Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. PRÓFSTEINN Á STOFNANIR EFTA UTGERÐ togarans Más hefur kært framferði norskra stjórnvalda gagnvart togaranum, er honum var mein- að að fá neyðaraðstoð í norskri höfn, til Eftirlitsstofnunar EFTA í Brussel. Þá segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra í samtali við Morgunblaðið í dag að breyti Norðmenn ekki um afstöðu i málinu, muni- íslenzk stjórnvöld kæra þá fyrir dómstól EFTA í Genf. Staðhæfingar norskra stjórnvalda, um að reglurnar, sem aðgerðirnar gegn Má voru byggðar á, komi samningnum um Evrópskt efnahagssvæði ekki við, eru sérkennilegar. í meginmáli EES-samningsins er fjallað um frelsi ríkisborg- ara aðildarríkjanna til að veita þjónustu á yfirráðasvæði samningsaðila. í bókun með samningnum er sérstaklega tekið fram að fiskiskip aðildarríkjanna skuli hafa frjálsan aðgang að höfnum, og eina undantekningin er að hægt er að banna þeim að landa afla úr umdeildum fiskistofnum. Það virðist því afar eðlilegt að látið sé reyna á hafnbann Norðmanna á íslenzk skip, sem veitt hafa í Smugunni, fyr- ir stofnunum EFTA. Málið setur EES-samninginn að sumu leyti í nýtt Ijós. Yfirleitt snúast deilumál, sem snerta samninginn, um sam- skipti fyrirtækja við ríkisvald í einstöku landi, eða pá um innbyrðis samskipti EFTA og Evrópusambandsins. I þetta sinn er hins vegar um viðkvæma milliríkjadeilu tveggja EFTA-ríkja að ræða. Meðferð málsins mun því reyna á stofnanir EFTA. Er þijú ríki gengu úr EFTA um síðustu áramót, spáðu margir því að trúverðugleiki stofnananna sem óháðra úrskurðar- aðila myndi bíða hnekki, og var þá meðal annars vísað til þess hvernig eftirlitsstofnun, sem nær eingöngu væri skipuð norskum og íslenzkum starfsmönnum, gæti tekið á deilu- máli Noregs og íslands. Það, hvort stofnanir EFTA reynast færar um að sýna það sjálfstæði, sem þeim er ætlað í EES- samningnum, og fjalla um mál togarans Más eingöngu út frá forsendum samningsins, verður erfiður prófsteinn á þær. Það er vissulega óheppilegt að alvarleg deila um túlkun EES-samningsins skuli koma upp milli tveggja náinna vina- og bandalagsríkja. Þeim mun mikilvægara er hins vegar að skorið sé úr, og ágreiningurinn sé þar með úr sögunni. ísland og Noregur þurfa að standa saman, ekki sízt í því skyni að geta sem EFTA-ríki haft áhrif á þróun EES-samn- ingsins. Más-málið er gott dæmi um að EES-samningurinn treyst- ir réttarstöðu íslands í samskiptum við önnur Evrópuríki. Um leið minnir þetta mál á nauðsyn þess að ísland uppfylli til hins ýtrasta skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum og fari að tilmælum stofnana EFTA. Aðeins með því móti er hægt að byggja rétt á samningnum. AUKIN RÍKISUMSVIF AUNDANFÖRNUM árum hefur einkavæðing ríkisfyrir- tækja verið mjög til umræðu. Fyrrverandi ríkisstjórn hafði einkavæðingu á stefnuskrá sinni og nokkur árangur náðist á síðasta kjörtímabili í þeim efnum, þótt hann hefði mátt vera meiri. Núverandi ríkisstjórn hefur einkavæðingu einnig á stefnuskrá sinni. Á sama tíma og stjórnmálamenn boða einkavæðingu ríkis- fyrirtækja eru umsvif ríkisins í atvinnumálum að aukast, sennilega án þess að stjórnmálamennirnir átti sig á því. Ríkið er í atvinnurekstri á ótrúlegustu sviðum atvinnu- og viðskiptalífs. Þannig hefur rikið tekið sér fyrir hendur að selja talstöðvaloftnet og Ieigja út farsíma, svo að dæmi séu nefnd um athafnasemi Pósts og síma. Ánnað fyrirtæki í eigu opinberra aðila, SKÝRR, eykur stöðugt umsvif á sínu starfssviði. Einkavæðing er ekki nema orðin tóm, ef ríkið eykur umsvif sín á nýjum sviðum atvinnu- og viðskiptalífs, jafn- vel þótt á sama tíma sé unnið að því að selja ríkisfyrirtæki í eidri greinum. Líklega hefur engin ríkisstjórn mótað þá stefnu, að ríkið skuli auka umsvif sín í atvinnumálum á sviði fjarskipta og tölvuvinnslu. Það hefur gerzt þrátt fyrir það. Það er tímabært, að ríkisstjórn og Alþingi átti sig á því, að atvinnuumsvif ríkisins eru að aukast á nýjum tæknisvið- um og að það er tími til kominn að taka í taumana. Það eru ekki frekar rök fyrir ríkisrekstri á sviði ijarskipta og tölvuvinnslu en í útgerð eða siglingum. FISKLEY SIS- GUÐINN Afmælisorð Blair í boði Murdochs TONY Blair, formaður breska Verkamanna- flokksins, sagði í ávarpi á ráðstefnu sem haldin er á Hayman-eyju við Ástralíu á vegum fjölmiðlasamsteypu Ruperts Murdochs, að þörf væri á breyttum samskiptum flokks síns og dagblaða í Bret- landi. Margir stuðningsmanna flokksins telja að þau sam- skipti hafi kostað flokkinn sigur í síðustu þingkosning- um. Blair sagði að breytingar hefðu orðið í herbúðum beggja aðila, og að fortíðin ætti að vera að baki. Hvorug- ur aðilinn hefði áhuga á að skipst yrði á stefnumálum og stuðningsyfirlýsingum, en hvor yrði að vita hvar hinn stæði. Það væri kominn tími til að Verkamannaflokkurinn og Murdoch næðu sáttum. Sá síðarnefndi kom illa við kaun- inn á vinstrimönnum í flokkn- um 1986 þegar hann sagði prenturum upp störfum og neitaði að viðurkenna stéttar- félög þeirra. Ekki til marks um breytta stefnu Aðstoðarmenn Blairs sögðu að hvorki bæri að skilja orð hans sem viðvörun til Murdochs né sem merki um breytta stefnu Verkamanna- flokksins gagnvart samsteyp- unni. Tony Blair AFRANNSÓKNA- STOFNUN á aldar- Ijórðungsafmæli á þessu ári og heldur uppá það með 150 þús. tonnum, en tók við úr stjórnleysinu 453 þús. tonnum 1971, en það ár lagði Hafrannsókn fram tillögur sínar um samdrátt í afla og svæðafriðun fyrir ungfisk. Þjóðin hélt þetta fyrir „vísindi", og var alsæl að eiga nú framtíð hinna mikilvægu þorskveiða undir verndar- væng vísinda og þurfa ekki lengur að búa við óvissu í þorskbúskapnum. Það var vissulega lokkandi loforð stofnunarinnar um 500 þús. tonna jafnstöðuafla eftir 1992, ef ráðgjöf stofnunarinnar væri fylgt. í þorskbúskapnum hafði það geng- ið svo til í stórum drætti sagt undir náttúrunni, að það skiptust á nokkur aflaár og síðan tóku við önnur álíka mörg aflaleysisár og þá tók þorskafl- inn að glæðast á ný. Þetta gekk einn- ig líkt þessu á vélbáta- og togaratím- anum fram til 1952, að svonefndur Nýsköpunarfloti, íslenzkra báta- og togara og erlendra togara var kominn í sóknina. Nú er rétt að minna lesand- ann á það, að það er sitthvað út- gerðardæmi og fiskistofnsdæmi. Það fyrra snýst um hagkvæmni í útgerð og sókn í aflann, en hið síðara hvað veitt er mikið magn úr stofninum, og um það snýst allt málið hér. Ný- sköpunarútgerðin var strax á hausn- um af ýmsum orsökum, en það kem- ur ekki hér við sögu, heldur gerðist undur, í sókn þessa flota. í rétt tutt- ugu ár, 1952-72, gaf íslenzka þorsk- slóðin, sem fyrst var ekki nema 43 þús. ferkm en uppúr 1961 75 þúsund ferkm, af sér jafnstöðuþorskaflann 438 þús. tonn. Þorskurinn féll aldrei á þessu tímabili í ördeyðu, eins og gerst hafði í fiskveiðisögunni fram að þessum tíma. Ársaflinn fór eitt ár niður í 338 þús. tonn og annað í 380 þús. tonn, en lá annars á bilinu 400-450 þús. Þrjú ár fór hann yfir 500 þús. og náði 546 þús. tonnum mest. Síðasta ár þessa sóknartíma, okkar og útlendinganna, 1971, var aflinn 453 þús. tonn. Á árinu 1971 fórum við íslending- ar að beijast í því að reka útlendinga út fyrir 50 sjómílurnar, því að þeir tóku þriðjung og sum árin helming þess afla, sem miðin gáfu. Það var náttúrlega fiskimönnum og allri þjóð- inni mikið gleðiefni þegar þetta tókst, og við fengum þar 216 þús. ferkm fiskislóð til að eija einir, og vorum þess albúnir að taka til okkar hlut útlendinganna. Við töldum víst að okkur bæri að halda uppi sömu sókn og þegar útlendingarnir eijuðu miðin með okkur, og þau höfðu gefíð jafn- stöðuaflann, 438 þús. tonn, í tuttugu ár. Þar sem menn vissu þetta ein- dæma í íslenzkri fiskveiðisögu að fiskur héldist í þessu aflamagni svo langan tíma, og væri eðlilegt að álykta að þetta væri sú eijun, sem íslenzk þorskmið þyrftu, ef þorskur ætti að haldast á þeim, og fyrri gangurinn fjagra og fimm ára fall og ris á víxl væri úr sögunni með 400-450 þús. tonna grisjun árlega. Kemur þá ekki Hafrannsókn yfir okkur eins og finngálkn ofan af fjöll- unum og tilkynnir að hún sé nú „vís- indalega“ í stakk búin að stjórna fisk- veiðum á íslandsmiðum og hefur engar vöflur á, leggur fram tillögur um samdrátt í aflabrögðum með stór- felldum svæðafriðunum fyrir ungflsk. Ég var mikið viðriðinn fískveiðimál á þessum árum, hélt úti svo- nefndri Sjómannasíðu í Morgunblaðinu og vann við Ægi, tímarit Fiskifélagsins. Það greip mig strax að það væri óheilla- ráð að safna saman ungflski á ein- angrunarsvæðum og þar með frá öðrum hlutum þorskstofnsins úr veið- unum. Mér var strax spurn hvort við værum ekki að íjúfa með ófyrirsjáan- legum afleiðingum lífkeðjuna í þorsk- lífínu. Þá var mér og spurn, hvaða trygging væri fyrir því, að ungfískur- inn hefði nóg æti á þessum svæðum. Ég skrifaði grein 1975 þar sem ég spurði um þekkingu á „beitarþoli" íslenskra sjávarhaga. Ég taldi þá þekkingu nauðsynlega ef stjórna ætti þorskveiðum í þeim mæli sem Hafrannsókn ætlaði sér. Þessu svar- aði náttúrulega enginn enda voru mm , v L'lkj vísindaleg, ég vitnaði einfaldlega til þess að enginn bóndi setti á lömb til ejdis án þess að þekkja heyforða sinn. Ég var og mjög harð- orður á því að við ættum að halda uppi sömu grisjun og á tímabilinu 1952-72 og grisja með 400-450 þús. tonna veiði og veiða sem jafnast úr stofninum, ekki vernda einn hluta hans, hugsanlega á kostnað annars hluta. Fyrsta verk Hafrannsóknar 1971 var að gera úttekt á stofninum sem hún tæki við, en hún taldi sig vel búna til talningar og vigtunar. Hafrannsókn taldi í stofninum 873 milljónir ungfiska 1-2 ára. Allur væri stofninn að þyngd 1,5 milljónir tonna, þar af hrygningastofninn 700 þús. tonn. Þetta sýndist allgóður þorskbú- skapur og ekki ástæða til breyttra búskaparhátta, þar sem síðasta árið, 1971, hafði þorskaflinn verið 453 þús. tonn okkar og útlendinga. Lúðvík Jósefsson, sem var sjáv- arútvegsráðherra, tók illa aflasam- dráttartillögum Hafrannsóknar en féllst þó á svæðafriðanir í því skyni. Aflabrögðin á miðunum drógust sam- an bæði með friðununum á góðum aflasvæðum og við íslendingar búnir að hamla veiðum útlendinganna verulega. Okkar afli dróst saman um 25 þús. tonn á árinu 1972 og afli útlend- inganna um 30 þús. tonn. Þar með var hafin sú aflasamdráttar- og ung- fisksfriðunarstefna sem enn er í full- um gangi og á því 25 ára afmæli um_ þessar mundir. Á 20 ára stjórnunarafmæli Haf- rannsóknar bar ég saman heildar- þorskafla af íslenskum þorskmiðum og 20 áranna fyrir hennar stjórn- unartíð. Á fyrra tímabilinu 1952-72 hafði 43-75 þús. ferkm þorskslóð gefið af sér 8.763.000 tonn þorsks, en Hafrannsóknartíminn, þorskslóð- inn þann tíma 216 þús. ferkm (50 sjómílurnar) og síðan 758 þús. ferkm (200 sjómílur) - gefið af sér 7.182.000 tonn þorsks. Munurinn þá orðinn 1.581.000 tonn eða rétt um 80.000 tonnum árlega. Hrygningar- stofninn, sem hafði verið 700 þús. tonn, var fallinn niður í 300 þús. tonn. Það hafði fljótt mátt greina að Hafrannsókn hafði tekið ranga stefnu. Árið 1974 vildi Hafrannsókn fara að sjá árangur á svæðafriðunum sínum á ungfiski ársins frá 1971 og taldi saman þriggja ára fisk í þorsk- stofninum til að vita hvernig ti! hafi tekist um þessar 873 milljónir ung- físka 1-2 ára. Það reyndust ekki hafa komist lífs af í þriðja árganginn nema 342 milljónir fiska. Þar sem ungfískur 1-2 ára er ekki veiðanlegur, var ekki hægt að kenna veiðun- um um þetta fall og það var ekki nóg um þetta held- ur virtist hafa orðið viðkomubrestur í öllum árgöngum og Hafrannsókn gaf út sína frægu tilkynningu „Þorskstofninn í gereyðingarhættu". Jafnframt þessu lagði Hafrannsókn fram áætlun um 500 þús. tonna jafn- stöðuafla eftir 1992 ef ráðgjöf henn- ar væri fylgt. Menn urðu skelfingu lostnir og möskvar voru stækkaðir í vörpum og svæðafriðanir stórauknar, teknar góðar fískislóðir af flotanum allsstað- ar við landið og það tókst að draga saman þorskaflamagnið. Árið 1978 Var aflinn kominn niður í 328 þús. tonn og þótti nú mörgum lítið leggj- ast fyrir 758 þús. ferkm þorskslóðina - ungann úr Norðaustur-Atlandshafi sem við höfðum þá orðið einir til umráða. í sömu tilkynningu var hrygningarstofninn sagður „aldrei minni“. Fylgni Það er lygimál, sem margur mælir að ráðgjöf Hafrannsóknar hafi ekki verið fylgt. Um er að ræða sem svar- ar 85% fylgni. Árið 1992 gerði Ha- frannsókn sjálf úttekt á fylgninni og sagði þá þorskafla umfram ráðgjöf nema 500 þús.Tonnum. Heildaraflinn var þá orðinn undir ráðgjöf Hafrann- sóknar frá 1971 7.182.000 tonn og þessi 500 þús. tonn því ekki nema 14% skortur á fullri fylgni. Menn hafa átt það til að reikna þetta dæmi á ýmsa vegu og nenni ég ekki að elta ólar við það, því að það er aðal- atriðið, að fylgnin, hvort sem hún er reiknuð 80 eða 85% hefur ekki skilað sér í neinu nema öllu verra en áður var. Þetta gæti ekki hafa skeð nema af því að fiskveiðistefna sem Hafrannsókn tók 1971 hafi ver- ið röng stefna. Þegar sjávarútvegs- ráðherra talar um að auka fylgnina í 100%, er komið upp það sama og hjá sjúklingi sem gefið hafí verið árlega 80 eða 85 glös af sama meðal- inu og hann væri að tærast af því í beinagrind, þá kæmi læknirinn og yki meðalagjöfina í 100 glös. Menn geta glatt sig yfir því að Þorsteinn er ekki í heilbrigðisgeiranum. Með aukinni fylgni stefnir Þorsteinn trú- lega að því að ná árið 2000 aldamóta- aflanum árið 1900. Vanþekking Uppúr 1980 þegar óyggjandi var orðið að nýliðunin skilaði sér ekki samkvæmt áætlunum Hafrannsókn- ar og fiskur tekinn að léttast sifellt í árgöngum og hrygningastol'ninn yngdist og dróst saman fóru fiski- fræðingar og líffræðingar að færa fiskifræðileg og líffræðileg rök fyrir rangri stefnu Hafrannsóknar. Það gekk maður eftir mann í skrokk á Hafrannsókn. í allri þeirri hríð, sem gerð var að Hafrannsóknastefnunni, og hún mest á árunum 1982-1985, kom í ljós og viðurkennt állt af flestum sérfræðing- um Hafrannsóknar, að það var æði margt sem stofnunina vantaði að vita um vistkerfi þorsksins til stjórnunar, er nema von að maður spyiji sig: hvílík ofdirfzka hefur það ekki verið af stofnuninni að taka til að stjórna þorskveiðum 1971 með alla þá van- þekkingu í faiteskinu sem í ljós kom: Það vantaði þekkingu á fæðumagni einstakra sjávarhaga og þar með þekkingu á vaxtarskil- yrðum, þá vantaði og þekkingu á því, sem gerðist á klakstöðvun- um, og þá af hveiju lít- ill stofn átti til að skila betra klaki en stór, þá var og ekki heldur þekkt af hveiju mikið seiðamagn skilaði sér ekki í ungfíski, og ekki heldur var það þekkt af hveiju mikill ung- fískur skilaði sér ekki af friðunarsvæðunum inní þriggja ára fisk í veiðunum, ekki heldur var þekkt hver áhrif einn fískstofn hafði á annan, né heldur inn- byrðisáhrif í stofninum sjálfum, til dæmis hvað stórfiskur æti undan sér, og ekki heldur þekktu menn náttúru- legan dánarstuðul þorsksins, gáfu sér þann stuðul út í bláinn. Reiknilíkön Þegar nú öll þessi vanþekking lá á borði manna, var tekið til við að spyijast fyrir um reiknilíkön stofnunar- innar, og hveijar líkur væru á því, að þau gætu reynzt haldgóð undir allri þessari vanþekkingu á lí- fríkinu. Fiskveiðireiknilíkön eru sett þannig saman, að menn gefa sér stærðfræðilegar hugmyndir um ein- staka þætti lífríkisins, sem sé allt það sem fyrr er nefnt, fæðumagn, vöxt, æxlun, ijölgun og náttúrulegan dauða. Þessar stærðfræðilegu hug- myndir um vistkerfi þorsksins, eru síðan samhæfðar þannig að eitt reki sig ekki á annars horn í líkaninu, þá er komið að því að forrita tölvuna með þessum stærðfræðitáknum. Töl- van vinnur síðan skilmerkilega úr þessum hugmyndastærðum, sem hún hefur verið mötuð á. Þegar það var vitað að Hafrann- sókn gerði sér hugmyndir um vist- kerfi þorsksins en bjó ekki við þekk- ingu á því, bárust böndin að því að reiknilíkön Hafrannsóknar væru skökk að gerðinni til og í því sam- bandi bent á, að reiknilíkanið gæti ekki verið rétt, ef það sýndi að fjölga ætti á slóð, þar sem fiskur væri far- inn að hægja vöxt, en það var ein- mitt að gerast á okkar uppeldisslóð að fiskur léttist í árgöngum. Til að einfalda þetta, tóku menn dæmi af bónda, sem fengi árlega rýrari dilka úr högum sínum og brigðist við því með því að reka sífellt fleiri lömb á fjall. Reiknilíkanið sögðu menn að ætti að sýna sömu niðurstöðu og bóndans, fækka bæri fískum á slóð- inni, ef það gerði þetta ekki væri það vitlaust. Stjórnvöld Þegar litið er til stjórnvalda, báru þau misjafnan hug til Hafrannsókna- stefnunnar en tóku þó mark á henni og sögðust eiga von á því að hún skilaði auknum jafnstöðuafla, 500 þús. tonnum, eins og hún lofaði. Ekki er því að neita að stjórnvöldum óx oft í augum samdrátturinn, en hann kom oft á tíðum illa saman við fjárhagslífið í ríkiskassanum . Þá var og það við að etja hjá stjórn- völdum, að almenningur í landinu lifði í þeirri trú að fiskvernd fælist einvörðungu í því að veiða ekki fisk, þótt íslenzkum almenningi ætti að vera fullkunnugt að náttúran var annarar skoðunar og hafði um aldirn- ar þegar lítil var sókn, fellt stóra stofna í ördeyðu. Þá stóð og almenn- ingi ógn af veiðigetu flotans, og vildi ekki skilja að henni hafi aldrei verið beitt á þorskinn eftir 1971, og nú er stór hluti flotans horfinn úr þorsk- sókninni og sækir í aðrar fisktegund- ir, og á í þeirri sókn í vandræðum með að koma niður veiðarfærum í karfa-, grálúðu- eða rækjuveiðum fyrir þorski, sem ekki má veiða. Hægt er að fyrirgefa stjórnvöldum fram undir 1980, að þau tóku ekki af skarið og fyrirskipuðu betri nýt- ingu þorskslóðarinnar, því auðvitað náði þetta ekki orðið nokkurri átt að taka ekki nema 2-300 þús. tonna afla af 758 þús. ferkm í Norðaustur- Atlantshafi, sem við höfðum orðið til umráða. Þó er þess að geta að Steingrímur Hermannsson verður sjávarútvegs- ráðherra, 1980, og hann er eins og menn vita allra átta, og hefur níu líf, annars hefði hann verið drepinn. Hann hleypti nefnilega aflanum upp 1980 í 435 þús. tonn, og 1981 í 469 þús. tonn. Hafrannsókn gekk nú úr öllum ham, og með henni almenningur, ætlaði maðurinn að veiða síðasta þorskinn. Steingrímur guggnaði. Strikið Var sett snarlega niður í 388 þús. tonn 1982, og 299 þús. tonn 1983. Jafnt þessum aflasamdrætti var tekið upp skrapdagakerfi á fisk- veiðiflotann og næst var sett sókn- armark á flotann, þá sóknarmark og aflamark og síðan loks það kvóta- kerfi sem nú ríkir. Allri gangrýni hafa sjávarútvegsráðherrarnir Halldór og Þorsteinn svar- að með orðum Steingríms, sem hann fann upp fyrir þau vélmenni, sem á eftir honum komu: „Við höfum ekki annað til að standa á en Hafrannsóknastefnuna." I þessu sambandi er rétt að minna á, að orðið gapuxi merkir mann, sem gapir hálfvitalega uppí viðmælanda sinn og mælir sífellt sömu orðin. Stjórnvöld hafa ekki opinberlega gagnrýnt Hafrannsóknastefnuna fyrr en 1992, að Davíð forsætisráð- herra sagði: „Of mikið um ályktanir og jafnvel ágiskanir", í skýrslum Hafrannsóknar. Hafrannsókn brást hart við: „Ný skoðun muni engu breyta“. Mig minnir að það væri í þennan mund að fenginn var enskur sjávar- líffræðingur til að kíkja á fiskveiðilík- an Hafrannsóknar. Það er kannski misminni mitt, en ég man ekki betur en til þessarar endurskoðunar veldist prófessor, sem lagt hafði grunninn að fiskveiðilíkani Hafrannsóknar. Mér er ekki kunn önnur endurskoðun utanfrá en þessi. Undarlegt er það að þingheimur og stjórnvöld skyldu kokgleypa þetta aflamark Þorsteins, 150 þús. tonn. Þingheimur sneri sér strax að því að skipta þessum tonnum milli fiski- manna. Ekkert heyrðist heldur úr atvinnuveginum. Það er eins og allir nema Kristinn Pétursson séu orðnir sáttir við Hafrannsóknaraflann, en getur þjóðin, og fyrir hennar hönd fjármálaráðherra verið sátt við þessi aflabrögð, hlýtur hann ekki að spyija flokksbróður sinn og samráðherra, hvort það felist einhver áhætta í því að bregða frá þessu lágmarki. Það gæti ekki farið verr en orðið er. Nú væri mál að fara að nýta þorskslóð- ina betur en gert hefur verið. Ótta- legt slys var þetta að fá hann Þor- stein ofaní Halldór. Það er í þorsklíf- inu eins og fyrir þjóðinni á 15. öld að fá stórubólu ofaní svartadauða. Þriðjungur þjóðarinnar fórst í hvor- um faraldrinum fyrir sig. Þessi svæðafriðun ungfisks sam- fara aflasamdrætti af öðrum hlutum stofnsins hefur reynzt okkur óheilla- stefna án nægrar vitneskju um lífrí- kið, hefur stefnan ekki fært okkur annað en fall í ungfiski, rýrari milli- fisk og rýrari hrygningarstofn, í stað þess sem verið hefði ef við hefðum eijað slóðina með náttúrulegum hætti. En það er á fleira að h'ta en hvernig til hefur tekizt um það, sem við köllum eigin þorskstofn. Þorskslóðin á Norðaustur-Atlants- hafi hefur gefið af sér um áratugi árlegan þorskafla, sem numið hefur einni milljón og fimmhundruð þúsund tonnum. Við erum með til umráða stóran hluta af þessari víðáttumiklu og gjöfulu þorskslóð og teknir að nýta hana með hundrað og fimmtiu þúsund tonnum. Tímabundnar mæl- ingar Hafrannsóknar hér við landið gefa litla vísbendingu um afla á þess- ari víðáttuslóð, þar sem þorskur rás- ar um og gengur á tíðum hratt milli veiðisvæða. Við megum ekki lengur hirða fisk úr þeim göngum og þær fara oft ósnertar framhjá okkur, eða til baka þaðan sem þær komu (Græn- Iandsgöngur). Það er komið upp fyrir okkur í fisk- veiðimálunum hið sama og gerðist á svonefndum haftaárum 1930-40, við sitjum uppi með forheimskaða ker- fiskarla flækta í sinni eigin kerfis- þvælu, jafnt í líffræðilegum hluta físk- veiðanna og þeim raunhæfa. Til þess að bijóta þetta vitleysis- kerfi upp líffræðilega og í veiðunum er ekki nema ein leið, og hún er sú að lofa fískiflotanum í eitt ár að sýna hver veiðanlegur afli kunni að vera á okkar 758 þús. ferkm veiðislóð, og taka síðan upp 4-500 þús. tonna ár- lega nýtingu og skipta því magninu á flotann. Það dettur engum í hug að beita árlega allri veiðigetu flotans á þorsk- slóðina, þótt hún sé orðin víðáttumik- il. Hinsvegar verðum við að leggja þeim hugsunarhætti að halda að þorskveiðar okkar snúist lengur ein- vörðungu um gömlu hefðbundnu slóðina næst landinu. Uppeldistil- raunir eigum við að leggja af þar til við höfum þekkingu til þeirra til- rauna. Það hljóta því allir að sjá hvaða skoðun sem menn annars kunna að hafa á fiskveiðimálum, að 150 þús. tonna nýting á 758 þús. ferkm auðugri þors- kveiðislóð er hlægileg vitleysa. Það getur orðið spurning hvenær ESB ræðst inn á okkur með þessari nýt- ingu á þorskveiði í Norðaustur-Atl- antshafi. Við veiðum aldréi síðasta þorskinn úr sjónum, það er ekki hægt, en á landi er vonandi að síð- asti þorskurinn heiti Þorsteinn. Hver sem framvindan verður þá má kalla það staðreynd að Hafrann- sóknastefnan sé búin að hafa af þjóð- inni á þessum 25 árum eins og 200 milljarða með því að halda ekki áfram sömu grisjun og veiðimunstri og á árunum 1952-72. 80 þús. tonna afla- munur árlega í 25 ár gæti svarað til þessarar milljarðatölu. Höfundur er rithöfundur. En sá hluti ræðu Blairs sem Ijall- aði um eignarhald á íjölmiðlum var af mörgum þingmönnum túlkaður sem tilraun til þess að sýna að Verka- mannaflokkurinn hefði íjarlægst þá stefnu reglugerða og hafta sem hann eitt sinn hafði. Blair sagði að flokkurinn hefði snúið baki við stefnumálum sem hefðu gert að verkum að kjósendur sáu sér ekki fært að greiða honum atkvæði í byijun níunda áratugarins. „Gömlu vinstri lausnirnar sem byggðu á nákvæmri efnhahagsskipu- lagningu og ríkisforsjá ganga ekki upp,“ sagði hann. Þetta mun að öllum líkindum falla í góðan jarðveg hjá ijölmiðlasam- steypu Murdochs, sem hefur harð- lega gagnrýnt drög að lagafrum- varpi, sem breska stjórnin hefur ný- lega kynnt, um að takmarka leyfilegt eignarhald eins aðila við 10% af fjölmiðlamarkaðnum í Bretlandi. Blair tók skýrt fram að hann væri andvígur því að eitt fyrirtæki næði of miklum völdum á markaði sem ætti að einkennast af ijölbreytni og dreifðu eignarhaldi. Hins vegar yllu hugmyndir breskra stjórnvalda hon- um „áhyggjum" af hlutverki þeirra sem væntanlega myndu setja reglur um ijölmiðla, og fá þannig „gífurleg völd.“ Tal Blairs um þörf á bættum sam- skiptum flokksins við samsteypu Murdochs þótti skyggja á önnur atr- iði ræðunnar, sem Blair taldi vera einhveija þá mikilvægustu sem hann hefur haldið að undanförnu Atyrti „kunningjasamtökin“ Hann sagði meðal annars að marg- ir þeir sem studdu íhaldsflokkinn á níunda áratugnum væru róttækling- ar sem vildu andæfa stuðningi vinst- rimanna við ráðandi öfl í þjóðfélag- inu. Þá fordæmdi hann breska þing- ræðið sem „herfilega úrelt“, og atyrti „kunningjasamtökin“, sem væru hvað augljósust í lávarðadeild þings- ins, fjármálahverfinu í London, rétt- arkerfinu og í háskólunum í Oxford og Cambridge. Blair sagði nauðsyn á skoðana- skiptum milli hægri og vinstri manna, Tony Blair, formaður breska Verkamanna- flokksins, ávarpaði ráð- --------7----------1- stefnu á vegum fjöl- miðlakóngsins Ruperts Murdochs og að Verkamannaflokkurinn væri eini flokkurinn sem gæti endurreist öryggið sem fælist í styrku samfé- lagi á tímum örra breytinga, þegar brestur væri kominn í hefðbundnar stofnanir á borð við kirkjuna, fjöl- skylduna og ríkisstjórn. Hann 'fordæmdi nýju hægri stefn- una fyrir að hafa yfirsést þeir brest- ir .sem komnir væru í samfélagið og að bjóða ekki önnur úrræði en efna- hagslega fríhyggju „sem öf oft leiðir til græðgi, sjálfdæmishyggju og fé- lagslegs og siðferðilegs ábyrgðar- leysis." Blair sagði að hinir sterku og vald- amiklu gætu séð um sig sjálfír. „Skortur á reglum kemur harðast niður á þeim veiku og varnarlausu. < Fyrstu fórnarlömb samfélagshruns eru oftar en ekki þeir sem eru fátæk- ir og fá engin tækifæri." Það sem vantaði Dagblaðið The Sun, sem selst í rúmum Ijórum milljónum eintaka á dag, er mest selda dagblað í Bret- landi og í eigu Murdochs, hrósaði Blair sem manni með framtíðarsýn. „Eins og skipstjóri á skipi í sjáv- arháska hefur Blair lagt á ráðin um nýja, vogaða siglingaleið," sagði í leiðara blaðsins á mánudaginn. Það sagði ennfremur að Blair hafi ^ komið orðum að því sem hefði vantað í bresk stjórnmál allt of lengi; sið- ferðilegt markmið; sjálfsvirðingu sem gæfi af sér virðingu fyrir öðrum; framtakssemi, en um leið skyldur við annað fólk. • Byggt á The Daily Teiegraph og Reuter. Hafrannsókn hafði tekið ranga stefnu Ásgeir Jakobsson Það má kalla það staðreynd, segir Ásgeir Jakobsson, að Hafrann- sóknastefnan sé búin að hafa af þjóðinni um það bil 200 milljarða á þessum 25 árum. Samdráttur komið illa við ríkiskassann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.