Morgunblaðið - 19.07.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 19.07.1995, Síða 1
1 SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 19.JUL11995 BLAD EFNI Fiskveiðar 3 Galdurinnað dreyma réttu konurnar Aflabrögð Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 0 Eftirspurn eftir rækju vex en framleiðslan minnkar Greinar Kristinn Snævar Jónsson ÓHEMJU RÆKJUVEIÐI Morgunblaðið/HMA • SIGURÐUR Friðriksson.skip- förnu. Aflinn er kominn vel á stjóri á Guðfinni KE, eftir vel annað hundrað tonn og þætti heppnað rækjuhal á Eldeyjar- það gott hjá mun stærra skipi, svæðmu. Sigurður og áhöfn en Guðfinnur KE er aðeins 30 hans hafa mokfiskað að undan- tonn. Mjölsvinnslan gengnr velum borð í Sigli SI UTGERÐ verksmiðjutogarans Siglis EKA fnnn nrl ví*rrltníí»ti hefur gengið vel að undanförnu- Á OOU LUIiIl aU VUI UIIIcl^LI þessu árið hefur skipið aflað um MlYlÍlllOHlY* HYIHIH í Qr 4.000 tonna af úthafskarfa og unnið mmjonir unmn 1 ar úr um 5 000 tonnum af afurðum> meðal annars loðnu. Unnar afurðir, heilfrystur karfi, eru því um 1.700 tonn. Fiskimjölsvinnsla um borð í togaranum hefur gengið vel og nemur framleiðslan í ár um 550 tonnum af mjöli og 65 tonnum af lýsi að verðmæti um 15 milljónir króna. Runólfur Birgisson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar, segir að nú séu fundnir sæmilegir markaðir fyrir karfamjöiið, en verðið mætti vera hærra. Runólfur segir, að vinnslan gangi vel, mjölið sé gott, en dugi því miður ekki í fiskeldið, vegna þess að um beinamjöl sé að ræða. „Mjölið er engu að síður úrvals vara og líkar vel. Við höfum að miklu leyti selt mjölið hér innan lands, þar sem það hefur verið notað til fóðurblöndunar. í fyrra voru markaðir ekki fyrir hendi og framleiðsl- an skilar svo litlu að við megum ekki við birgðasöfnun eða lágu verði. Nú gengur betur og við höldum áfram að framleiða mjöl og lýsi og hendum ekki fiski í sjóinn. Dæmið gengur upp þar sem fiskimjölsverksmiðjan var um borð hjá okkur og því sjálfsagt að nota hana. Kostnaður við uppsetningu er hins veg- ar það mikill, að það borgar sig engan veginn að fara út í slíka fjárfestingu," segir Runólfur. Óþarfi að fleygja verðmætum Georg Magnússon, yfirvélstjóri, hef- ur fiskimjölsvinnsluna á sinni könnu: „Þetta hefur gengið ljómandi vel, en við afköstum um 50 tonnum af hráefni á sólarhnng. Mjölið er gufuþurrkað og þykir gott í fóðurblöndun fyrir skepn- ur. Framlegðin á bræðslukarl hefur verið hærri en á háseta, svo það er engin spurning um að gera þetta. Það er óþarfi að fleygja verðmætum í sjó- inn,“ segir Georg. Stefnt að 8.000 tonna karfaafla Siglir hefur nýlokið úthafskarfatúr og fer hann væntanlega aftur á sömu véiðar. Stefnt er að 8.000 tonna karfa- afla á þessu ári, en Siglir hefur ekki heimildir til veiða innan íslenzku lög- sögunnar. Líklegt er að eitthvert uppi- hald verði á veiðunum í kringum ára- mót, en síðan er stefnt að loðnufryst- ingu og bræðslu um borð á komandi loðnuvertíð á útmánuðum, þegar hrognafylling er orðin næg. Óvíst er hvort skipið fer til veiða í Smugunni, því ráða aflabrögð, annars vegar á Reykjaneshrygg og hins vegar í Sug- unni. Fréttir Fá bætur fyrir kvótaskerðingn • STJÓRNVÖLD á Nýja Sjálandi hafa greitt kvóta- eigendum í landinu rúm- lega 2,5 miHjarða ísl. kr. í bætur fyrir kvótaskerðingu á síðustu fimm árum og í september fá þeir um 700 millj. kr. að auki./2 Umskipun á frystri loðnu? • ÚTGERÐIR norskra loðnuskipa hafa spurzt fyr- ir um möguleika á því að umskipa frystri loðnu í ís- lenzkum höfnum. Islenzkt fyrirtæki hefur kannað þetta mál fyrir Norðmenn- ina og sent þeim niðurstöð- ur, sem Norðmenn eiga eft- ir að taka afstöðu til./2 Gengur betur en í fyrra • Helga IIRE landaði í fyrradag um 180-190 tonn- um í Argentiu á Nýfundna- landi. „Það hefur gengið alveg prýðilega,“ segir Ár- mann Ármannsson útgerð- armaður hjá Ingimundi hf. Hann segir að það hafi tek- ið um þrjár vikur að inn- byrða aflann og heldur hafi gengið betur en í fyrra./4 Kínverj’ar aflahæstir • Kínveijar eru langaf- kastamesta fiskveiðiþjóð heims og eru þær, sem næst koast ekki hálfdrætt- ingar á við þá. Árið 1993 var heildarafli þeirra um 17.600 tonn, sem er til dæm- is tíu sinnum meira en við öfluðum sama ár./5 Miklu landað af Rússaþorski • RÚSSAÞORSKI er land- að í Noregi sem aldrei fyrr. Á fyrra helmingi þessa árs voru það 73.110 tonn en til samanburðar má nefna, að á sama tíma fyrir ári hafði verið landað 49.831 tonni og á síðasta ári fór Rússa- þorskurinn í fyrsta sinn yfir 100.000 tonn. Nú er ástæða til að ætla, að hann fari í 150.000 tonn en það þýddi, að Norðmenn fengju um 500.000 tonn af þorski til vinnslu./8 Markaðir Birgðir af þorskblokk i Bandaríkjunum í maí 1987*1995 þús. tonn 87 88 89 90 91 92 93 94 95 Lítið til af þorskblokk • BIRGÐIR af þorskblokk í Bandaríkjunum eru nú með minnsta móti. í maímánuði síðastliðnum voru aðeins rúmlega 2.100 tonn af þorskblokk í brigðum þar vestra og hafa þessar birgð- ir aðeins einu sinni verið minni í maí í tæpan áratug. Það var reyndar í fyrra, þegar þær voru aðeins tæp- lega 1.700 tonn. Birgðir þessar urðu langmestar í maí 1988, nærri 16.500 tonn. Mun minni áherzla er nú lögð á framleiðslu á þorsk- blokk inn á Bandaríkin en áður. Eftirspurn þar hefur dregizt saman og gengi doll- arans er lágt. Framleiðend- ur beina því framleiðslunni annað um þessar mundir. Alaskaufsinn fer í blokkir Birgðir af alaskaufsablokk í Bandaríkjunum í maí 1986-1995 tonn 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 • BIRGÐIR af blokk úr alaskaufsa í Bandaríkjunum hafa farið vaxandi undan- farin ár, enda hefur eftir- spurn aukizt og framleiðsl- unni einnig beint í blokkir vegna lágs verðs á sumrin. I maí síðastliðnum voru birgðir þessar um 5.500 tonn, um 8.000 í sama mán- uði í fyrra og um 10.000 1993. Næstu ár á undan voru brigðir af þessu tagi mun minni./6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.