Morgunblaðið - 19.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.07.1995, Blaðsíða 8
" ¦ '¦¦' ....... r ¦ "'¦' ¦"' SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 19. JUL11995 ELZTI BATURINNINOTKUN A ÍSLANDI • SÍLDIN frá Bjarnarhöfn á Snæf cllsnesi er elztí bátur hér á landi, sem enn er í natkun. Óvíst er um aldur Sildarinnar, en vitað er að hón var til árið 1860 og er þvi að minnsta kosti orðin 135 ára gömul. Búturinn hefnr svo- kailað Bolungarvíkurlag og er hann smíðaður fyrir sjó og veður- lag á Vestfjörðum. Síldin var fyrst gerð út frá Bolungarvik og þaðan fór hún á Hornstrandir. Svo var það árið 1926 að henni var siglt norður fyrir Horn og hún gerð út frá Ströndum. Árið 1929 kaupir hana Bjarni Jónsson í Asparvík. Þegar hann flytur í Bjarnarhöfn árið 1951, tekur hann Síldina með sér og þaðan hefur hún verið gerð út siðan. Morgunblaðið/Árni Núverandi eigandi er Hildibrand- ur Bjarnason í Bjarnahöfn, sem hér hefur brugðið sér um borð. Hann notar Sildina enn í ferðum niilli eyja og tíl að vitía uin grá- sleppunet og hefur Síldin grá- sleppuleyfi. Vél var sett í Síldina upp úr 1930 og var hún þrju hest- öfl, en tvisar hefur verið skipt um vél siðan. Rússaþorskur stefnir í 150.000 tonn í Noregi RUSSAÞORSKI er landað í Noregi sem aldrei fyrr. Á fyrra helmingi þessa árs voru það 73.110 tonn en til saman- burðar má nefna, að á sama tíma fyrir ári hafði verið landað 49.831 tonni og á síðasta ári fór Rússaþorskurinn í fyrsta sinn yfir 100.000 tonn. Nú er ástæða til að ætla, að hann fari í 150.000 tonn en það þýddi, að Norðmenn fengju um 500.000 tonn af þorski til vinnslu. * Útlit fyrir að Norðmenn vinni úr 500.0001 á árinu Aukningin í Rússaþorskinum er mest í Troms og Vesterálen og er ástæðan sú, að þar er ennþá unnt að taka við honum. í fyrstu var landað í Austur-Finnmörk en síðan á hverjum staðnum á fætur öðrum suður með ströndinni. Á fyrstu sex mánuðum ársins var landað 46,7% meira af Rússaþorski í Noregi en á sama tíma í fyrra og venj- an hefur verið sú, að löndunin eykst eftir því sem líður á árið. Með tilliti til þess gæti Rússaþorskurinn farið í 150.000 fyrir árslok. Helmlngnum landað í Noregi Þorskkvóti Rússa á þessu ári er 314.000 tonn og því útlit fyrir, að helm- ingnum verði landað í Noregi. Kvóti Norðmanna er 334.000 tonn og því mun norska fiskvinnslan fá um 500.000 tonn til að vinna úr á þessu ári. Rækjulandanir Rússa í Noregi fara hins vegar minnkandi. 1993 lönduðu þeir 20.000 tonnum, aðeins 6-7.000 tonnum á síðasta ári og ljóst er, að það verður enn minna í ár. Hefur nokkrum vinnslustöðvum, sem reiddu sig á Rússarækjuna, verið lokað af þessum sökum. Flutningur á aflakVÓta Sklpa áyfirstandandifiskveiðiári 48.861 FOLK Vilhjálmur ráðinn til SH • VILHJÁLMUR Jens Árnason, heimspekingur, hef- ur verið ráðinn upplýsinga- og kynningarstjóri hjá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna. Vil- hjálmur er rúmlega þrítugur, borinn og barnfæddur Reyk- víkingur. Hann lauk stúdent- prófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1986 og hóf að því loknu nám í heimspeki og sagnfræði við Háskóla ís- lands. Samhliða náminu starf- aði hann sjálfstætt að ýmiss konar útgáfu, en hann var meðal annars ristjóri Stúd- entablaðsins 1988 til 1989 og var um tíma gjaldkeri stúd- entaráðs. Vilhjálmur lauk BA-prófi frá HI1992 og hélt síðan til framhaldsnáms í Ed- inborgarháskóla í Skotlandi, en þaðan lauk hann Masters- Villijálmur Arnason prófi í heim- speki. Loka- ritgerð hans fjallaði um auðlindanýt- ingu og heitir How comm- on is Gomm- on Property? Vilhjálmur fór síðan til starfa hjá SÁÁ, fyrst sem ráðgjafi og síðan fræðslu- og forvarnafulltrúi. Þar sá hann meðal annars um útgáfu á bæklingi um forvarn- ir gegn vímuefnaneyzlu ungl- inga. Til SH lá leiðin síðan um miðjan júnímánuð og segir Vilhjálmur að sé lítist vel á nýja starfið. „Það er spennandi vettvangur að starfa fyrir SH. Það eru mikil og fjölbreytt verkefni að f ást við og mikið af hæfu fólki, sem gaman verður starfa með," segir Vil- hjálmur. Meðal verkefna Vil- hjálms verður útgáfa frétta- bréfs SH, Frosts. Vilhjálmur er kvæntur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, stjórnmála- fræðingi. Nýir ráðherrar • VIÐ uppstokkun í bresku stjórninni eftir leiðtogakjörið í íhaldsflokknum hefur nýr maðurtekið við sem sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra af William Waldegrave. Heitir hann Douglas Hogg, lögfræðingur að mennt og er ekki sagður hafa neina reynslu af sjávarútvegsmálum. Hogg er sonur Hailsham lávarðar, fyrrverandi fjármálaráðherra, og var áður aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneytinu. Er hann þekktur fyrir að kunna að koma fyrir sig orði, jafnvel fyrir eitruð ummæli, og eitt bresku blaðanna sagði, að þessi hæfíleiki hans myndi koma að góðu gagni við að verja hagsmuni breskra sjó- manna í Brussel. I Belgíu hafa einnig orðið sjávarút- vegsráðherraskipti. Þar hefur Karel Pinxten tekið við emb- ættinu af Andre Bourgeois. Fyrir utan stjómmálaafskipti sín hefur Pinxten unnið við belgísku efnahagsmálastofn- unina og verið einn af endur- skoðendum Evrópusam- bandsins. Norskum sjómönnum fer ört fækkandi • SJOMONNUM í Noregi fer fækkandi. Milli áranna 1993 og 1994 fækkaði þeim um hvorki meira né minna en 2.626. í fyrra voru norsk- ir sjómenn alls 16.442 en 19.068 árið áður og er þá aðeins átt við fiskimenn. Reyndar er fækkunin að mestu tilkomin vegna breyttrar skráningar sjó- manna, en hún miðast við lífeyrisgreiðslur. Eftir breytingar á því hvernig þeir, sem fulla atvinnu hafa af sjómennsku eru skráðir, hefur lífeyrisgreiðslum fækkað. Þarna er þvi líklega að mestu um að ræða t II- færslu milli þeirra sem fulla atvinnu hafa af veiðum og hinna, sem stunda þær sem hlutastarf eða áhugamál. Þess má geta að sjómenn á Islandi eru taldir rúmlega 6.000. Sé farið nánar út í samanburð niilli þjóðanna skila okkar sjómenn 1,7 milljón tonna á land 1993 en þeir norsku, sem eru 10.000 fleiri 2,6 inilljónimi tonna. Pönnusteikt smálúðuflök með hvítlauksostasósu HVAMMSTANGI fagnar um þessar mundir 100 ára verzlunarafmæli. Því er ekki úr vegi að sækja soðning- ^f-T-Hfní'EI una ÞaíU?aö> en fra Hvammstanga er BíÉÍÖiUlfcLUJBi nokkur utgerð og fískvinnsla, aðal- lega rækjuvinnsla. Á Hvammstanga er veitingahúsið Vertshúsið og þar eldar Gísli Jónsson fyrir matargesti. Soðning dagsins er frá honum komin. f réttinn, sem hann kallar pömmsteikt smálúðuflök með hvitlauksosta- sósu, og er fyrir fjóra, þarf: 600 gr smálúðuflök Sósa: 1 msk. ólívuolíu 3 tsk. smáttskorinn hvítlauk 4 dl rjóma 1/2 dl hvítvín 75 gr hvítíauksost með dilli 100 gr rjómaost 1 til 2 tsk. fiskikraft 1/4 tsk. salt Gljáið hvítlaukinn í olíunni, helli rjómanum saman við og bættið ostunum, saltinu og karftinum saman við. Látið sjóða við vægan hita þar til ostarnir hafa samlag- azt. IUutulið saman 1 bolla af rúgmjðli, einum bolla af heilhveiti, þurrkuðu timijiiu, salti og sjávarréttakryddi. Vcltið flökunum upp ur blondunni og steikið síðan við vægan hita í 5 til 10 mínútur. Borið fram með soðnum karftöflum og fersku grænmeti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.