. íb. á 3. hæð ásamt herb. í kj. 115 fm. Glæsil. útsýni yfir borgina. Parket. Nýl. innr. Verð 7,9 millj. Rauðhamrar. Glæsil. ib. á 3. hæð 110 fm auk 21 fm bilsk. Parket. Glæsil. útsýni yfir borgina. Áhv. byggsj. 5 miiij. Boðagrandi. 4ra herb. falleg íb., 92 fm, auk bílskýlis. Lyfta. Hús- vörður. Gervihnsjónvarp. Fráb. út- sýni. Gufubað í sameign. Áhv. hús- bréf 4,7 millj. Verð 8,9 millj. Maka- skipti mögul. Lindarbraut - Seltj. Falleg efri sérh. ca 150 fm auk ca 30 fm bílsk. Tvennar svalir. Glæsil. Otsýni. Góð lán áhv. Húsið nýklætt. Verð 12,5 millj. Flétturimi. 4ra herb. glæsli. Ib. 104 fm. Fallegar innr. Miklir mögul. á garðstofu. Fallegt útsýni. Bílskýli. Áhv. húsbr. 6 millj. Verð 9.950 þús. Hraunbær. 4ra herb. falleg íb. á 1. hæð, 100 fm. Áhv. góð lán byggsj. ca 3,8 millj. Makaskipti mögul. á góðu raðh. ca 12-15 millj. Fellsmúli. 4ra herb. íb. á jarðh. 97 fm. Parket á gólfum. Góð lán áhv. Verð 7,5 millj. Rauðalækur. Neðri sérh. í tvíbhúsi, 137 fm auk bílsk. Tvennar svalir. Verð 9,8 millj. Krummahólar. Falleg 6-7 herb. ib. á tveimur hæðum 164 fm. Fallegt útsýní. Góð lán áhv. V. 9,8 m. Selvogsgrunn. Neðri sérh. 110 fm auk bílsk. Rúmg. stofa. Góðar innr. Áhv. húsbr. 5,6 millj. Verð 9,8 millj. Makaskipti mögul. á minni eign. Laugarásvegur. 5 herb. sér- hæð 126 fm ásamt 35 fm bílsk. Fal- legt útsýni yfir borgina. Áhv. 3,5 millj. byggsj. Makask. mögul. á fal- legu einbhúsi. Laugavegur. Falleg íb. á 3. hæð 170 fm. Mikið endurn. Stórar stofur með fallegu parketi á gólfum. Nýlegt gler og gluggar. Nýl. rafmagn. Góð lán áhv. Makaskipti mögul. Raðhús/einb. Yrsufell. Glæsil. raðhús á einni hæð 141 fm auk 22 fm bílsk. Nýl. fallegar innr. Suðurgarður. Eign í sérfl. Kambasel. Glæsil. endaraðh. á tveímur hæðum 180 fm meö Innb. bílsk. Fallegar innr. Góð lán áhv. Verð 12,5 millj. Makaskipti mögul. Aflagrandi. Glæsil. endaraðh. á 2 hæðum. 214 fm innb. bílskúr. Glæsil. innréttingar. Fallegt parket á gólfum. Suðurgarður. Góð lán áhv. Verð 16,9 millj. Giljaland. Glæsil. raðh. 197 fm ásamt 23 fm bíísk. Fallegar innr. Stór- ar suðursv. 5 svefnherb. Suðurgarð- ur. Verð 14,9 míllj. Góð lán áhv. Laugalækur. Raðhús á 3 hæð- um, 206 fm, auk 24 fm bílskúrs. Nýl. innr. Suðursvalir. Verð 13,5 millj. Torfufell. Endaraðh. á einni hæð 130 fm auk 24 fm bílsk. Fallegar innr. Suðurgarður. Góð lán áhv. Víkurbakki. Raðhús á tveimur hæðum 177 fm m. innb. bílsk. Stórar svalir. Glæsil. útsýni. Verð 12,9 millj. Makaskipti mögul. á minni eign. Hraunbraut. Glæsil. einb. á 2 hæöum alls um 240 fm. Skiptist í 140 fm íb. m. vönduðum innr. á efri hæð. 100 fm bílskúr og atvinnuhúsnæði á neðri hæð. Eign í sérflokki. Maka- skipti mögul. á minní eign. Leiðhamrar. Einbhús á einni hæð 155 fm auk 40 fm bílsk. Áhv. byggsj. 4,3 milj. Verð 11,5-11,7 millj. Makask. mögul. í sama hverfi. Stuðlasel. Einbhús á einni hæð 195 fm m. innb. bflsk. Fallegar ínnr. Parket. Flísar. Fallegur garður. Hásteinsvegur — Stokkseyri. Fallegteinb. áeinni hæð 96 fm. Mikið endurn. Stór lóð. Góð lán áhv. Jórusel. Glæsil. einbhús á þrem- ur hæðum, 304 fm auk bifsk. 28 fm. Glæsil. innr. Mögul. á 75 fm íb. á jarðhæð. Reynilundur. Glæsil. einbhús á einni hæð 288 fm ásamt bílsk. Saml. stofur, arin-stofa, húsbónda- herb., 32 fm sólstofa með nuddpotti, 4 svefnherb. Glæsil. garður. Eign í sérfl. Lækjarberg. Glæsíl. einbhús á einni og hálfri hæð 300 fm m. bílsk. Glæsil. innr. Garðstofa, arinstofa. Suðurgarður. Hús í sérfl. Góð lán áhv. Bæjargil. Einb. á tveimur hæð- um 165 fm 40 fm bílsk. Mögúl. á garðstofu út frá stofu. Fallegar innr. Parket, flísar. Góð lán áhv. Verð 15,5 millj. Makaskipti mögul. á minni eign í sama hverfi. Akrasel. Glæsil. eínbhús, 275 fm. auk 33 fm bflsk. Parket. Falíegar innr. Fallegt útsýnl. Mögul. á séríb. á jarðhæð. Víöilundur. Einbhús á einni hæð, 125 fm ásamt 40 fm bílsk. Mögul. á garðstofu. Fallegar innr. Rúmg. baðherb. Makaskipti á stærra einbh. í Gbæ eða nágr. Þrastargata. Einbhús á tveim- ur hæðum 52 fm. Miklir mögul. ti! stækkunar. Uppl. á skrifst. FÉLAG líLsTEIGNASALA Gunnar Gunnarsson, lögg. fasteignasali, hs. 77410. Er allt plast óskað legt umhverfinu? Lagnafréttir Það eru ekki bara grænfriðungar, sem berj- ast gegn notkun PVC-efnisins, segir Sigurður Grétar Guðmundssons. Yfírvöld í ýmsum löndum Vestur-Evrópu eru tekin að rumska. að er ekki nokkur vafi á því að plaströr eru framtíðarefni í húsalögnum hérlendis. Plastið mun þó enganveginn útrýma öðrum efn- um; efnisvalið fer eftir aðstæðum á hveijum stað. Ekki er víst að öllum sé ljóst hvað plast er og hvaðan það kemur eða úr hverju það er unnið, en í stuttu máli kemur plastið fram á sjónarsvið- ið á þessari öld um leið og olíu- vinnsla úr jörðu hefst fyrir alvöru. Plast er unnið úr jarðolíu eða gasi og er í raun „aukabúgrein" olíu- vinnslunnar, en æði stór búgrein og fer stöðugt vaxandi. Plastið kemur víða við og það er notað í nær öllum iðnaði , en gerum ekki málið flókið; höldum okkur við plast í lögnum. Þar koma þijú efni aðailega við sögu; í fyrsta lagi polyet- en, sem allir þekkja sem svörtu rörin sem notuð eru í kaldavatnsiagnir, svört og gul snjóbræðslurör og pex- rör, sem í framtíðinni verða líklega ráðandi til innanhússlagna (rör-í- rör); í annan stað polypropen, sem þekkt eru sem grá frárennslisrör til innanhússlagna og ljósgrá snjó- bræðslurör; í þriðja lagi PVC, sem þekkt eru sem appelsínugul frá- rennslisrör til grunn- og jarðvatn- slagna og í hreinsikerfum sundlauga. Rétt er að nefna fjórðu piasttegund- ina, polybuden, sem notuð hefur ver- ið allmikið hérlendis til hitaveitu- lagna í dreifðum byggðum og til snjóbræðslulagna. Brotnar niður af sólarljósi, og þó Flest plastefni brotna niður af út- fjóiubláum geislum sólar, en þetta er litið á sem veikleika ef nýta á efnið í lagnir, þessvegna er við frum- vinnslu hráefnis eða við framleiðslu á rörum og tengjum, ýmsum efnum blandað saman við plast til að auka mótstöðukraft þess gegn sólarljósi og öðrum utanaðkomandi áhrifum. Svört polyetenrör eru svört af því að í plastið er blandað sóti til að auka þol þess, en hreint poiyeten er nán- ast gagnsætt efni. Þessi íblöndunarefni eru flest ósk- aðleg og gegna veigamiklu hlutverki í endingu og eiginleikum efnisins, en þegar notkun lýkur gerum við kröfu um að efnið brotni niður sem snarast, sem að sjálfsögðu gengur ekki eftir. Þessu mun verða mætt í framtíðinni með aukinni áhersiu' á endurvinnslu, krafa nútímans er end- umýting allra hluta og skilagjald er iausn nútímans til að fá sem flesta til að vinna að því að halda náttúr- unni hreinni. Strangar kröfur eru um íblönd- unarefni í plast sem notað er í lagn- ir sem flytja drykkjarvatn, því það eru ekki aðeins efni til vamar sólar- ljósi, sem blandað er í plastefnin, heldur ýmis önnur efni, svo sem litar- efni, mýkingarefni 'og fleira mætti upp telja. PVC er „svartipétur" Við getum sagt að öll fyrrnefnd plastefni séu umhverfisvæn nema eitt; PVC. Ekki er þar átt við efnið sem fullunna vara, heldur fyrst og fremst er átt við frumvinnsluna. Þá er blandað í plastið ýmiskonar efn- um og þar stendur hnífurinn í kúnni, plastefnið sjálft er óskaðlegt. Það er fyrst og fremst íblöndun klórs í þetta plast, sem hefur haft umhverfisspjöll í för með sér, en þversögnin er að einmitt íblöndun klórs hefur gert PVC ódýrast allra plastefna; offramleiðsla af klóri hef- ur haldið verði þess niðri og þar með einnig verði á PVC rörum. Það er umhverfi hráefnisverk- smiðjanna, sem verður harkalega fyrir barðinu á þessum aukaefnum en einn af eiginleikum PVC, umfram önnur plastefni, er að ,það er svo auðvelt að blanda í þau ýmsum aukaefnum. Nú er svo komið að það eru ekki aðeins Grænfriðungar sem berjast gegn framleiðslu og notkun PVC, yfirvöld í ýmsum löndum V- Evrópu eru að rumska og sum eru þegar tekin að þrengja að hrávörufram- leiðslunni. Hérlendis er ekki um neina hrá- vöruframleiðslu plasts að ræða, en tveir plaströraframleiðendur fram- leiða plaströr úr PVC og má segja að þau séu ráðandi í grunn- og jarð- vatnslögnum. En það er engin ástæða fyrir okkur að hafa áhyggjur þó PVC hverfi af lagnamarkaði; við eigum aðra og vænlegri kosti. Polyeten er „plastefni norðurs- ins“, efni sem við höfum langa og góða reynslu af, efni sem heldur sveigju sinni allt niður í 40 stiga frost og fleiri kosti mætti telja. En hvers vegna hefur þetta efni ekki verið valið frekar en PVC? Það er best að röraframieiðendur, innflytjendur, hönnuðir, fagmenn og húsbyggjendur svari hver fyrir sig, en þó liggur svarið í augum uppi. PVC er ódýrara en polyeten og það er eingöngu svolítill munur í krónum, sem ræður valinu, ekki gæði eða tæknilegar forsendur, þar stendur PVC polyeten langt að baki. Þetta virðist enginn hafa þorað að segja eða viðurkenna fram að þessu. Nú er mál að rumska, framleið- endur PVC röra ættu að búa sig undir að skipta yfir á polyeten sem allra fyrst, annars lenda þeir í ógöngum, allir aðrir þurfa einnig að vakna, það er tími til kominn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.