Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 12
42 C FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LUCASART er stór framleiðandi efnis fyrir CD ROM-geisladrif. The Dig er einn nýjasti leikurinn og er hugmyndin að honum fengin frá Steven Spielberg. LUCASVELDIÐ SNÝR AFTUR Stjörnustríðskvikmynd- irnar eru einn vinsælasti og vandaðasti kvik- myndabálkur sögunnar. Sæbjörn Valdimars- son fj'allar um gerð fjórðu myndarinnar eftir tólf ára hlé. SÚ SPURNING sem hvað heitast hefur brunnið á vörum kvikmyndahúsa- gesta um allar jarðir síð- asta áratuginn er hvort og hvenær George Lucas hygðist halda áfram gerð Stjörnustríða, eins vinsælasta og vandaðasta kvikmyndabálks sög- unnar. Eftir 12 ára hlé þurfa börn á öllum aldri ekki að velkjast lengur í vafa. Lucas, sem á sínum tíma var kallaður „undrabarnið" í Hollywood, er tekinn til við fjórðu myndina í röðinni og hyggst gera tvær aðrar til viðbótar fyrir aldamótin. í allri sögu skemmtanaiðnaðarins þykja þessar þrjár nýju myndir komast næst því að vera taldar pottþéttar aðsóknarmýndir — fyrirfram. Þessar stórfréttir voru að berast _,frá höfuðstöðvum Lucasar, hínum 2.600 ekra Skywalker Ranch, þar sem hann glottir í kampinn þegar minnst er á bardúsið á vini hans og félaga, Steven Spielberg, við að koma upp nýju kvikmyndaveri ásamt Jeffrey Katzenberg og David Geffen niðri í menguninni í Hollywood. „Þessir karlar hafa nóg að gera", segir hinn 51 árs kvikmyndagerðar- maður. „Ég held áfram að spyrja. Af hverju stendurðu í þessu? Þú átt alheiminn, því þá að vinna í fjósinu?" Lucas er staddur á búgarðinum eingöngu vegna þess að það er föstu- ídagur, eini dagur vikunnar sem hann sinnir skyldum fyrirtækja sinna ein- sog að sitja í forsæti stjórnarfunda Lucasfílm, taka upp póstinn, kynna sér nýjustu tölvuleikina sem eru í smíðum hjá LucasArt, eða ræða við bkðamenn, þá sjaldan það gerist. í annan tíma hefst Lucas við í leynilegu athvarfi skammt frá heim- ili sínu þar sem hann setur niður á blað hugmyndir sínar um leyndar- George Lucas; „Eg hlakka til þess að sjá bálkinn lok- ast, kafla 1-6 tilbúna. Þá er hann loks fullgerður því fyrstu þrjár myndírnar voru nánast bakgrunnur fyrir þær sem á eftir koma." Þá vitum við það. dóma framtíðarinnar sem eiga að vera bakgrunnur þriggja framhalds- mynda Stjömustríða áður en áratug- urinn er allur. Lucas hyggst leikstýra einni þeirra sjálfur og það eru ekki litlar fréttir því hann hefur ekki tek- ið að sér slík störf síðan Starwars, fyrsta Stjörnustríðs-myndin kom fram í dagsljósið fyrir einum 18 árum. Fyrir margt löngu búinn að segja sig úr samtökum leikstjóra, handritshöfunda og úr Bandarísku kvikmyndaakademíunni. Óbeit Lucasar á Hollywood er vel kunn og á upptök sín í slæmri reynslu sem hann hlaut við gerð tveggja fyrstu mynda sinna í kvikmyndaborg- inni og voru endurklipptar þvert á vilja hans af dreifingarfyrirtækjunum sem áttu þær. Aðrar ástæður sem nefndar hafa verið á andúðinni er meðfædd íhaldssemi hans og feimni. Jafnvel í dag, eftir að Lucas hlaut hin virtu Thalberg-verðlaun árið 1992, kvartar hann undan skorti á vinsamlegu viðmóti forráðamanna kvimyndaveranna í garð framleið- enda. Reyndar yfírgaf Lucas Holly- wood á sínum tíma til að gera mynd- ir eftir eigin höfði. Þó kaldhæðnislegt sé þá hefur kvikmyndagerðarmaðurinn eytt miklu af kröftum sínum á undanförn- um áratug í aðstoð við gerð mynda starfsbræðra sinna. Kvikmyndab- rellugerð hans, Industrial Light & Magic, hefur skapað byltingarkennd- ar, stafrænar sjónbrellur fyrir mynd- ir á borð við Casper, svo ekki sé minnst á risaeðlurnar í Júragarðin- um. En brellugerð er viðkvæm grein og hagnaður af henni hefur farið minnkandi og að frátöldum bálknum um Indiana Jones þá hefur myndum Lucasar vegnað illa eftir Stjörnustríð. Spielberg ákvað á hinn bóginn að vinna innan Hollywoodkerfisins og leikstýrði mörgum best heppnuðu myndum sögunnar, bæði hvað aðsókn snerti og listræn sjónarmið. Varðandi spurninguna hvort hann hafí verið fullkomlega ánægður með listrænan árangur sem fjárhagslegan á seinni árum, svarar Lucas því að þeir Spiel- berg hafí oft rætt málefnið. Lucas hafi kvartað undan stjórnunarstörf- um en Spielberg öfundað hann .af sjálfstæðinu. „Ég kann því illa að vera stjórnarformaður," segir Lucas. Markmið hans: „Að gera næstu Stjömustríð enn meiri að umfangi en mér var áður fært, á raunhæfu verði og segja athyglisverðari sögur." Samtímis stjórnar Lucas sínu einkaveldi sem er á margan hátt það sem gamalgrónu Hollywood kvik- myndaverin eru að keppast við að vera: ósvikið fjölmiðlunarfyrirtæki, tengt framleiðslu kvikmynda og sjón- varpsefnis, auglýsinga, gagnvirkra tölvuleikja, hljóðkerfa fyrir kvik- myndahús i og heimili, sjónrænna brellna, o.s.frv. Lucasfilm Ltd. og tvö dótturfyrirtæki þess, Lucas Digital Ltd., og LucasArts Entertainment, hafa á sínum snærum hartnær 1.000 manns og er Lucas einn eigandi þess. Lucas Digital nær yfir Industrial Light & Magic og Skywalker Sound. ILM er með fleiri ofurtölvur undir einu þaki (rösklega 200) en nokkuð annað fyrirtæki eða stofnun vestan Pentagonbyggingar varnarmálaráðu- neytisins í Washington. Það vann á fullum afköstum við gerð myndar Amblin fyrirtækis Spielbergs, Ca- sper, en hinar tölvustýrðu; stafrænu persónur koma fram í meira en 40 ' mínútur í myndinni, í samanburði við þær 6 mínútur sem sást til risaeðl- anna í Júragarðinum. Draugarnir vingjamlegu lögðu svo mikið undir siglaf mannskap og búnaði ILM að brellufyrirtækið varð að vísa frá öðr- um myndum, eins og Apollo 13. Sú ákvörðun var einkar sársaukafull þar sem leikstjóri myndarinnar, Ron Howard, var ein stjarnanna í Americ- an Graffíti, fyrstu aðsóknarmynd Lucasar, auk þess sem hann leik- stýrði Willow, einni mynd Lucasfilm. Þetta hefur verið langt og á köfl- um erfitt ferli mistaka og tilrauna. Jafnframt því sem Lucasfilm hefur framleitt hinar vinsælu myndir um Indiana Jones hefur það líka staðið á bak við aðsóknarleg vonbrigði ein- sog Tucker, eftir Francis Coppola, Willow, Rons Howardj og nú síðast, Radioland Murders. Arið 1986 var Lucas einn þeirra sem stóðu að glappaskotinu Howard the Duck, sem á varð tugmilljóna dala tap. Sjónvarpsþættirnir um Indiana Jo- nes hinn unga voru lagðir af hjá ABC og • tölvuleikjadeildin, sem stofnuð var 1982 í kjölfar hruns Atariveldisins, er nýfarin að skila umtalsverðum hagnaði. Með hina mörgu, viðskiptalegu óvissuþætti Lucasveldisins í huga, kemur ekki á óvart að framhalds- myndir Stjörnustríða — sem eru sagðar næstar því í sögu skemmt- anaiðnaðarins að vera örugg kassa- stykki fyrirfram — eru nú í sjón- máli. En Lucas og stjórar hans neita því að Stjörnustríð hin nýju eigi að verða geimferðaáætlun til bjargar móðurskipinu. „Okkur gengur betur með hverju árinu," segir forseti Luc- asfilm, Gordon Radley. Það sem skiptir Lucas meginmáli er að hann og fyrirtæki hans er nú þess tæknilega megnugt að gera þær myndir sem hann hefur ætlað sér frá upphafi. Vendipunkturinn var Júragarðurinn, segir Lucas. „Sú staðreynd að þú getur skapað hluti jafn raunverulega og annað á sviðinu og látið þá hreyfast og tala, það markaði tímamótin." Framhalds- myndirnar þrjár í Stjörnustríðs- bálknum verða fjármagnaðar af Lucasfilm og unnar algjörlega með stafrænni tækni. Samkvæmt áætlun fer næsta ár í undirbúning, leikarav- al, leikmyndasmíði og tökur undir stjórn aðstoðarleikstjóra. Árið 1997 verður mestur hluti myndanna þriggja tekinn samtímis upp og ári síðar, 1998, mun svo fyrsta fram- haldsmyndin verða frumsýnd. Fjár- hagsáætlun hverrar myndar verður á bilinu 50-70 milljónir dala, sem eru ekki svimandi upphæðir í Holly- wood í dag. Þær þrjár myndir bálks- ins sem þegar hafa verið sýndar, Star Wars, The Empire Strikes Back og The Return of the Jedi, hafa tek- ið inn 500 milljónir dala í Bandaríkj- unum og Kanada en 1300 millj. um heim allan. Dreifingaraðili hefur enn ekki verið ákveðinn vegna fram- haldsmyndanna. 20th Century Fox, sem dreifði forverunum þrem, glat- aði framhaldsmyndaréttinum er Marvin Davis seldi Rupert Murdoch kvikmyndaverið á síðasta áratug. Heimild: Variety.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.