Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Klettur Stórikroppur RunnaU Varmalækul Flókadalsá Grímsá isstún ^ HSM Pressen GmbH • Kraftmiklar pressur - margar stærðir • Sjálfstæðar eða sambyggöar tæturum • Vönduð vara - gott verð j. Astvridsson hf. Skipholli 33,105 Reykjavik, simi 552 3580 tilverurétti okkar sé ógnað og að við munum fyrr eða síðar verða að leggja landbúnað niður. Það eru til bjartsýnismenn í ís- lenskri bændastétt og þeir vilja leggja sitt af mörkum til að íslensk- ur landbúnaður geti tekið þeim breytingum sem vissulega er þörf á að hann geri. Það eru ekki nema tvö ár síðan búskapur hófst að nýju hér á Stóra-Kroppi eftir nokkurt hlé. Hér hefur mikil uppbygging átt sér stað á síðustu misserum og ég tel að hún hafi smitað út frá sér. Það væri mjög miður ef hún yrði kæfð í fæðingu eins og nú er hætta á að verði,“ segir Jón. Andstaða við veginn mikil Tillögur Vegagerðarinnar voru kynntar á opnum borgarafundi í Logalandi þann 13. desember í fyrra og kom þar fram mikil and- staða við fyrirhugað vegstæði, að sögn Jóns. Daginn eftir ályktaði hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps í samræmi við niðurstöðu borgara- fundarins að leggja til við Vega- gerðina að nýi vegurinn yrði lagður á svipuðum stað og hann er nú. Vegurinn yrði þá neðan við svokall- aðan Rudda og milli Litla-Kropps og Steðja. Síðan yrði gerð ný brú yfir Flókadalsá, yfir Steðjagljúfur, „en við heimamenn lítum svo á að núverandi brúarstæði, sem er niðri á eyrunum, sé afleitt en þar á að byggja nýju brúna samkvæmt til- llögu Vegagerðarinnar,“ segir Jón. Þann 10. janúar samþykkti síðan hreppsnefndin að hafna tillögu Vegagerðarinnar. „Það er þvi í al- gerri óþökk hreppsnefndar Reyk- holtsdalshrepps, landeigenda, ábú- enda og marga annarra ef vegurinn verður lagður þar sem fyrirhugað er,“ segir Jón. Aðrir valkostir óskoðaðir Rök Vegagerðarinnar um jákvæð umhverfisáhrif framkvæmdarinnar, þ.e.a.s. bættar samgöngur fyrir meginþorra vegfarenda og að krappar beygjur og brattir vegkafl- ar muni heyra sögunni til eru góð og gild, segir Jón, en að Vegagerð- in hafi ekki skoðað aðra möguleika eins vel og þennan sem fyrir valinu varð. Það sé fyllilega mögulegt að hanna veginn á svipuðum stað og hann er nú þannig að þessir van- kantar sem Vegagerðarmenn segi að séu á honum hverfi. „Það virðist vera að Vegagerðarmenn séu búnir að bíta það í sig að vegurinn verði hér og ekki annars staðar,“ segir Jón. Þessi fyrirhugaði vegur þjóni fyrst og fremst sumarbústaðaeig- endum og þeim sem eiga leið í Húsafell. Þá segi talsmenn vegarins að hann komi bændum sáralítið við, þeir séu bara einir af nokkrum not- endum hans. Undirbúningi ábótavant Að sögn Jóns var Borgarfjarðar- brautin færð fyrir fimmtíu árum þangað sem hún er nú, frá þeim stað sem gamli sýsluvegurinn ligg- ur um hlaðið á Stóra-Kroppi, vegna . þess að þar var snjóþungt og til að tengja byggðarlagið saman en það gerði gamli sýsluvegurinn ekki. Þátelur Jón að það sé mikil skamm- sýni að leggja hraðbraut að þétt- býliskjamanum á Kleppjámsreykj- um. Þar sé grunnskóli og nær væri að leggja veginn framhjá kjarnan- um. „Ef þetta væri eina vegstæðið sem kæmi til greina, ættum við erfitt með að mæla á móti þessu en það eru tveir og jafnvel þrír aðrir möguleikar á staðsetningu vegarins, sem ekki hafa verið nægi- lega kannaðir. „Ég tel að undirbún- ingi þessa máls sé mjög ábótavant og að Vegagerðin hafi alls ekki lagt sitt af mörkum til að ná samstöðu í héraðinu um málið,“ segir Jón. Kært til umhverfisráðherra „Við munum kæra þetta til um- hverfísráðherra sem jafnframt er landbúnaðarráðherra og ég bind miklar vonir við að hann átti sig á því að það er ekki bara verið að eyðileggja umhverfið og spilla því heldur sé algerlega gengið gegn vilja íbúanna og búskap á jörðum hér stefnt í hættu. Frestur til að kæra úrskurð Skipulags ríkisins rennur út 24. ágúst og verður umhverfisráðherra að gefa rökstuddan úrskurð innan 8 vikna frá því kæra berst honum. Norðurá W/m Litlikroppur Skipulag ríkisins hefur fallist á tillögur Vega- gerðar ríkisins að lagn- ingu nýrrar Borg- arfjarðarbrautar frá Varmalæk að Klepp- jámsreykjum þrátt fyrir almenna andstöðu land- eigenda og ábúenda í Reykholtsdalshreppi. ÞAÐ eru fyrst og fremst ábúend- ur á Stóra-Kroppi og Ásgarði sem telja sig verða fyrir skakkaföll- um ef nýi vegurinn verður lagður að tillögu Vegagerðarinnar. Allt undirlendi á Stóra-Kroppi er neðan gamals sýsluvegar sem liggur um landið. Samkvæmt tillögu Vega- gerðarinnar, sem nú er búið að sam- þykkja, verður nýi vegurinn lagður ofan á þennan sýsluveg og segir Jón Kjartansson, bóndi á Stóra- Kroppi, að hann muni kljúfa jörðina í tvennt. „Það verður ekki hægt að nytja jörðina nema þurfa sífellt að fara yfir þennan veg. Það er auðvitað víða á landinu sem þannig háttar en það er ekki til eftirbreytni," seg- ir Jón. Á Stóra-Kroppi er eitt stærsta kúabú í Borgarfirðinum, með um 110 þúsund lítra af mjólk í framleiðslurétti, og kemur Jón til með að þurfa að reka þrjátíu mjólk- andi kýr yfír nýju brautina fjórum sinnum á dag. Ábúendur í Ásgarði telja einnig að umtalsvert óhagræði verði af nýju brautinni sem og bændur í Flókadal en tenging vegar í dalinn við stofnbraut mun lengjast veru- lega. Tilverurétti bænda ógnað „Við erum ekki að mótmæla lagningu Borgarfjarðarbrautarinn- ar heldur því vegstæði sem Vega- gerðin hefur ákveðið að sé best. Það mun hafa afdrifaríkar afleið- ingar fyrir landbúnað í sveitinni ef brautin verður lögð þar sem Skipu- lag ríkisins hefur samþykkt að hún eigi að vera,“ segir Jón. „Við land- eigendur óttumst að þessi vegur sundri iörðum okkar það illilega að slatTuorf ... sem jlá í gegn! Vs ( I I % ÞÓR HF Reykjavík - Akureyri Reykjavfk: Ármúla 11 - Sfmi 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070 DEMANTAHUSIÐ Borgarkringlunni, s. 588-9944 SOL OG SUMAR - í Rúmfatalagernum FRETTIR Ný Borg’arfj arðar- braut í óþökk íbúa Áður: 2990 kr. Nú aðeins: 1990 kr. Séltjald með 3 vængjum._ Aðeins: 1800 ln. SMbakkn Dýna með þykku bómullaráklæði. Auðvelt að leggja bekkinn saman. Áður: 4990 kr. Nú aðeins: kr. Borftgrill Ur plötujárni. Létt og meðfærilegt. Áður: 490 kr. Nú aðeins: Tjalddfnur “480 kv. I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.