Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 20. JULÍ 1995 NIÖRGUNBLAÐIÐ BÓKMENNTIR L e i k r i t LEIKRIT I OG II eftir Henrik Ibsen. Einar Bragi þýddi og gaf út 1995.599 og 518 bls. ÆTLI nokkurt leikritaskáld seinni alda hafi verið áhrifaríkara með skrifum sínum en Henrik Ibsen? Mér er til efs um það. Enda þótt hann hafi verið útkjálkamaður í Evrópu og sögusvið flestra verka hans sé norskt smábæjarsamfélag við sjávarsíðuna hafa verk hans höfðað til heimsbyggðarinnar. En vitaskuld vann Ibsen verk sín ekki í einangrun. Þau voru hluti af evrópskri harmleikjahefð og hug- myndir hans nátengdar hug- myndaheimi samtímans. Það er einnig alkunna að mikinn hluta starfsævinnar bjó Ibsen fjarri heimahögunum í sjálfvaidri útlegð og þótt hann veldi sér norska borg- arastétt sem meginviðfangsefni skrifa sinna er ljóst að það efnis- val hafði víðari skírskotun. Nú hefur Einar Bragi skáld sent frá sér þýðingar á verkum Ibsens í eigin útgáfu. Hann er svo sem ekki fyrstur þýðenda til að glíma við þann andans jöfur því að snemma kviknaði töluverður áhugi á verkum hans hér á landi. Matthí- as Jochumson, Einar Benediktsson og Indriði Einarsson og Eggert J. Briem þýddu snemma nokkur eldri verk hans sem síðan voru gefin út; Brand, Pétur Gaut og Víkingana frá Hálogalandi. Enda þótt lítið hafí verið gefíð út síðan komu þó nú nýlega nokkur leikrit Ibsens út í eins konar fjölritum á vegum Frú Emelíu. En þýðingar Einars Bragá eru fyrsta stórútgáf- an af úrvali verka hans. Hér er því í mikið ráðist og segja má að Einar Bragi hafi með þessu verki sínu og þýðingum sínum á leikrit- um Strindbergs sem út komu fyrir nokkrum árum gert okkur mikil- vægasta hluta norrænna leikbók- mennta aðgengilegan. Val Einars Braga á verkum til þýðingar er á engan hátt tilviljana- kennt og reyndar mjög rökrétt. Hann þýðir þau 12 leikrit sem koma út á tímabilinu 1877-1899. Ein ástæða þessa vals gæti verið sú að til eru ágætar þýðingar á nokkrum hinna eldri verka en ann- að skiptir einnig máli í þessu sam- hengi. Um þetta leyti eru ákveðin skil í ritferli Ibsens og á það bæði við um form og inntak verka hans. Hann hafði horfíð frá rómantík og ídealisma hinna fyrri sögulegu verka og snúið sér að ritun verka um samtímann sem höfðu á sér raunsæisblæ auk þess sem hann hafði tekið til við að skrifa óbund- ið mái í stað bundins. Hin seinni og að mörgu leyti þroskaðri verk Ibsens gerast gjaman í norskum smábæjum við sjávarsíðuna og snúast að einhveiju leyti um gildis- kreppu út frá sjónarhorni gagn- rýns raunsæis. Undir raunsæislegu yfirborði Þegar Ibsen öðlast alþjóðlega frægð er nafn hans þegar fleygt á Norðurlöndum og raunar ekki síður hér á landi vegna hinna sögu- legu og hugsjónalegu fyrri verka. En heimurinn kynntist Ibsen í upphafí fyrst og fremst sem raun- ■Jf mms*m james burn wMWLm INTERNATIONAl Efni og tæki fyrir wiieé járngorma innbindingu. (TÆ) j- ÁSTVflLDSSON HF. SKIPHOUI33,105 REYKJAVÍK, SÍMI552 3580 ________LISTIR Tröllin í hjarta o g heila Henrik Ibsen sæishöfundi, þjóðfélagsgagnrýn- anda, sem hvergi skirrðist við að taka viðkvæm mál til umfjöllunar. í Stoðum samfélagsins ræðst hann að þeirri hulu blekkingar sem svo- kallaðir máttarstólpar samfélags- ins hafa vafíð utan um spillt líf sitt og ekki síður lífslyginni sem menn þjást af vegna „misþyrming- ar vana og viðtekinna sjónarm- iða!“(I, 99) Hinar raunverulegu stoðir samfélagsins ættu að vera samkvæmt Ibsen og í anda raun- sæisstefnunnar sannleikur og frelsi. Þessar hugsjónir einstakl- ingsfrelsis og sannleika bergmála einnig í næstu verkum Ibsens. Alkunn er frelsisyfírlýsing Nóru í lok Brúðuheimilis sem ýmsir hafa litið á sem innlegg í kvennabarátt- una og í Afturgöngum fjallar Ibs- en um konu sem hefur fórnað mörgum árum ævi sinnar við að sinna eiginmanni sínum en hann var haldinn illræmdum kynsjúk- dómi sem sonur þeirra hjóna svo erfír. Þessi leikrit Ibsen hneyksl- uðu og leiddu til fordæminga á verkum hans, einkum í heimaland- inu Noregi. Leikritið Þjóðníðingur hefur verið túlkað sem andsvar við þeirri fordæmingu en þar ræðst Ibsen af krafti á hinn hugsunar- lausa þögla minnihluta sem í með- almennsku sinni er vopn í höndum afturhaldsins. Enda þótt Ibsen haldi áfram að grípa á þjóðfélags- legum kýlum í anda raunsæisins er ljóst að augu hans beinast stöð- ugt og jafnvel í vaxandi mæli að heimspekilegum og tilvistarlegum spurningum. Raunar má segja að Ibsen hverfi aldrei frá hugsjóna- legri og hugmyndalegri umræðu eldri verkanna þótt yfirbragð leik- rita hans breytist. Hið rómantíska andóf gegn valdi borgaralegra hefða og löggróinna gilda fær þó í senn á vissan hátt nýtt inntak auk nýs forms. Sú leit að kjarna sjálfsins sem greina mátti í Brandi og Pétri Gaut heldur áfram í seinni verkunum. Fræg er sú kennisetn- ing Ibsens úr smákvæði eftir hann að það að yrkja væri í ætt við réttarhöld eða dómsdag yfír sjálf- inu. í takt við vaxandi gildiskreppu samfélagsins verða innri átök per- ■ysónanna meira áberandi í verkum Ibsens. Ibsen orðar það svo að tröllin í hjarta og heila takist á, veiti engan sálarfrið. Þetta birtist Einar Bragi í ýmsum myndum. í Rosmershólmi segir þannig frá Jóhanni Rosmer, fyrrverandi sóknarpresti sem glat- að hefur trúnni og raunar lífs- trúnni og tekur Iíf sitt, í Eyjólfí litla birtist hatur Rítu á fötluðum syninum sem framhald fyrri af- brýðisemi og kreppa fjölskyldunn- ar birtist í sjálfstæðisbaráttu Nóru í Brúðuheimili og í ástlausu hjóna- bandi í Heddu Gabler. Það er jafnframt einkenni á' mörgum verka Ibsens að viðleitnin til að bijótast undan okinu virðist dæmd til að mistakast. Sá sem rís gegn siðspilltu samfélagi og af- hjúpar blekkinguna gerir sjálfum sér og öðrum jafnillt. „Ef þér svipt- ið lífslyginni frá miðlungsmannin- um sviptið þér hann lífslönguninni um leið“ ( 1,493), segir Relling í Villiöndinni um Hjálmar Ekdal. Sannleikurinn og frelsið verða einnig undir aurskriðu efans. Sá sem heldur sig fijálsan er í reynd ófijáls því að enginn fær flúið samfélagið. Jafnvel þótt hann lýsi því yfír eins og Stokkmann í Þjóð- níðingi að sterkasti maður í heimi sé sá „sem sfandi einn“ (1,393) er ljóst að uppreisnin gegn samfé- laginu stenst ekki. Skuld okkar við samfélagið, fjölskylduna og líf- ið fylgir okkur alla ævi. Höfuð- þverstæðan í verkum Ibsens er ef til vill sú að þrátt fyrir lífsþrána getur maðurinn aldrei uppfyllt óskir sínar um frelsi og lífsfyll- ingu. Hann er dæmdur til að lifa dauðu lífi. Leit að túlkunarleið Leikritsformið tekur alla tíð breytingum í leikritum Ibsens. í fyrri verkum tímabils óbundnu leik- ritanna sjáum við að ræðan eða eintalið hefur enn sinn sess eins og í eldri leikritunum enda þótt Ibsen ijúfi einræðumar með athuga- semdum annarra persóna. Eftir því sem persónusköpun verkanna verð- ur skýrari fer dramatíkin að ryðja einræðunum burtu. Önnur einkenni nútímaleikritunar taka að sjást, til að mynda persónur sem vegna fírr- ingar sinnar talast ekki við heldur hver framhjá annarri. Sömuleiðis taka persónur að leysast upp og jafnvel renna saman eins og Eyjólf- ur litli og Ásta í Eyjólfí litla eða verða að skáldlegum sýnum eins og tákngerðar persónur leikritsins Á degi upprisunnar. Jafnframt gegnir endursýnin stöðugt stærra hlutverki og þó sýnu stærstu í John Gabríel Borkmann sem gerist á hinsta kvöldi Borkmanns banka- stjóra sem hefur verið dæmdur fýrir fjárdrátt. En endursýnina not- ar Ibsen til að varpa ljósi á tilgangs- leysi lífs Borkmanns, hversu helgað dauðanum það hefur verið. Megineinkenni á verkum Ibsens er þó markviss mynd- og táknnotk- un. Seinni verk hans hafa jafnvel verið stundum kennd við symbol- isma. Myndmál hans, nákvæmt, ljóðrænt og yfírvegað skín í gegn í hveiju einasta leikriti þótt það sé ef til vill ásæknast í elstu verkunum og þeim seinustu. Tarantellan, dans Nóru í Brúðuheimilinu, er þekkt tákn og Hedda Gabler veifar ekki bara skammbyssu heldur er hún sú hlaðna skammbyssa sem hún síðar beinir að gagnauga sínu. En önnur leikrit eru byggð í kringum tákn, t.d. Villiöndin og Eyjólfur litli, og expressionísk táknin í verkinu Á degi upprisunnar tengjast högg- mynd aðalpersónunnar, Rúbekks, sem Ibsen lýsir í verkinu. í raun má túlka leikritið sem svo að stytt- an lifni á sviðinu og persónumar séu í raun tákngervingar. Af þessu má sjá að Ibsen var ekki einvörðungu raunsæishöfund- ur heldur mddi hann módemisman- um braut með verkum sínum. Styrkur þeirra felst ekki síst í stöð- ugri leit að leið til að túlka með nýju inntaki og nýjum formum í senn gildiskreppu borgaralegs veruleika og tilvistarlegar spum- ingar sem þessi vemleiki kallaði fram. Ef til vill er það þetta sem veldur því að verk Ibsens em sígild og höfða enn til nútímans. Þýðingin Einar Bragi hefur í mínurh huga unnið afreksverk með þýðingu sinni á leikritum Ibsens. Vitaskuld má fínna einhveija galla á slíku verki. Einstök orð og setningar falla mér ekki í geð. En slíkar aðfinnslur em í raun og vera sparðatíningur því að ég fæ ekki betur séð en Einar Bragi leysi þýðingarstarfíð af hendi með sóma. Hann nær fram virðu- legum og settlegum andblæ norska yfírstéttarheimsins og rýfur þann hugblæ á réttum stöðum. Vegna nákvæms myndmáls og táknmáls í leikritum Ibsens er mikilvægt að þýðandi sé textanum trúr og ná- kvæmur I þýðingum. Það hefur sumum hinum fyrri þýðendum ekki alltaf tekist sem skyldi. En Einar Bragi gætir þessa og raunar finnst mér honum takast þeim mun betur til sem textinn verður ljóðrænni og táknrænni. Ef til vill sýnir ofurlítill samanburður á þýðingum á Brúðu- heimilinu sem einnig er til í þýð- ingu Sveins Einarssonar hvað hér er átt við. Dæmin tengjast fuglalík- ingum Helmers sem Ibsen notar til að túlka það hversu léttvæg Nóra er í augum Helmers. í eitt skipti spyr Helmer hvað þeir fuglar neftiist sem eyða og eyða. Nóra svarar: „Ja, ja, spillefugle," þýðing Sveins er: „Já, já, braðlarar" en Einar Bragi þýðir:“ „Já, já, eyðslu- gaukar". Enn betur sést hversu mikilvæg nákvæmnin er í eftirfar- andi: Ibsen: Helmer: Sá, sá; nu skal ikke lille sanglærken hænge með vingeme. Sveinn: Helmer: Svona, svona, nú á ekki litla söngpípan mín að fara að híma og þagna. Einar Bragi: Helmer: Sona, sona; nú má litli söngfuglinn ekki vera með hangandi vængi. Hinn eini sanni mælikvarði þýð- ingarinnar er þó vitaskuld hversu leikhæfur textinn er. Þótt mér þyki texti Einars Braga lipur og með- færilegur en umfram allt fágaður og læsilegur hlýtur hann ekki rétt- látan dóm nema í uppfærslu á leik- ritunum. Það er því einlæg ósk mín að leikfélög landsins efni sem fyrst til Ibsensveislu. Nú er lag. Skafti Þ. Halldórsson. öndvegissúlunum (hluti). Þorsteinn í Eden ÞORSTEINN Eggertsson opnar málverkasýningu í Eden, Hvera- gerði, laugardaginn 22. júlí kl. 14. Á sýningunni era 30 verk flest nýleg (níu gerð á þessu ári) og ýmist unnin í olíu, olíupastel eða með blandaðri tækni. Flestar myndanna era til sölu en sýning- unni lýkur 31. júlí næstkomandi. Þetta er fimmta einkasýning Þorsteins en auk þess hefur hann tekið þátt í sjö samsýningum, bæði hér á landi og erlendis. Frumkvöðlar íslenskrar myndlistar JÚLÍANA Gottskálksdóttir flytur fyrirlesturinn „Pionarerna i det islandske bildkonst“. Hún fjaliar um fyrstu kynslóð íslenskra lista- manna, sem öll telst frumkvöðlar í íslenskri myndlist. Það er mynd- höggvarinn Einar Jónsson og mál- ararnir Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson, Jón Stefáns- son, Jóhannes S. Kjaraal ásamt Kristínu Jónsdóttur og Júlíönu Sveinsdóttur. Fyrirlesturinn verður í Norræna húsinu í kvöld og hefst kl. 20.30. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Englar al- heimsins hljóðbók ÚT ER komin hjá Hljóðbóka- klúbbnum verðlaunaskáldsagan Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson, en fyrir hana hlaut höfundurinn Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Englar alheimsins er fimmta skáldsaga Einars hefur einnig sent frá sér fjórar ljóðabækur, smá- sagnasafn og tvær barnabækur, auk þess sem hann er meðhöf- undur tveggja kvikmyndahand- rita. Margar af bókum hans hafa verið þýddar og komið út á Norð- urlöndum, í Englandi og Þýska- landi. Þessi nýja útgáfa Engla al- heimsins er hins vegar fyrsta hljóðútgáfan á verki eftir hann. Englar alheimsins er á fjórum snældum, um sex klukkustundir í flutningi og það er höfundurinn sem les. Um hljóðritun og fjölföldun sá Hljóðbókagerð Blindrafélagsins, en kápu hannaði Þórhildur Elín. Hljóðbókin er aðeins seld félögum í Hljóðbókaklúbbnum og kostar 1.890 krónur. Más, en hann Einar Már Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.