Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 B 5 tímarit svo eitthvað sé nefnt. Eft- ir breytingarnar verða bensín- stöðvar Olís víða opnar til mið- nættis en einnig kemur til greina að hafa eina stöð í Reykjavík opna allan sólarhringinn." Thomas segir að það sé einkum tvennt sem ráði þessari stefnu- breytingu. „í fyrsta lagi hafi við- skiptavinir tekið auknu vöruúr- vali á bensínstöðvum vel og ós- part nýtt sér hana. Við hljótum að líta til þess þegar við endurnýj- um bensínstöðvarnar eða tökum nýjar í notkun og nú höfum við sett okkur það markmið að þær verði þjónustumiðstöðvar heimil- anna. I öðru lagi er aukin þátt- taka Olís á neysluvörumarkaði í samræmi við markmið fyrirtækis- ins um útvíkkun þjónústu og leit að nýjum vaxtarbroddum. Það má búast við því að heildarsala á smurolíu og eldsneyti eigi eftir að standa í stað á næstu árum og því er eðlilegt að við nýtum sóknarfæri á öðrum sviðum. “ Nýjar bensínstöðvar Hinar nýju bensínstöðvar Olís eru mun stærri en þær gömlu enda gert ráð fyrir töluverðu rými fyrir verslunarrekstur þar. Allar stoðvarnar verða með áþekku út- liti, nýjum dælum, sjálfsölum og skyggni. í haust verða fjórar bensínstöðvar endurnýjaðar með þessum hætti. Stöðvarnar við Álf- heima og Ánanaust í Reykjavík verða endurnýjaðar en nýjar stöðvar verða byggðar við Sæ- braut og Rauðavatn. Þessar fjórar stöðvar verða reistar á sextán mánuðum en ný skyggni og dælur verða samtímis settar á allar stærri stöðvar félagsins. Nýju dælurnar eru af fullkomn- ustu gerð og mun fjölhæfari en hinar gömlu að sögn Thomasar. Auk eldsneytis verður hægt að dæla úr þeim vatni, rúðuvökva, smurolíu og frostlegi úr sérstök- um slöngum og hella þeim beint í geyma bílsins. Viðskiptavinurinn þarf því ekki lengur að fara inn í stöðina til að kaupa þessar vörur á einnota plastbrúsum, hella úr þeim á geyminn og henda þeim síðan. „Þetta hefur stóraukið hag- ræði í för með sér fyrir viðskipta- vininn og fyrirtækið svo ekki sé talað um umhverfið. Viðskipta- vinum mun einnig standa til boða að borga með greiðslukortum við dæluna og getur valið á milli sjálf- sala eða fullrar þjónustu. Dælurn- ar eru í samræmi við ströngustu hreinlætiskröfur sem þekkjast erlendis og í þeim er meðal ann- ars búnaður sem sýgur bensínguf- una aftur niður í tankinn þannig að þessi bensín- og olíulykt, sem ýmsum finnst hvimleið, ætti að vera í algeru lágmarki á nýju stöðvunum.“ Tengingar fyrir rafmagnsbíla Thomas segir að þar sem því verði við komið á nýju stöðvunum verði einnig sérstök mótorhjóla- stæði, sérdæla fyrir stóra bíla og jafnvel tengingar fyrir rafmagns- bíla. „Það er ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær raf- magnsbílar koma á almennan markað hér á landi. Þeir eru nú töluvert notaðir erlendis og með rafmagnstengingu vill Olís af fyrra bragði bjóða þennan ómeng- andi bílakost velkominn hingað til lands í stað þess að bregðast við eftir á. Auk þess munum við leitast við að bjóða víðtækari þjónustu á bensínstöðvunum en hefur þekkst áður eins og leikað- stöðu fyrir börn hjá þvottaplönum og þjónustuhorn inni á stöðvunum þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að ljósrita og senda fax svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta er í góðu samræmi við þá stefnu okkar að víkka út þjónustusviðið og gera þannig betur við við- skiptavini. Það er í eðli allra heil- brigðra fyrirtækja að stækka með því að gera betur við fastakúnna og afla nýrra,“ segir Thomas. Ný þjónustumiðstöð Suðurflugs hf, rís á Keflavíkurflugvelli Tí/ atlögu við einokun Lítið flugfélag á Keflavíkurflugvelli býður risanum birginn og hyggst brjóta á bak aft- ur einokun Flugleiða á flugafgreiðslu. Þor- steinn Víglundsson kynnti sér málið. Björn Blöndal ERIC A. Kinchin stjórnarformaður Suðurflugs hf. framan við nýja þjónustumiðstöð sem fyrirtækið er nú að reisa. Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI er nú að rísa þjónustumiðstöð fyrir smærri flugvélar, en aðstaða fyrir þessar vélar hefur verið mjög tak- mörkuð á vellinum fram til þessa. Það er flugfélagið Suðurflug hf. sem stendur að þessum fram- kvæmdum og er félagið um leið að reyna að hnekkja þeirri einokun sem Flugleiðir hafa haft á þjónustu við flugvélar á Keflavíkurflugvelli á undanfömum árum. Þjónustumiðstöð þessi er ekki stór í samanburði við risavaxið flugskýli Fiugleiða sem stendur við hlið hennar. Engu að síður verður hér um að ræða u.þ.b 3000 fer- metra byggingu sem er gríðarlega stórt verkefni fyrir þetta litla flug- félag. Flugfélagið sem gleymdist Að sögn Erics A. Kinchins, stjómarformanns Suðurflugs, eiga þessar framkvæmdir sér nokkuð langa sögu. „Það má kalla þetta flugfélagið sem gleymdist. Þegar öll starfsemi var flutt frá gömlu flugstöðinni yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þá varð þetta litla fyrirtæki ’í horninu’ eftir. Starf- semin þá byggðist að mestu á flug- kennslu en fyrirtækið stóð fyrst í fraktflugi um 1960, þá undir nafn- inu Þór hf.“ Eric segir það hafa verið aðkal- landi fyrir flugfélagið að koma sér upp betri aðstöðu, en aðstöðuleysi stæði félaginu fyrir þrifum í dag. Hann segir hugmyndina um þessar framkvæmdir hafa komið upp á borðið í kringum 1989. „Vinna við þessar framkvæmdir hófst fýrir alvöru 1991-2 en þá hafði þegar verið unnið mikið undirbúnings- starf af Einar Guðmundssyni fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins." Vil- yrði hafi fengist fyrir lóð hjá Utan- ríkisráðuneytinu en síðan hafi tek- ið við tveggja ára bið eftir því að umsóknin fengi afgreiðslu hjá hin- um ýmsu nefndum. Lánsfé haldið í lágmarki Verkefni af þessu tagi er mjög viðamikið fyrir lítið flugfélag, en kostnaðaráætlun, miðað við full- búna þjónustumiðstöð, hljóðar upp á um 75 milljónir króna og segir Eric að áætlunin hafi staðist að öllu leyti fram til þessa. Stefnan hafi verið sú að skuldsetja fyrir- tækið ekki um of vegna þeirra og því hafi verið unnið ötulega að fjár- öflun eftir öðrum leiðum. „Við fór- um út í hlutafjáraukningu og sett- um á markað 280 hluti í fyrirtæk- inu. Núna eru aðeins um 60 hlutir óseldir en meðal hluthafa eru Olíu- félagið hf, auk þess sem við höfum fengið hlutafjárloforð frá Sand- gerðisbæ." Með þessum hætti seg- ir Eric að tekist hafi að halda lán- tökum í lágmarki. Auk þessarar hlutafjáraukning- ar var, að sögn Erics, reynt að byggja upp reksturinn á gamla staðnum en það hefði þó reynst mjög erfitt enda aðstaðan þar nán- ast ómögleg fyrir viðameiri starf- semi en nú er. Engin aðstaða fyrir hendi Gert er ráð fyrir því að þessi þjónustumiðstöð verði einkum fyrir smáflugvélar af ýmsu tagi. Eric segir að þessa þjónustu vanti alveg á Keflavíkurflugvelli í dag og nefn- ir sem dæmi að flugmenn eins hreyfíls véla og smærri tveggja hreyfla vélar þurfí að fá eldsneyti á þær sent frá Reykjavík því það sé ekki fáanlegt á Keflavíkurflug- velli. Hann bendir ennfremur á að- stöðuleysi fyrir áætlunarflug Flug- félags Norðurlands til Keflavíkur. „Við teljum þetta vera stórhættu- legt sem þeir eru að gera. Farþeg- arnir mega ekki fara inn í Leifs- stöð þar sem þetta er tollsvæði og því verða þeir að ganga eftir flug- vélarampinum með töskurnar í öll- um veðrum út fyrir girðingu og inn í flugstöðina hinum megin frá. Þetta svæði er hættusvæði og þar eru alls kyns vinnuvélar og flugvél- ar með hreyfla í gangi.“ Gegn einokun Flugleiða Utanríkisráðuneytið hefur gert samning við Flugleiðir sem veitir þeim einkarétt á þjónustu við allt flug um Keflavíkurflugvöll og gild- ir samningurinn til fímm ára í senn. Suðurflug hf. hefur í dag heimild til þess að þjónusta eigin vélar og farþega, en enn hefur ekki fengist leyfi til að þjónusta vélar og far- þega annara flugfélaga. Eric segist þó fullviss um að öll nauðsynleg leyfi fáist. „Þetta er alþjóðlegur flugvöllur og það eru ákvæði í EES-samningnum sem banna ein- okun, sama á hvaða sviði hún er, á slíkum flugvöllum. Við höfum fengið mjög góðar móttökur hjá Utanríkis- og Samgönguráðuneyt- inu, svo og hjá Flugmálastjóm og við hefðum aldrei farið út í þessar framkvæmdir ef við værum ekki þess fullvissir að tilskilin leyfu fengjust, annað væri óðs manns æði.“ Eric segir að boðið yerði upp á ýmis konar þjónustu á vegum fyrir- tækisins sem og annara aðila í nýju þjónustumiðstöðinni. „Við ætlum okkur að vera með flug- skýli sem eigendur smærri flugvéla geti haft aðgang að en í dag er engin géymsluaðstaða fyrir þessa aðila hér. Þá ætlum við að vera með aðstöðu til að taka á móti farþegum, einhveija veitingað- stöðu og setustofu jafnframt því sem við ætlum að halda uppi reglu- legum ferðum yfír í Leifsstöð fyrir farþega sem halda ýmist áfram innanlands eða eru á leið úr landi. Einnig mun Olíufélagið setja hér niður tanka svo hægt verði að af- greiða smærri vélar um eldsneyti." Hann segir ennfremur að hægt verði að leigja út skrifstofuhús- næði fyrir alla skylda starfsemi í þjónustumiðstöðinni. Eric segist telja að nægur markaður sé fyrir þessa starfsemi. „Það er ekki ætlun okkar að reyna að hafa tekjur af öðrum heldur teljum við okkur bara vera að bæta við þjónustuna við smærri vélar hér á Keflavíkurflug- velli. Það er alveg furðulegt að á stærsta flugvelli á íslandi skuli ekki vera fyrir hendi nein aðstaða fyrir þessar vélar.“ Gert er ráð fyrir því að markaðssetning hefíist fljótlega og segir Eric að rekstraráætlanir geri ráð fyrir því að húsnæðið geti farið að skila hagnaði strax á þriðja ári í rekstri. Erlendra áhættufjárfesta og samstarfsaðila leitað með sameiginlegu átaki Mikill áhugi meðal fyrirtækja VERSLUNARRÁÐ og Iðnþróunarsjóður hafa auk fleiri aðila ákveðið að ráðast í sameiginlegt átak til að afla erlendra hluthafa og samstarfs- aðila og verður allt að tíu völdum íslenskum fyrirtækjum gefínn kostur á þátttöku. Dav- íð Scheving Thorsteins- son, framkvæmdastjóri átaksins, segir að ís- lensk fyrirtæki hafi nú þegar sýnt því mikinn áhuga og að færri kom- ist að en vilji. Fyrr á þessu ári var ákveðið að kanna áhuga íslenskra fyrirtækja á samstarfi við erlenda fjárfesta og/eða samstarfs- aðila um hlutabréfakaup eða aðild ■að rekstri hér á landi. Eftir forat- hugun var ákveðið að efna til sérs- taks átaks í því skyni. Mun það standa í eitt ár og er Verslunarráð umsjónaraðili. Auk þess taka Iðn- þróunarsjóður, Fjárfestingarskrif- stofa viðskipta- og iðnaðarráðuneyt- isins og Útflutningsráðs og Aflvaki hf. þátt í því. Davíð Scheving segir að nú þegar hafi fjölmörg fyrirtæki haft samband og óskað eftir að verða valin til þátttöku í átakinu. Hann vildi ekki gefa upp hvaða fyrirtæki kæmu helst til álita þar sem málið væri enn í skoðun. „Svona skipu- lögð sókn íslensks fyr- irtækjahóps er nýjung og því gífurlega mikil- vægt að vel takist til. Því verða einungis fá fyrirtæki á afmörkuð- um sviðum valin til að taka þátt í átakinu en vonandi verður reynsl- an af því svo góð að síðar verði hægt að koma fleiri fyrir- tækjum á framfæri.“ Davíð segir að í upphafi verði athyglinni einkum beint að fyrir- tækjum á nokkrum afmörkuðum sviðum: Framleiðslu véla, tækja og aðfanga, fyrir fískveiðar og full- vinnslu sjávarfangs, matvælafram- leiðslu, t.d. drykkjarvöru ög vist- vænum landbúnaðarafurðum, og ferðamannaþjónustu. „Það liggur fyrir að flest ef ekki öll þau fyrir- tæki sem verða með í fyrsta áfanga hafa getu til að koma sér sjálf á framfæri erlendis en af ýmsum ástæðum ekki ráðist í það. Flest íslensk fyrirtæki eru agnarsmá á heimsmælikvarða og þurfa oftast að verja öllum kröftum sínum í að halda sér gangandi frá degi til dags en hafa lítið svigrúm eða fjármagn til að sækja á erlenda markaði. Með átaki sem þessu fá fyrirtækin hvatn- ingu til þess og verða sér úti um ódýra ráðgjöf og aðstoð en þátttöku- gjaldið nemur 200 þúsund krónum.“ Gagnkvæmt samstarf Davíð er bjartsýnn á að nokkur þeirra fyrirtækja, sem eru í skoðun, standist kröfur erlendra fjárfesta um arðsemi en telur einnig að þeir ættu ekki síður að hafa áhuga á samstarfi. „Átakið einskorðast ekki við öflun fjármagns. Fjárfestingu á milli landa fylgir oft gagnkvæmt samstarf sem kemur hlutaðeigandi aðilum vel. Auk ijármagns gætu íslensku fyrirtækin orðið sér úti um sölu- og markaðskunnáttu, við- skiptasambönd, tækniþekkingu og stjómunarkunnáttu. Erlend fyrir- tæki gætu hins vegar séð sér hag í að efna til tæknisamstarfs við ís- lendinga og víkkað út sölulínur sín- ar með íslenskum vörum svo eitt- hvað sé nefnt,“ segir Davíð. Fjárfestingarráðstefna? Auk átaksins er nú verið að kanna hvort ráðlegt sé að halda sérstaka ráðstefnu þar sem íslensk fyrirtæki myndu kynna sig og framleiðslu sína fyrir erlendum fjárfestum. Undirbúningur slíkrar fjárfestingarráðstefnu er skammt á veg kominn en að sögn Davíð hefur þegar fengist vilyrði fyrir því að hún verði styrkt af Evrópusam- bandinu. „Stóri kosturinn við ráð- stefnuna er sá að þar væri hægt að koma fleiri áhugasömum fyrir- tækjum að en með átakinu, sem við erum að fást við nú. Á meðan íslendingar eru að fikra sig inn á landakort erlendra fjárfesta er betra að vekja athygli á fyrirtækj- um sem hafa sannað ágæti sitt en nýjum og litlum fyrirtækjum með miklar hugmyndir sem enginn veit hvað kemur út úr. Staðreyndin er sú að íslendingar eiga mörg glæsi- leg fyrirtæki en þau þurfa fjármagn og ekki síður tengsl við hinn harða. alþjóðlega viðskiptaheim tii að þróa, auka og síðast en ekki sisi selja framleiðslu sína,“ segir Davíð. Davíð Scheving Thorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.