Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT Sænska sendiráðið tekur við umboði forsætisnefndar ESB á Islandi Svíar í fyrsta sinn fulltrúar ESB SÆNSKA sendiráðið tók 1. júlí síðastliðinn við umboði forsætis- nefndar Evrópusambandsins hér á landi af franska sendiráðinu. Spánn er nú í forsæti ráð- herraráðs sam- bandsins, en þar sem ekki er spænskt sendi- ráð hér á landi féll þetta hlut- verk því sænska í skaut. Þetta er í fyrsta sinn sem sænskt sendiráð gegnir þessu hlut- verki fyrir Evrópusambandið. í öllum ríkjum utan ESB sér sendiráð eins af aðildarríkjunum um tengsl ESB við viðkomandi ríki. Yfirleitt er um sendiráð forystu- landsins að ræða. Aðeins sex af fimmtán ESB-ríkjum hafa hins vegar sendiráð á íslandi, þ.e. Frakkland, Þýzkaland, Bretland, Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Svíþjóð er það ríki af þessum sex, sem er næst í röðinni að taka við formennsku í ráðherraráðinu, þótt það verði ekki fyrr en árið 2001, og fær þess vegna þetta hlutverk. „Þetta er í fyrsta sinn sem sænskt sendiráð gegnir þessu hlut- verki,“ segir Pár Kettis, sendiherra Svíþjóðar á íslandi, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að sendiráðið verði nú diplómatískur tengiliður ESB við ísland og muni til dæmis sjá um að koma á fram- færi diplómatískum skilaboðum, sem ekki rúmist innan ramma samningsins um Evrópskt efna- hagssvæði, þótt ekki sé líklegt að þau verði tíð. Auk þess hafi fram- kvæmdastjórn ESB sendifulltrúa á íslandi, en sá hafi aðsetur í Osló. Sendiráðið mun jafnframt sjá um að skipuleggja og leiða fundi sendiherra ESB-ríkjanna í Reykja- vík, en í öllum höfuðborgum utan ESB eru slíkir fundir haldnir reglu- lega. Jafnframt hefur sænska sendiráðið tengsl við spænsk stjómvöld í gegnum sænska utan- ríidsráðuneytið. Aðspurður hvort líklegt væri að það myndi stuðla að betri tengslum Islands við ESB að sendiráð norræns ríkis færi nú með umboð forsætisnefndarinnar hér á landi, segir Kettis að tengsl- in í gegnum sendiráðið séu aðeins hluti af víðtæku neti tengsla, þar sem bein tengsl ríkisstjórna skipti mestu máli. „Við teljum hins veg- ar áhugavert að Svíþjóð gegni nú þessu hlutverki og við norrænu sendiherrarnir höfum nokkra sér- stöðu. Við þekkjum bæði norræna samstarfið og það evrópska. Við erum því í betri aðstöðu en mörg starfssystkin okkar,“ segir Kettis. PSr Kettis Reuter Kohl o g Gonzalez funda HELMUT Kohl Þýskalands- kanslarí og Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, áttu fund saman í Santiago de Com- postela, höfuðborg Galisíu í gær. Bosníudeilan var helsta umræðuefni fundarins en einn- ig ræddu þeir hvaða verkefni væru framundan í Evrópusam- bandinu næstu mánuði, meðan Spánverjar fara með for- mennskuna í ráðherraráðinu. Þeir tóku við henni af Frökk- um um mánaðamótin og sagði Kohl þá hafa farið „frábær- lega“ af stað. ESB verst jap- anskri tölvutækni Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins tilkynnti í gær, þriðju- dag, að hún íhugi að framlengja aðgerðir gegn undirboðsverði á inn- fluttum japönskum tölvu- minniskubbum. ESB er með því að bregðast við beiðni sambands evrópskra raf- eindahlutaframleiðenda (EECA) frá 1994, þar sem sambandið lýsir þungum áhyggjum evrópska fram- leiðenda af því ef aðgerðirnar gegn undirboðum yrðu látnar niðtir falla. Suður-kóreskir og japanskir framleiðendur tölvuminniskubba bíði eftir því að geta flætt sinni fram- Ieiðslu á ósamkeppnishæfu verði inn á evrópska markaðinn, sem myndi setja alla evrópska framleiðendur á þessu sviði í mikinn vanda, sem þegar var mikill orðinn áður en nú- gildandi verndarákvæði gengu í gildi, og minnka enn meir markaðs- hlutdeild þeirra á markaðnum. Helmut Kohl ásælist „grænu“ atkvæðin Bonn. Reuter. KRISTILEGIR demókratar (CDU) í Þýskalandi hyggjast nú grípa til aðgerða í umhverfismálum til að draga úr áhrifum flokks Græningja og næla sér í stuðning kjós- enda, sem er annt um slík mál. Helmut Kohl kanslari hélt á þriðjudag fund með flokks- bræðrum sínum og þar var tekin ákvörðun um að þrýsta á um ýmsar aðgerðir til að sýna að flokknum er alvara í um- hverfismálum. Meðal annars verður reynt að koma á nýjum bílaskatti með það að markmiði að draga úr útblæstri skaðlegs koltvísýrings. Leiðtogar CDU og systraflokks hans, CSU, skoruðu jafnframt á flokksfélaga að láta af öllum vanga- veltum um samstarf við Græningja vegna þess að slíkt tal fældi íhaldsa- ma kjósendur frá. „Græningjar hafa ekki einokun- arrétt á „grænum" málefnum eða kjósendum," sagði Edmund Stoiber, leiðtogi CSU í Bæjaraiandi í útvarps- viðtali í gær. Samstarfsflokkur CDU í stjórn Þýskalands, flokkur ftjálsra demókrata (FDP), hafnaði hug- myndinni um bílaskattinn hins vegar snarlega og sagði Guido Westerw- elle, formaður FDP, að flokkur sinn kysi fremur að afnema bílaskattinn með öllu og skattleggja bifreiðaeig- endur þess í stað með hærri álögum á eldsneyti. Kohl lætur að sér kveða Kohl hefur látið kveða að sér í auknum mæli í umhverfisverndar- málum undanfarnar vikur. í júní studdi hann málstað Grænfriðunga gegn því að Brent Spar, borpalli olíu- félagsins Shell, yrði sökkt á reg- inhafi. Hann greip meira að segja til þess óvenjulega ráðs að skora á John Major, forsætisráðherra Bret- lands, að leggjast gegn fyrirætlan Shell á Bretlandi. Næst tók hann upp á því á fundi með Jacques Chirac að vekja máls á þeirri miklu andstöðu, sem ríkti í Þýskalandi við fyrirhugaðar kjarn- orkutilraunir Frakka í Kyrrahafi. Vandi frjálsra demókrata Vangaveltur um að kristilegir demókratar hyggi á samstarf við Græningja eru sprottnar af því að frjálsir demókratar eru smám sam- an að þurrkast út af landsþingum um al|t Þýskaland. Flokkurinn á nú aðeins sæti á þingum fjögurra landa af 16. Flokkar í Þýskalandi þurfa að komast yfir fimm hundraðshluta fylgisþröskuld til að ná inn á þing. FDP er nú við fimm prósenta mark- ið í fylgiskönnunum. Gjaldi flokkur- inn afhroð í kosningum, sem haldn- ar verða í Berlín í október og Rhein- land-Pfalz, Slésvík-Holtsetalandi og Baden-Wúrttemberg í mars, yrði nánast útilokað að CDU/CSU gæti gengið til samstarfs við FDP að nýju í kosningunum árið 1998. Þá þyrfti CDU/CSU að freista þess að ná hreinum meirihluta, sem kristilegum demókrötum hefur að- eins tekist einu sinni áður - árið 1957 - og þá voru aðeins þrír flokk- ar, en ekki fimm eins og nú. Það eru hins vegar þessi vand- ræði FDP, sem hafa hleypt af stað vangaveltunum um samstarf kristi- legra demókrata við Græningja. Þau liggja sennilega einnig að baki þess- ari tilraun kristilegra demókrata til að ná til sín fylgi umhverfisverndar- sinna. Helmut Kohl Yfirlýsing Leoníds Kútsjma, forseta Ukraínu Gæsluliðar áfram í Bosníu Kíev. Reuter. LEONÍD Kútsjma, forseti Úkraínu, hét því í gær að úkraínskir hermenn í friðargæsluliði Sameinuðu 'þjóðanna í Bosníu yrðu ekki kallaðir heim þótt þeir séu hart leiknir á griðasvæðun- um í Zepa og Gorazde. „Okkur er ljóst að heimkvaðning myndi aðeins gera ástandið enn verra,“ sagði forsetinn. Kútsjma gagnrýndi á hinn bóginn ríki heims fyrir aðgerðaleysi í Bosníudeilunum. Hann sagði að alþjóðastofnunum hefði ekki gengið vel að fást við vandann vegna þess að hjá þeim væri krafist samhljóða ákvarðana og slík aðferð dygði ekki í málum af þessu tagi. Úkraínumenn hafa um 1.200 menn í löndum gömlu Júgóslavíu, þ. á m. Bosníu. Háttsettur embættismaður í Úkraínu hvatti SÞ á þriðjudag til að kalla úkraínsku gæsluliðana frá hættusvæðunum tveim en sagði að ekki stæði til að kalla liðið heim. Fundur tengslahópsins um mál- efni Júgóslavíu, sem Bretland, Frakkland, Bandaríkin, Rússland og Þýskaland eiga aðild að, verður í London á morgun, föstudag. Hennadíj Údovenko, utanríkisráð- herra Úkraínu, sagði í gær að þar myndu fulltrúar Úkraínu leggja megináherslu á að gæsluliðarnir sem haldið er í gíslingu í Zepa og Gorazde yrðu leystir úr haldi. Yfirheyrslur hafnar á Bandaríkjaþingi vegna Waco-málsins Búist við harðri gagnrýni á alríkislögregluna Waco í Texas. The Daily Telegraph. YFIRHEYRSLUR hófust í gær á Bandaríkjaþingi vegna umsáturs og síðar árásar er liðsmenn alríkis- lögreglunnar, FBI, gerðu á aðsetur Branch Davidian- sértrúarsafnaðarins í Waco í Texas fyrir rúmum tveim árum. Talið er að 82, þar af mörg börn, hafi farist í eldi sem kom upp í bækistöðvunum þegar ráðist var gegn söfnuðinum. Yfirvöld segja að fólkið hafi sjálft kveikt í og framið þannig fjöldasjálfsvíg. Repúblikanar eru í meirihluta á þingi og er ljóst að þeir munu reyna að koma höggi á ríkisstjórn Bilis Clintons forseta með því að sýna fram á að um mi- stök og lélega stjórn hafi verið ræða er kostað hafi saklaust fólk Iífið. Gagnrýnendur segja yfirvöld hafa brotið ýmis lög, allt of mikilli hörku hafi verið beitt og þeir staðhæfa einnig að margt sem söfnuðinum og leiðtoga hans, David Koresh, var borið á brýn hafi verið helber ósannindi. Hópar hægri-öfgamanna segja Waco-málið skýrt dæmi um vaxandi ofbeldi yfirvalda gegn almenningi sem verði því að fá leyfi til að veija sig með vopnavaldi ef nauðsyn krefji. Maður úr söfnuðinum, Clive Doyle, komst naum- lega undan og verður látinn bera vitni fyrir sameigin- legri þingnefnd beggja deilda. Aðrir sem sluppu lif- andi eru nær allir í fangelsi, sakaðir um um þátttöku í morðsamsæri. Doyle missti dóttur sína í eldinum. Brot á skotvopnalögum Aðgerðirnar voru upphaflega á vegum Tóbaks-, áfengis- og skotvopnaskrifstofunnar, ATF. Stjórnvöld segja að um ofstækishóp hafi verið að ræða sem brot- ið hafi lög um skotvopnaeign og misnotað börn. Fréttaritari breska blaðsins The Daily Telegraph telur að fyrrnefnda ásökunin sé vægast sagt vafasöm frá lagalegu sjónarmiði og hin hafi reynst helber uppspuni. FBI tók við málinu þegar ATF hafði gert blóðuga og misheppnaða tilraun með þyrlum og miklum vopna- búnaði til að komast inn í bækistöðvarnar en ATF taldi að Koresh hefði brotið lög um skotvopnaeign. Lögreglustjórinn í héraðinu segir að auðveldast hefði verið að láta sig banka á dyrnar hjá Koresh með leit- arheimild upp á vasann og komast þannig hjá átök- um. Þar að auki kom í ljós að auðvelt hefði verið fyrir liðsmenn stjórnarinnar að ná tali að leiðtoganum sem skokkaði reglulega umhverfis búgarð safnaðarins og fór öðru hverju út að versla. FBI beitti lífshættulegu gasi FBI sat um bækistöðvarnar í 51 dag áður en árás var gerð og var háð taugastríð gegn fólkinu, sírenur voru stanslaust þeyttar og hvers kyns hljóð mögnuð upp til að hindra að íbúarnir gætu sofið. Loks gafst alríkislögreglan upp á þófinu, fullyrt var að bömin væru í hættu vegna misnotkunar og ákveð- ið að ráðast til atlögu. Beitt var fyrst táragasi, CS, sem sérfræðingar segja að geti verið lífshættulegt í lokuðum vistarverum og því stranglega bannað að nota á þennan hátt samkvæmt alþjóðasamningum. Lögfræðingur sem FBI lét kanna málið er harðorður. Hann segir að gasið hafi verið notað þótt vitað væri að ekki væru til grímur handa börnunum sem voru um 20. Lík þeirra fundust í neðanjarðarsal, mörg þeirra höfðu reynt að nota vot handklæði Lil að veijast gasinu. Sex barnanna virtust hafa kramist undir múrbrot- um er skriðdreki jafnaði húsið við jörðu, sum höfðu kafnað, nokkur höfðu verið skotin til bana, líklega af foreldrum sem vildu binda enda á þjáningar þeirra. Einn af skriðdrekastjórum FBI sagðist fyrir rétti hafa fengið það hlutverk í árásinni að loka strax út- gönguleið neðanjarðarsalanna með múrbrotum til að enginn kæmist undan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.