Morgunblaðið - 19.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.07.1995, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR F/skverð ftefma Þorskur Alls fóru 184,8 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 35,5 tonn á 94,73 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 47,2 tonn á 85,36 kr./kg og um Fiskmarkað Suðumesja fóru 102,2 tonn á 90,75 kr./kg. Af karfa voru seld 111,7 tonn. I Hafnarfirði á 57,80 kr. (9,71), á Faxagarði á 54,15 kr./kg (3,21) en á 54,05 kr. (98,91) á F. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 144,9 tonn. í Hafnarfirði á 53,89 kr. (12,11), á Faxagarði á 60,56 kr. (28,11) og á 61,77 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (104,81). Af ýsu voru seld 91,6 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 80,40 kr./kg. ^^H| - Kr./kg sI^Ss ..Bp::. *^^?|S5 "X -120 -100 -80 -60 -40 Júní 23. vika 24. vika 25. vika Júlí 26. vika 27.vika 28. vika Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 206,6 tonná 139,95 kr./kg. Þaraf voru13,4 tonn af þorski seld á137,63 kr./kg. Af ýsu voru seld 54,0 tonná 113,84 kr./kg, 43,8 tonn af kolaál 65,42 kr./kg, 18,0tonnaf grálúðu á159,86 kr./kgog 21,0 tonn af karfa á 114,54 kr.hvertkíló. Þorskur ...........i, Karfi«— Ufsi — Eitt skip seldi afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Akurey RE 6 seldi 217,0 tonn á 124,94 kr./kg. Þar af voru 134,3 tonn af karfa á 85,95 kr./kg og 3,5 tonn af ufsa á 71,83 kr./kg. Þetta er fyrsta salan síðan í 22. viku. Eftírspurn eftir rækju vex en framleiðslan minnkar Minni veiði a kaldsjávarrækju og erfiðir sjúkdómar í eldinu FYRIR tveimur eða þremur árum voru mark- aðshorfur fyrir rækju ákaflega góðar og augljóst þótti, að eftirspurnin myndi aukast hröðum skrefum. Var þá talið, að auðvelt yrði að anna henni með auknu eldi en reynsla síðustu tveggja ára hefur breytt þeirri mynd allnokkuð. Það gefur annars góða hugmynd um vöxtinn í þessari grein, að rækjuframleiðsla í heiminum á síðasta ári var líklega um þrjár milljónir tonna og hafði þá tvöfaldast á 10 árum. Stóð eldi hlýsjávar- rækju undir 25-30% framleiðslunnar og það mun raunar ráðast af ganginum í því hvort unnt verður að auka framboðið frá því sem nú er. Kaldsjávarrækja er aðallega veidd af Grænlendingum, íslendingum, Norðmönnum, Færeyingum og Rússum. Er hún mest seld soðin og pilluð en einnig er nokkuð um, að hún sé fryst heil og hrá á Japans- markað. A síðasta ári og 1993 var aflinn um 260-270.000 tonn en horf- ur eru á, að nokkur samdráttur verði á þessu ári. Útlit er hins vegar fyr- ir, að verðið haldi áfram að hækka. Mikil aukning við ísland Rækjuafli Grænlendinga hefur verið nokkuð jafn, um 64.000 tonn, og útflutningur þeirra á soðinni og pillaðri rækju var 14.000 tonn á síðasta ári. Við ísland jókst aflinn verulega á síðasta ári eða um 30%, 16.000 tonn, og var alls 70.000 tonn. Útflutningur á soðinni og pill- aðri rækju jókst um 44% og var 22.000 tonn. Rækjuafli Norðmanna minnkaði á síðasta ári um 2.000 tonn frá árinu áður og var alls 38.000 tonn og á sama tíma minnkuðu kaup Norðmanna á rússneskri rækju verulega. Fóru þau úr 20.000 tonn- um 1993 í aðeins 7.000 í fyrra. Útflutningurinn var þó sá sami á milli ára. Útflutningur Kanada- manna á kaldsjávarrækju var 18.000 tonn á síðasta ári, 5.000 tonnum meiri en 1993. Tæland stærst í eldinu í eldi hlýsjávarrækjunnar hafa Tælendingar haft forystu á síðustu tveimur árum og er næstum ein- göngu um að ræða tegund, sem kallast svarti tígurinn. Var fram- leiðslan alls um 225.000 tonn á síð- asta ári og jókst þá á milli ára um hvorki meira né minna en 75.000 tonn. Hefur rækjueldið í Tælandi verið mikil gróðalind þeim, sem það hafa stundað, en nú eru alvarlegar blikur komnar á loft vegna sjúk- dóms, sem breiðst hefur út í eldinu. Spá því sumir, að framleiðslan muni dragast saman um 30% á þessu ári. Indónesar stunda jafnt miklar veiðar sem eldi og var heildarfram- leiðslan á síðasta ári um 313.000 Portúqal tonn, þar af voru 200.000 tonn veidd í sjó. 1993 var eldið um 100.000 tonn og hafði þá minnkað frá árinu áður um 30.000 tonn vegna sjúkdóma og þurrka. í fyrra jókst það síðan nokkuð og var um 115.000 tonn. í Indlandi hefur rækjueldi verið að aukast, var um 75.000 1994, og rækjuveiðin var þá um 65.000 tonn. Möguleikar í eldinu virðast raunar betri þar en víðast hvar annars staðar en það hefur hins vegar orðið fyrir barðinu á sömu veirunni og gert hefur öðrum fram- leiðendum í Asíu lífið leitt. Þó er búist við, að eldisframleiðslan fari í 100.000 á næstu árum en ekki eru líkur á, að veiðarnar aukist. HruníKína Fyrir 1993 voru Kínverjar stærstir í eldinu og aðallega í svo- kallaðri hvítri rækju, sem fór mest til Japans og Bandaríkjanna. Var framleiðslan alls 220.000 tonn 1992 en þá komu sjúkdómar til sögunnar og framleiðslan hrundi í 55.000 tonn 1993. Á síðasta ári fór hún svo niður í 45.000 tonn. Auk þessa veiða svo Kínverjar í sjó um 50.000 tonn af tegund, sem kallast brúni tígurinn. Nú er svo komið, að Kín- verjar flytja inn meiri rækju en þeir selja. Vilja burt úr ESB GRÁLÚÐUSTRÍ ÐIÐ milli Kanada og Evrópusambandsins, ESB, hef- ur meðal annars haft þau áhrif, að portúgalskir sjómenn krefjast þess margir, að landið gangi úr sambandinu. Finnst þeim sem það hafi brugðist hagsmunum sínum og eru ýmsir frammámenn í fiskiðn- aðinum sömu skoðunar. Eru þeir einkum óánægðir með samninga ESB við ríki utan sambandsins og hafa einnig horn í síðu sameigin- legu fiskveiðistjórnunarinnar. Af öðrum framleiðslulöndum í Asíu má nefna Víetnam, Banglad- esh, Búrma, Pakistan og Filippseyjar en fréttir eru um, að þar einnig séu sjúkdómar að stinga sér niður. í Rómönsku Ameríku eru Ekvador og Mexikó mestu framleiðendurnir en í fyrrnefnda landinu hefur verið samdráttur vegna sjúkdóma. Hátt werð Frá því í mars/apríl á síðasta ári hefur verð á kaldsjávarrækju verið að hækka og hækkar enn. Stafar það meðal annars af því, að veiðin hefur minnkað um 10.000 tonn á þessum tíma. Fyrir ári fengust sex dollarar fyrir kíló af soðinni og pill- aðri rækju en nú 12 til 13 dollarar. Verð á hlýsjávarrækju hækkaði einnig verulega og svo virðist sem lágt gengi á dollaranum hafi ekki haft nein áhrif á eftirspurnina í Bandaríkjunum. I Japan fer eftir- spurnin vaxandi enda njóta jap- anskir neytendur þess hve gengið á jeninu er hátt. Flest bendir til, að veiði á kald- sjávarrækju muni minnka á þessu ári og aukast ekkert á því næsta. Veiði á villtri hlýsjávarrækju mun í besta falli verða óbreytt og líklega dragast eitthvað saman en í eldinu verður óhjákvæmilegur samdráttur vegna sjúkdóma. Eins og áður segir er eftirspurn- in vaxandi í Japan en líklegt er, að hún minnki eitthvað í Evrópu yegna þess hve verðið er orðið hátt. í Bandaríkjunum er búist við lítils- háttar aukningu en í velmegunar- ríkjunum í Asíu, t.d. í Kína sums staðar, Tævan, Malasíu og Suður- Kóreu, vex eftirspurnin hratt. Líklegt er, að verð á flestum teg- undum muni haldast óbreytt næstu 6 til 12 mánuði eða hækka lítillega. Byggt á heimildum frá Evrópsku sjávarafurðaráðstefnunni 12000- Tonn 10000- 8000- 6000 4000 2000 0 n íl rx Botnfiskafli í helstu verstöðvum landsins, september til júní 1993-'94 og 1994-'95 tt 93-'94 - '94-'95 n, ri 1 I § ': ¦ i J-, j£ I I 1 1 -3- '5 n i i 5 s tt I -J o CQ i 5 cc •o 1 i í E- 3 •o JTn n s .íí s 1 'O 2 o s I § ta t j (fl 8 to ¦§ 1 n. Isfiskur Innflutningur Breta á ferskfiski jan.-mars 1995 Alls: íriand 19.171 tonn 8.542 tonn 44,6% Færeyjar 3.729 tonn ísland 2.633 tonn Danmörk 5,2% 989 tonn Holland -Noregur 4,5% 8541. Önnur lönd 2,6% 496 tonn 10,1% 1.929 tonn Bretar kaupa minna af fiski INNFLUTNINGUR á ferskum fiski til Bretlands fyrstu þrjá mánuði þessa árs verð rúmum 2.000 tonnum minni en árið áð- ur, en alls var hann nú 19.171 tonn. í þessum samdrætti munar mestu um að við f slendingar seldum Bretum nú aðeins um helming þess magns, sem fór héðan í fyrra. Nú fóru héðan aðeins um 2.600 tonn, en 5.200 i fyrra. Stærstir í þessum við- skiptum við Breta eru Irar með 8.500 tonn en megnið af því er makríll. Færeyingar eru nú komnir fram úr okkur á þessum markaði með rúmlega 3.700 tonn, en voru með 2.400 í fyrra. Fredfiskur Innflutningur Breta á freðfiski jan.-mars 1995 Noregur Alls: _175tonn 39.557 tonn ísland 7.315 tonn Rússland 6.574 tonn Færeyjar 7,7% 3.054 tonn Þýskaland 5,5% 2.164 tonn Danmörk 4,9% 1.921 tonn Önnur lönd 9.354 tonn BRETAR fluttu einnig minna inn af frystum fiski fyrstu þrjá mán- uði ársins en í fyrra. Innflutning- urinn nú nam um 39.600 tonnum á móti 43.900 í fyrra. Norðmenn seh'a Bretum mest af freðfiski nú, um 9.200 tonn á móti 11.300 í fyrra. Hlutur okkar nú er 7.300 tonn, 500 tonnum minna en á sama tíma í fyrra. Næstir koma svo Rússar með 6.600 og Færey- ingar með 3.000, en báðar þessar þjóðir auka hlut sinn milli ára. Af öðrum þjóðum má nefna Kína, Chile, Spán, Þýzkaland, Dan- mörku og Holland. Heimild: SEAFISH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.