Morgunblaðið - 20.07.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 20.07.1995, Síða 1
JMflrjjuittMítfoiiíiji D 1995 FIMMTUDAGUR 20. JULI BLAD HJÓLREIÐAR Hjólað í minningu Castarellis Reuter I gær var hjólaður 16. áfanglnn í Frakklandskeppninnl og var farln 229 km leið frá Tarbes tll Pau. Aður en lagt var upp var ítalska hjólelðamannslns Fablo Castarelli minnst, en hann lést í keppninni í fyrradag. Félagar hans í Motorola llðlnu komu f einum hnapp fyrstir í mark — í mlnnlngu hans. Engin opinber úrslit voru gefin út eftir áfangann og því er helldarstaðan óbreytt frá því sem var að loknum 15. áfanga. Heimir í leikbann AGANEFND KSÍ kom saman til fundar á þriðjudagskvöld og úrs- kuraði í leikbönn. Einn leikmaður 1. deildar karla, Heimir Guðjónsson, var úrskuraður í eins leiks bann vegna sex gulra spjalda. Leikbannið tekur gildi á hádegi á morgun og getur hann því leikið með KR gegn Keflavík í kvöld. Sex leikmenn úr 2. deild karla voru úrskuraðir í eins leiks bann á fundinum. Þeir eru: Sigurjón Þorri Ólafsson, Víkingi, Jón Þór Ejrjólfsson, ÍR, Kujunzic Miodrag, HK, Garðar Már New- man, Víði, Hjörtur Hjartarson, Skallagrími og Rodaovan Cvjj- anovic, þór Akureyri, allir vegna íjögurra gulra spjalda. Alls voru 38 leikmenn úrskuraðir í bann á fundinu, þaraf eru 11 úr 2. og 3. aldursflokki. KNATTSPYRNA / KÆRUMAL Þróttarar ekki sátftir róttarar eru mjög ósáttir við niðurstöðu dómstóls KSÍ, sem hnekkir úrskurði héraðdóms Reykjaness, og úrskurðar Stjörnuna sem sigurvegara í leiknum en sum kunnugt er vann Þróttur 4:2. Þeir hyggjast reyna að áfrýja til dómstóls ÍSÍ en lögmaður þeirra er að skoða málið og hefur 14 daga frá dómi til að áfrýja. Það sem Þróttarar benda meðal annars á er að eins atvik átti sér stað þegar liðið lék gegn Fylki í fyrra. Þá sendu þeir bréf til KSI og fengu svar sem sagði að Ágústi Haukssyni, sem einnig var þjálfari og leik- maður þá og í banni eftir fjögur gul spjöld, væri heimilt að stjórna liðinu. En Fylkir vann leikinn svo að málið fór ekki lengra. Sama gerðist eftir leikinn gegn Stjörnunni nema hvað Þróttur sigraði, þá hringdu Þróttarar til KSÍ og fengu þau svör að Ágústi væri heimilt að leika. Þróttarar segja einnig að í héraðsdómi hafi allir þrír dómararnir verið sammála um að Þrótti bæri sigur en í dómstól KSÍ túlkuðu hinsvegar allir þrír dómararnir, á hinn veginn. Bæði dómsstig hafi farið eftir grein 4.4.1 í reglugerð KSÍ um knatt- spyrnumót en hún er svohljóðandi: „Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks og fé- lag sem notar leikmann, þjálfara eða for- ystumann í leikbanni, telst hafa tapað leikn- um með markatölunni 0:3 nema tap hafi verið stærra skal sú markatala ráða.“ í dómsuppkvaðningu segir meðal annars að „engu máli skiptir þó að starfsmenn KSÍ kunni að hafa látið varnaraðila í té skoðun sína á túlkun reglnanna. Áhættan hvílir engu á síður á varnarað- ila (Þrótti), enda er það ekki í verkahring starfsmanna KSÍ að gefa fyrirfram skýr- ingar á reglum sambandsins." Þar segir einnig að sektin, 178.500 krónum, skuli renna til KSÍ samkvæmt ákvæðum reglu- gerðarinnar. „Við gerðum þetta, að ég skyldi stjórna af bekknum, í góðri trú og með góða sam- visku, enda með umsögn KSÍ uppá vas- ann,“ sagði Ágúst. „Við segjum líka-.að leik á að vinna inná velli en ekki í dómssal." Sedov látinn YOURI Sedov, fyrrum þjálfari meistaraflokks Víkingp í knattspyrnu, varð bráðkvaddur í Moskvu í mars á þessu ári, 67 ára að aldri. Hann lék með Spartak í Moskvu og var í sovéska landsliðinu i 13 ár sam- fellt en sneri sér að þjálf- un eftir það. Síðari hluta árs 1979 kom hann til Islands og tók við fyrstu deildarliði Víkinga og gerði þá að Islandsmeist- urum 1981 og 1982 en sá titill hafði ekki hlotn- ast liðinu síðan 1924. Hann var með Víkinga í þijú ár en var þá kallaður til Moskvu. Sedov kom þó aftur 1987 og kom Víkingum úr 2. deild upp í þá fyrstu. Hann var einnig með 21 árs landslið Islands, fór síðan aftur til Moskvu en kom aftur 1990 og var þá þjálfari KS frá Siglufirði. Sigmar aftur heim til Eyja „EFTIR tvö ár með KA fannst mér tími til kom- inn að fara heim. Eg er mjög spenntur fyrir því að leika með ungu strákunum í ÍBV-liðinu og þeir hafa gott af því aðhafa einn „gamlan“ með,“ sagði Sigmar Þröstur Óskarsson, handknattleiks- markvörður, en hann hefur ákveðið að snúa aftur heim til Vestmannaeyja og leika með ÍBV eftir að hafa leikið með KA sl. tvo vetur. „Ég hafði hug á því að vera áfram á Akureyri og leika með þeim í Evrópkeppninni en málin þróuðust þannig að ég ákvað að snúa heim og er sáttur við þá ákvörðun. Lið IBV verður skipað ungum leikmönnum og ég hef fulla trú á því að Þorberg- ur Aðalsteinsson geti byggt upp gott lið hér í Eyjum. I vetur verður stefna okkar að halda sætinu í deildinni, allt fyrir ofan það væri plús.“ Aðspurður um hvort hann stefndi að því að gefa kost á sér í landsliðið þá sagðist Sigmar ekki sjá það að hann væri inn í kortinu hjá nýja landsliðsþjálfarnum, en sagði annars að það yrði að koma í ljós hvort hann yrði í nógu góðu formi til þess að eiga sæti í landsliðinu. Feyenoord segir nei! HOLLENSKA félagið Feyenoord neitar tvíbur- unum, Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum, um leyfi til að leika með í A í í Evrópukeppninni. „Við vorum fyrst og fremst að sækjast eftir að fá að nota tvíburana í Evrópukeppninni og því eru þetta mikil vonbrigði fyrir okkur. Það er ljóst að þeir leika ekki með okkur í næsta leik gegn ÍBV [í kvöld]. Þetta svar Feyenoord er eins og hnefahögg í andlit bræðranna. Við vildum með þessu hjálpa þeim til að komast í leikæfingu. Okkur liggur hins vegar í raun ekkert á og erum að láta Ellert B. Schram skoða þessi mál með okkur," sagði Gunnar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar í A. „Magic“ snýr ekki aftur EARWIN „Magic“ Johnson gaf út í þá yfirlýsingu í gær að hann myndi ekki leika að í nýju í NBA. Töluverð eftirvænting hefur verið í Bandaríkjun- um síðustu vikur eftir að hann og þjálfari Lakers létu hafa eftir sér að möguleika væri fyrir því hann goðið snéri að nýju til leiks með Lakers næsta á keppnistímabil. „Magic“ sagði í yfirlýs- ingu sem hann gaf út að hann hefði verið kominn á fremsta hlunn með að snúa aftur í NBA en séð að framtíð sín væri á viðskiptasviðinu en ekki í körfuboltanum. „Þar sem ég get ekki gefið mig óskiptan að körfuboltanum hef ég ekki áhuga á að koma til leiks að nýju í NBA,“ sagði „Magic“. Hann opnaði á dögunum kvikiny ndahús með mörgum sölum í suður hluta Los Angeles og hyggur á að opna fleiri slík hús viðsvegar um Bandaríkin. KNATTSPYRNA : STJARNAN OG FYLKIR MEÐ GÓÐA STÖÐU I 2. DEILD KARLA / D4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.