Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 35' BRÉF TIL BLAÐSINS Ofbeldiskennslan frá Lynghálsinum og nýi dagskrárstj órinn Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: UM DAGINN tók við störfum nýr dagskrárstjóri á Stöð 2. Það ku enginn annar vera en leiklistar- og bókmenntamaðurinn Páll Baldvin Baldvinsson sjálfur. Það er sami maðurinn og verið hefur innkaupa- stjóri þessarar sömu sjónvarps- stöðvar þar sem hinar mjög svo miður smekklegu kvikmyndir hafa undanfarin ár verið sýndar, flestu hugsandi fólki til verulegra áhyggna. Hvernig stendur annars á því að jafnhúmanískt fólk og þessi sami Páll og aðrir slíkir svo sem Stefán Jón Hafstein, Sigmundur Ernir og fleiri láta þetta ömurlega fyrirtæki, þ.e. íslenska sjónvarpsfélagið, skreyta sig með nærveru sinni til að reyna að fá eitthvað annað yfir- bragð á sig en megintilgangur sjón- varpsstöðvarinnar er, þ.e. að út- varpa ódýru bandarísku lágkúltúr- og ofbeldisefni yfir æsku þessa lands sem er í mestri mótun allra aldurshópa? Eða hvaðan halda menn annars að krakkar og ungl- ingar þessa lands læri ofbeldið og líkamlegu misþyrmingarnar af til- efnislausu á hvern sem er á vegi þeirra verður allar helgar hér á okkar litla landi? Hvað heldur þú um það kæri Páll? Þetta fyrirtæki er öllum öðrum íslenskum fyrirtækjum fremur ábyrgt fyrir ofbeldisinnrætingu ungviðisins hér á landi, sem og sið- ferðishruni lágmenningarlega hluta þjóðarinnar? Eru menningarpostul- ar landsins svona ótrúlega hungrað- ir í vellaunuð störf og þá er hægt að kaupa fyrir tuttugu silfurpen- inga hvenær sem er? Spyr sá sem ekki veit. Þessi kerfisbundna ofbeldis- kennsla á þjóðarheimilinu á sér stað þarna frá Lynghálsinum alla daga ársins, beint inn í stofu þjóðarinnar fram á rauða nætur hveiju nafni sem nætur ársins nefnast. Gildir þá einu hvort um er að ræða jól, áramót, páska, helgar eða bara hversdagsnætur. Og þetta fannst nýja róttæka dagskrárstjóranum greinilega ekkert sérstakt mál í við- tali við fréttastofu þessa sama öm- urlega sjónvarpsfélags. Það eina sem hann virtist leggja fyrir sig aðspurður um nýja starfíð og þang- aðför sína var að reyna að „laga tímasetningar" á útsendu efni fyrir- tækisins sem best, og þá væntan- lega á ofbeldisefninu, því um fátt annað efni er að ræða frá þessu sjónvarpsfélagi. Oft hefur verið haft á orði bæði í pólitík og í viðskiptum að best sé að gera út á lágar og lægstu hvat- ir einstaklinganna og fjöldans. Vesturlönd, og þó sérstaklega lönd Norður-Evrópu hafa hins vegar að mestu leyti fram á þessa tíma haft þá gæfu til að bera að hafa átt nógu marga og nógu mikið meðvit- aða einstaklinga sem beitt hafa áhrifum sínum og starfsorku til þess að lágkúrunni yrði sem mest haldið í skefjum,svo ekki yrði um algeran siðferðisbrest fjöldans að ræða. I það minnsta svo að lág- menningin yrði ekki megindrif- krafturinn í menningunni eins og því miður stefnir hraðbyri í á Vest- urlöndum (þökk sé hinu margróm- aða frelsi Hannesar Hólmsteins og skoðanasystkina hans.) En á þessu er því miður að verða breyting á nú. Því það virðist ætla að verða nánast útilokað að reyna að stemma nokkra sitgu við afleið- ingum verka þessa gervihugsjóna- fyrirtækis (Stöðvar 2) eða annarra slíkra sem geysast um hvert landið á fætur öðru í heimi hér, og gera beint út á lágkúru undinnálsíjöld- ans, en afla hins vegar vel í vasa eigenda sinna jafnt sem stjómenda. Enda eru menningarpostular ráðnir á svona staði gagngert til að hafa skárra andlit útávið í fýrirtækjun- um og að hafa sem mesta síbilju uppivið þess efnis að ,jafna þurfi nú betur samkeppnisaðstöðu ljós- vakamiðlanna“ (eins og nýja dag- skrárstjóranum varð svo tíðrætt um í þessu sama viðtali) svo væntan- lega Stöð 2 og önnur lágkúrufyrir- tæki landsins og heimsins geti gert enn meira út á ofbeldishungur ís- lensku þjóðarinnar, sem þessi stöð og aðrir svipað þenkjandi aðilar í samfélagi okkar hafa vakið upp illu heilli. Nei, gegn þessari meðvituðu stefnu íslenska sjónvarpsfélagsins og Stöðvar 2 virtist nýi dagskrár- stjórinn ekkert sérstaklega ætla að beita sér. Enda eins gott, líklega ætti hann að halda í hina vel laun- uðu vinnu sína hjá þessu stórhættu- lega fyrirtæki hér á landi. En það er jafnömurlegt fyrir það. MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON, Grettisgötu 40b, Reykjavík. ATVIN N UA UGL YSINGAR Vélstjóra Vélstjóra vantar til afleysinga á ísfisktogara. Upplýsingar í síma 475 8950. Hjúkrunarfræðingar Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað óskar að ráða hjúkrunarfræðinga í föst störf nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Mjög góð vinnuaðstaða er í nýlegu hús- næði. A sjúkrahúsinu er rekin handlækninga- og lyflækningadeild, svo og sjúkraþjálfun. Á sjúkradeild og fæðingardeild eru samtals 32 rúm og að auki er rekin 11 rúma þjónustu- deild í tengslum við sjúkrahúsið. Stöðugildi eru 63 og að jafnaði eru 85 starfsmenn í vinnu. Þjónustusvæði sjúkrahússins er Mið- austurland og árlega eru innlagnir um 740 og legudagar 14000. Ódýrt húsnæði er í boði og aðstoð veitt við flutning á búslóð. í Neskaupstað er leikskóli, grunnskóli, fram- halds- og verkmenntaskóli og tónskóli. Fjöl- breyttir möguleikar til tómstundaiðkana eru fyrir hendu Áhugasamir hafi samband við hjúkrunarfor- stjóra í síma 477 1403 eða framkvæmda- stjóra í síma 477 1402, en þeir veita allar nánari upplýsingar. Framkvæmdastjóri. Annar stýrimaður óskast á togara sem fer í Smuguna. Upplýsingar í síma 481 3400 Vinnslustöðin hf., Vestmannaeyjum. Rækjuveiðar Skipstjóra, vanan rækjuveiðum, og vélstjóra vantar á lítinn rækjuvinnslutogara sem gerður er út frá Norðurlandi. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 25. júlf, merktar „R-7917“. NÓATÚN Starfsfólk óskast Óskum að ráða í eftirtalin störf í verslanir okkar. 1. Umsjónarmann eða mann vanan kjötaf- greiðslu. 2. Umsjónarmann með ávaxta- og græn- metisuppfyllingu. 3. Aðstoðarverslunarstjóra. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Nóatúns hf. í Nóatúni 17, 2. hæð frá 9-12 alla daga. Nánari upplýsingar veitir Einar Jónsson eftir hádegi í dag í síma 561 7005. ___^ Sma ouglýsingor Fræðsluerindi Anna Carla Ingva- dóttir mun halda fræðsluerindi í sal Pýramídans, Dugguvogi 2, fimmtudaginn 20. júlí kl. 20.30. Húsið opnar 19.30. Fjallað verður ma. um óstöðug- leika miðla og andlega þætti í okkur. Hversvegna miðlar geta illa unnið saman og hvernig leið- beinendur eru valdir. Fundar- gjald 600 kr. Uppl. í síma 588 1415 og 588 2526. FERÐAFÉLAG <§) ÍSLANDS IMÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Helgarferðir 21 .-23. júlí: Brottför kl. 20.00 föstudag. 1. Landmannalaugar - Hrafn- tinnusker. Gist eina nótt í Hrafn- tinnuskeri, nýju sæluhúsi, góð aðstaða. Gengiö að íshellinum og víðar á Hrafntinnuskers- svæðinu. 2. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála - gönguferðir. 3. 22.-23. júlí kl. 8.00. Fimm- vöröuháls - gengiö frá Skógum - gist eina nótt í Þórsmörk. Laugardagur 22. júlí kl. 8.00 - dagsferð: Hekluslóðir (ekki gengið á fjall- ið). Ekið að Næfurholti og geng- ið á Rauðöldur, síðan verður lit- ast um á Hekluslóðum austan Heklu. Verð kr. 2500. Ferðafélag íslands. Hallveigarstig 1 • sími 614330 Dagsferð laugard. 22. júlf Kl. 09.00 Búrfell í Þjórsárdal. Fjallasyrpa. 4. áfangi. Dagsferð laugard. 22. júlí Kl. 09.00 Árnes, eyjan í Þjórsá. Dagsferð sunnud. 23. júlí Kl. 10.30 Leggjabrjótur. Brottför frá BSÍ, bensínsölu, miðar við rútu. Einnig uppl. í Textavarpi bls 616. Helgarferðir 21 .-23. júlí 1. Tröllakirkja - Holtavörðuheiði - Haukadalur. Gengið um fáfarn- ar slóðir. Gist í tjaldi. Fararstjóri Gunnar sterki á Skaga. 2. Básar við Þórsmörk. Göngu- ferðir við allra hæfi, góð gistiað- staða í skála og fyrir tjaldgesti. Fararstjóri Eyrún Ósk Jensdóttir. Útivist. RAÐAUGIYSINGAR TIL SÖLU TILBOÐ ~~ UTBOÐ er til sölu, ef viðunandi boð fæst. Elsta starf- andi bílasala landsins, 40 ára, á besta stað í borginni, fyrir neðan Perluna. Sími 55 15014. Leirtau til sölu Selst ódýrt. Upplýsingar gefur Eiríkur Ingi í síma 552 5700. Tilboð óskast í jörðina Bjarghús, Þverárhreppi, Vestur Húnavatnssýslu Ofangreindri jörð fylgir fullvirðisréttur í mjólk sem er 63.996 lítrar. Á jörðinni er steypt íbúðarhús frá árinu 1963 og 510,5 fermetra steypt fjós frá árinu 1977. Ræktað land er rúmlega 30 hektarar. Þá á jörðin land að Vesturhópsvatni. Tilboð í ofangreinda eign sendist fyrir 31. júlí 1995 til Sparisjóðs Vestur Húnavatns- sýslu, b.t. sparisjóðsstjóra, 530 Hvamms- tanga, sem veitir nánari upplýsingar í síma 451 2310. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Sparisjóður V-Húnavatnssýslu Sími 451 2310, Bréfsími 451 2321. Veitingareksturtil leigu Umfangsmikill, rótgróinn veitinga- staður íReykjavík til leigu til langs tíma. Um er að ræða mat- sölu- og skemmtistað. Matsalurinn er opinn sjö daga í viku en skemmtistaðurinn um helgar. Mikil velta. Leitum að aðila með reynslu í rekstri og al- hliða veitingastörfum. Viðkomandi þarf að leggja fram lykilgjald og tryggingu. Leiga hlutfall af veltu. Áhugasamir leggi inn upplýsingar í af- greiðslu Mbl. fyrir 22. júlí, merktar: „U - 7-9-13“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.