Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 13 LANDIÐ .. Morgunblaðið/Sig. Jóns. GUÐBJORG Eiríksdóttir og Sveinn E. Lárusson í garði sínum að Heimahaga 5. BIRGIR Guðmundsson mjólkur- bússtjóri JÓHANNA Sandholt og Hallur Kristjánsson í garði sínum að Alftarima 14. Selfossi. Morgunblaðið. UMHVERFISNEFND Selfossbæj- ar hefur afhent viðurkenningar fyrir snyrtilega garða og um- hverfi fyrirtækja. Afhent voru skrautrituð og skreytt viðurkenn- ingarskjöl ásamt garðplöntu. f máli formanns nefndarinnar, Halldórs Páls Halldórssonar, kom Fallegir garðar verðlaunaðir á Selfossi fram að val nefndarinnar hefði verið erfitt því mjög margir fal- legir og vel hirtir garðar eru á Selfossi. Fyrir valinu urðu tveir garðar, að Heimahaga 5 í eigu Guðbjarg- ar Eiríksdóttur og Sveins E Lár- ussonar. Þar er um að ræða snyrtilegan garð í uppbyggingu. Hjónin Jóhanna Sandholt og Hall- HC Kristjánsson fengu viðurkenn- ingu fyrir fallegan, fjölbreytileg- an og vel skipulagðan garð sinn að Álftarima 14. Mjólkurbú Flóa- manna fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi fyrirtækis en undanfarin ár hefur verið unnið að endurbótum á lóð fyrirtækisins sem setur mikinn svip á aðkom- una að bænum úr austri. Garðarnir og umhverfi MBF verða opnir til skoðunar næst- komandi laugardag 22. júlí frá klukkan 15-18. ERLINGUR Ævarr Jónsson, forseti Kiwanisklúbbsins Ölvers, afhendir Guðmundi Hermannssyni sveit- arstjóra 700.000 kr. upp í kaup á rennibraut við sundlaugina. Kiwanisklúbb- • • urinn Olver gefur rennibraut Þorlákshöfn. Morgunblaðið. í TILEFNI af 20 ára afmæli Kiwanisklúbbsins Ölvers í Þor- lákshöfn gaf klúbburinn 700.000 kr. upp í kaup á rennibraut í sund- laugina. Af sama tilefni fékk Grunn- skólinn í Þorlákshöfn 100.000 kr. til kaupa. á tölvu auk árlegra viðurkenninga sem veittar eru 10. bekkingum. Leikskólinn Berg- heimar 50.000 kr. til kaupa á leik- tækjum. Til joðverkefnis, sem er alþjóðlegt verkefni Kiwanisklúbb- anna gegn joðskorti í heiminum, voru veittar 90.000 kr. Auk þess veita kiwanisfélagar árlega að- stoð einstaklingum sem eiga um sárt að binda og ekki er ástæða til að tíunda. Guðmundur Hermannsson sveitarstjóri sagði að hreppsnefnd væri búin að ákveða að ráðast í kaup á rennibraut sem væri um það bil 30 m löng og steypa sérs- takla laug sem tengdist braut- inni. „Þetta er framkvæmd upp á 4,5 milljónir en trúlega verður byrjað á að undirbúa á staðnum í haust en sjálf brautin ékki keypt fyrr en næsta vor,“ sagði Guð- mundur. Morgunblaðið/Aldís SIGRÚN Kristjánsdóttir og Gísli Páll Pálsson frá íþróttafélag- inu Hamri, Hveragerði, hvetja alla til að vera með. Hiólað fyrir heilsuna Hveragcrði. Morgunblaðið. HJÓLREIÐAKEPPNI Heilsu- stofnunar Náttúrulækningafé- lags íslands og íþróttafélagsins Hamars í Hveragerði fer fram sunnudaginn 23. júlí og hefst keppnin kl. 14. Er þetta í fyrsta sinn sem keppni af þessu tagi er haldin en tilefnið er 40 ára afmæli Heilsustofnunar NLFI. Hjólreiðafólk getur valið á milli tveggja vegalengda og enda báðar í Hveragerði. Ann- ars vegar er lagt af stað frá Strandakirkju í Selvogi, sú leið er 34 km og af því eru 22 km á malarvegi. Hins vegar er lagt af stað frá Þrengslavegamót- um í Ölfusi og er vegalengdin þá 12 km og allt á malbiki. Sérstaklega vegleg peninga- verðlaun eru í boði fyrir þrjú fyrstu sætin á báðum leiðum og má nefna að sigurvegarinn í lengri vegalengdinni hlýtur fimmtiu þúsund krónur í sigur- Iaun. En sá sem ber sigur úr býtum í 12 km keppninni fær tuttugu þúsund krónur í verð- Iaun. Allir keppendur fá viður- kenningu að lokinni keppni. Frítt er í sundlaugina í Laugar- skarði fyrir keppendur að keppni lokinni og síðast en ekki síst býður Heilsustofnun NLFÍ keppendum upp á veitingar í borðsal Heilsustofnunar milli kl. 16-17, keppnisdaginn. Þátttöku skal tilkynna fyrir 22. júlí í síma 48364289 og 483-4534. UTSALA -fierra GARÐURINN Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.