Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. JÚUÍ 1995 MORGUNBLA.ÐIÐ FRETTIR V esturlandsvegnr breikkaður Annar ekkí umferð FYRIRHUGUÐ er breikkun Vesturlandsvegar/Miklu- brautar frá Höfðabakka að Skeiðarvogi og er áætlað að framkvæmdir hefjist nú í haust og standi yfir til síðari hluta árs 1996. Úrskurður skipulagsstjóra vegna mats á umhverfisáhrifum liggur fyr- Há óhappatíðni Ljóst þykir að ástandið á umræddum vegarkafla á há- annatímum og gatnamótun- um við Sæbraut anni ekki með góðu móti þeirri umferð sem um þau fari auk þess sem óhappatíðni mun vera fremur há, segir í niðurstöðum Skipu- lags ríkisins. Fallist hefur verið á fram- kvæmdina með því skilyrði að byggð verði göngubrú yfir, eða undirgöng undir Miklu- braut á móts við Rauðagerði til þess að bæta öryggi gang- andi og hjólandi vegfarenda. Einnig er vakin athygli þeirra er framkvæmdina ann- ast að gæta fyllstu varkárni svo mengun berist ekki í Ell- iðaár. Fylgjast með mengun Hollustuvemd bendir einnig á að fylgst verði með loft- og hljóðmengun á svæðinu. Jafn- framt er minnt á skyldur fram- kvæmdaraðila við breikkun vegarins samkvæmt þjóð- minjalögum ef fornleifar fínnast við framkvæmdina. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Þyrla Bandaríkjahers bilar í Skaftafelli BANDARÍSK herþyrla, sem er hér á landi vegna heræfinga Bandaríkjahers, bilaði í gærmorg- un i þjóðgarðinum í Skaftafelli. Festingabolti á hlíf yfir mótor þyrlunnar sogaðist inn í hann þannig að hverfilblöð skemmdust. Ekki er hægt að gera við hana fyrr en varahlutir koma frá Bandaríkjunum og verður hún þvi að vera um sinn í umsjá landvarð- ar og björgunarsveitarmanna. Þyrlan var í Skaftafelli þar sem hún flutti rúmlega 100 tonn af möl i gangstíga sem á að leggja í þjóðgarðinum. Þegar bilunin uppgötvaðist átti að fara að flytja endurvarpa fyrir björgunarsveitir í Austur-Skaftafellssýslu upp á Kristínartinda. Samskonar þyrla frá hernum var því send austur til að sækja áhöfn biluðu þyrlunn- ar. Að sögn Friðþórs Eydal, upp- lýsingafulltrúa Varnarliðsins, hafa þessar stóru þyrlur komið til landsins undanfarin þrjú skipti sem heræfingar hafa verið haldn- ar hér. Þyrlurnar geta lyft meira en tíu tonnum og hafa þess vegna verið notaðar til að sinna ýmsum verkefnum s.s. að flytja heyrúllu- bagga í Dimmuborgir í Mývatns- sveit til að hefta þar landfok, setja niður þyrlupall í Surtsey og flytja endurvarpa fyrir björgunarsveit- ir. Bandaríkjaher stendur straum af kostnaði við flutningana en hermennirnir fá í staðinn þjálfun við öðru vísi verkefni og öðru vísi aðstæður en þeir eiga að venjast. Umferðin í Reykjavík Tveir slysalausir sólarhringar EKKERT umferðarslys varð í Reykjavík í tvo sólarhringa, frá mánudagsmorgni til miðvikudags- morguns. Það telst til tíðinda því slysalausir dagar í umferðinni í Reykjavík eru ekki margir. Minni- háttar óhöpp voru í færra lagi, 11 fyrri sólarhringinn og 12 þann síð- ari. Maður fótbrotnaði á Miklatúni við Lönguhlíð á þriðjudag. Hann var að spila fótbolta og datt með þessum afleiðingum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysa- deild. Kona fékk skurð á ennið þegar hún datt í Hafnarstræti um eittleyt- ið í fyrrinótt. Stúlka meiddist aðeins á gagnauga og á fíngri þegar hún datt á reiðhjóli á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu um fimmleytið á þriðjudag. Lögreglan kærði 13 ökumenn fyrir of hraðan akstur frá þriðju- dagsmorgni til miðvikudagsmorg- uns. Aðrir 22 voru áminntir og 11 kærðir fyrir ýmis umferðarlaga- brot, þar af 6 fyrir að aka bifreiðum á nagladekkjum. Auk þess voru nokkrir kærðir fyrir að nota ekki bílbelti. Sekt fyrir að aka á nagla- dekkjum er 1.000 krónur á hvert dekk en 2.000 krónur fyrir að spenna ekki beltin. Mikið um landanir fyrir SH Afli fyrir 600 millj. síðustu tvær vikur FRYSTITOGARAR í viðskiptum við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hafa landað undanfarnar tvær vik- ur tæplega 4 þúsund tonnum af fiski, mestmegnis karfa og grá- lúðu. Verðmæti aflans er á bilinu 500-600 milljónir króna. Þetta er óvenjumikið magn á svo skömm- um tíma en alls eru þetta 23 skip sem hafa landað aflanum. Um er að ræða sextán íslensk skip og átta erlend. Miklu var land- að af karfaflökum úr þremur þýsk- um skipum, eða hátt í 800 tonn- um. Að sögn Vilhjálms Árnasonar, upplýsinga- og kynningarstjóra hjá SH, er ekki óalgengt að ná- lægt 14-16 skip landi afla fyrir SH að meðaltali á tveggja vikna fresti. Landanir undanfarnar tvær vikur eru því óvenjumargar. Auk þýskra skipa hafa fjögur rússnesk skip og eitt færeyskt landað afla fyrir SH. Kópavogur og Reykjavík hafa samið um hækkun á vatnsgjaldi Vatnsverð hækkar um 15% frá áramótum SAMKOMULAG hefur tekist milli samninganefnda Reykjavíkur og Kópavogs um 15% hækkun á endurgjaldi fyrir vatn sem Kópa- vogsbær kaupir af Vatnsveitu Reykjavíkur. Frá og með 1. janúar 1995 hækkar vatnsverðið úr 6,09 kr. í 7 kr. á rúmmetra en hækkar að nýju um áramót í 8,10 kr. Borg- arráð hefur samþykkt samkomu- lagið fyrir sitt leyti en beðið er staðfestingar bæjarráðs Kópa- vogs. Samkomulagið gildir til árs- ins 1998. Guðmundur Þóroddsson vatns- veitustjóri segir að vatnsverð hafi hingað til verið ákveðið með gerðardómi. Gerðardómur gekk síðast árið 1981 og sagði Reykja- víkurborg upp gerðardómnum um áramótin 1993-94. Frá þeim tíma hafa staðið yfir samningaviðræður milli bæjarfélaganna um endur- skoðun á vatnsverði. Niðurstaðan málamiðlun Vatnsveitustjóri sagði að báðir samningsaðilar hafi teygt sig langt til að ná samningum og slakað nokkuð á kröfum sínum. Hann sagði að nýleg lög um vatnsveitur gefi fyrirmæli um samninga um vatnsverð en þeim til grundvallar á að leggja mat á stofnkostnað og rekstrarkostnað veitukerfisins. Kópavogsbær er stór viðskipta- vinur Vatnsveitu Reykjavíkur en bæjarfélagið notar árlega 2,8 milljarða rúmmetra af vatni. Sú notkun jafngildir 12% af heildar- vatnsnotkun Vatnsveitunnar. Samkomulagið nær einnig til vatnskaupa Seltjarnarness og Mosfellsbæjar en fulltrúar sveit- arfélaganna sátu fundi samninga- nefndarinnar. Að samkomulagi varð milli fulltrúa Reykjavíkur, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness að sérákvæði um vatnsverð fyrir tvö síðastnefndu bæjarfélögin verði tekið til endurskoðunar fyrir lok þessa árs. Slösuð stúlka sótt að Glym ÞYRLA Landhelgisgæslunn- ar, TF-SIF, sótti slasaða stúlku að Glym í Hvalfirði um tíuleytið í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum Slökkviliðsins féll stúlkan úr klettum nálægt fossinum. Var fallið 3-4 metrar og lenti hún að hluta í Botnsá. Hún var með meðvitund en kvartaði undan eymslum í baki. Endurskoðun á lögum um réttíndi og skyldur opinberra starfsmanna í UNDIRBÚNINGI er endurskoðun á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, en þau lög eru meira en 40 ára gömul. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, segir að lögin séu orðin úrelt enda séu þau frá þeim tíma þegar opinberir starfsmenn höfðu hvorki verkfalls- rié samningsrétt. Meðal þeirra atriða sem verða endurskoðuð eru reglur um fæðing- arorlof, þar með talinn réttur karla til fæðingarorlofs, sem og réttur til biðlauna. Einnig er að finna í lögun- um reglur um launagreiðslur opin- bera starfsmanna, hlunnindi, eftir- launaaldur, veitingu starfa og auka- störf svo eitthvað sé nefnt. Friðrik segir að við endurskoðunina þurfi Lögin orðin gömul og úrelt að hafa í huga að mikill munur er á réttarstöðu opinberra starfs-' manna og fólks á almennum vinnu- markaði. Það gildi um ofangreind réttindi eins og mörg önnur. Verið er að ræða við ákveðna aðil^ um að taka þessa endurskoðun að sér og segir Friðrik að ekki verði sett nein tímatakmörk á þessa vinnu, enda sé um flókið og vanda- samt verk að ræða. Alþingismenn með sömu réttindi og aðrir Friðrik vill taka fram vegna við- tals við Sigurð Torfa Guðmunds- son, sem birtist á baksíðu Morgun- blaðsins á miðvikudag, að það er misskilningur að alþingismenn hafí tekið sér annan rétt en aðrir opin- berir starfsmenn hafa hvað varði rétt til. fæðingarorlofs. Geir H. Haarde, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, hafi leiðrétt þetta opinberlega. „í nýjum lögum um kjör al- þingismanna er einungis verið að staðfesta þann rétt sem alþingis- menn hafa haft til fæðingarorlofs," segir Friðrik. „Hann er fyllilega sambærilegur orlofsrétti opinberra starfsmanna, enda er vísað í lög og kjarasamninga þeirra. Þess var rækilega gætt við setningu lag- anna að alþingismenn fengju ekki meiri réttindi en opinberir starfs- menn.“ Strætógjald í leiguakstri fyrir blinda I i > \ i i : i i i 8 t I 1 I BORGARRÁÐ hefur samþykkt að hefja tímasetta tilraun um breytt fyrirkomulag á ferðaþjónustu fyrir blinda. Frá næstu mánaðamótum til ára- móta gefst blindum kostur á að ferðast með leigubílum fyrir verð eins strætómiða eða 100 krónur. Strætisvagnar Reykjavíkur sem starfrækja Ferðaþjónustu fatlaðra hafa gert samning við Blindrafélagið um að félagið taki að sér að sjá um ferða- þjónustu við blinda. ú 8 , l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.