Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Erfibleikar fisk-'-p^ vinnslunnar Samtök fiskvinnslustöðva hafa birt útreikninga um aö tap á frystingu í landi veröi allt aö 10% á þessu ári. kG£. 0FFls, . SiÉitijoGsTjnMi pEflD OR r\ i iuP -T-06V l3- Cf}- GMuklO ÞETTA er allt í lagi, Arnar minn, Stjáni er alveg tilbúinn að taka alla fiskvinnsluna út á sjó. 10. aldar brjóstnæla finnst við fornleifauppgroft Morgunblaðið/Golli RAGNAR Edwardsson fornleifafræðingnr bendir á staðinn í grjóthleðslunni þar sem nælan fannst. * Ovæntur fundur í grjóthleðslu BRJÓSTNÆLA frá 10. öld fannst nýlega við fornleifauppgröft að Hofstöðum í Garðabæ og er þetta með merkari fornleifafundum síð- ari ára að sögn Ragnheiðar Traustadóttur sem hefur umsjón með uppgreftrinum. Nælan er úr bronsi og er skreyt- ingin af Jalangursgerð. Hún fannst í grjóthleðslu á Hofstöðum og er merkasti gripurinn sem þar hefur fundist. Ragnar Edwardsson fornleifa- fræðingur, sem vinnur að upp- greftri á Hofstöðum, telur líkleg- ast að þar sé undirstöður húss að finna. Áður var talið hugsanlegt að um fjárrétt gæti verið að ræða, en eldstæði og hellulagnir sem fundist hafa gefa vísbendingar um mannabústað. Ragnar bendir einn- ig á að ólíklegt megi teljast að menn týni dýrum nælum við fjár- réttir þó auðvitað geti það gerst. Hann segir ennfremur að öskulög gefi vísbendingu um að grjóthleðsl- an sé hlaðin skömmu eftir landnám og því sé raunhæft að ætla að um víkingaaldarbæ sé að ræða. Hann segir að ráðist hafi verið í forn- leifauppgröftin vegna fyrirhug- aðrar vegalagningar á síðasta ári. Komi bæjarrústir frá víkingatí- manum í ljós er þar um einn merk- ari fomleifafund á SV-horni iands- ins að ræða sem nýta mætti í þágu ferðaþjónustunnar. Ragnheiður Traustadóttir segir að önnur næla sömu gerðar hafi fundist í Birka í Svíþjóð. Nælur og annað skart frá víkingatíman- um hefur í langflestum tilvikum fundist í gröfum en þær geti einn- ig fundist í húsarústum eins og Hofstaðanælan sanni.'Hún segir að menn hafi almennt ekki átt von Brjóstnælan sem nýverið fannst við fornleifaupp- gröft á Hofstöðum er talin vera frá 10. öld. á neinu sérstöku í hleðslunni og því hafi fundur þessi verið því ánægjulegri. Gagnrýni á íslensku skaðabótalögin Læknisfræðilegt örorkumat betra en fjárhagslegt Jón Erlingur Þorláksson tryggingastærðfræð- ingur gagnrýnir ís- lensku skaðabótalögin sem tóku gildi 1. júlí 1993 í nýút- kominni bók sinni, Slysabæt- ur og íslensk skaðabótalög, og færir rök fyrir því að heilladrýgra sé að breyta núverandi örorkumati. Frek- ar eigi að grundvalla bætur vegna líkamstjóna á læknis- fræðilegri örorku, þ.e. áverkamati, en fjárhagslegu örorkumati. Allra síst telur hann ráðlegt að nota fjár- hagslegt örorkumat í „hinni þröngu merkingu sem skaðabótalögin kveða á um“. Jón Erlingur kveðst telja lög- in nú „svo gölluð að nauð- synlegt muni reynast að breyta þeim“. Hann styðst í tillögusmíði sinni við hugmyndir sjö manna nefndar sem starfaði um átján ára skeið í Danmörku við endurskoðun skaðabótalaga, en þegar til kastanna kom var ekki farið eftir hugmyndum henn- ar við gerð skaðabótalaga þar í landi nema að litlu leyti. Jón Erl- ingur segir að frumvarpið sem Iagt hafi verið fyrir danska þingið hafi um margt verið frábrugðið tillögum nefndarinnar og því síðan verið breytt enn frekar í meðförum þingsins. Við gerð íslensku skaða- bótalaganna hafi síðan verið farin sú leið að mestu að þýða dönsku lögin á íslensku, sem Jón telur ekki góða latínu við lagasmíði. „Ég gagnrýni þessi vinnubrögð og finnst að vinna þurfi lögin hér- lendis á sjálfstæðari forsendum, því mér fínnst útkoman ekki ve/a góð,“ segir Jón Erlingur. „Ég sendi þingnefndinni sem vann að skaðabótalögunum hérlendis at- hugasemdir meðan hún íjallaði um málið, en þær fengu ekki hljóm- grunn.“ - Hverjir eru helstu veikleikar iaganna frá 1993 að þínu viti? „Allra stærsti gallinn finnst mér vera að hinum slösuðu er skipt í tvær fylkingar sem mjög ólíkar reglur gilda um. Annars vegar eru börn, unglingar, húsmæður og aðrir sem vinna ekki fyrir tekjum, en allt að helmingur þeirra sem slasast falla undir þennan hatt, en hins vegar eru þeir sem eru virkir í atvinnulífinu og hafa aflað tekna árið fyrir slysið. Lögin gera ráð fyrir að fyrri hópurinn fái staðlaðar bætur en seinni hópur- inn bætur sem miðast við tekjur. Ég held hins vegar að auðvelt sé að breyta lögunum þannig að þau verði ekki aðeins nothæf, heldur ágæt.“ - Hvaða leiðir á að fara ef ekki er stuðst við fjárhagslegt örorku- mat? „Ég legg til að áðurnefndum hópum verði slegið saman í einn hóp og fyrir hann verði notaðar hliðstæðar reglur og gilda nú um fyrri fylkinguna. Þetta þýðir að bætur verði staðlaðar meira heldur en gert er í skaðabótalögunum og að meginreglan verði sú að ekki verði bætt eftir tekjum manna, heldur eingöngu ef hversu áverk- inn er mikill. Þá þarf engin fjár- hagsleg örorkumöt og enga áætl- un um tekjur slasaðra, sem ein- faldar framkvæmdina til muna. Fjárhagslegt örorkumat er ein- staklingsbundið og ekki er hægt að sannreyna eftir á hvort rétt hafi verið metið, vegna þess að enginn veit hveijar tekjur hins slasaða hefðu orðið, hefði hann ekki orðið fyrir slysi. í raun er það svo, að yfirgnæfandi meirihluti slysa sem eru bætt, er þess eðlis Jón Erlingur Þorláksson ► JÓN Erlingur Þorláksson er fæddur á Ytra-Álandi í Þistilfirði árið 1926, varð stúdent frá MA árið 1948 og Iauk námi í tryggingastærð- fræði og tölfræði við Kaup- mannahafnarháskóla 1956. Hann var fulltrúi á Hagstofu íslands til 1961 og fram- kvæmdastjóri Tryggingasjóðs fiskiskipa frá þeim tíma til 1986. Hann rekur nú sjálf- stæða tryggingafræðiskrif- stofu, sem annast m.a. út- reikninga tryggingabóta fyrir lögmenn og tryggingafélög. Hann er kvæntur Sigrúnu Brynjólfsdóttur og eiga þau sex börn. að ekkert bendir tii að tjón hinna slösuðu sé í hlutfalli við tekjur þeirra. Flest slysin valda illa skil- greindum tekjumissi, svo sem áverkar á hálsi og baki. Stundum má jafnvel færa fyrir því rök að láglaunamaðurinn verði fyrir meira tapi en sá-sem hærri hefur tekjurnar. Þeir sem meta fjárhags- lega örorku geta því aldrei dregið lærdóm af reynslu.“ - En er hægt að afnema fjár- hagslegt örorkumat að fullu og öllu? „Það þarf að vera hægt að gera undantekningar, því að svo getur staðið á að staðlaðar bætur eigi ekki við af sérstökum ástæðum. Þar má nefna að ef píanóleikari missir fingur, er vart hægt að bæta honum upp tjónið miðað við sömu reglur og aðrir myndu mið- ast við. Slík tilvik eru hins vegar að mínu mati mjög fá, þannig að þau ættu ekki að valda miklum vanda. Í höfuðatriðum getur ein regla gilt fyrir alla, auk þess sem kostir hennar eru fjölmargir. Þessi aðferð myndi t.d. þýða mikla rétt- arbót fyrir konur að mínu áliti. Ég held að hún myndi líka flýta fyrir uppgjörum og einfalda kerf- ið.“ Jón Erlingur segir í bók sinni að hátt í 1.000 líkamstjón séu bætt á ári og sé bótaupphæðin á milli 2 og 4 milljarðar króna. Hann kveðst ekki telja að tillögur sínar gangi gegn hagsmunum trygging- arfélaganna en hins vegar liggi ekki fyrir útreikningar á því hversu há heildarbótaupphæðin væri á ári, væri miðað við eina staðalreglu. „Ég er ekki viss um að þetta yrði til hækkunar, og raunar eflaust oft til lækkunar í samræmi við það sem gerist í fyrri flokki núverandi laga sem miðast við staðalreglu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.