Morgunblaðið - 19.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.07.1995, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D fHtfgunbliiMfe 161.TBL.83.ARG. STOFNAÐ 1913 MIÐVIKUDAGUR 19. JULI1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bosníuher hótar að nota friðargæsluliða sem skjöld Surajt'vo, Moskvu, Washington. Reuter. HERMENN Bosníustjórnar vörðust í gær þungri sókn Bosníu-Serba að griðasvæði Sameinuðu þjóðanna í bænum Zepa og hótuðu að beita fyrir sig úkraínskum friðargæslulið- um, sem þeir tóku í gíslingu í gær, ef Atlantshafsbandalagið gripi ekki til aðgerða. Nú er vika liðin frá því að griðasvæðið í Srebrenica féll og enn sitja Vesturlönd á rökstólum. Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að verið væri að íhuga „möguleikann á harðari herferð úr lofti", en það væri aðeins einn kostur af mörgum. Öryggisráð SÞ krafðist þess sejnt í gær að Serbar hættu árásum á Zepa og lýstu yfir áhyggjum af því að friðargæsluliðar þar væru milli tveggja elda. Bandaríkjamenn íhuga „auknar" hernaðaraðgerðir úr lofti Aðeins 79 friðargæsluliðar voru til að gæta 17 þúsund manns í Zepa, sem hefur verið umsetin Serbum frá því í mars 1992.^ Bosníu-Serbar hafa umkringt átta Úkraínumenn í varð- stöð við Zepa og hóta að myrða þá og beina spjótum sínum að höfuð- stöðvum friðargæsluliðanna á vernd- arsvæðinu verði herþotur NATO kvaddar til leiks. í gær var sagt að sveitir Serba væru enn að reyna að brjótast gegn- um varnir Bosníumanna í gjá um einn og hálfan km frá Zepa. Stjórn Úkraínu skoraði í gær á SÞ að draga úkraínska friðargæslu- liða þegar frá Zepa og Gorazde. Annars myndi mikill harmleikur eiga sér stað. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hélt í gær fund um ástandið í Bosníu og sagði Christopher að forsetinn myndi ræða við John Major, forsætisráð- herra Bretlands, og Jacques Chirac, forseta Frakklands, næsta sólar- hring. Andrei Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, varaði í gær við því að hraðliði Breta og Frakka yrði beitt til að hjálpa úkraínsku friðar- gæsluliðunum. Clinton gagnrýndi harðlega að Bosníuher hefði tekið þá í gíslingu. Öldungadeild Bandaríkjaþings hóf skömmu fyrir miðnætti viðræður um það hvort aflétta ætti vopnasölu- banninu á Bosníu. Talsmaður Clint- ons sagði í gær að slíkt væri „fá- sinna", en repúblikanar vilja afnema bannið fyrir vikulok. Nú eru að koma fram óstaðfestar frásagnir flóttamanna um að Serbar hafi nauðgað, misþyrmt og myrt fjölda fólks eftir að Srebrenica féll. Sjónvarpsstöðin Sky hélt því fram að Bosníu-Serbar hefðu bundið handsprengjur við höfuð karlmanna og sprengt þær. Þrír létu lífið og 16 særðust í árás- um Bosníu-Serba á Sarajevo í gær. Þá lést einn maður og sjö særðust þegar sprengja féll í Tuzla. Franskir út- flytjendur uggandi París. Reuter. ÁHYGGJUR franskra útflytjenda, einkum vínframleiðenda, af minnk- andi sölu vegna fyrirhugaðra kjarn- orkusprenginga franska hersins í Suður:Kyrrahafí aukast dag frá degi. Óttast þeir ekki síst um mark- aðinn í Japan en þegar er farið að gæta samdráttar í Eyjaálfu. Masayoshi Takemura, fjármála- ráðherra Japans, hvatti landa sína til þess á mánudag að mótmæla tilraununum með því að sniðganga franska vöru og í kjölfarið féll gengi hlutabréfa í ýmsum frönskum vín- fyrirtækjum. Samtök franskra vínútflytjenda sögðu í gær, að markaður þeirra í Eyjaálfu vægi ekki mjög þungt og fremur bæri að óttast framvinduna í ríkjum Evrópusambandsins. At- lagan að Shell og sá árangur, sem hún bar, væri enn í fersku minni. Sala fjölmiðlaveldis Fininvests Aðeins undirskrift Berlusconis eftir Mílanó. Reuter. HÓPUR fjárfesta undir forystu al- Waleed bin Talal, prins frá Saudi Arabíu, sagði í gær að Silvio Ber- lusconi, fyrrum forsætisráðherra ítalíu, hefði í gær undirritað samn- inga um að selja fímmtung fjölm- iðlaveldis síns. Sjálfur sagði Ber- lusconi hins vegar að ekki hefði enn verið formlega gengið frá kaupun- um. „Ef við hefðum selt, hefðum við þegar greint frá því opinberlega," sagði Berlusconi við blaðamenn í Róm. „Þegar það gerist verður það tilkynnt tafarlaust." Talsmaður eignarhaldsfyrirtækis Berlusconis, Fininvests, sagði í gær að viðræðum um að selja hlut í auglýsinga- og sjónvarpsarmi fyrirtækisins Media- set myndi ljúka fyrir föstudag. Talsmaðurinn sagði einnig að Berlusconi íhugaði nú að setja fjórð- ung hlutabréfa í Mediaset á al- mennan hlutabréfamarkað. Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð sjónvarpsstöðva Berluscon- is, sem var forsætisráðherra hægri stjórnar um sjö mánaða skeið á síð- asta ári. Andstæðingar hans hafa gagnrýnt hann harðlega vegna hagsmunaárekstra milli athafna hans á sviði stjórnmála annars veg- ar og fjölmiðlunar hins vegar. Ef eignarhlutur Berlusconis í Mediaset fer niður fyrir 50% mætti halda því fram að hann stjórnaði því ekki lengur. Fréttaskýrendur sögðu hins vegar að það myndi lík- ast til ekki duga til að friða gagn- rýnendur Berlusconis. Borís Jeltsín kemur fram í sjónvarpi eftir viku fjarveru Reuter í gær birtust loks myndir af Borís Jeltsín, forseta Rússlands, og var endi bundinn á vangaveltur um heilsu hans. Hér sést Jeltsín á fundi með Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra og Vjatsj- eslav Mikhajlov, sem situr í friðarviðræðunefnd Rússa um málefni Tsjetsjeníu. Reuter Jólasveinar á ströndinni ÞÁTTTAKENDUR frá fimmtán löndum siíja nú 32. heimsþing jólasveina, sem haldið er í Dan- mörku. Tilkall Finna, sem ákváðu að sniðganga ráðstefnuna, til jólasveinsins hefur valdið deilum á þinginu. í gær var hins vegar ákveðið að láta allar erjur lönd og leið og héldu rauðklæddir jóla- sveinar einn og átta á ströndina fyrir utan Kaupmannahöfn til að njól a blíðviðrisins. Eistland Rússnesku hafnað Tallinn. Reuter. EISTAR höfnuðu í gærkvöldi umsókn stjórna tveggja hér- aða, þar sem rússneskumæl- andi íbúar eru í yfirgnæfandi meirihluta, um að rússneska yrði gerð að opinberu tungu- máli. Rúmlega 95% íbúa í Narva og Sillimae í norðausturhluta Eistlands tala rússnesku, en stjórnvöld í Tallinn sögðu að þeir myndu ekki fá undanþágu frá landslögum, sem kvæðu á um að stjórnsýslumál landsins skyjdi vera eistneska. Ólga hefur verið í báðum þessum héruðum vegna eist- neskra laga, sem Rússar segja að gangi á rétt sinn. Boðar nýjar tillög- ur um Tsjetsjníju Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, kom í gær fram í sjónvarpi í fyrsta sinn frá því hann var lagð- ur á sjúkrahús fyrir rúmri viku. Hann kvaðst hafa f engið hjarta- áfall en sagði að sér liði nú bet- ur. Hann Iýsti því ennfremur yfir að hann hef ði fundið leið til að leysa deiluna um uppreisnar- héraðið Tsjetsjníju. Jeltsín virtist nokkuð vel á sig kominn. Hann virtist þó eiga erf- itt með andardrátt en hreyfði sig og talaði eðlilega. Hann leit jafn- vel betur út en fyrir veikindin, hann var ekki bólginn um augun og göngulagið var ekki eins stirð- legt og oft áður. „Ég varð fyrir óskemmtilegri reynslu þann tíunda, eiginlega hjartaáf alli vegna blóðþurrðar," sagði Jeltsín. Að sögn lækna for- setans þjáðist hann af blóðþurrð, en þeir hafa ekki greint frá því að Jeltsin hafi fengið hjartaáfall. „Læknarnir segja að ég nái fullum bata án nokkurra eftir- kasta," sagði Jeltsín og bætti við að hann gæti örugglega haldið áfram að leika tennis. Jeltsín kvaðst hafa rætt Tsjetsjnú'u-málið í gær við Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra og Vjatsjeslav Míkhaílov, for- mann sendinefndar Rússa í við- ræðunum við aðskilnaðarsinna í Tsjetsjný'u. „Við fundum lausn, auðvitað eigin lausn, sem verður lögð fyrir Tsjetsjena," bætti hann við. Jeltsín vildi ekki skýra frá nýju tillögunni í smáatriðum. ¦ Vangavelturummynd/17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.