Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Mál og menning fær útgáfurétt- inn á Tómasi MÁL og menning hef- ur fengið útgáfurétt- inn á verkum Tómasar Guðmundssonar skálds. Að sögn Hall- dórs Guðmundssonar útgáfustjóra Máls og menningar var það að frumkvæði erfingja Tómasar að forlagið tæki að sér útgáfumál skáldsins framvegis. Almenna bókafélagið hefur hingað til haft útgáfuréttinn á verk- um Tómasar. Halldór segir að Mál og menningu hafi þótt Tómas Guðmundsson Full ástæða til að fagna SHURA Tsjerkassíj, síðastur róm- antísku píanósnillinganna, er ekki síður þekktur fyrir það hversu hjá- trúarfullur hann er en fyrir snilli sína. Dæmi um það er að þegar hann stígur upp á svið skiptir það öllu máli að hægri fóturinn snerti sviðið á undan þeim vinstri. Tsjerkassíj heldur um 60 tónleika á ári, sem getur ekki talist slæmt fyrir mann á hans aldri en hann er 83 ára að því fullyrt hefur verið. Fyrir skömmu kom hins vegar í ljós að Tsjerkassíj er líklega tveimur árum eldri, að því er segir í The Daily Telegraph. Ástæða þess að rangt hefur verið farið með aldur hans er sú að Tsjer- kassíj var undrabarn á píanó á unga aldri og foreldrar hans töldu að því yngri sem hann væri, þeim mun frægari yrði hann. Tsjerkassíj hafði því lifað með þessu leyndarmáli í tæpa átta ára- tugi er hann glopraði sannleikan- um út úr sér í spjalli við hljóm- sveitarstjórann Hobart Earle í næturklúbbi í Odessa fyrir skömmu. Það hefði í sjálfu sér ekki skipt máli ef ekki kæmi til dálæti tónleikahaldara og plötuút- gefenda á stórafmælum, sem gefa tilefni til sérstakra afmælistón- leika og útgáfu geislaplatna. Og þrátt fyrir að aðeins séu þijú ár liðin frá áttræðisafmæli píanóleik- arans þykir mörgum full ástæða til að leggja drög að hátíðahöldum í tilefni 85 ára afmælisins. ♦ ♦ ♦ Nýjar bækur ÁRBÓK Ferðafélags íslands 1995, Á Hekluslóðum, er nýlega komin út. Árbókin sem er sú 68. frá uphafi ritraðarinnar, 1928 kemur út annað árið í röð í stærra broti en áður. Á Hekluslóðum fjallar um eldfjall- ið Heklu óg nágrenni þess. Árbók- in er 272 bls. að stærð, litprentuð, prýdd 219 myndum, þar af eru 41 kort og teikningar úr jarðfræði og gossögu og 34 myndir af málverkum og myndverk _úr gömlum bókum. Höfundur er Árni Hjartarson jarð- fræðingur. Það er nýmæli í árbók að birt eru níu frumort ljóð jafn- margra höfunda er þeir hafa ort til Heklu í tilefni þessarar árbókar. Flestar myndanna í árbókinni eru teknar af Birni Þorsteinssyni, Grét- ari Eiríkssyni og höfundi. Ágúst Guðmundsson jarðfræðingur gerði staðfræðikort ogjarðfræðilega skýr- ingauppdrætti. Ritstjóri er Hjaltr Kristgeirsson. mikill heiður af að vera boðið að taka að sér útgáfu á verkum Tóm- asar og forlagið hafi þegar gert samning við erfíngja skáldsins um það. „Fyrsta hlutverk okkar verður að sjá til þess að kvæðasafn Tómasar verði fáan- legt. Kvæðasafnið var gefið út í heild sinni á einni bók hjá Almenna bókafélaginu og hefur hún selst feikilega vel. Sú útgáfa er ennþá til í litlu upplagi að því ég best veit. Við mun-' um einnig skoða það vandlega hvort ekki sé við hæfi að gefa út einstakar ljóðabækur skáldsins.“ Óbirt efni Aðspurður segir Halldór að ýmsir aðrir möguleikar séu á út- gáfu á verkum Tómasar. „Við höfum auk þessa hugleitt að gefa út sagnaþætti eftir Tómas en hann gaf út nokkrar mjög vinsælar bækur með þjóðlegum frásagnar- þáttum í félagi við Sverri Krist- jánsson á sjöunda áratugnum. Einnig kann vel að vera að það leynist eitthvert óbirt efni í fórum erfingjanna sem við munum gefa út en það á eftir að skoða nánar.“ Skammt er síðan gengið var frá samningum og segir Halldór að tíminn á næstunni verði notaður til þess að fara ofan í saumana á skáldskap Tómasar, birtu efni sem óbirtu. Borgarleikhúsið íslenska mafían ÍSLENSKA mafían heitir nýtt leikrit eft- jr Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson sem byggt er á tveimur síðustu skáldsögum þess fyrmefnda, Heim- skra manna ráðum og Kvikasilfri. Verk- ið verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu um næstu jól í leik- stjórn Kjartans en um 15 leikarar fara með hlutverk í sýn- ingunni. Að sögn Kjartans Einar Kárason hafa þeir Einar leyft sér að fara allfijálslega með efni bókanna þótt umíjöllunarefnið sé vitanlega ennþá Kiljanfjölskyldan. „Við höf- um getað farið mun fijálslegar með efnið en ég gat gert þegar ég skrifaði leikgerðina að Djöfla- eyjunni um árið. Nú er höfundur- inn sjálfur með í samningu verks- ins og það gerir okkur kleift að breyta sögunni meira en annars hefði verið hægt. Breytingarnar hafa þó einkum miðað að því að gera söguna þannig úr garði að hún hentaði betur fyrir leiksvið.“ Að sögn Kjartans verður mikil tónlist í sýningunni en Valgeir Skagfjörð mun hafa veg og vanda af henni. Munu hún einkum samanstanda af þekktum slögur- um frá sjöunda og áttunda áratug- inum. Einar Kárason segir að þeir Kjartan hafi fyrst í stað verið að hugsa um að vinna leikgerð upp úr sögunum tveim en þeir hafi fljótlega ákveðið að semja sér- stakt leikrit þar sem sömu persón- urnar kæmu fyrir og í sögunum. Kjartan Ragnarsson „Sum atriði eru fengin úr sögun- um en flest samtöl eru hins vegar ný, enda lítið um samtöl í bókun- um.“ Einar segir að samstarfið við Kjartan hafi í alla staði verið ánægjulegt. „Að vissu leyti leit ég á þetta samstarf sem eins konar starfsnám í leikritagerð, enda hef ég Íítið fengist við þetta form. Þegar ég ákvað að ganga til samstarfsins hugsaði ég með, mér að það skipti ekki svo miklu máli þótt ég kynni lítið fyrir mér í leikhústækninni því það væri sterka hliðin hans Kjartans. Hins vegar þekkti ég manna best þess- ar persónur sem bækurnar segðu frá, hvernig þær höguðu sér og töluðu." Einar segir að þeir hafi fyrst í stað sett saman grind að verkinu. „Við sátum við það verk heima hjá mér í um þijár vikur. Síðan fluttum við okkur í vinnustofu Kjartans og vorum að á hveijum degi í tvo mánuði þar til verkið var fullklárað. Þetta var mjög skemmtileg vinna.“ Þjóðleikhúsið Þrek ogtár ÞJOÐLEIKHU SIÐ frumsýnir nýtt leikverk eftir Ólaf Hauk Símonar- son í september. Verkið heitir Þrek og tár og verður í leikstjórn Þór- halls Sigurðssonar en tónlistar- stjórn annast Egill Ólafsson sem einnig fer með eitt hlutverkanna í leiknum. Ólafur Haukur Símonarson Með aðalhlutverk fara Edda Heiðrún Bachman og Hilmir Snær Guðnason en einnig fara Gunnar Eyjólfsson, Bessi Bjarnason, Jó- hann Sigurðarson, Sigurður Sigur- jónsson, Örn Árnason o.fl. með stór hlutverk í sýningunni. Ólafur Haukur segir að leikritið sé ekki samið sem söngleikur þótt mikið sé um tónlist í því. „Verkið gerist í Reykjavík á fimmta ára- tugnum og byggir tónlistin á vin- sælum lögum frá þessum tíma. Sagan er sömuleiðis lýsing á fólki, atburðum og andrúmslofti sem við könnumst við frá þessum tíma en meira vil ég ekki segja frá sögu- þræðinum á þessu stigi.“ Héðan og þaðan i\1 v n d I i s t L' iii l> r a LJÓSMYNDIR PHILLIPPE PATAY Opið virka daga frá 13-18. Sunnu- daga frá 14-18. Lokað mánudaga. Til 2 ágúst. Aðgangur ókeypis. „UNDARLEGT ferðalag" er nafn ljósmyndasýningar í listhúsinu Umbru, sem fransk-ungverski leiðsögumðurinn Phillippe Patay stendur að. Hann hefur er svo er komið hlotið íslenzkt ríkisfang og gengst af lífi og sál upp í starfí sínu sem leiðsögumaður. Hann rekur fyrirtækið Islenzkar fjalla- ferðir, sem hann stofnaði. Á átt- unda áratugnum stundaði Filippus Pétursson, eins og hann nú nefn- ist, nám í ljósmyndun og vakti athygli á alþjóðlegri ljósmynda- sýningu í Arles, Suður-Frakk- Iandi. Hann gaf út ljósmyndabók um ísland 1981 og hyggst bæta annarri við innan skamms. Fillippus hefur gerst víðförull og meðal annars heimsótt Afríku og Asíu þar sem hann dvaldist meðal hirðingja, sem hann telur réttilega síðustu fijálsu mennina á jörðinni. Hann álítur hvarf þeirra nálgast óðfluga fyrir skammsýni þeirra sem telja ágengni í ómengaðri náttúrunni framfarir. Að hans mati prýðir einstök og undurfögur náttúra ísland, sérstakar aðstæður, and- stæður og frumkraftur. Ferða- langurinn finnur fyrir óravíddum alheimsins sem hafa fylgt mann- inum, og um leið honum sjálfum, frá fyrstu tíð. Þá finnur hann sitt- hvað sameiginlegt með íslenzku landslagi og Afríku og Asíu, en það eru engin ný vísindi því við búum á einni jörð og endurtekn- ingar hljóta að eiga sér stað og skerpast við vissar aðstæður. Uppistaða sýningarinnar eru ljósmyndir frá Islandi, en annars eru þær teknar hér og þar á und- angengnum árum í stöðugri leit gerandans að því upprunalega og hreina í manninum, sem mikið til virðist hafa glatast. Tilgangsleys- ið og smæðin, sem altekur mann- inn með víðáttur óspilltrar náttúru í sjónmáli, eru þeir meginásar sem Filippus gengur út frá í ljósmynd- um sínum, sem hafa að auki ljóð- rænan streng. Einkunnarorð sýn- ingarinnar sækir hann í orðspeki hirðingja: „Guð skapaði græn og fijósöm lönd til að fæða menn, en eyðimörk til að þeir fyndu sál sína.“ Einfaldleikinn, hrein og bein sjónarhorn, ásamt næmu auga fyrir formrænni heild eru þeir eig- inleikar sem rýnirinn tók helst eftir og kemur einna skýrast fram í myndum eins og „E1 Molo strá- kofi - Tukama vatn - Kenya“ (4), „Rósarunni frá Bordeux" (11), „Undarleg tröll við Torfa- hlaup“ (14), „Síðasta ferð sumar- ins“ (20), íslenzk þokkadís í Baði“ (33) og Heyvinnuvél í vetrardvala (34) . Allt eru þetta myndir í háum gæðaflokki, en mergð mynda á veggjunum raskar að nokkru ein- beitingu skoðandans. Bragi Ásgeirsson Jóhannes Geir sýnir í Núpsskóla SÝNING á málverkum og lit- krítarmyndum eftir Jóhannes Geir Jónsson list- málara stendur yfir á Hótel- Eddu, Núps- skóla, Dýra- firði, og verður opin til ágúst- loka. Myndirnar eru til sölu. Jóhannes Geir hefur sýnt bæði heima og erlendis, síðast tók hann þátt í Sturlungasýningu í Safnhúsi Sauðárkróks sumarið 1994 og var efnið orrustur háðar í Skagafirði frá 1208-1255. Jóhannes Geir ■♦ ♦ ♦- Gallerí Greip LAUGARDAGINN 22. júlí kl. 16 verður opnuð í Gallerí Greip sýning á verkum eftir Snædísi Úlriksdótt- ur húsgagnahönnuð. Á sýningunni verða húsgögn sem Snædís hefur unnið að á síðustu mánuðum. Snædís lauk mastersnámi frá Royal College of Art í London 1993 og hefur rekið „studio“ þar í borg síðan. Þetta er fyrsta einka- sýning Snædísar en hún hefur tek- ið þátt í samsýningum í Bretlandi. Sýningin stendur til 6. ágúst og er opin alla daga frá 14-13 nema mánudaga. i i i i I i ft I i I I ft ft ft ft I \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.