Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 B 3 VIÐSKIPTI Bolli Héðinsson, hagfræðingur í Búnaðarbankanum, segir framvirk viðskipti vaxa ört Sjávarútvegur þarf að firra sig betur gengisáhættu BÚNAÐARBANKINN hefur sett á fót viðskiptastofu sem hefur með höndum framvirka samninga og gjaldeyrisstýringu bankans. Bolli Héðinsson, hagfræðingur starfar í viðskiptastofunni. BOLLI HÉÐINSSON, hagfræðing- ur í Búnaðarbankanum, segir mikið vanta á að sjávarútvegsfyrirtæki nýti sér þau tæki sem séu fyrir hendi á gjaldeyrismarkaði til að draga úr gengisáhættu. Innflutn- ingsfyrirtæki hafi aftur nýtt sér framvirk viðskipti í vaxandi mæli. „Útflutningsfyrirtæki sem selja í bandaríkjadollurum og sterlings- pundum fá færri krónur fyrir afurð- ir sinar vegna gengislækkana þess- ara mynta. Eðlileg viðbrögð við þessu ættu að vera að hagræða í rekstri og flytja sig á aðra markaði í stað þess að krefjast gengisfelling- ar krónunnar. Kostnaðarlækkunum og útflutningi á aðra markaði er hins vegar ekki auðveldlega komið við með skömmum fyrirvara og því getur einn liður í hagræðingu verið fólginn í því að firra sig gengisá- hættu,“ segir Bolli. Hann segir eðlilegt að erlendar skuldir fyrirtækja séu að mestu í sömu myntum og tekjur en því megi ná fram með skuldbreytingum eða skuldaskiptasamningum og framvirkri sölu á gjaldeyri o.fl. Fyrirtæki með erlendar skuldir en tekjur í íslenskum krónum þurfi að haga skuldasamsetningu sinni þannig að hún samsvari sem mest myntkörfu krónunnar. Gengisá- hættu á tekjuhliðinni megi mæta með framvirkum samningi um væntanlegar greiðslur fyrir afurðir t.d. yfir íslenskar krónur eða aðrar myntir. Hins vegar þurfi skulda- skiptasamningar nokkurn undir- búning því skoða þurfi skuldastöðu fyrirtækjanna gaumgæfilega áður. Framvirk viðskipti breiðast út hjá innflutningsfyrirtækjum Notkun framvirkra samninga hefur verið að aukast jafnt og þétt hjá Búnaðarbankanum. Um síð- ustu áramót var staða þeirra í ís- lenskum krónum 456 milljónir en var 122 milljónir ári áður. Heildar- staða samninga var 2.126 milljónir í árslok. Bankinn hefur einkum gert þrjár tegundir framvirkra samninga. í fyrsta lagi er um að ræða samninga í íslenskum krón- um við viðskiptamenn sem eru að kaupa eða selja erlendan gjaldeyri. Að sögn Bolla hafa innflutnings- fyrirtæki nýtt sér í vaxandi mæli þessa þjónustu en útflytjendur í minna mæli. „Sænska krónan hef- ur verið að hækka á erlendum mörkuðum og nokkur fyrirtæki voru búin að kaupa af okkur sænskar krónur framvirkt. Við seljum einnig mikið af þýskum mörkum og japönskum jenum framvirkt vegna bílainnflutnings sem kom vel út þegar þessar mynt- ir voru að hækka.“ I öðru lagi er nokkuð um fram- virka saminga í erlendum myntum innbyrðis milli tveggja mynta þar sem fyrirtæki hafa verið að veija sig gengisáhættu með því að flytja sig milli mynta. í þriðja lagi gerir Búnaðarbankinn framvirka samn- inga milli erlendra gjaldmiðla til stýringar á gjaldeyrisjöfnuði bank- ans. Virk gjaldeyrisstýring fer fram í viðskiptastofu bankans þar sem erlendur gjaldeyrir er keyptur og seldur jöfnum höndum. Athugasemd frá SR-mjöli MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Hlyni Jónssyni Arndal, framkvæmda- stjóra íjármálasviðs SR-mjöls hf.: „í viðskiptablaði Morgunblaðsins síðastliðinn fimmtudag birtist súlu- rit sem sýndi hækkanir á hlutabréf- um í nokkrum stærstu fyrirtækjum landsins frá síðustu áramótum. Samanburður þessi var settur fram með þeim hætti að undirritað- ur fann sig knúinn til að koma að alvarlegri athugasemd. Verðbreyt- ing hlutabréfa SR-mjöls hf. var miðuð við gengi bréfanna við kaup þeirra af ríkissjóði 31. desember 1993, en verðbreytingar á gengi annarra hlutabréfa var miðuð við frá 1. janúar 1995! Súlurit þetta sýndi eðlilega stór- kostlegan mun og hækkun á bréfum SR-mjöls hf. virtist langt umfram þær verðhækkanir sem orðið hafa á öðrum fyrirtækjum. I skýringum var reynt að útskýra þessa einkennilegu framsetningu en af viðræðum við þá sem séð hafa fyrrnefnt súlurit er ljóst að myndin hefur talað sínu máli en skýringin farið algerlega forgörð- um. Ef skoða á arðsemi kaupa á hlutabréfum í SR-mjöli hf. er eðli- legast að samanburður sé fram- kvæmdur við aðra kosti fjárfesta á sama tíma eða í ársbyijun 1994. Þegar það er rannsakað kemur í ljós að aðili sem vildi fjárfesta í hlutabréfum gat valið um 16 þekkt fyrirtæki. Á þessu tímabili hafa sum þessarar fyrirtækja aukið hlutafé sitt, greitt arð eða gefið út jöfnunar- hlutabréf. Verðbréfamarkaður Islands- banka hefur unnið meðfylgjandi samanburð á hækkun þessara hlutabréfa frá janúar 1994. í þess- um samanburði er reiknað með að í þeim tilvikum þar sem greiddur var arður þá hafi honum strax ver- ið varið til kaupa á meiru hlutfé í viðkomandi fyrirtæki. Jafnframt var tekið tillit til útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. Eins og sjá má er arðsemi SR- mjöls með því betra sem gerist en þó í samræmi við önnur fyrirtæki á markaði. Frá því að fyrirtækið var keypt af Ríkissjóði hefur verið unnið mik- ið í fjárhagslegri endurskipulagn- ingu bæði hvað varðar afurðarlán og langtímalán. Fjárfest var í tækjabúnaði fyrir loðnuflokkun sem er ný starfsemi innan fyrirtækisins. Að síðustu má ekki gleyma að frá því að fyrirtækið var keypt hafa verið unnin um 500 þús. tonn af hráefni. Allir þessir þættir hafa skilað sér í betri afkomu og hærra gengi hlutabréfa. Það eru hagstæð- ir umhverfisþættir og innri aðgerðir sem hafa skilað hluthöfum hækkun á verði. Til að undirstrika þetta er bent á að aðeins síðustu þijá mánuði hafa hlutabréf í SR-mjöli hf. hækk- að um 25%. Rétt er að geta þess að rekstur SR-mjöls hf. er afar áhættusamur og tap þess getur verið mikið ef lítið aflast. Áhættan er því marg- falt meiri en annarra fyrirtækja innan sjávarútvegs sem mörg hver eru með biandaðan rekstur og því meiri áhættudreifingu. Verð hluta- bréfa í SR-mjöli hf. getur því fallið hratt ef veiðar bregðast." Jarðboranir hl Skeljunugur hf Skagstreidingur hl Sæpíast hf Grandi hf OMéfagkJhf Marei hf OlítKetslun ísfands hf Úlgerðarfélag Akureyhnga hl Islandsbanki hf Slldarvinnslan hf Fluglaiðirhf Pormóður Rammi hf SR-mjðf hf Hampiðian hf Breytingar á gengi hlutabréfa frá ársbyrjun 1BB4 40,3% 141,7% ■■■51,0% ■■■■■■61.4% wmmmmmmmmmm oo,s% mmmmmmmmm^m 86,1 % wmmmmmmmmm^mm 02.5% ■■■■■■■■■■■■■■■■■ 102,7% ÞEIR Einar Benediktsson, forstjóri Olís og Gunnar Gunnarsson, umboðsmaður í Ólafsvík voru viðstaddir opnun bensínstöðvarinnar. Tvær nýjar bensín- stöðvar á Snæfellsnesi OLÍUFÉLÖGIN þijú opnuðu fyr- ir skömmu sameiginlega bensín- stöð í Ólafsvík. Stöðin er tæplega 200 fermetrar á stærð og hýsir jafnframt verslanir með bíla- og ferðavörur, smárétti og sælgæti auk myndabandaleigu, segir í frétt. Nýja stöðin leysir af hólmi 35 ára gamla stöð sem var rifin nokkrum dögum fyrir opnun hinnar nýju stöðvar. Þar fást allar tegundir bensíns og gasolíu, auk diselolíu og steinoliu. Loftorka í Borgarnesi annaðist byggingu hússins. Á opnunardaginn fjöl- menntu Ólsarar á hátíð sem var haldin í tilefni dagsins. í sömu viku opnaði OIís nýja bensínstöð á Arnarstapa. Um er að ræða tvær dælur með 95 okt- ana bensíni og diselolíu. Stöðin sjálf er til húsa í burstabæ um- boðsmanns Olís, Tryggva Tryggvasonar. Henni er ætlað að þjóna ferðamönnum, en straumur ferðamanna um sunnanvert Snæ- fellsnes eykst jafnt og þétt. Rekst- ur stöðvarinnar er i höndum Snjó- fells hf. sem jafnframt starfrækir veitingaskála og býður vélsleða- ferðir á Snæfellsjökul. Á staðnum eru einnig tjaldstæði og ýmis að- staða fyrir ferðamenn. Takmarkast rekstur þinn vegna skorts á upplýsingum? Concorde XAL upplýsingakerfi og bókhald. Alhliða upplýsingakerfi án takmarkana. Hátækni til framfara Sl Tæknival Skeifunni 17 • Sími 568-1665 Innflytjendur, Útflytjendur, Framleiðendur Utartríkisverslun 1994 eftir tollskrárnúmerum í bókinni er að finna nákvæmar upplýsingar um utanríkisviðskipti íslendinga árið 1994. Bókin er mjög aðgengileg og í henni eru allar tölulegar upplýsingar um utanríkisverslun í nákvæmri sundurliðun, eftir tollskrámúmerum og löndum. Upplýsingar eru veittar um magn, fob- og cif-verð fyrir innflutning ásamt magni og fob-verði fyrir útflutning. Bókin getur m.a. auðveldað stjómendum fyrirtækja að sjá markaðsstöðu sína á hverjum vömflokki, koma auga á markaðstækifæri o. fl. Bókin er 426 bls. og kostar 2.200 kr. Hagstofa Islands Skuggasundi 3 150 Reykjavík Sími 560 9860 Brcfasími 562 3312

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.