Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 29
MORGXJNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ1995 29 JÓNAS PÁLSSON + Jónas Pálsson var fæddur á Raufarhöfn 12. nóvember 1947. Hann lést 13. júlí sl. á Raufarhöfn. Foreldrar hans eru Ingibjörg Sigurrós Sigurð- ardóttir, f. 2.6. 1914, d. 22.11. 1972 og Sófus Páll Helgason, f. 9.11. 1907. Páll býr á Raufar- höfn á 88. aldursári. Systkini Jónasar eru Helgi Sigurður, bjó á Húsavík, f. 13.2.1934, d. 27.5. 1979, Arnþór, f. 2.3. 1938, bú- settur í Hafnarfirði, Aðalbjörg, f. 6.11. 1944, búsett á Raufar- höfn, Páll, f. 19.6. 1946, búsett- ur á Akureyri, Borghildur, f. 23.10. 1950, og Sigurður, f. 15.10.1952, bæði búsett á Hjalt- eyri, Dísa, f. 8.11. 1953, búsett á Raufarhöfn, og Einar Hálf- dán, f. 7.3. 1956, d. 11.3. 1973. Eiginkona Jónasar er Margrét Sigurðardóttir frá Snyörhóli í Öxarfirði, f. 14.3. 1949. Börn Jónasar og Margrétar eru Sig- urrós, f. 28.6. 1967 og á hún eina dóttur, Bergrúnu, f. 21.1. 1994, Guðmundur, f. 3.6. 1970, Páll Ingi, f. 6.1. 1973, og Helga Sif, f. 29.4. 1979. Jónas stund- aði alla tið sjómennsku frá Raufarhöfn. Utför Jónasar Pálssonar fer fram frá Raufar- hafnarkirkju fimmtudaginn 20. júli og hefst athöfnin kl. 14. FIMMTUDAGURINN 13. júlí rann upp með sólskini og blíðu. Mikil eftirvænting ríkti á heimili mínu, því dóttir mín varð sjö ára þennan dag og von var á gestum í afmælis- boð. Þegar fyrstu gestimir voru að koma inn um dymar hringdi sím- inn. Ég greip símtólið og heilsaði glaðlega systur minni á Húsavík, sem ég hélt að vildi óska okkur til hamingju með daginn. En erindið var annað. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum þegar hún sagði mér þau sorglegu tíðindi að Jónas föður- bróðir okkar væri látinn. Jónas, sem ég hitti á ættarmóti fyrir tíu dögum svo hressan og kátan. Ég settist niður og tárin tóku að streyma. Minningarnar flugu í gegn um hug: ann, bæði góðar og dapurlegar. í stórri íjölskyldu eins og okkar er nær óhjákvæmilegt að lífið gangi ekki að allra óskum. Ég hugsaði sextán ár til baka þegar faðir mínn lést jafn snögglega og á sama aldri og Jónas. Ég hugsaði um innilega og trausta faðmlagið hans Jónasar alltaf þegar hann heilsaði og kvaddi mig. Hversu ótrúlega stutt er á milli lífs og dauða. Það er svo margs að minnast. Jónas var einstaklega blíður og traustur maður. Börn hændust að honum og eru þau bestu mann- þekkjararnir. Þar sem Jónas var á meðal barna voru þau annaðhvort í fanginu á honum eða í smá slags- málum við hann. Það leyndi sér yfirleitt aldrei hver kominn var þeg- ar Jónas var annars vegar. Eins og einkennir marga í þessari fjöl- skyldu, sópaði að honum og var hann ekki lengi að koma sér að verki þegar þess þurfti. Mér er minnisstætt hversu fljótur hann var að vinda sér í að setja upp nokkra ljóskastara í húsið mitt þegar við vorum nýflutt. Við hjónin vorum að vandræðast hvernig við gætum komið þeim í loftið og til allrar hamingju var Jónas gestkomandi hjá okkur og var að vanda ekki lengi að bjarga málunum. Nýlega barst það í tal að við þyrftum að bjóða Jónasi í heimsókn þar sem skipta þarf um perur. Það verður ekki, en við munum alveg örugg- lega hugsa til hans. Það verður aldrei eins að koma til Raufarhafnar þegar enginn Jón- as er á staðnum. Aldrei aftur fáum við jólahangikjötið frá honum. Aldr- ei að finna föðurlega faðmlagið aft- ur. En þótt við ættingjamir og vin- ir séum harmi slegin er sorg hans nánustu fjölskyldu mest. Elsku Madda, Lilló, Brói, Ingi og Helga Sif, elsku afi minn sem sérð nú á eftir þriðja syni þínum. Megi góður HJÁLMAR GUÐMUNDSSON + Hjálmar Guð- mundsson kennari fæddist í Reykjanesi i Gríms- nesi í Arnessýslu, 16. janúar 1915. Hann lést á Land- spítalanum 13. júlí sl. Foreldrar hans voru Guðmundur bóndi þar, síðar á Melum í Melasveit í Borgarfirði, f. 1. október 1888, Guð- jónssonar bónda á Reykjanesi, Finns- sonar, og konu hans Ingibjargar, f. 20. mars 1885, Hróbjartsdóttur bónda í Oddgeirsskóla-Austurkoti í Flóa, Jónssonar. Hjálmar tók kennarapróf 1937, var skóla- stjóri Barnaskóla Stokkseyrar 1944-46, kennari við Miðbæjar- skólann frá 1946-69 og Lang- holtsskóla frá 1969. Útför Hjálmars fór fram frá Áskirkju í gær. GÓÐUR vinur og gamall samstarfs- maður er genginn. Hjálmari Guð- mundssyni kynntist ég fyrst í Mið- bæjarskólanum 1948, en þar hafði hann ráðist til kennslu árið 1946. Árvekni og samviskusemi einkenndu öll störf hans við skólann. Ávaltt var hann fús að taka að sér félagsstörf í þágu skólans og í stjórn Kennarafé- lags Miðbæjarskólans sat hann frá 1952 til þess er skólinn var lagður niður sem grunnskóli 1969, lengst af sem formaður. Er skóla lauk að vori leiðbeindi hann ungl- ingum við Vinnuskóla Reylqavíkur mörg sum- ur, eða frá 1949. Við skólastjóm þess skóla tók hann árið 1980. Hjálmar var skáti í þess orðs bestu merkingu. Hann starfaði mikið í Skátafélagi Reykjavík- ur og var meðal annars gildismeistari Gilwell- skáta í Reykjavík 1972- 1974. Þegar samstarfi kennaranna í Miðbæj- arskólanum lauk 1969 dreifðist hóp- urinn. Hjálmar sagði oft að hann hefði verið mjög lánsamur er hann réðst til Langholtsskóla. Þar var gott að vera fannst honum og eftir að hann lauk kennsluferli sínum, var hann við hin ýmsu störf á vegum skólans, allt fram að síðustu skóla- lokum. Það var honum mikils virði. Er við tvær gamlar vinkonur frá Miðbæjarskólaárunum heimsóttum hann í vetur í tilefni áttræðisafinæl- is hans var sýnt að lífsflug hans var að daprast, en móttökumar voru hinar höfðinglegustu sem hans var vandi. Hann hafði mælt svo fyrir að ekki skyldi haft í hámælum er hann væri allur og fór útförin fram frá Áskirkju 19. júlí að viðstöddum vinum, samstarfsfólki, fjölskyldu og skátum. Að leiðarlokum þakka ég Hjálm- ari tryggð, hjálp og sanna vináttu. Blessuð sé minning hans. Helga S. Einarsdóttir. Guð hjálpa ykkur öllum á erfiðri stundu. Við höfum kynnst því að tíminn læknar sárin og allar góðu minningarnar lifa. Ég þakka góðum og traustum frænda samfylgdina. Blessuð sé minning Jónasar Páls- sonar' IngaRósa. Mig langar að minnast Jónasar föðurbróður míns með örfáum orð- um. Það em margar ljúfar minning- ar sem ég á um hann. Jónas var mjög hjartahlýr maður og það var alveg sama hvort við hittumst fyrir nokkrum dögum eða mörgum mán- uðum, alltaf var eins og við hefðum hist í gær. Alltaf tók hann utan um mig og kyssti og lét mér líða þann- ig að mér fannst ég vera sérstök. Föður minn missti ég níu ára gömul og varð Jónas þá mín föðurímynd, bæði vegna þess hversu líkur hann var föður mínum um margt og hversu góður hann var okkur alltaf. Síðasta sinn er við hittumst var aðeins fyrir nokkrum dögum. Áttum við gott samtal sem ég mun aldrei gleyma. Ekki óraði mig fyrir þegar við kvöddumst með innilegum faðm- lögum eins og ætíð, að þetta væri þín hinsta kveðja. Þú sagðir „Nabba mundu að mér þykir vænt um þig og vertu þú sjálf.“ Þessi orð ylja mér nú um hjartarætur, nú þegar þú ert horfínn á braut. Nei, hún Nabba þín mun alltaf geyma þig í hjarta sínu. Alltaf gast þú komið mér til að brosa og hlægja ef þér fannst einhver snúður vera á mér. Það var svo mikill kraftur og góð- vild sem fylgdi þér. Ég þakka þér fyrir allt og allt elsku frændi. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Úr spámanninum. Elsku Madda, Lilló, Brói, Ingi og Helga Sif. Guð styrki ykkur í þess- ari miklu sorg. Elsku afi minn, Guð veri líka með þér. Minningin um ljúf- an dreng mun alltaf lifa í hjörtum okkar. Guð blessi minningu hans. Helga Dóra ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 ErfUhykkjur Safnaðarheimili Háteigskirkju Sími; Erfidiykkjur Glæsileg kaff 1- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÍTEL LOFTLEIIIH VIGNIR MAR BIRGISSON + Vignir Már Birgisson fædd- ist á Landspítalanum 6. jan- úar 1995. Hann lést á heimili sinu 3. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hjalla- kirkju 13. júli. ELSKU litli frændi minn, Vignir Már, er látinn. Mikill sársauki og harmur umlukti mig þegar mér var tjáð þessi harmafregn. Vignir Már hefði orðið sex mánaða nú 6. júlí. Hann fæddist þremur mánuðum fyrir áætlaðan fæðingartíma en dafnaði vel, þyngdist og stækkaði, enda vel um hann hugsað. Kall guðs bar þó fyrr að en nokkurn gat órað fyrir. Elsku Birgir frændi og Sólborg, þið eigið alla mína samúð og veit ég að elsku Alexandra Ósk og Dag- björt Bára, hans stóru systur sem þótti svo vænt um elsku litla bróa, varðveita minningu hans. Söngur fuglanna þagnaði - Þeir stungu höfðum undir væng. Himnamir grétu - Sólin hætti að skína, þegar þú fórst burt. Þú fórst burt, en skildir eftir óljósa minningu um sólskin. (Guðrún Margrét Tryggvadóttir) Aðalbjörg. + Maðurinn minn, faðir okkar og stjúpfaðir, MARKÚS WAAGE, Sólheimum 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 21. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Ingolfur Tryggvason, Guðrún Úlfarsdóttir, Halla Waage, Ágústa Waage, Haraldur Waage, Guðný Waage, Anna Margrét Björnsdóttir, Guðni Sigfússon, Brynjólfur Björnsson, Ragna Lára Ragnarsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, PÁLL SIGURBJÖRNSSON múrari, Hamraborg 26, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hans, er bent líknar- stofnanir. Pálína Andrésdóttir, Hjörtur Pálsson, Ragnhildur Hermannsdóttir, Bryndís Garðarsdóttir, Sigurður Johansen, Davfð Garðarsson, Gerd Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓNS FRIÐBJÖRNSSONAR frá Vlk, Fáskrúðsfirði. Sérstakar þakkir eru færðar hjúkrunar- fólki á Droplaugarstöðum. Sveina Lárusdóttir, Lárus Jónsson, Ásdís Benediktsdóttir, Jón Lárusson, Elsa Lárusdóttir, Birgir Lárusson, Lára Björg Lárusdóttir. Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. ifi S. HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SlMI 557 6677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.