Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 B 7 Er France Télécom að missa af lestinni? Símamarkaðurinn verður gefinn fijáls innan ESB 1. janúar 1998 en óvíst er að stjórnin hafi þrek til að einkavæða ríkisfyrirtækið fyrir þann tíma MIKIL andstaða er meðal starfsmanna lyá France Télécom við hvers kyns hugmyndir um einkavæðingu og fækkun starfa. JACQUES Chirac hafði ekki verið nema nokkra daga í embætti Frakk- landsforseta þegar hann var minnt- ur á hve erfitt það yrði að einka- væða France Télécom, franska ríkis-- símafyrirtækið. 30. maí sl. fóru 100.000 starfsmenn þess í verkfall til að leggja áherslu á andstöðu sína við hvers konar hugmyndir um einkavæðingu og fækkun starfa. Chirac er í vanda staddur enda var það eitt af helstu kosningalof- ÞEGAR farið verður að nota heim- ilistölvuna til að sjá um bankavið- skiptin og tryggingar fjölskyidunnar fyrir lok þessarar aldar kann það að leggja heilar atvinnugreinar í rúst samkvæmt skýrslu óháðs ráð- gjafafyrirtækis í Bretlandi, INTECO. Ferðaþjónusta, fasteignavið- skipti, opinber þjónusta o.fl. verða einnig fyrir skakkaföllum þegar fyr- irtæki skera niður útgjöld með því að nota tölvur til þess að snúa sér beint til viðskiptavina. Þegar tölvur lækka í verði og komast í eigu þorra fólks verða þær sífellt meira notaðar til þess að gera innkaup auðveldari. Einkatölunot- endur tengjast Internetinu í vaxandi mæli og þar með geta þeir lesið tölvudagblöð, sent póst um kerfið, heimsótt söfn til að líta á „sýndar- sýningar — og verzlað. Hrikalegar afleiðingar? „Þegar tölvur verða notaðar til þess að verzla geta afleiðingarnar orðið hrikalegar fyrir þá sem vinna skrifstofu-, verzlunar- og þjónustu- störf,“ segir Graham Taylor, vara- forstjóri INTECO og skýrsluhöfund- ur. „Tölvuviðskipti ógna miklum fjölda starfsmanna fyrirtækja, svo sem banka, ferðaskrifstofa, þjón- ustufyrirtækja og opinberra fyrir- tækja,“ sagði Taylor. Nýlega tilkynnti Barclays-banki í Bretlandi að hann mundi bjóða upp á fyrstu „tölvubúðarmiðstöð" lands- ins. Þar með geta notendur sett sig í samband við svokallað „Barclayt- org“, sem veitir þeim aðgang að ýmsum verzlunum. Þannig verður meðal annars hægt að komast í samband við póstverzl- unina Argos, búðarkeðjuna J.Sains- bury, leikfangabúðarkeðju vestan- hafs, bókaverzlanir Blackwells og Eurostar, járnbrautina um Ermar- sund frá London til Parísar og Brussel. Beinlínuþjónusta Microsofts Microsoft-fyrirtækið í Banda- ríkjunum hefur tilkynnt að það hafi fengið rúmlega 100 fyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum til þess að bjóða notendum Windows 95 skilanna upp á beinlínuþjón- ustu. Meðal þessara fyrirtækja eru verzlanir og dagblöð. í skýrslu INTECO segir að hugs- anlegir notendur í Bretlandi séu orðum hans að draga úr atvinnu- leysinu. Þrýstingurinn eykst hins vegar stöðugt og 1. janúar 1998 verða öll aðildarríki Evrópusam- bandsins, ESB, að hafa opnað síma- markaðinn fyrir fijálsri samkeppni. Með hveijum degi sem líður án þess að France Télécom, fjórða stærsta símafyrirtæki í heimi, sé einkavætt, versnar samkeppnisstaða þess. „Það er hætta á að AT&T og British Telecommunications nái fáir eins og stendur, en þeim muni fjölga ört á næstu árum. „Þrátt fyrir þá athygli, sem beinl- ínuþjónusta hefur vakið, eru notend- ur slíkrar þjónustu innan við 2% fjöl- skyldna í Bretlandi á þessu ári og aðeins 200.000 eiga hraðvirk mót- öld. Fyrir árslok 1998 mun þessum fjölskyldum fjölga í 4.6 milljónir og þar af mun 2.1 milljón búa yfir nægum kaupmætti og hæfni til þess að nota beinlínukerfi," segir í skýrsl- unni. í viðtali við Reuter sagði Taylor að átak það sem hefði verið gert í þessu efni í Bretlandi væri „hálf- volgt kák“ miðað við það sem hefði áunnizt í Bandaríkjunum. Taylor sagði að neytendur gætu haft miklu meira gagn en þeir nú hefðu af beinlínusambandi Barcla- ysbanka og nokkurra stórverzlana í Bretlandi. Þeir verði að greiða fullt smásöluverð að viðbættu gjaldi fyrir heimsendingu, sem sé ekki nógu skjótvirk. I Bandaríkjunum ábyrgist verzlanir heimsendingu á hvaða tíma sólarhringsins sem sé. undir sig markaðnum," segir Helen Pickance, markaðsfræðingur hjá Dataquest Europe Ltd., og Banda- ríkjastjórn og framkvæmdastjórn ESB krefjast raunverulega aðgerða í fijálsræðisátt á franska og raunar þýska markaðinum einnig áður en þau samþykki kaup France Télécom og Deutsche Telekom á 20% hlut í bandaríska langlínufyrirtækinu Sprint Corp. Æviráðning starfsmanna Ríkisstjórn Chiracs er í þann veg- inn að kynna tillögur um hvernig France Télécom verði búið undir aukna samkeppni en ólíklegt er, að þær feli í sér mikla breytingu eins og til dæmis sölu á meirihluta hlut- afjár til einkaaðila. Verkalýðsfélög- in kynnu að vera til viðræðu um einhveijar smávægilegar breytingar á stöðu fyrirtækisins en þau ætla ekki að gefa eftir æviráðningu 90% starfsmannanna eða 151.000 manns. Það þýddi svo aftur, að engu yrði breytt. Það er kannski hlálegast, að France Télécom gæti orðið eitt af þeim stóru á heimsmarkaðinum á stuttum tíma ef það yrði einkavætt með skikkanlegum hætti. Vissulega yrði að fækka starfsmönnum þess eitthváð en þó ekki nándar nærri eins mikið og hjá Deutsche Telekom en þar er gert ráð fyrir að fækka þeim um 40%. Framleiðnin hjá France Télécom er minni en hjá Baby Bells í Banda- ríkjunum en betri en hjá flestum símafyrirtækjum í Evrópu. Staf- ræna kerfið er eitt hið fullkomnasta í Evrópu og upplýsingaþjónusta France Télécom er fyrsta flokks. Biður um tíma Markaðurinn er hins vegar sí- felldum breytingum undirorpinn og til að halda sínum hlut verður France Télécom að taka sér taki. Marcel Roulet, forstjóri þess, segir, að það verði gert og fullyrðir, að það verði tilbúið til að keppa á frjáls- um markaði 1998 hvort sem það verður þá i einkaeigu eða ríkisins. Hann leggur hins vegar áherslu á, að fyrirtækið standi frammi fyrir erfiðustu ákvörðunum í sögu sinni og verði því að fá nægan tíma. Þetta ákall Roulets um tíma fínnst ýmsum grunsamlegt enda bíður tíminn ekki eftir einum né neinum. Á einu sviði fjarskipta, fyr- irtækjanetinu, hafa British Telecommunications og Unisource, sem er samsteypa smærri, evrópskra fyrirtækja, náð til sín miklum við- skiptum og þar á meðal 200 fyrir- tækjum í Frakklandi. Eru í þeirra hópi sum helstu stórfyrirtækin. Fram að þessu hefur góður hagn- aður á France Télécom stuðláð að andvaraleysi meðal stjómendanna en á síðasta ári var hann rúmir 60 milljarðar ísl. kr. Taxtarnir eru lika á ýmsum sviðum meðal þeirra hæstu í Evrópu. Þegar samkeppnin eykst er viðbúið, að fyrirtækið missi við- skipti nema verðið fyrir þjónustuna verði lækkað. Martröðin ^ • Verði taxtarnir lækkaðir minnkar um leið hagnaðurinn og þá verður ekki hægt að nota hann til að halda uppi óarðbærum ríkisfyrirtækjum eins og tölvufyrirtækinu Groupe Bull og rafeindafyrirtækinu Thom- son. Raunar gætu málin þróast þannig, að hagnaðurinn yrði enginn. „Mesta martröð franskra stjórn- valda er, að France Télécom lendi í sömu gryfjunni og Air France, það er að segja í milljarðataprekstri," er haft eftir ónefndum ráðgjafa'*- og manni, sem þekkir vel til hjá France Télécom. Deildarstjóri -tölvu- og tæknideild Óskum að ráða deildarstjóra til starfa hjá stóru innflutnings- og þjónustufyrirtæki í Reykjavík. Deildin selur ma. tölvur, tölvubúnað og fjöl- breyttan tækjabúnað. í deildinni starfa 12-13 starfsmenn. Starfssvið: Dagleg stjórnun, innkaup, til- boðsgerð, áætlanagerð, markaðssetning og sölustjórnun. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af mark- aðs- og stjórnunarstörfum, frumkvæði og skipulagshæfileika. Okkur bráðvantar drífandi og atorkusaman stjórnanda og markaðsmann. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvaldsson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. fyrir 29. júlí nk., merktar „Deildarstjóri 215“. BYGG& BYGGINGAFELAG GYLFA & GUNNARS Ný verslunarmidstöð -markaðssetning Byggingafélag Gylfa og Gunnars hf. er að hefja framkvæmdir við nýja 12000 m2 versl- unarmiðstöð við Smárann í Kópavogi. Nú þegar hefur verið ákveðinn stór matvöru- markaður í húsnæðinu. Óskum að ráða markaðsstjóra til að mark- aðssetja og selja 50-70 verslunarrými í þess- ari nýju og vel staðsettu verslunarmiðstöð. Starfssvið: 1. Gerð markaðsrannsókna. 2. Framkvæmd auglýsingaaðgerða og kynningarstarfsemi. 3. Sala og markaðssetning. 4. Samningagerð við kaupendur og frágang- ur kaupsamninga. 5. Möguleiki á framtíðarstarfi sem fram- kvæmdastjóri verslunarmiðstöðvarinnar. Við leitum að manni með menntun og reynslu á verslunar- og markaðssviði. Við- komandi þarf að starfa sjálfstætt, vera dríf- andi og geta lokið verkefnum á eigin spýtur. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvaldsson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. fyrir 29. júlí nk., merktar „Bygg 281“. Spá ráðgjafafyrirtækisins INTECO Tölvuvæðing gæti lagt heilar atvinnu■ greinar í rúst London. Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.