Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 48
Whpl HEWLETT mitLM PACKARD PIP Vectra OPIN KERFI HF SímlT 5€71ÖÖ0 Afl þegar þörf krefur! i.ffl ■ RISC System / 6000 Q3> IMÝHERJl 1 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVlK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 20. JULI1995 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Hraðbanka- notkun jókst um HRAÐBANKANOTKUN viðskipta- vina Islandsbanka hefur að sögn Sigurveigar Jónsdóttur, upplýs- ingafulltrúa bankans, aukist um 150% frá því í maí í fyrra og heildar- færslum á ávísanareikninga hefur fjölgað um rúm 5% á sama tíma. Aukin notkun debetkorta Fyrir rúmu ári voru debetkorta- færslur um 1% af heildarfærslum á ávísanareikninga viðskiptavina bankans en í maí síðastliðnum voru þær 53% af heildarfærslum en ávís- anir 47%. Þrátt fyrir að þjónustu- 4^ gjöld hafí verið tekin upp hjá bank- anum hefur meðalkostnaður við- skiptavina af hverri færslu lækkað um 7% og segir Sigurveig skýring- una að finna í mun færri innstæðu- lausum úttektum en áður og sé þetta mjög ánægjuleg þróun. Hún segir tekjutap bankans vegna þessa vera óverulegt þar sem á móti komi talsverður sparnaður fyrir bankann vegna minni útgjalda og minni vinnu við innheimtu. ú> ■ Kostnaður.../B2 ♦ ♦--------- Gott verð Morgunblaðið/Jón Karl Snorrason Lögreglan fylg- ist með spilasölum á grálúðu Hampiðjutorginu. Morgunblaðið. GRÁLÚÐUVEIÐI hefur verið frem- ur dræm að undanförnu, en 6 togar- ar eru nú að veiðum á Hampiðjut- orginu, 90 mílur vestur af Látra- bjargi. Skipin hafa verið að fá eitt og hálft tonn af grálúðu að meðal- tali í hali eftir 5 til 6 tíma tog. Verð á grálúðu er mjög gott um þessar mundir að sögn Ásgeirs ' Guðbjartssonar, skipstjóra á Guð- björgu ÍS. Nú fást um 250 krónur fyrir kíló af lúðunni upp úr sjó, en 330 til 340 krónur fyrir hana frysta, hausskorna og slógdregna. Guðbjörgin fór á veiðar síðastlið- inn laugardag og var meðakannars farið í þorsk í Nesdýpinu til að byija með. Ásgeir segir að þeir eigi ekki mikið af þorski eftir, en þeir gætu veitt miklu meira. „Það er alls staðar þorskur í hafinu," segir Ásgeir. Babú! Babú! FORNBÍLAKLÚBBURINN frá Reykjavík var á ferð um Norðurland á dögunum og gistu ferðalangarnir m.a. tvær nætur á Siglufirði. Klúbbfélagar fengu að taka í þennan forláta slökkvibíll, sem er kanadískur Chevro- let af árgerð 1941, en hann er í eigu Síldarsafnsins við Róaldsbrakka. Safnið á einnig nýuppgerðan Chev- rolet vörubíl, frá árinu 1947, en slíkir bílar voru algengir við síldarplönin á síldarár- unum. LÖGREGLUMENN hafa undanfarið farið í leiktækja-, spila- og knatt- borðssali í Reykavík til að kanna hvort reglum um aldursmörk sé framfylgt. Samkvæmt lögreglusamþykkt er bömum innan 14 ára ekki heimill aðgangur að knattborðum, spilaköss- um og leiktækjum nema í fylgd for- ráðamanna. Miðað er við fæðingarár. Til að spila í kössum, þar sem hægt er að vinna peninga, eru strangari aldursmörk, yfirleitt 16 ár. Þau eru tiltekin með sérstökum merkingum á tækjunum sjálfum. Annars eiga að hanga uppi tilkynningar um aldurs- mörk á áberandi stöðum. Lögreglumenn fóru í síðustu viku í leiktækjasal þar sem í Ijós kom að fjögur ungmenni vom undir aldri og var þeim vísað út. Eigandinn brást vel við og gaf þá skýringu að nýr starfsmaður hefði verið að vinna þeg- ar þetta var og hefði hann ekki verið meðvitaður um þau aldurstakmörk sem giltu. Þegar þessi sami staður var heimsóttur nokkrum dögum síðar var þar allt í stakasta lagi. Farið var á þijá aðra staði og á einum þeirra voru tveir 12 ára dreng- ir að spila. Þeim var vísað út. Leyfishafa ber að sjá til þess að ákvæði um aldursmörk séu virt og við endumýjun leyfa er tekið mið af því hvemig rekstrinum er háttað. Brot á ákvæðum um aldursmörk varða sektum. • Viðræður við Lands- virkjun um raforkuverð Fiskvinnslan greiðir sexfalt hærra verð en járnblendið VIÐRÆÐUR em að heíjast á ný milli fulltrúa fískvinnslunnar og Landsvirkjunar um raforkukaup fiskvinnslustöðvanna. Arnar Sigur- mundsson formaður Samtaka físk- vinnslustöðva segir fískvinnsluna nú greiða sexfalt hærra verð fyrir raf- orkuna en Járnblendiverksmiðjan í Grundartanga og vilji ná raforku- kostnaðinum niður um 200 milljónir kr. á ári. Gerist ekkert í málum físk- vinnslunnar segir Arnar hættu á því að vinnslan færist í auknum mæli út á sjó og störfum í landi fækki. Fulltrúar fískvinnslunnar áttu fund með stjómvöldum í gær. Arnar sagði að farið hefði verið almennt yfir vanda fiskvinnslunnar. Menn vom sammála um að staðan væri óvenjuleg að því leyti að nú væri raungengi íslensku krónunnar í sögulegu lágmarki. „Menn hafa vissulega miklar áhyggjur af því að ef ekkert gerist mun vinnslan í auknum mæli færast út á sjó, störfum í landi fækki, ein- hver fyrirtæki leggi upp laupana en önnur brejita sinni vinnslu," sagði Arnar. Rætt var um lengingu lána hjá fiskvinnslufyrirtækjum, sameiningu fjárfestingarlánasjóða atvinnulífsins, Fiskveiðasjóðs, Iðnþróunar- og Iðn- lánasjóðs, og stofnun nýsköpunar- sjóðs. „Ef þetta gerist og það mynd- ast öflugur nýsköpunarsjóður lækkar það rekstrarkostnað sjóðanna sem getur leitt til lægri vaxtamunar sem til lengri tíma kemur sjávarútvegi til góðs. Rætt var um vaxtaálag Fiskveiða- sjóðs og annarra ijárfestingarlána- sjóða ríkisins en Arnar sagði að fisk- vinnslan teldi að sumir sjóðanna væru að verðleggja sig út af mark- aðnum með háum vöxtum. „Niðurstaðan varð sú að þessi mál verða skoðuð betur og ákveðin atriði voru sett niður á blað. Þessir liðir skipta ekki sköpum í rekstrinum en munu hafa einhveija lækkun kostn- aðar í för með sér en þetta slær ekki á þann hallarekstur sem fyrir er,“ segir Arnar. Russaþonskup q? frá 1992 ?c& 8.985 \ ? I 6.552 I 3.746 jan.-mal 1.187 tonn I 1992 1993 1994 1995 Minni inn- flutningur Rússaþorsks INNFLUTNINGUR á Rússaþorski er ívið minni á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Á þessu ári hafa verið flutt inn um 3.750 tonn, að verð- mæti um 709 milljónir króna, en á sama tíma í fyrra höfðu verið flutt inn tæp 4 þúsund tonn, að verð- mæti um 800 milljónir króna. Hjá fyrirtækinu Marbakka hafa verið flutt inn 945 tonn fyrstu sex mánuði ársins. Að sögn Iðunnar Jónsdóttur, fjármálastjóra Mar- bakka, er það svipað og í fyrra. Auk þess afla sem unninn hefur verið hér á landi, hefur afla verið landað til áframhaldandi útflutnings. Þar er um töluvert magn að ræða, en í fyrra fóru 4.300 tonn af Rússa- þorski um landið á þann hátt. Að sögn Þórarins Árnasonar hjá Fiski- stofu, er enn ekki komið á hreint um hversu mikið magn er að ræða það sem af er þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.