Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 45
morgúnbLáðið FIMMTUDAGUR 20. JÚI31W5' 45 UNGLIIMGAR Umbúðalaust Geir er forstöðumaður Vitans í Hafnarfirði Kostir unglinga: HELSTU kostir unglinga finnast mér vera hvað þeir eru opnir fyrir öllu nýju og eru tilbúnir til að tak- ast á við hvað sem er. Samanber það sem við erum að gera í félags- miðstöðinni, þegar við starfsfólkið viljum að eitthvað sé gert eru þau undantekningalaust tilbúin til að taka þátt. Þau leggja sig mikið fram og koma með eigin hugmyndir og framkvæma það sem þau sjálf vilja. Gallar unglinga: Tónlistarsmekkurinn er ömurlegur, mér fínnst tónlistin vera einhæf. Ég man þegar ég var ungur þá hlustuðum við á ABBA og það er ennþá vinsælt. Helsti gallinn er að maður er oft alveg búinn eftir að hafa unnið með þeim heilan dag, maður á ekkert eftir þegar maður kemur heim. En starfið gefur miklu meira en það tekur frá manni. Svanbiörg I 1 ftfBylgjulengd Hvar eru þau og hvað eru þau að gera? Unglingurinn í dag Bastilludagunnn í Fjörgyn KLÚBBURINN „Allt annað“, sem starfræktur er í félagsmiðstöðinni Fjörgyn i Reykjavík, fór í ferð til Frakklands á dögunum. Annars staðar á opnunni eru gullkorn sem krakkarnir skrifuðu hjá sér á meðan á dvöl þeirra ytra stóð. Fararstjórar í ferðinni voru Aðal- heiður Ósk Guðbjörnsdóttir og Kristín Sigurðardóttir. Til að end- urgreiða gestrisnina tóku svo krakkarnir í Fjörgyn á móti hópi af frönskum unglingum og voru m.a. með þeim á Bastilludaginn sem er þjóðhátíðardagur Frakka. Þær Aðalheiður og Kristín sögðu okkur aðeins af því hvernig stóð á þessum ferðalögum. „Klúbburinn „Allt annað“ hef- ur starfað í tvö ár hérna í Fjörg- yn, og hugmyndin varð til hjá unglingunum okkar. Þeir vildu fara til útlanda og hitta jafnaldra. Við sóttum um styrk hjá ungu fólki í Evrópu og ef við hefðum ekki fengið hann þá hefði þetta aldrei gengið. Þetta er verkefni á vegum EB og ESB og það er verið að reyna að sameina ungl- inga í Evrópu og efla ungmenna- skipti á milli landanna. A þessum forsendum fórum við til Frakk- lands. Það komu önnur lönd til greina, en franski hópurinn hent- aði okkur best. Frakkarnir komu svo hingað og við höfum verið að sýna þeim landið. Á Bastilludaginn sýndum við þeim perlu íslands og fórum með þau í Bláa lónið, síðan lá leið okkar á Bessastaði. Síðan gáfum við þeim íslenskt hangi- kjöt, uppstúf og kartöflur. Báðir hóparnir eru búnir að undirbúa skemmtiatriði sem við verðum með í Fjörgyn í kvöld.“ Það er von unglingaopnunnar að íslensk- ir unglingar fái fleiri svona tæki- færi í framtíðinni. íslenski hópurinn. Er ekki dekurrófa Nafn: Birgitta Ösp Atladóttir Heima: Keflavík Aldur: 13 ára Skóli: Holtaskóli Hvernig finnst þér skólinn? Mér finnst hann bara ágætur, sér- staklega frímínúturnar og diskótek- in. Hvað finnst þér um félagslíf ungl- inga? Mér finnst það fínt, en mér finnst útivistarreglan leiðinleg. Það mætti vera meira að gerast hérna í Kefla- vík, það mætir enginn á þessi opnu hús, það ættu frekar að vera diskó- tek. Hverju hefur þú áhuga á? Sundi, ég æfi sund alla daga nema sunnudaga. Hverju hefur þú ekki áhuga á? Badminton. Hvað er nauðsynlegt fyrir ungl- inga að eiga? Föt. Hverju þurfa unglingar ekki á að halda? Sígarettum og víni. Hvað er mikilvægast í lífinu? Að vera maður sjálfur. Hvað er í tísku hjá unglingum? Ég veit það ekki. Hvað er það hallærislegasta sem þú veist um? Að reykja. Lest þú dagblöð eða fylgist með fréttum? Já, ég horfi á fréttirnar og les blöðin. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Jarðfræðingur. Hvaða þrjú orð lýsa þér best? Ákveðin, hress og kát. Finnst þér fullorðnir ósanngjarn- ir gagnvart unglingum? Já og nei, sumir eru hundleiðinlegir en aðrir ekki. Eru unglingar í dag dekurrófur? Nei, allavega ekki ég. Eru unglingar misskildir? Já, allir eru dæmdir eftir þeim fáu sem reykja, drekka og eru með læti. Hver er munurinn á rigningu og reykelsi? Rigningin er blaut en reykelsið ekki. UTSALAN ER HAFIN Dimmalimm Skólavörðustíg 10, s. 551 1222 t -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.