Morgunblaðið - 19.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.07.1995, Blaðsíða 1
[branparar! ILEIKIRfr JÞRAUTIRlj Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS <£"? s.Á* k£ toNVflJfc MIÐVIKUDAGUR 19.JUL11995 Hjúkrunar- f ræðingur og svartur gluggi EKKI veit ég hvort höfund- ur þessarar myndar hefur verið á sjúkrahúsi, en eins og við vitum öll veikjast all- ir einhvern tíma á ævinni. Sum börn veikjast mjög mikið og hættulega, sem betur fer eru þau ekki mörg, en það er erfitt fyrir þau og fjölskyldur þeirra. Myndasögur Moggans senda öllum börnum á ís- landi - já, í öllum heiminum - sem þjást, góðar hugsanir og þið sem eruð veik, verið dugleg að láta ykkur batna. A sjúkrahúsam er margt starfsfólk; læknar, hjúkrun- arfræðingar, sjúkraliðar, tæknifólk, skrifstofufólk, ræstitæknar og fleiri vafa- laust. Allt þetta fólk hjálp- ast að við að öllum, sem inn á sjúkrahúsin þurfa að leggjast, líði sem best. Við á Islandi megum vera þakk- lát fyrir að hér geta allir fengið inni á sjúkrahúsun- um, í sumum löndum er það bara á færi þeirra sem efna- meiri eru. Sólrún Una Þorláksdóttir, 5 ára, Engihjalla 11, 200 Kópavogur, er listamaður- inn sem gerði myndina af hjúkrunarfræðingnum. í bréfi sem fylgdi méð myhd- inni segir, að þetta svarta í hægra horninu sé gluggi á sjúkrahúsinu. Það er gott að hafa gluggann og geta séð út, og að lífið heldur áfram - það er mikilvægt að geta horft út um gluggann þegar maður kemst ekki út. Sólrún Una, hjartans þakkir fyrir fallega mynd. Myndasögur , Moggans senda kærar kveðjur til allra barnanna, sem þurfa að vera á spítala. Ó, þetta sumar SKIN og skúrir má segja að lýsi veðrinu það sem af er sumri. Við megum ekki láta veðrið fara í taugarnar á okk- ur, við getum engum breytt um hvort rignir með roki og látum eða hvort sólin skín og allt er í dúnalogni. Við getum einung- is ráðiðTlvort sól er í sinni okk- ar og skapinu getum við haft stjórn á, hvort inni í okkur er - logn eða hægur andvari eða hvort allt rýkur upp í hávaða- rok og læti. Brosum framan í heiminn og þá mun heimurinn brosa til okkar. Valdís, 9 ára, Túnfæti, 270 Mosfellsdal, gerði þessa bráð- skemmtilegu sjálfsmynd. Hún er í sumarklæðnaði í sólinni og veit greinilega hvað timanum líður, hún er með armbandsúr á vinstri handlegg. Og hvað ert þú eiginlega með mörg göt í eyrunum, 3 í því hægra og fjög- ur í vinstra?! Valdís, hvers dóttir veit ég ekki, þakka þér innilega fyrir myndina. \ tflS / Tujvro 2TO Knattspyrnuvöilurinn ÞETTA er mynd af fótbolta- velli, segir í bréfi með mynd eftir dreng sem heitir Ingi- bjartur Bjarni Davíðsson, Borgarholtsbraut 68, 200 Kópavogur. Margur knár kappinn, strákar og stelpur, eflir þrek og þor í íþróttum, og ætli fótboltinn sé ekki vin- sælastur boltaleikja, nema körfuboltinn hafi orðið betur. Það skiptir svo sem ekki nokkru máli - aðalatriðið er að íþróttir alls konar efla lík- ama og sál. Ingibjartur Bjarni, innilegar hamingjuóskir með 5 ára afmælið þitt í fyrradag, 17. júlí, og þakkir fyrir flotta mynd og þú ert ekki í vand- ræðum að merkja þér mynd- ina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.