Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBIAÐIÐ FIMMT.UÐAGUR 20. JÚLÍ 1995 7 ) FRÉTTIR Skútustaða- skóli verði náttúru- fræðslusetur Akureyri, Morgunblaðið HUGMYNDIR eru uppi hjá sveitarstjórn Skútustaða- hrepps að þegar Skútustaða- skóli verði ekki lengur notaður til reglulegs grunnskólahalds og allt skólastarf verði flutt í Reykjahlíðarskóla verði skóla- húsið að Skútustöðum notað til nýrrar atvinnustarfsemi. Að sögn Sigurðar Rúnars Ragnarssonar hefur komið til tals að Skútustaðaskóli verði í framtíðinni nýttur sem nátt- úrufræðslusetur, bæði fyrir erlenda og innlenda stúdenta, ferðamenn og jafnvel grunn- skólanema. Þar verði auk fæð- is og húsnæðis boðið upp á skipulega fræðslu um náttúru Mývatns, jarðfræði Mývatns- sveitar, landgræðslu og fleira á því sviði. Eftirspurn frá útlöndum Sigurður Rúnar sagði að nokkur ásókn væri í það, eink- um frá útlöndum, að koma á fræðsluferðum þar sem náms- hópar fari sér til fróðleiks og skemmtunar til staða sem hafa magvísleg tækifæri í boði sem tengjast náminu heimafyrir. Einnig væri þetta álitlegur kostur fyrir framhaldsskólana á íslandi, en að vísu virðist áfangakerfi skólanna ekki gefa mikið svigrúm til svona námsferða, en þó verði von- andi hægt að koma því við og glæða kennsluna þannig lífi með því meðal annars að kom- ast í snertingu við þá fjöl- breytilegu náttúru sem Mý- vatnssveit hefur að bjóða. Sigurður Rúnar sagði að þessar hugmyndir væru mjög á frumstigi, enda hafi menn haldið að sér höndum hvað þetta varðar þar sem því hafi verið haldið opnu að skólasel yrði áfram að Skútustöðum. Aðstæður í Mývatnssveit séu góðar til að koma á starfsemi af þessu tagi, einstætt lífríki, fjölbreytileg jarðfræði og fjöl- skrúðug atvinnustarfsemi af ekki stærra sveitarfélagi að vera. ------».-------- Fangelsi fyr- ir að skjóta á mann á kamri HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt 24 ára gamlan mann í 9 mánaða fangelsi, þar af 6 mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa skotið úr haglabyssu í hurð á kamri við gangnamannakofa á Skeiðaafrétti í ágúst í fyrra. A kamrinum sat þá jafnaldri mannsins og fékk hann nokkur högl í andlitið. Sagðist skotmaður- inn hafa viljað hrekkja þennan fé- laga sinn. Augnlæknir fjarlægði högl úr andliti og auga mannsins og var ekki talið að hann verði fyrir varan- legu heilsutjóni. í dóminum segir að atferli skot- mannsins hafi verið háskalegt og hefði hæglega getað leitt til frekari líkamsmeiðsla en raun varð á. Mað- urinn var því sakfelldur fyrir að hafa stefnt lífi eða heilsu félaga síns í augijósan háska á ófyrirleitinn hátt og dæmdur til 9 mánaða fang- elsisvistar en afplánun 6 mánaða fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í 3 ár. SKÚTUSTAÐIR við Mývatn. Ljósmynd: Björn Rúriksson Fundur um Kínaráð- stefnuna HINGAÐ til lands er komin Gertrud Mongella, framkvæmdastjóri Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Peking, sem fram fer í haust. Kvenréttindafélagið og undirbún- ingsnefnd ráðstefnunnar hér á landi hafa ákveðið að efna til fundar með henni í kjallara Hallveigarstaðar laugardaginn 22. júlí kl. 11-12. Á fundinum gefst tækifæri til að spyija Gertrude Mongella um ráðstefnuna og framkvæmd hennar. Fundurinn er ætlaður væntanlegum Kínaförum og öðru áhugafólki um ráðstefnuna. 3 dyra HYUNDAI VW TOYOTA OPEL ACCENT GOLF COROILA ASTRA HYunoni ...til framtidar Rúmtak vélar 1341 cc 1391 cc 1331 cc 1389 cc Hestöfl 84 60 88 60 Lengd/Breidd cm 410/162 402/169 409/168 405/169 Farangursrými lítr. 380 370 309 360 Útvarp + segulb. Imgblið Ekki innifalið Ekki innifalið Innifalið Þyngd 1075 1050 950 Verð 1.180.000 1.079.000 1.167.000 ve ÁRMÚLA 13 • SÍMI: S68 1200 BEINN SfMI: 553 1236 HYUNDAI ACCENT 84 hestöfl með beinni innspýtingu, vökvastýri, vönduðum hljómflutningstækjum, samlituðum stuðara og lituðu gleri. Aukabúnaöur á mynd, álfelgur og vlndskeið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.