Morgunblaðið - 19.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1995 B 7 GREIINIAR Minni fiskibátar eru þjóðhagslega hagkvæmir * „ Aherzlur hafa því líklega einnig breytzt að einhverju leyti að því er varðar hagkvæm- ustu samsetningu flotans nú,“ skrifar Kríst- inn Snævar Jónsson og heldur áfram: „Vísbendingar eru þó um að sú meginniður- staða skv. ofangreindu, að minni bátar séu þjóðhagslega hagkvæmir í samanburði við aðra stærðarflokka, standi enn.“ Um hagkvæmni flotans UMRÆÐAN undanfarið um stjórnun fiskveiða og ákvörðun aflakvóta hefur að miklu leyti snú- ist um það hjá hverjum beri að skerða veiði- heimildir og hvernig. Minna hefur farið fyrir rökræðum um það hvernig hag- kvæmast er að koma afla að landi jafnframt því að verð- mætasköpunin í landinu verði sem mest úr afurðum úr honum. Augljóslega kemur það sér bezt fyrir þjóðarbúið sem heild að sem mestar tekjur skapist með sem minnstum tilkostnaði út af fyr- ir sig, þ.e.a.s. að samsetning fiski- skipaflotans og notkun hans sé sem hagkvæmust. Þess vegna ættu stjórnvöld að kappkosta að þær ráðstafanir, sem gerðar eru af þeirra hálfu þar að lútandi, stuðli sem mest að því. Hér er um flókið mál að ræða þar sem margir gagn- og samverk- andi þættir í efnahags- og atvinnu- legu tilliti spila jafnframt saman. Einnig þarf ekki sízt að huga vel að viðgangi fiskiauðlindarinnar sjálfrar. Tilgangurinn með þessari grein er að nálgast umræðuna um fisk- veiðistjórnun út frá sjónarhorni hagkvæmni í samsetningu flotans. Löggjöf hvetji til þjóðhagslegrar hagkvæmni • Með úthlutun aflakvóta, ákvörð- unum um banndaga eða aðrar tíma- takmarkanir tiltekinna veiða, banni við notkun ákveðinna veiðarfæra, fyrirgreiðslu eða reglum við fjár- mögnun í útgerð o.s.frv. hafa stjórnvöld mikil stefnumarkandi áhrif á samsetningu fiskiskipaflot- ans bæði beint og óbeint til lengri tíma litið. í fijálsu samfélagi laga menn og fyrirtæki sig að gildandi reglum, hver út frá sínum sjónar- hóli. Það er því mikilvægt að regl- urnar séu þannig úr garði gerðar að þær leiði til og/eða hvetji útvegs- menn til einmitt þeirrar uppbygg- ingar eða samsetningar fiskiskipa- flotans sem jafnframt er þjóðhags- lega hagkvæmust. Sízt mega regl- urnar beinlínis koma í veg fyrir æskilega þróun í þessum skilningi. Framlag fiskihagfræði Margt gott hefur verið ritað af bæði erlendum og íslenzkum fræði- mönnum um stjórnun fiskveiða al- mennt séð á grundvelli fiskihag- fræði. Ekki er ætlunin að endurtaka þá röksemdafærslu hér að öðru leyti en því, að þar hefur verið sýnt fram á með fræðilegum rökum að ná má meiri arði af auðlindinni fyrir þjóðarheildina með takmörkun á sókn að vissu marki. Þannig er hægt með ýmsum leiðum að koma í veg fyrir að fijálsar og óheftar fiskveiðar gangi svo nærri auðlind- inni að afrakstur af henni hverfi er til lengdar lætur. Þegar kemur að því að kveða á um hvernig sóknin skuli takmörkuð í reynd með sem hagkvæmustum hætti, t.d. að hvaða vægi mismun- andi stærðarflokka skipa ætti að stefna, vandast vitanlega málið sök- um þess hversu flókið það er og margslungið. Lítið hefur birst af úttektum og greiningu á þessari hlið málsins í smærri atriðum, hvort heldur sem er í fræðiritum eða á vegum opinberra aðila eða hags- munasamtaka', þótt full þörf sé á. Reikniiíkan fyrir samsetningu flotans Greinarhöfundur fjallaði um þessi mál einmitt á þeim grunni í loka- verkefni og ritgerð um það á sínum tíma í Cand.merc.-námi við Við- skiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Ekki er hægt að gera ítarlega grein fyrir því verkefni hér, en dregnar verða fram helztu forsendur og áfanganiðurstöður er snerta þá um- ræðu sem nú er ofariega á baugi, þ.e. takmörkun á veiðum minni báta. Viðfangsefnið í ritgerðinni er umfjöllun og útreikningur á hag- kvæmustu samsetningu íslenzka fískiskipaflotans. í stuttu máli sagt er á grunni almennrar hagkvæmni- greiningar og aðferðum aðgerða- greiningar byggt allviðamikið reikni- líkan til að fínna m.a. hversu mörg- um skipum ætti að stefna að í hveij- um stærðarflokki, samhliða ráðstöf- un heildarkvóta einstakra fiskteg- unda milli þeirra, út frá þjóðhags- legu sjónarmiði og að teknu tilliti til ýmissa hliðarskilyrða. Gengið er skrefinu lengra en gert er yfírleitt við beitingu á hinni almennu físki- hagfræði í þessu samhengi, þar sem sóknarhugtakið er oftast meðhöndl- að sem óskilgreind heildarstærð án frekari sundurliðunar. Hér er hins vegar tekið tillit til mismunandi teg- unda fískiskipa, veiðarfæra, afla- samsetningar, miða og landshluta og sóknin þannig skilgreind og brot- in niður í þessa smærri og „áþreifan- legri“ grunnþætti. Sundurlíðun á sókn og kostnaði Við tölulega framsetningu og lausn á reiknilíkaninu er stuðzt við raunveruleg talnagögn frá árinu 1977 varðandi greiningu afla, kostnaðar og verðs. Miðað er við heilt útgerðarár, sundurliðað eftir vertíðum að teknu tilliti til fjölda úthaldsdaga þá innan hverrar um sig háð skipagerð. Stærðarflokkar skipa eru hinir sömu og notaðir eru af Fiskifélagi íslands í Útvegi. Helztu tegundir veiðarfæra eru meðteknar og tilgreint hvaða teg- undir voru leyfilegar pr. skipa- flokk. Helztu fisktegundir eru sér en hinum veigaminni er slegið sam- an. Miðað er við meðalverð pr. teg- undaflokk á tímabilinu. Byggt er á aflasamsetningu veiðarfæra í reynd þetta ár, sem og afla pr. úthaldsdag pr. veiðarfæri/skip. Einnig afla í heild og grófskiptingu hans eftir veiðisvæðum og löndun- arlandshlutum. Þannig er tekið til- lit til mismunandi afkasta og afla- samsetningar veiðarfæra og skipa, breytilegs og fasts rekstrarkostn- aðar við mismunandi samsetningu, og úthalds. Sérhannað og sveigjanlegt tölvu- kerfi var forritað til að umbreyta tölulegum grunnupplýsingum og reikna út hina ýmsu stuðla og breytistærðir til innsetningar í reiknilíkanið hveiju sinni, sem er línulegt og leyst með svokallaðri „línulegri beztun" í til þess gerðu stöðluðu tölvukerfi. Reiknilíkanið er síðan Iátið leitast við að finna þá samsetningu ofan- greindra breytistærða sem leiðir til sem beztrar afkomu útvegsins í heild á ársgrundvelli. Miðað er við aflakvóta pr. fisktegund og var afl- inn í reynd 1977 lagður til grund- vallar. Helztu niðurstöður Niðurstöður úr reiknilíkaninu í hverri keyrslu eru margbrotnar í samræmi við stærð þess. Þar kemur fram t.d. hagkvæmasti fjöldi skipa pr. stærðarflokk, dreifing flota og afla á landshluta, notkun veiðar- færa o.fl. sundurliðað á sama hátt, allt út frá gefnum forsendum um m.a. afköst, kostnaðarmynstur og aflahámark. Samkvæmt líkantil- raununum átti þá í stuttu máli að fjölga bátum og fækka togurum. í bátaflotanum átti helzt að fjölga bátum í minni stærðarflokkunum, sérstaklega þeim minnstu og innan við 110 brl. Einnig átti að fjölga Hvalatalning stendur yfir HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN hefur staðið fyrir hvalatalningu síðastliðinn mánuð allt í kringum ísland og á nærliggjandi hafssvæð- um. Þetta eru talningar sem stund- aðar eru í samvinnu við Norð- menn, Færeyinga og Grænlend- inga á vettvangi vísindanefndar NAMCO eða Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins. „Við hófumst handa fyrir tæp- um mánuði síðan á leiguskipinu Strák, sem verður liðlega sex vikur við talningar, og á rannsóknaskip- inu Árna Friðrikssyni, sem verður um mánaðarskeið í þessu verkefni. Auk þess teljum við grunnslóð úr flugvél,“ segir Jóhann Siguijóns- son sjávarlíffræðingur hjá Haf- rannsóknastofnunni. „Segja má að það hafi viðrað nokkuð misjafnlega á okkur í þess- um rannsóknum, en á köflum hafa vindar og þokur truflað starf okk- ar. Eins setti suðlæg útbreiðsla hafíssins fyrir norðan og vestan landið nokkuð strik í reikninginn." Engu að síður segist Jóhann halda að talningin muni heppnast og lofí góðu, en það sé alltof snemmt að segja til um niðurstöður, enda ljúki talningu ekki fyrr en 4. ágúst. „Það sem vakir fyrir okkur er að fá nýtt mat á fjölda þessara nytjategunda hér við land, fyrst og fremst hrefnu og langreiðar, en það er of snemmt að segja til um hvort við náum með þessari mælingu að meta hugsanlegar breytingar á stofninum á undanförnum árum. Það kemur ekki í ljós fyrr en öll kurl eru komin til grafar." stærstu bátunum, þ.e. loðnuskipun- um. Aflinn sem þá var miðað við var um 1.788 þús. tonn alls (þ.a. 1.258 þús.t. loðna o.fl.), sem er um 30% meira að meðaltali en í reynd 1977, en aðeins um 5% meira en í reynd 1993. (Hér var þó ekki verið að leggja til að auka ætti aflann að þessu marki). Varðandi dreifingu flotans milli landshluta er athyglisvert að líkanið lagði til mesta fjölgun minni báta á Vestfjörðum, Reykjanesi, Suður- landi og Norðurlandi eystra. Sér- staklega átti að fjölga þeim á Vest- fjörðum, en þar átti á móti að fækka bátum stærri en 200 brl. Flotinn á hveijum stað sótti auðvitað aðallega á aðliggjandi veiðisvæði viðkomandi landshluta, en helzt voru það togar- ar frá Norðurlandi sem sóttu út fyrir það. Ástæðan fyrir hagkvæmni minni báta var almennt sú að kostnaðar- hlutfall er þar lægra. T.d. er hlut- fall olíukostnaðar og fasts kostnað- ar þar lægst. Þá er afurðaverð þess- ara báta sízt lakara en hinna stærri. Þannig var t.d. heildarkostnaður að meðaltali pr. tonn/úthaldsdag hjá bát af stærðinni 21-50 brl. með net á vetrarvertíð lægri en hjá t.d. tog- urum með botnvörpu á sama tíma. Líkanið leitast einmitt við að „nota“ skipagerðir og veiðarfæri með minnstan kostnað hveiju sinni að teknu tilliti til aflasamsetningar (meðafla) veiðarfæranna, fiskverðs og heildar-aflakvóta fisktegunda, en þó þannig að nýting hvers skips verði sem bezt. SamanburAur vlð reynd Það er kunnara en frá þurfi að segja að þróunin á flotasamsetning- unni í reynd hefur verið mjög frá- brugðin þessu, ef undan er skilin flokkur loðnuskipa. Líkanið lagði til að í flotanum yrðu 16 skip af þeirri gerð, en í reynd voru þau 15 árið 1993. Þó má segja að í reynd hafi þró- unin farið inn á nokkuð hliðstæðan farveg og þann sem líkanið lagði til varðandi bátaflotann. Að vísu hefur ekki íjölgað í þeim stærðar- flokkum sem voru meðteknir í lík- aninu, en hins vegar hefur smábát- um minni en 13 brl. fjölgað mikið á tímabilinu. Er það vel út af fyrir sig, vegna þess að þessi tegund báta er ein sú hagkvæmasta þjóð- hagslega séð að því tilskildu að afli pr. bát eða aflamöguleikar séu ekki takmarkaðir óeðlilega mikið. Hið sama á einnig við þegar litið er á arðsemi eigin fjár, sbr. heimild- ir F.í. um útgerð og afkomu fiski- skipa. Hér með verði þó ekki sagt að heildarfjöldi þessara báta né annarra fiskiskipa nú sé með hag- kvæmasta móti. Að því er varðar togara og stærri veiðiskip flotans hefur síðan það gerst eftir að umrætt reiknilíkan var byggt að kominn er nýr skipa- flokkur til sögunnar, þ.e. vinnslu- skip eða togarar með sjófrystingu, þar sem aflinn er fullunninn að meira eða minna leyti um borð. Þessar rekstrareiningar eru hag- kvæmar út af fyrir sig samkvæmt •? afkomutölum F.í. fyrir 1993, sér- staklega stærstu frystitogararnir. Það er ekki sízt vegna þess að það vinnsluvirði sem að öðrum kosti hefði fallið í hlut frystihúsa í landi hefur flutzt til þeirra. NiAurlag Reiknilíkanið byggði eins og fyrr segir á gögnum fyrir árið 1977. Nú eru breyttir tímar og ýmsar forsendur hafa að sjálfsögðu breytzt eitthvað síðan þá, t.d. af- köst pr. úthaldsdag. Nýjar skipa- A tegundir hafa þróazt og vinnslan hefur breytzt. Áherzlur hafa því lík- lega einnig breytzt að einhveiju leyti að því er varðar hagkvæmustu samsetningu flotans nú. Vísbend- ingar eru þó um að sú meginniður- staða skv. ofangreindu, að minni bátar séu þjóðhagslega hagkvæmir í samanburði við aðrá stærðar- flokka, standi enn. Þetta byggist aðallega á því að aflinn í umræddri líkantilraun er í megindráttum svip- aður reyndinni nýlega, þ.e. árið 1993. Einnig eru ýmis kostnaðar- hlutföll milli skipagerða ennþá svip- uð. Fiskvinnsluskipin hafa þó sér- stöðu að þessu leyti, en þau geta aftur á móti sótt á fjarlægari mið en önnur skip og þurfa ekki endi- lega að slást um sömu grunnmið og minni bátar. Hins vegar þyrfti óneitanlega að endurnýja talnagögn og aðlaga lík- anið, eða e.t.v. einfaldaða hliðstæðu þess, núverandi aðstæðum til að kanna þetta nánar á nýjum grunni. Útkoman yrði án efa athyglisvert og mikilvægt innlegg í umræðuna nú um þessi mál. Þetta er æskilegt í ljósi þess að með þessum hætti, þ.e. notkun > reiknilíkana, er á meðfærilegan hátt og í einu lagi brugðið böndum á helztu áhrifaþætti ákvarðanatök- unnar og gagnverkun þeirra. Við- fangsefnið er með því móti kannað og greint út frá mismunandi for- sendum og sjónarhornum í hnot- skurn. Þannig fæst yfirsýn sem að öðrum kosti er erfiðara að ná. Stjórnendum gefst þá jafnframt meiri tími til að vega og meta stefnumiðin sjálf. Að meta líklegar afleiðingar tiltekinnar stefnumörk- unar á þennan hátt fyrirfram og áður en viðkomandi aðgerðir eru hafnar er óneitanlega fýsilegri kost- ur en að læra af dýrkeyptri reynzlu eftirá. í eins flóknu og afdrifaríku * máli og fiskveiðistjórnunin er veitir svo sannarlega ekki af því. Höfundur er rckstrarhagfræðingur. KVtilTABANKINN Til leigu þorskur, ýsa, ufsi, karfi, skarkoli, grálúða og humar. Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. Bátaeigendur athugið Við seljum eða leigjum kvóta fyrir ykkur. Höfum kaupendur að grásleppuleyfum og seljendur að krókaleyfum. Okkur vantar 100-300 tonna skip og 10-60 tonna báta á skrá. Mikið úrval smærri króka og kvóta- lausra báta á skrá. Skipasalan Bátarog Búnaður Tryggvagötu 4 Sími 562 2554.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.