Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 17 STUTT Hefðu notað sprengjuna JAPANIR hefðu ekki hikað við að beita kjarnorkuvopnum gegn Bandaríkjunum í síðasta stríði hefðu þeir ráðið yfir þeim. Kom þetta fram í gær hjá Tatsusaburo Suzuki, jap- önskum eðlisfræðiprófessor, en hann tók þátt í kjarnorku- vopnarannsóknum í Japan fyr- ir stríð. Hann hélt því hins vegar fram, að sprengjunum hefði þá aðeins verið varpað á hernaðarmannvirki en ekki á borgir. Suzuki segir, að öfugt við það, sem sumir Banda- ríkjamenn hafi haldið fram, þá hafi Japanir verið langt frá því að smíða kjarnorku- sprengju. Þeim hafi til dæmis mistekist að framleiða auðgað úran. Ríkisfyrir- tæki gerð gjaldþrota WANG Zhongyu, efnahags- og viðskiptaráðherra Kína, sagði í gær, að 114 ríkisfyrir- tæki yrðu látin fara í gjaldþrot á næstunni en á tæpu ári hef- ur 47 slíkum fyrirtækjum ver- ið lokað. Ræikisfyrirtæki í Kína eru um 100.000 og er þriðjungurinn rekinn með tapi. Er þeim haldið á floti með styrkjum, sem er mjög íþyngj- andi fyrir ríkissjóð. Lestastjórar í London boða verkföll LESTASTJÓRAR neðanjarð- arlesta í London samþykktu í gær að efna til sólarhrings verkfalla í nokkur skipti til að leggja áherslu á kröfu sína um launahækkanir. Stéttarfélag lestastjóra British Rail hafa efnt til slíkra verkfalla í tvo daga síðustu tvær vikur og hefur boðað frekari verkföll. Bretar sagðir of feitir DAUÐSFÖLLUM vegna hjartasjúkdóma og hjarta- áfalla hefur fækkað í Bret- landi en Bretar eru of feitir og reykja of mikið, samkvæmt könnun sem Stephen Dorrell, heilbrigðismálaráðherra Bret- lands, kynnti í gær. Hann sagði að sjálfsmorðum og dauðaslysum hefði fækkað og lekandatilfellum hefði fækkað meira en stefnt var að. Hins vegar ylli það vonbrigðum hversu margir væru of feitir og það yki líkurnar á að tíðari hjartasjúkdómum. Sakarupp- gjafir boðað- ar í Víetnam BÚIST er við að yfirvöld í Víetnam veiti 2.900 föngum sakaruppgjöf í september þeg- ar minnst verður 50 ára af- mælis sjálfstæðisyfirlýsingar landsins. Opinber fréttastofa í Víetnam sagði í gær að Le Duc Anh forseti hefði þegar fengið lista yfir þá fanga sem kæmu til greina. Veikindi Jeltsíns hafa ýtt undir vangaveltur um hver sé líklegur arftaki hans Hæglátur forsætis- ráðherra bíður færis Moskvu. The Daily Telegraph. ÞRÁTT fyrir að það orð fari af Viktor Tsjemómyrdín, forsætisráð- herra Rússlands, að hann fari sér jafnan hægt hefur að undanförnu sópað að honum í hlutverki líkleg- asta arftaka forsetans, Borís Jelts- íns, og það hefur ýtt undir vanga- veltur sem jafnan skjóta upp kollin- um þegar efasemdir vakna um heilsuhreysti Kremlarleiðtoga. Rússneskir fréttaskýrendur telja nú að Jeltsín þurfi að reiða sig á forsætisráðherrann og þurfi að þiggja ráð hans í efnum sem forset- inn hefur hingað til hlutast til um sjálfur. „Hingað til hefur Jeltsín ætíð reitt sig á að herinn haldi verndar- skildi yfir honum þegar sótt hefur verið að honum,“ sagði rússneskur stjómmálamaður. „Það er ekki hægt núna vegna þess hve menn í hernum eru ósáttir við stríðsrekst- urinn í Tsjetsníju. Tsjernómyrdín er helsti bandamaður [Jeltsíns] núna.“ Funda reglulega Forsetinn og forsætisráðherrann voru vanir að hittast í Kreml einu ■sinni í viku. Síðan sá fyrrnefndi lagðist á sjúkrahús fyrir rúmri viku vegna hjartveiki hafa þeir ræðst við í síma flesta daga. Reuter Á degi písl- arvottanna AUNG San Suu Kyi, sem í síðustu viku var látin laus eftir tæp sex ár í stofufangelsi, leggur blóm að grafhýsi föður síns, Aung San, sjálfstæðishetju Búrma. I gær var dagur píslarvottanna í Búrma, þar sem þess var minnst að 48 ár voru liðin frá því Aung San og átta aðrir sem börðust fyrir sjálfstæði landsins voru ráðnir af dögum. Suu Kyi sagði við hóp fólks sem safnaðist saman við heimili hennar seinna um daginn: „Við munum feta í fótspor þeirra." Þetta er í fyrsta sinn sem Suu Kyi kemur fram á opinberum vettvangi utan veggja heimilis síns síðan hún var látin Iaus. Að dómi flestra stjórnarerind- reka mun Suu Kyi hafa viljað taka þátt í athöfninni í gær til þess að sýna að hún hyggist ekki efna til óeirða og vilji ræða við herstjórn- ina í Búrma um hvernig koma megi á friði og lýðræði í landinu. Suu Kyi hefur þekkst boð um að koma í heimsókn til Noregs, en ekki er vitað hvenær af heim- sókninni getur orðið. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels 1991 en gat ekki komið til Óslóar að veita þeim viðtöku. Skyrtur Buxur Peysur Jakkar UTSALAN HEFST í DAG Bolir frá kr. 190 frá kr. 790 frá kr. 990 frá kr. 1690 frá kr. 2490 frá kr. 2990 Ath! Fös. kl. 16. koma Bubbi & Rúnar og taka lagið. i® MITED Þeir hafa ekki verið bandamenn lengi, Jeltsín sat uppi með forsætisráðherrann 1992 vegna þess að þingheimur, sem for- setinn átti í útistöðum við, taldi að Tsjernó- myrdín myndi hefta efnahagsumbætur. Það reyndist misskiln- ingur. Litlu munaði að hann yrði látinn fjúka í október þegar margir vildu kenna honum um hrun rúblunnar. En nú hafa veður skipast í lofti. Það er auðsæilega til marks um að staða forsetans hefur veikst að hann hefur ekki til- nefnt nýjan yfirmann öryggislög- reglu ríkisins, þeirrar stofnunar sem hefur tekið við hlutverki leyni- þjónustunnar, KGB, heimafyrir. Það heyrir undir forsetann að tilnefna mann í embættið og þess var vænst að nánum samverka- manni hans hlotnaðist það. En nú virðist sem Tsjernómyrdín ráði nokkru um hver fær starfið og að það verði einhver sem telst hlutlaus. Það sýnir enn frekar metnað for- sætisráðherrans að hann hefur val- ið sér hernaðarráð- gjafa, og þannig seilst inn á svið sem forset- inn hefur hingað til setið einn að. Nú er talið að sú ákvörðun, sem Jeltsín tók í síðustu viku, að boðað skyldi til þing- kosninga 17. desember, hafi verið runnin undan riíjum Tsjemómyrdíns. Hann hefur stofnað sitt eigið kosningabanda- lag, sem kallast Rúss- land er heimili okkar, til þess að veija stefnu stjómvalda og vill nú vinna sér stuðning um land allt. „Flokkurinn með völdin“ Tsjernómyrdín hefur verið á ferð- inni að undanförnu, og í fyrsta sinn sýnist mönnum hann koma fyrir eins og stjórmálamaður í leit að atkvæðum. Hann hefur ekki áður verið kosinn til embættis, heldur fetaði sig upp metorðastigann í gasiðnaði fyrrum Sovétríkjanna. Flokkur hans, sem yfírleitt er kall- aður „flokkurinn með völdin“ þar eð hann er fulltrúi útvalins hóps, þykir ekki hafa margt að bjóða kjós- endum. Leiðtogann skortir alla per- sónutöfra, og helsta slagorðið er stöðugleiki. En flokkurinn getur treyst á stuðning ríkisfjölmiðlanna, sterk sambönd við yfírmenn sveitastjórna og verksmiðjustjóra. Auk þess er nóg af peningum. Þetta mun skipta máli í kosningum þar sem fjármagn mun í fyrsta sinn verða mikilvægt. Áætlað er að það muni kosta sem svarar rúmum tíu milljónum ís- lenskra króna að koma manni á þing. Tsjernómyrdín er byijaður kosn- ingabaráttu í ríkustu héruðum Rússlands. í síðustu viku fór hann til Jakútíu, í austurhluta Síberíu, þar sem gull og demantar eru unn- ir úr jörð. Þar lofaði hann því að gull- og silfurframleiðsla yrði aukin um þriðjung á næstu fimm árum. Nú í vikunni ætlar hann að heim- sækja olíufurstana í vesturhluta Síberíu. í kosningunum í desember mun koma í ljós hvort Tsjernómyrdín hefur í rauninni hæfileika til að sinna stjórnmálum, og hann þarf að vera fljótur að æfa sig. Nái hann 30% atkvæða er talið öruggt að hann geti unnið í forsetakosningun- um, sem eiga að fara fram í júní á næsta ári, þegar kjörtímabili Jelts- íns lýkur. Viktor Tsjernómyrdín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.