Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Debetkorta- og hraðbankafærslum fjölgar hratt á kostnað ávísana hjá Islandsbanka Kostnaður viðskiptavina hefurlækkað um 7% NOTKUN debetkorta sem greiðslumiðils hefur aukist gríðar- lega undanfarið ár og í maí síðast- liðnum voru skráðar fleiri debet- kortafærslur en ávísanafærslur á ávísanareikninga hjá íslands- banka. Fyrir réttu ári nam fjöldi debet- kortafærslna um 1% af heildar- færslum á ávísanareikninga, hjá bankanum, en hlutur ávísana var 99% á sama tíma. í maí á þessu ári var hlutur debetkorta kominn í 53% á móti 47% hlutdeild ávís- ana. Sigurveig Jónsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Islandsbanka, segir HIÐ íslenska hamborgarafélag hf. hefur tekið við rekstri veit- ingastaðarins Sprengisands við Bústaðaveg af Jarlinum hf. Ragnar Tómasson, talsmaður Jarlsins, segir veitingastaði fyr- irtækisins hafa gengið vel en þung fjárfesting í fasteign sett því stólinn fyrir dyrnar. Jarlinn keypti á sinum tíma húsið á Tryggvagötu 20 og inn- réttaði þar veitingastað sem var rekinn samhliða Sprengis- Rit um utanríkis- verslun NÝLEGA kom út á vegum Hag- stofu íslands bókin Utanríkisversl- un 1994 eftir tollskrámúmerum. Útgáfa Hagstofunnar á efni um utanríkisverslun er með nýju sniði fyrir árið 1993. í stað einnar ár- bókar, Verslunarskýrslur, gefur Hagstofan nú út tvö rit undir heit- inu Utanríkisverslun. Utanríkis- verslun 1994, eftir tollskrárnúmer- um birtir meginefni eldri Verslun- arskýrslna þar sem fram kemur nákvæm sundurliðun útflutnings og innflutnings eftir einstökum númerum tollskrár og sundur- greining á lönd innan hvers toll- skrárnúmers. Upplýsingar eru veittar um magn, fob-verð og cif- verð fyrir innflutning ásamt magni og fob-verði fyrir útflutning. Utanríkisverslun 1994 geturt.d. auðveldað stjórnendum fyrirtækja að sjá markaðshlutdeild einstakra vörutegunda og er því gott tæki til markaðsrannsókna. Bókin er 426 bls. og kostar 2.200 kr. Heildaryfirlit væntanlegt Með haustinu er væntanleg Ut- anríkisverslun 1994, Vöruflokkar og viðskiptalönd ásamt enskri út- gáfu, Icelandic External trade 1994, Commodities and countries. í þessum ritum eru birt yfirlit um utanríkisversiunina í heild, birtar töflur um útflutning og innflutning eftir vöruflokkum og sundur- greindar töflur um verslun við ein- stök lönd. Þessi rit leysa af hólmi ritið Icelandic Foreign Trade sem Hagstofan gaf út á síðasta ári. þessa þróun vera mjög jákvæða. Viðskiptavinir bankans hafi verið mjög fljótir að tileinka sér hina nýju tækni í greiðslumiðlun en hún sé tvímælalaust mjög hagkvæm bæði fyrir viðskiptavinina og bankann. Hún segir jafnframt að á sama tíma hafi notkun hrað- banka Islandsbanka aukist um 150% og samanlögðum færslum á ávísanareikninga hafi fjölgað um rúm 5%. Færri innistæðulausar ávísanir Sigurveig segir að tilkoma de- betkortanna og aukin notkun á andi og Jarlinum í Kringlunni. Efri hæðin var leigð undir rekstur Glaumbars. Ragnar sagði að þarna hafi verið full geyst farið og því hafi verið ákveðið að selja rekstur og húseignina í Tryggvagötu en taka aðra 1.300 fermetra eign í Faxafeni upp í kaupin. „Síðan tókst okkur aldrei að selja þá eign þannig að hún hlóð á sig dráttarvöxtum og kostnaði. Það var of erfitt fyrir lítið fjöl- GILDANDI reglugerð um merking- ar á matvælum samkvæmt EES- staðli mun takmarka innflutning á bandarískum matvörum um ára- mót. Þá fellur úr gildi undanþága frá reglugerðinni og vilja innflytj- endur að bandarískarog evrópskar merkingarreglur verði gerðar jafn- gildar hér á landi. Innflytjendur hafa óáreittir flutt inn matvæli, jafnt frá Evrópu og Ameríku en talið er að svipaðar heilbrigðiskröfur séu gerðar til matvælaframleiðslu á þessum svæðum. Með samningnum um Hið evrógska efnahagssvæði (EES) féll- ust íslendingar hins vegar á að vörur yrðu að bera evrópskar merk- ingar. í ársbyijun 1994 tók gildi reglu- gerð þar sem merkingarreglur EES voru staðfestar en framkvæmdinni var frestað gagnvart vörum með bandarískum merkingum. Herbert Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Amerísk-íslenska FJÁRFESTINGARSKRIFSTOFA Iðnaðarráðuneytisins og Utflutn- ingsráðs hefur gert samning við Hitaveitu Suðumesja og fleiri aðila á Suðurnesjum um leit að hugsan- legum erlendum iðnaðarfyrirtækj- um sem gætu nýtt orku, gufu og heitt vatn á svæðinu. Átakið miðar að því að kynna sérstaklega staðarkosti á Suður- nesjum fyrir fyrirtækjum sem sam- þjónustusíma bankanna hafi greinilega leitt til ábyrgari notkun- ar á greiðslumiðlum. „Sú ánægjulega þróun hefur jafnframt orðið að mjög hefur dregið úr innistæðulausum útekt- um hjá fólki, sem hefur leitt til þess að heildarkostnaður þess vegna ávísanareikninga hefur dregist saman um 7% að meðal- tali, þrátt fyrir að á sama tíma hafi verið tekin upp þjónustugjöld. Notkun greiðslumiðla er því orðin þægilegri, fljótlegri og ódýrari með tilkomu debetkorta.“ Sigur- skyldufyrirtæki að standa und- ir þessu.“ Hlutafélag í eigu fjölskyldu Þóru Þrastardóttur, tengda- dóttur Ragnars, hefur tekið við verslunarráðsins, segir að ef um- rædd ákvæði öðlist gildi um næstu áramót muni neytendur verða óþægilega varir við það. „Bandarísk matvara nýtur mikilla vinsælda hér á landi og er löngu orðin rótgróin á markaðnum. Innflutningur á bandarískri matvöru nemur um ein- um milljarði króna árlega þannig að ekki er um gífurlegar fjárhæðir að ræða en aftur á móti er sterk hefð fyrir henni á ákveðnum svið- um. Til dæmis kemur um 90% af öllum barnamat frá Bandaríkjun- um. Verði reglugerðin óbreytt hverfa þessar bandarísku vörur af markaðnum nema þær fáu sem hægt yrði að sérmerkja eða kaupa frá Evrópu. Hvor kosturinn hefði auðvitað kostnað í för með sér og gæti þýtt 5-10% hækkun á vör- unni. Reyndar tel ég að sérmerking- ar muni ekki svara kostnaði í flest- um tilvikum þar sem ísland er svo lítill markaður.“ Herbert telur að það bijóti ekki nýtu gufu og rafmagn. Þá er jafn- framt í undirbúningi að kynna er- lendis möguleika hér á landi til full- vinnslu matvæla. Hlutverk Fjárfestingarskrifstof- unnar að greiða fyrir erlendri fjár- festingu hér á landi. Starfið er ann- arsvegar fólgið í að hafa allar til- tækar upplýsingar tiltækar t.d. um skattamáí, lagalegt umhverfi, flutn- inga, rekstarkostnaðarþætti o.s.frv. veig segir að tekjutap bankans vegna þessa sé óverulegt þar sem á móti komi bæði beinn og óbeinn sparnaður. Hún segir þessa þróun koma bönkunum til góða til lengri tíma litið, þrátt fyrir að tekjur muni dragast saman. Færra starfsfólk þurfi við greiðslumiðlunina og því verði hægt að bæta aðra þjónustu jafnframt því sem starfsfólki geti fækkað smám saman. Sigurveig segir hins vegar eng- in áform vera uppi um uppsagnir hjá bankanum vegna þessa. rekstri Jarlsins í Kringlunni. Aðaleigendur Hins íslenska hamborgarafélags eru Jón Örn Stefánsson, matreiðslumaður og fjölskylda hans. í bága við EES-samninginn þótt innflutningur vöru með bandarísk- um matvælamerkingum verði áfram leyfður hér á landi. „Á EES- svæðinu þekkjast vel alls konar undántekningar frá reglum. Enginn efast um að bandarískar heilbrigðis- reglur fullnægi kröfum hér á landi og veiti fullnægjandi upplýsingar þótt notast sé við annan merkingar- staðal. Skynsamlegasta lausnin er líklega sú að láta bæði bandarísku og evrópsku merkingarreglurnar gilda hérlendis. Á móti yrðu Islend- ingar líklega að setja ákvæði í reglugerðina, sem kæmu í veg fyrir að bandarískar vörur yrðu fluttar til þriðja lands. Það er því líklega hægt að leysa þetta mál ef pólitísk- ur vilji er fyrir hendi og innflytjend- ur hafa reyndar ekki mætt öðru en velvilja hjá þeim ráðherrum sem málið heyrir undir. Utanríkisráð- herra fer með samskiptin við EES en umrædd reglugerð heyrir undir umhverfisráðherra." sagði Herbert. í sumar er gert ráð fyrir að gefin verði út upplýsingarit um skatta á fyrirtæki, umhverfismál, lífsskilyrði á íslandi og almennt um ramma erlendra fjárfestinga hér á landi. Hins vegar er skrifstofunni ætlað að vinna að nokkrum átaksverkefn- um þar sem tilteknir staðarkostir verða kynntir fyrir ákveðnum markhóp fyrirtækja. Þau verða val- in með aðstoð erlendra sérfræðinga. Sameining' Sabena Swissair samþykkt Briissel. Reuter. ESB hefur samþykkt kaup Swissair á 49,5% hlut í belgíska flugfélaginu Sabena. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins varð að samþykkja sameininguna og sagði í yfirlýs- ingu að hún bryti ekki í bága við evrópsk samkeppnislög. Sa- bena fagnaði ákvörðuninni og kvað félögin stefna að því að verða leiðandi afl í evrópskri ferðaþjónustu og meðal þriggja helztu flugfélaga Evrópu. Pierre Godfroid, aðalfram- kvæmdastjóri Sabena, sagði að félagið stigi rökrétt skref með samvinna við Swissair, sem væri þekkt fyrir traustan fjárhug. Forstjóri Swissair, Otto Löpfe, sagði að með samrunanum yrði hægt að tengja leiðir félagsins neti ESB-'flugfélaga. Sérfræðingar telja að sam- komulagið verði báðum aðilum til hagsbóta, en benda á að Sa- bena beijist enn í bökkum. Tap á rekstri Sabena nam 1.20 milljörðum belgískra franka í fyrra, en Swissair var rekið með hagnaði upp á 23 milljónir svissneskra franka. ESB hafnar norrænu gervihnatta sjónvarpi Kaupmannahöfn. Reuter. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur hafnað bráða- birgðaáætlunum um norrænt gervihnattasjónvarp, en hvetur til áframhaldandi viðræðna og góðar horfur eru á að samþykki fáist að lokum að sögn danska Ijarskiptafyrirtækisins Tele Danmark. Áætlunin nefnist Nordic Sat- ellite Distribution (NSD) og að henni standa Tele Danmark, Norsk Telekom AS, sem er und- ir stjórn Telenor AS, og Kinne- v vik í Svíþjóð. Tele Danmark sagði í yfirlýs- ingu áður en framkvæmdastjórn ESB tilkynnti um ákvörðunina að NSD mundi endurskoða skipulag samvinnu sinnar til að fullnægja samkeppnisreglum ESB. Stórgróði hjá pappírs- fyrirtæki London. Reuter. HAGNAÐUR brezka pappírs- og umbúðafyrirtækisins David S. Smith jókst um 136% í tæp- lega 100 milljónir punda á tólf mánuðum til aprílloka og fyrir- tækið telur næstu tólf mánuði lofa góðu, þótt umsvif verði held- ur minni Fyrirtækið er umsvifamesti aðilinn í Bretlandi, sem endur- vinnur pappír, og vísar á bug vangaveltum um að bandaríski pappírsrisinn International Pa- per reyni að yfirtaka það. Hækkandi pappírsverð um all- an heim áttu þátt í því að síð- ustu tólf mánuðir voru „afburða- ár“ að sögn Peter WiIIiams aðal- framk væmd astj óra. Rekstrarhagnaður rúmlega tvöfaldaðist í 110.7 milljónir punda og greiðsla arðs af hluta- bréfum var hækkuð í 13 pens úr 10,75 pensum ári áður. Hagn- aður fyrir skatta var 99.7 millj- ónir punda. Eigendaskipti á Sprengisandi Innfhitningur á bandarísk- um matvörum takmarkaður? Pjárfestingarskrifstofa Iðnaðarráðuneytis og Útflutningsráðs Iðnfyrirtæki löðuð til Suðurnesja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.