Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VfÐSKIPTI Olís endumýjar bensínstöðvar og undirbýr sókn inn á neysluvörumarkaðinn Kaupmaður- inn á planinu HEILDARMARKAÐSHLUTDEILD 0LÍUFÉLA6ANNA 1985-1994 35% Olís vinnur nú að endumýjun bensínstöðva og eftir breytingamar verður stóraukin ______áhersla lögð á bætta þjónustu og sölu neysluvöru í þeim. Kjartan Magnús- son ræddi við Thomas Möller, framkvæmda- stjóra markaðssviðs, um stefnu fyrir- tækisins og framtíðarsýn Thomas Möller olíufélag- ÁRATUGUM satnan lutu olíuviðskipti á Is- landi forræði ríkisins sem sá um gerð við- skiptasamninga við Sovétríkin. Með verð- lagshöftum og ákvæð- um um flutningsjöfn- un voru olíufélögin síðan skylduð til að selja bensín á sama verði um land allt. Verð olíuvara réðst þannig ekki af raun- verulegum kostnaði eða veittri þjónustu og ýtti síður en svo undir hagkvæmni í rekstri anna. Þetta hefur breyst á síðustu misserum. Nú er olíufélögunum ekki lengur gert að selja sömu tegund eldsneytis á sama verði hvar sem er á landinu og eru þau sem óðast að laga sig að breyttum aðstæðum og búa sig undir harða samkeppni við erlenda og innlenda aðila, sem hafa boðað komu sína á markaðinn. Því má búast við því í framtíðinni ráðist verð eldsneytis af þremur þáttum sem hafa ekki skipt miklu máli til þessa: Um- fangi viðskipta, þjónustustigi og fjarlægð frá helstu birgðastöðvum. Olíuverzlun íslands hefur að undanförnu mótað nýja stefnu fyr- ir starfsemi sína og skil- greint framtíðarmarkm- ið. Þessi stefna, sem kynnt verður opinberlega í haust, verður vegar- nesti Olísmanna á breytt- um og harðnandi olíumarkaði framtíðarinnar. Olís er 67 ára og því elsta starf- andi olíufélag landsins. Skin og skúrir hafa skipst á í rekstri fyrir- tækisins og lengi vel var það með minnstu markaðshlutdeild af „hin- um þremur stóru“ olíufélögum. Á siðastliðnum árum hefur Olís hins vegar sótt mjög í sig veðrið og er Hagræðing skili sér í lægra verði nú með svipaða mark- aðshlutdeild og Skelj- ungur. Heildarsala Olís á fljótandi elds- neyti nam 177 þúsund tonnum á síðasta ári samanborið við 170 þúsund tonn hjá Skelj- ungi. Stefnumótun mikilvæg Thomas Möller er 41 árs gamall hag- verkfræðingur. Hann réðst til Olís árið 1993 en var áður forstöðu- maður rekstrardeildar Eimskips. Thomas segir að góð reynsla sé af stefnumótun hjá Olís. Á þessu ári sjáist til dæmis árangur af stefnumótunarvinnu síðustu ára þar sem Olísmenn einsettu sér að auka markaðshlutdeild sína og lækka fastan kostnað fyrir- tækisins. Hvort tveggja hafi tek- ist með viðunandi hætti að hans mati. „Á síðustu misserum höfum við glímt við vissan fortíðarvanda í rekstri félagsins sem mátti ekki síst rekja til íþyngjandi ríkisaf- skipta. Olís hefur aukið markaðs- hlutdeild sína töluvert á undan- förnum misserum og miðað við hana er fyrirtækjð nú næst- stærsta olíufélagið. Við höfum einnig náð árangri í að lækka kostnað og nú þegar hefur komið í Ijós að Olís mun spara sér _________vel á annað hundrað milljóna króna á ári með Olíudreifingu hf., sameigin- legu dreifingarfyrirtæki Olís og Olíufélagsins, sem stofnað var í mars síðastliðnum og tekur til starfa um næstu áramót. Fyrir stofnun Olíudreifingar ráku ol- íufélögin þrjú sitt eigið dreifingar- kerfi og birgðastöðvar hringinn í kringum landið og kostnaðurinn við það hjá hveiju þeirra var gíf- urlegur og tvíverknaður og sóun voru áberandi í þessum rekstri," segir Thomas. -Hefði þá ekki verið hægt að auka hagræðinguna enn frekar með því að bjóða Skeljungi að vera með í stofnun Olíudreifingar hf? „Við kjósum að líta svo á að þeir hafi byijað á því að velja sér ann- an samstarfsaðila. Eins og allir muna var veturinn heitur í ís- lenska olíuheiminum. í janúar fréttist af áhuga Irving-olíufé- lagsins kanadíska á að hasla sér völl í eldsneytissölu hér á landi. Þá hefði ef til vill verið eðlilegast að íslensku olíufélögin þijú hefðu þá komið sér saman um að stofna sameiginlegt birgða- og dreifing- arfyrirtæki. Skeljungur tilkynnti hins vegar að hann ætlaði í sam- starf við Hagkaup um bensínsölu. Skeljungur tók þannig frumkvæð- ið og valdi sér Hagkaup til að vinna með hvað sem síðar verður. Það lá því beinast við að Olís og Olíufélagið tækju upp samstarf. Hitt er svo annað mál að það bendir margt til þess að Skeljung- ur hafi gert mistök með þessu samstarfi sínu. Það er ljóst að bensínsala Hagkaups verður við stórmarkaði þess og það vill svo til að einhver af bensínstöðvum Skeljungs er sjaldnast langt und- an.“ Starfsemi Olís skiptist nú í tvennt. Annars vegar er um að ræða fyrirtækjaþjónustu og hins vegar einstaklingsþjónustu eða rekstur bensínstöðva. Thomas segir að af tæplega 200 milljóna lítra eldsneytissölu Olís á síðasta ári séu um 150 milljón lítrar sala til fyrirtækja en um fimmtíu millj- ónir fari til einstaklinga. „Á síð- ustu árum höfum við aukið fjöl- breytileika fyrirtækjaþjónustunn- ar og aukið vöruúrval hennar þannig að í gegnum hana eiga viðskiptavinir okkar að geta pant- að flestar almennar rekstrarvör- ur.“ Sveigjanleiki og viðbragðsflýtir Thomas segir að á næstunni verði viðskiptavinir Olís varir við umtalsverðar breytingar hjá fyrir- tækinu sem miði að því að styrkja stöðu þess og bæta þjónustu við viðskiptavini. í fyrsta lagi verði áfram leitast við að hagræða í rekstri félagsins og stefnt sé að því að slík hagræðing skili sér til viðskiptavina með lægra bensíns- 3u% 25% ENDURNÝJUÐ bensínstöð Olís við Álfheima, sem opnuð verður í haust, mun líta þannig út. Arkitekt er Ingimundur Sveinsson en auk hans komu um þrjátíu starfsmenn Olís að hönnun hennar. Framveg- is verður ytra útlit bensínstöðva fyrirtækisins samræmt. verði. í annan stað verði hefð- bundin þjónusta stóraukin og í þriðja lagi muni fyrirtækið leita sóknarfæra með því að víkka út reksturinn og þegar frá líði megi jafnvel búast við að Olís leiti hóf- anna í óskyldum rekstri. Frekari hagræðing Olís rekur nú 65 bensínstöðvar um land allt og vel á fjórða hund- rað manns vinna beint eða óbeint hjá fyrirtækinu. Thomas segir að 20% bensínstöðvanna eða þrettán skili fyrirtækinu um 80% af velt- unni í bensínsölu. Flestar þessar stöðvar eru á höfuðborgarsvæð- inu eða í næsta nágrenni þess. Aðeins ein af þessum þrettán er norðan Akraness og austan Sel- foss en það er Olísstöðin á Akur- eyri. Thomas neitar því ekki að taprekstur sé á nokkrum af- skekktum bensínstöðvum Olís og að til greina komi hætta slíkum rekstri eða veita rekstraraðilum aukið sjálfstæði í þjónustu og verðlagi. „Eftir stofnun Olíudreif- ingar hf. má vel vera að grisjun 1 bensínstöðva á landsbyggðinni verði næsta hagræðingarverkefni olíufélaganna. Með flutningsjöfn- unarkerfinu niðurgreiddi ríkið alla olíuflutninga út á land og það leiddi til þess að víða var offjár- fest í birgðastöðvum, olíuaf- greiðslum og bensín- stöðvum. Eldsneytis- kaupendur voru látnir greiða með óhagkvæmu kerfi sem rekstrar- grundvöllur var í raun aldrei fyrir. Olíufélögin eru strax farin að stíga skref í þá átt að hætta rekstri óhagkvæmra bens- ínstöða og má benda á Neskaup- stað í því sambandi. Allir sjá að rekstur allt að þriggja bensín- stöðva í smáum byggðarlögum gengur ekki. Slíkar hagræðinga- raðgerðir ættu að efla þær bensín- stöðvar og olíuafgreiðslur sem Bensínstöð opin allan sól- arhringinn verða eftir og auka samkeppni í bensín- og olíusölu á landinu öllu þegar til lengri tíma er litið.“ Olís á neysluvörumarkað Til skamms tíma var varla ann- að selt á bensínstöðvum en bensín og aðrar rekstrarvörur fýrir bíla. Fyrir um tíu árum þóttu það stór- tíðindi þegar farið var að selja mjólk í bensínstöð nokkurri í Graf- arvogi. en hverfið var þá í bygg- ingu og án verslunar. Töldu jafn- vel ýmsir að sala þessara óskyldu vökva væri með öllu ósamrýman- leg og heilbrigðisyfirvöldum bæri að stöðva hana. Á síðustu árum hafa öll olíufé- lögin unnið markvisst að því að auka vöruúrval á bensínstöðvum sínum. Margar stöðvar selja nú sælgæti, svaladrykki, og skyndi- mat. Olís hefur tekið þátt í þess- ari þróun en hingað til hefur ver- ið litið á sölu neysluvarnings á bensínstöðvum þess sem aukabú- grein og þjónustu við viðskipta- vini. Á næstunni mun Olís hefjast handa við að endurnýja bensín- stöðvar sínar og við hönnun þeirra hefur verið stigið skrefi lengra og beinlínis gert ráð fyrir sérstöku rými og kælikistum til þessara hluta. Að sögn Thomasar er fyrir- myndin svokallaðar „conveni- ence“ verslanir erlendis, sem eru opnar lengur en aðrar verslanir. „Við munum sem sagt hafa í boði þjónustu og almennar ______ rekstrarvörur fyrir bíla og neysluvörur fyrir heimili. Það má orða það þannig að Olís verði kaupmaðurinn á planinu sem selur bensín, mjólk, brauð, nýlenduvörur, ferska ávexti, frístundavöru, blöð og 20%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.