Morgunblaðið - 19.07.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.07.1995, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 Plníic0ttí(ií»lafeií> ■ MIÐVIKUDAGUR19.JÚLÍ Þrótti dæmdur ósig- ur í dómstól KSÍ DÓMSTÓLL KSÍ hnekkti í gær úrskurði héraðsdóms Reykjaness í máli Umf. Stjörnunnar gegn Knatt- spyrnufélagsins Þrótti, sem dæmdi að úrsiit skyldu standa en Þróttur vann leikinn 4:2 í Garðabænum. í dómsorði dómstóls KSÍ sagði meðal annars: „Leikur Umf. Stjörnunnar og Knattspyrnufélagsins Þróttar í 2. deild karla á íslandsmótinu, sem fram fór á Stjömu- velli 2. júli 1995, dæmist tapaður Knattspyraufélaginu Þrótti með markatölunni 0:3.“ Auk þess að tapa leiknum var Þróttur dæmdur í sekt upp á krónur 178.500 fyrir að nota ólöglegan leikmann. Þróttur vann leikinn 4:2 á sínum tíma en á skýrslu sem þjálfari var Ágúst Hauksson en hann er einnig leikmaður liðsins og hafði sem slíkur feng- ið fjögur gul spjöld svo að hann var í banni í lunrædd- um leik. Fyrir leikinn höfðu Þróttarar sambandi við skrifstofu KSÍ til að vita hvort óhætt væri að hafa Ágúst á skýrslu sem þjálfara og fengu þau svör að það væri í lagi. í vöra sinni í máli bentu Þróttarar á eins atvik á árinu 1992 þegar Leiftur frá Ólafsfirði kærði ÍR í Breiðholtinu. Það mál fór fyrir héraðsdóm Knatt- spyrauráðs Reykjavikur, sem dæmdi eins og héraðs- dómurinn í Reykjanesi núna en þegar málið var þá sent fyrir dómstól KSÍ, var því vísað frá vegna form- Itali lét lífíð í Frakklands- Reuter RICHARD VIENQUE sigraðl 115. áfanga frönsku hjólelðrakeppninnar, Tour de Frnce, í gær. Hér er honum fangað er hann kom í mark. galla. í dómnum segir meðal annars að „óhjákvæmi- Iegt er að túlka ákvæði greinar 4.4.1. í reglugerð KSÍ um knattspymumót þannig að með öllu óheimUt að nota í kappleik leikmann, þjálfara eða forystu- mann í leikbanni, enda er hvergi að finna heimild fyrir því, að leikbann skuli takmarkast við tiltekna þátttöku í leiknum, svo sem varnaraðili vill meina“ og einnig „Samkvæmt framansögðu og með vísan til greinar 4.4.1. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót verður ekki hjá því komist að úrskurða umræddan leik tapaðan vamaraðUa með markatölunni 0:3. Fá bræðurnir ekki að leika í Evrópu- keppninni? Ekki hefur enn náðst samkomulag á milli ÍA og Feyenoord um að tvíburaarnir Arnar og Bjarki Guynnlaugssynir leika með Skagamönnum í sumar. Nú strandar á því að hollenska félagið viU ekki heimla þeim bræðnun að leika með IA í Evrópu- keppninni í knattspyrnu því ef þeir leyfðu það myndu Feyenoord þar með fyrirgera rétti sínum eða hugsanlegra kaupanda þeirra bræðra frá því að nota þá í sömu keppni. Samkvæmt reglum alþjóða knattspyrnusambandsins er félögum óheimUt að stilla upp leikmönnum í Evrópukeppni sem hafa ieik- ið með öðru félagi í sömu keppni á sömu leiktíð. Áfram verður unnið að málinu. Skíðamenn synda norður fyrir heim- skautsbaug! í dag 19. júní ætla landsliðsmenn Skiðasambandsins að synda frá Ólafsfjarðarhöfn og út í Grímsey, norð- ur fyrir heimskautsbaug. Ætlunin er að safna áheit- um og dreifa 100 bolum, sem eru sérhannaðir fyrir þetta verkefni. Lagt verður upp frá höfninni í Ölafs- firði kl. 20.00 í kvöld. keppninni ÍTALSKI hjjólreiðamaðurinn Fa- bio Castarelli lést í gær pf völdum höfuðáverka sem hann hlaut eftir að hafa fallið af hjóli sínu í beygju 115. áfanga Frakklandskeppninn- ar. Castarelli hjólaði á kantstein í beygju, féll af og var likt og flest- ir keppendur ekki með hjálm til varnar. Hann var strax fluttur með þyrlu á næsta sjúkrahús en lést þijátíu mínútum eftir að þang- að var komið. Castarelli er þriðji keppandinn í 92 ára sögu Frakk- landskeppninnar sem lætur lífld eftir óhapp, síðast varð banaslys árið 1967 þegar Bretinn Tommy Simpson lést. Castarelli var 24 ára gamall og hafði verið atvinnumað- ur í þjólreiðum í fjögur ár og var ein bjartasta von þjóðar sinnar. ■ Sjó úrslit/C4. HESTAIÞROTTIR Ekkert keppnisbann engin dómaramótmæli Hinrik Bragson keppirá Eitli frá Akureyri á HM LJÓST er nú að engin breyting verður á áformum Hinriks Bragsonar um að keppa á Eitli frá Akureyri á HM. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru engin áform um keppnisbann í vændum hvorki af hálfu ís- lenskra aðila né Alþjóðasam- bands eigenda íslenskra hesta (F.E.I.F.) Samtökunum voru sendar skýringar á stöðu málsins og bent á að ekki væri laga- grundvöllur fyrir keppnisbanni af neinu tagi. Heyrst hafði að dómarar sem dæma áttu á HM hafi gefið í skyn að aðgerða væri að vænta af þeirra hálfu ef Hinrik yrði meðal keppenda á HM. Stjórn F.E.I.F. hefur nú sent aðildarlöndum bréf þar sem farið er fram á að ekki verði sendir dómarar sem hyggja á einhveijar aðgerðir gagnvart Hinrik í keppninni. KNATTSPYRNA: VALSSTULKUR ENN AN TAPS11. DEILD KVENNA / C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.