Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 3
2 D FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JULI1995 D 3 ÚRSLIT Hestamót Sleipnis og Smára Haldið á Murneyri 15. - 16. júlí Einkunnir eru úr forkeppninni: Sleipnir- A-flokkur 1. Vikivaki frá Selfossi, f: Djákni, Kirkjubæ, m: Leira 4519, Þingdal, eigandi og knapi Svanhvít Kristjánsdóttir, 8,42. 2. Þór frá Selfossi, f: Fönix 903, Vík, m: Blesa, Reyni, eigandi Elín Árnadóttir, knapi Brynjar Jón Stefánsson, 8,36. 3. Áki frá Laugarvatni, f: Sörli 653, m: Sjöfn, Laugarvatni, eigendur Ingimar Bald- vinsson og Þórey Ingimundardóttjr, knapi Einar Öder, 8,38. 4. Sálmur, f: Feykir 962, m: Þokkabót 5142, eigandi og knapi Steinn Æ. Skúlason, 8,20. Sleipnir B-flokkur 1. Flaumur frá Syðri-Gróf, f: Kjarval, m: Grimma, eigandi og knapi Einar Óder, 8,77. 2. Emir, f: Óður 937, m: Lipurtá, eigandi og knapi Skúli Steinsson, 8,37. 3. Biskup frá Skálholti, f: Mímir, Selfossi, m: Skjóna, Skálholti, eigandi og knapi Svan- hvít Kristjánsdóttir, 8,50. 4. Verðandi frá Hjálmholti, f: Máni, Ketils- stöðum, m: Elding, Hjálmholti, eigandi og knapi Sigurður Óli Kristinsson, 8,50. Sleipnir - unglingaflokkur 1. Brynhildur Magnúsdóttir á Tígli frá Odd- geirshólum, 8,02. 2. Elín Magnúsdóttir á Riddara frá Odd- geirshólum, 7,91. 3. Haukur Hauksson á Hildi frá Heiðar- brún, 7,67. Sleipnir - barnaflokkur 1. Olöf Haraldsdóttir á Kapítólu frá Hall- ormsstað, 8,13. 2. Hrund Albertsdóttir á Tappa, 7.82. 3. Sandra Hróbjartsdóttir á Asa frá Lang- holtsparti, 7,62. Smári A-flokkur 1. Flugar frá Nautaflötum, f: Dagur, Kjam- holtum, m: Lísa, Hvammi, eigandi Gunnar Egilsson, knapi Leifur Helgason, 8,16. 2. Funi frá Hvítárholti, f: Örvar Neðra Ási, m: Lyfting 6006, eigandi og knapi Halla Sigurðardóttir, 8,03. 3. Skuggi frá V-Geldingaholti, f: Kjarval 1025, m: Hrafnhetta 5557, eigandi og knapi Sigfús Guðmundsson, 8,01. 4. Gjafar frá Hamratungu, f: Gáski 920, m: Gauta, eigandi og knapi Harpa S. Magn- úsdóttir, 7,68. Smári B-fíokkur 1. Gyðja frá Fossnesi, f: Hrafn 802, m: Sara, Hrepphólum, eigandi og knapi Leifur Stefánsson, 8,36. 2. Laufi frá Gilsá, f: Garpur, m: Æsa, eig- endur Jóhanna og Rúnar, Haga, knapi Leif- ur Helgason, 8,36. 3. Ómagi frá Kálfholti, f: Sómi, Selfossi, m: Fjöður, Kálfholti, eigendur Ásrún Dav- íðsson og Halldór Halldórsson, knapi Hall- dór Halldórsson, 8,31. 4. Sesar frá Sólvöílum, f: f.Uxahrygg, m: f. Lyngási, eigandi og knapi Gunnar Örn, Steinsholti, 8,24. ( Smári - unglingaflokkur 1. Sigfús B. Sigfússon á Smára frá V-Geld- ingaholti, f: Þór, m: Spóla 4520, 8,12. 2. Áslaug Harðardóttir á Rán frá Laxárd- al, f.Vinur, Kotlaugum, m: Silfra, 7,93. Smári - bamaflokkur 1. Bjami Másson á Gusti frá Enni, f: Her- var 963, m: Svala, Enni, 7,67. 2. Ragnheiður Másdóttir á Garpi frá Há- holti, f: Borgfjörð 909, m: Gjósta, 7,57. 3. Tinna Jónsdóttir á Fnmanni frá Skeiðhá- holti, f: Hrafn, m: Fjöður, 7,63. Skeið 150 metrar 1. Snarfari frá Kjalarlandi, eigandi og knapi Sigurbjörn Bárðarson, 14,7. 2. Áki frá Laugravatni, eigendur Ingimar Baldvinsson og Þórey Ingimundardóttir, knapi Einar Öder Magnússon, 15,7. 3. Oliver, eigandi Hafsteinn Jónsson, knapi Jón K. Hafsteinsson, 16,3. Skeið -250 metrar 1. Ósk frá Litladal, eigandi og knapi Sigur- björn Bárðarson, 22,9. 2. Lýsingur, eigandi og knapi Skúli Steins- son, 23,5. 3. Ugla frá Gýgjarhóli, eigendur Hulda Gústafsdóttir og Hinrik Bragason, knapi Hulda Gústafsdóttir, 24,7. IÞROTTIR HESTAR fjöldi hesta á móti Sleipnis og Smára á Murneyri Toppamir héldu sínu VERÐLAUNAHAFAR í B-flokki hjá Smára ríða í góðri breið- fylkingu fram völlinn eftir verðaunaaf- hendingu. GÆÐINGARNIR í efstu sætum héldu sínu í úrslitum á sunnu- dag á sameiginlegu hestamóti Sleipnis og Smára á Murneyri um helgina. Þráttfyrir mikinn fjölda hrossa í gæðingakeppn- inni tókst að Ijúka mótinu á tveimur dögum en keppt var á tveimur völlum samtímis i' for- keppninni. Þótt mótið sé sam- eiginlegt er gæðingakeppni fé- laganna aðskilin og því um tvö- falda úrslitakeppni að ræða. H Valdimar Krístinsson skrífar æstu einkunn mótsins 8,77 náði stóðhesturinn Flaumur frá Syðri-Gróf sem er í eigu Einars Öders Magnússonar sem keppti í B-flokki hjá Sleipni. Að und- anskildum einkunn- um efstu B-flokks- hesta hjá Sleipni voru einkunnir heldur í lægri kantinum. Hrossin eru sýnd á grasvöllum og kann það að vera skýring að hluta fyrir lágum einkunnum. Ernir frá Eyrarbakka sem Skúli Steinsson sýndi í B-flokki hjá Sleipni vann sig upp úr fimmta sæti í ánnað sæti en þessi hestur, sem er aðeins sex vetra gamall, hefur vakið eftirtekt þar sem hann hefur komið fram og verður fróðlegt að fylgjast með honum í framtíð- inni. Eiginkona Einars Öders, Svan- hvít Kristjánsdóttir, var með efsta hestinn Vikivaka frá Selfossi í A- flokki hjá Sleipni og geta þau hjón verið ánægð með útkomuna á mót- inu eins og svo oft áður. Nú á nýjan leik var boðið upp á ræktunarhópssýningu þar sem sýndur var afrakstur einstakra búa af félagssvæði Smára og Sleipnis en slíkar sýningar hafa notið vax- andi vinsælda á Ijórðungs- og lands- mótum síðustu árin. Aðsókn að Murneyrarmótum hefur ávallt verið góð og svo var einnig nú. Að vísu hefur þátttaka í keppninni, og þá sérstaklega kappreiðum, oft verið meiri á þessum mótum en talsverður fjöldi gesta mætti til að fylgjast með keppninni og kom stór hluti þeirra ríðandi sem setur skemmti- legan svip á samkomuna. Þótt dagskrá gengi vel fyrir sig á laugardegi var hægagangurinn allsráðandi á sunnudeginum eins og oft hefur gerst á gæðingamótum. Vantar alltof oft meiri drift í fram- kvæmd á úrslitum gæðinga og verð- launaafhendinga. Með örlítilli skipu- lagningu mætti gera þar úrbót á og má þar nefna að meðan verið er að reikna út niðurstöðu í síðustu keppni og afhenda verðlaun mættu næstu keppendur raða sér inn á hringvöllinn þannig að hægt sé að halda dagskrá viðstöðulaust áfram. Mörgum þykir hestamót taka alltof langan tíma og er því áríðandi að reynt sé að stytta þau með betri skipulagningu. Þótt hér sé drepið á þetta er ekki svo að skilja að fram- kvæmd mótsins hafi verið eitthvað lakari en gerist og gengur. Góðhestareiðin mæltist vel fyrir Oðru hveiju leggja hestamenn höfuðið í bleyti og gefa hug- myndafluginu lausan tauminn. Það gerðu hjónin Svanhvít Kristjáns- dóttir og Einar Öder Magnússon og gat að líta afrakstur af hugar- smíð þeirra á Murneyrarmótinu. Reyndist það vera ný keppnisgrein sem kynnt var undir heitinu Góð- hestareið. Um er að ræða kappreið á 800 metra vegalengd þar sem höfðað er til rýmis hrossanna og reglurnar hafðar nokkuð einfaldar að sögn Einars og við það miðaðar að þátt- taka sé á færi sem flestra. Fyrstu 50 metrarnir eru fijálsir hvað gangtegund varðar en þegar þeim mörkum sleppir verða hrossin að vera á tölti, brokki eða skeiði. Fari hrossin upp á stökk eru þau ekki úr leik heldur verða þau að snúa við og fara aftur fyrir og hleypa síðasta keppanda fram fyrir sig. Þá er hægt að gefa í á nýjan leik og freista þess að vinna upp tapað forskot. Framkvæmd þessarar hug- Við spilum þá upp úr skónum! myndar tókst með ágætum svona í fyrsta skiptið og féll í góðan jarð- veg hjá keppendum sem og móts- gestum. Fyrsti sigurvegarinn í þessari grein var Bjarni Bjarnason sem keppti á hestinum Nara frá Laugar- vatni en hann mun albróðir hins kunna gæðings Hara frá sama stað. Tími þeirra var 1.43,7 mín. og vildi stjórnandi keppninnar Ein- ar Öder meina að þarna væri að sjálfsögðu um íslandsmet að ræða. Bjarni sem er aðeins ellefu ára er sonarsonur Þorkels Bjarnasonar hrossaræktarráðunautar. Að því er best varð séð fór Nari sprettinn á brokki en helstu keppinautarnir voru á skeiði. Næstir komu Leifur Bragason á Pöddu á 1.49,6 mín. og Ólafur Ólafsson á Væng á 1.54,5 mín. En fyrst farið er að tala um góðar hugmyndir má geta einnar hugmyndar sem nokkrum sinnum hefur borið á góma en það er tví- keppni þar sem keppt er á sama TORFÆRA Morgunblaðið/V aldimar Fyrsti sigurvegarinn 11 ára BJARNI Bjarnason fyrsti sigurvegarinn í Góðhestareið á svifabrokki eftir verðlaunaafhendingu. hestinum á brokki og skeiði, til dæmis í 300 metra brokki og 150 metra skeiði og samanlagður tími látinn ráða úrslitum. Það hefur lengi verið vitað að margir fljótustu brokkararnir eru alhliða hestar og því ekki ólíklegt að keppni sem þessi gæti náð vinsældum. IÞROTTIR BORÐTENNIS Evrópukeppnin á næsta leiti Guðmundur Stephensen keppir með besta unglingi Svía í tvíliðaleik á EM 14 ára og yngri Evrópukeppni unglinga í borðtennis hefst í Haag í Hollandi í næstu viku, 25. júlí og stendur til 3. ágúst. Fyrir ís- lands hönd keppa Guðmundur E. Stephen- sen og Markús Árnason í piltaflokki 14 ára og yngri. Eva Jósteinsdóttir og Lilja Rós Jóhannesdóttir keppa í.flokki stúlkna 15-17 ára og Adam Harðarson, Ólafur Stephensen og Björn Jónsson keppa í flokki drengja 15-17 ára. „Við vonumst til að geta staðið okkur enn betur en í fyrra, en þá náðum við besta árangri sem íslendingar hafa náð frá upphafi í keppninni," segir Kjartan Briem, þjálfari liðsins ásamt Peter Nils- son. Hann segist samt halda að íslending- ar eigi lítinn sem engan möguleika á sigri í liðakeppninni. „Helstu vonir okkar um að ná langt í keppninni eru bundnar við Guðmund Stephensen. Hann hefur sýnt það og sann- að að hann getur staðið bestu unglingum Evrópu á sporði og ef hann nær sér vel á strik er aldrei að vita hversu langt hann nær,“ segir Kjartan. Þá muni Guðmundur keppa með besta unglingi Svía, Hasse Petterson, í tvíliðaleik 14 ára og yngri, GOLF Morgunblaðið/Sverrir LANDSLIÐ íslands í borðtennis: Frá vinstri: LÍNEY Árnadóttir, Lilja Rós Jóhannesdóttir, Ingólfur Ingólfsson, Eva Jósteinsdótt- ir, þjálfararnfr Peter Nllsson og Kjartan Briem, Guðmundur E. Stephensen og Markús Árnason. og megi búast við að þeir eigi ágætis möguleika. „Ekki má gleyma því að stúlkunum hefur farið mikið fram á þessu keppnis- tímabili ogg við vonumst til að þær bæti sig enn frekar þegar að mótinu kemur,“ segir Kjartan. Islenska landsliðið dvaldi nýlega í viku í æfingabúðum í Danmörku, til þess að búa sig undir Evrópukeppnina. Þá keppti unglingalandsliðið á alþjóðlegu móti í Öl- stykke í Danmörku dagana 2.-5. júlí. Keppendur komu frá Svíþjóð, Danmörku, íslandi og írlandi. Á mótinu stóðu íslendingar sig með sóma. Guðmundur E. Stephensen sigraði í A-flokki drengja 15 ára og yngri og varð í öðru sæti í A-flokki drengja 15-17 ára. Eva Jósteinsdóttir sigraði Lilju Rós Jó- hannesdóttur í úrslitum í 1. og 2. flokki kvenna. Ingólfur Ingólfsson bar sigur úr býtum í 2. flokki karla. Þá sigruðu Ingi- mar Jensson og Þorvaldur Pálsson í tví- liðaleik í B-flokki dregnja 15-17 ára og í tvíliðaleik í 3. flokki karla sigruðu Ólafur Rafnsson og landsliðsþjálfarinn Peter Nilsson. KNATTSPYRNA Stúlkna- liðið á NM Arna Steinsen landsliðsþjálf- ari hefur valið knatt- spyrnulandslið stúlkna 16 ára og yngri til þátttöku á Norður- landamótinu hefst í Svíþjóð í kvöld en þá ieikur íslenska liðið við Noreg. Mótið, sem er eina verkefni liðsms, stendur yfir í 5 daga. Auk íslands og Noregs keppa Holland, Finnland, Svi- þjóð og Danmörk. Eftirtaldar stúlkur skipa liðið: Þóra Helgadóttir, Breiðabliki, Iris Andrésdóttir, Val, Laufey Ólafsdóttir, Val,_ Signður Friðriksdóttir, ÍBV, Lovísa Sigurjónsdóttir, Stjörnunni, Sandra Karlsdóttir, Breiðabliki, Edda Garðarsdóttir, KR, Ólöf Indriðadóttir, KR, Jóhanna Indriðadóttir, KR, Hanna Stefánsdóttir, Haukum, Ásdís Oddsdóttir, Haukum, Silja Ágústsdóttir, UMFA, Anna Smáradóttir, ÍA, _ Helga Björgvinsdóttir, ÍA, Karen Ólafsdóttir, ÍA, Margrét Jónsdóttir, Svíþjóð. Sá gamli erfiður Opna breska meistaramótið i golfí hefst í dag á gamla vellinum á St Andrews í Skotlandi og er þetta í 25. sinn sem mótið fer þar fram. Ákveðið hefur verið að gera 17. holuna, Götuholuna, erfiðari en venjulega og finnst flestum kylfmgum samt nóg um. Venjulega hefur brekkan á bak við flötina verið þannig að boltinn hefur rúllað aðeins niður en nú á að vera þar nokkuð hátt gras þannig að menn mega helst ekki yfirslá flötina. Miklar vangaveltur eru um hveijir muni vera í baráttunni og sitt sýnist hveijum. Ástralinn Greg Norman, sem er í efsta sæti á heimslistanum, ætlar að vera með, ef hann mögulega getur, en þessi fertugi kylfingur hefur verið meiddur í baki að undanförnu. Hann tók sér sex vikna frí frá golfí í apríl og maí en hefur verið í fínu formi síðan, varð meðal annars í öðru sæti á U.S. Open. „Ég er slæmur í bakinu, en ætla að reyna að spila, en ég ætla ekki að leika æfingahringina í dag,“ sagði Normann í gærmorgun. „Ég held ég sé búinn að leika of mikið síðustu sjö vikurnar,“ sagði meist- arinn frá því 1986 og 1993 við. Hann hefur fullan hug á að laga árang- ur sinn á gamla vellinum, alla vega frá því árið 1990, en þá var hann í fyrsta sæti eftir tvo daga ásamt Nick Faldo, sem síðan sigraði. Þriðja daginn lék Faldo á 9 höggum færra en Norman og Ástralinn var allt annað en ánægður eftir þriðja daginn. „Ég var alvarlega að hugsa um að hætta í golfi og gerast kúabóndi,“ sagði hann í gær þegar hann rifjaði þetta upp. Fleiri snillingar eiga sárar minningar frá viðureign sinni á gamla vellinum. Einn þeirra er Þjóðverjinn Berhard Langer sem rifjar upp keppnina þar árið 1984, en þá sigraði Severino Ballesteros, fékk fugl á síðustu holunni og skaust fram fyrir Lan- ger og Tom Watson. „Ég sló miklu betur en Seve, en hann púttaði dásamlega og það dugði honum. Mig langar mikið til að bæta mig á þessum velli, en til að það sé hægt verða menn að vera í mjög góðri æfingu og hafa heppnina með sér,“ sagði Langer. Nick Faldo virðist vera að koma til, eins og Langer, en hann lék mjög vel síð- asta daginn á Opna skoska mótinu um síðustu helgi og hann vill ólmur sigra aft- ur á gamla vellinum, en hann sigraði þeg- ar mótið var háldið þar síðast. Fleiri kylfingar koma sterklegá til greina og má þar nefna Corey Pavin, nýkrýndan meistara í Opna bandaríska, en Tom Watson varð síðastur til að sigra á báðum Opnu mótunum, því breska og bandaríska, árið 1982. „Það væri gaman að leika það eftir og þess vegna er ég OPNA MEISTARAMOTIÐ / Gamli völlurinn á St Andrews i Skotlandi þar sem 124. opna breska meistaramótiö fer fram. Þetta er í 25. sinn sem mótiö er haldið á þessum fornfræga velli. 17. HOLA: GÖTUHOLAN Hörð braut, stórar og djúpar glompur auk hávaxíns karga gerir þessa holu eina þá ^ erfiðustu i stórmótum. Hola Metrar Par 1 Burn 339 4 2 Dyke 376 4 3 Cartgate 339 4 4 Ginger Beer 424 4 5 Hole o'Cross. Oul 516 5 6 Heathery, Out 381 4 7 High Hole, Out 340 4 8 Short Hole 163 3 9 EndHole 326 4 OUT 3203 36 10 BobbyJones 313 4 11 High Hole, Home 157 3 12 Heathery, Home 289 4 13 Hole o'Cross, Home 389 4 14 LongHole 519 5 15 Cartgate, Home 378 4 16 Comer o'the Dyke 350 4 17 RoadHole 422 4 18 TomMorris 324 4 IN 3140 36 TOTAL 5798 72 Púttin hjá Colin Montgomeri eru höfuðverkur og leikur Ian Woosnams hefur verið upp og niður. Á FÆTUR KRINGLUNNI. U1ILÍF GLÆSIBÆ, TOPPMENN & SPORT AKURLYRI hér,“ segir Pavin. Ben Crenshaw virðist ekki alveg á bolt- anum þessa dagana en Bandaríkjamenn- imir Lee Janzen og Peter Jacobsen virð- ast í góðu formi og eru til alls líklegir. Knattspyma 1. deild karla: Keflavík: Keflavík-KR 20 Vestmannaeyjar: ÍBV-ÍA 20 20 Evrópskir kylfingar sem venjulega koma nokkuð við sögu, og hafa ekki ver- Kópavogur: Breiðablik-Grindavík...20 ið nefndir hér, eru til dæmis Spánveijarn- ir Seve Ballesteros og Jose Maria Olazab- 4. deild: 20 al, en þeir hafa báðir leikið illa að undan- förnu og ekki er búist við miklu af þeim. Hörgárdal: SM-Magni 20 Rccbok I ÞINUM SPORUM Sigurður Þ. Jónsson hefur forystu í götujeppaflokki og ætlar að sigra á Akranesi Med forystu á Lukkutröllinu AZTREK Sérlega stöðugir alhliða hlaupaskór, henta jafnt I götuhlaup og hlaup utan vega. EVA millisóli og Ultra HEXALITE dempun undir hæl, sem getur frábæra mýkt. Mest seldi Reebok skórinn á íslandi. Stærðir: UK 3-8/6,5-12 Viðm. verð: 7.490,- Gunnlaugur Rögnvaldsson skrífar ísland - Sviss á Laugardalsvelli 16. ágúst SIGURÐUR Þ. Jónsson kann best við slg í illkleifum börðum, eða „stálum" eins og torfærumenn kalla þrautir. Kópavogsbúinn Sigurður Þ. Jónsson hefur forystu í keppninni um ís- landsmeistaratitlinn í flokki götujeppa, en næsta keppni er á Akranesi á laugardag- inn. Sigurður mætir í keppnina með fimm stiga forskot á Gunnar Guðmundsson, sem verður vafalaust grimmur eftir sigur í bikarmeistara- móti á Egilsstöðum fyrir skömmu. „Ég ætla að hanga á forystunni, en fæ vonandi aukna samkeppni, sem hefur skort í flokk götujeppa. Á tímabili var ég að spá í að fara í sérútbúna IVkk- inn og keppi örugglega í honum á næsta ári. Gæti hugsanlega prófað það í bikarmótinu í Grindavík í ágúst,“ sagði Sigurður í samtali við Morgun- blaðið. Hann er með 35 stig, Gunnar er með 30, Kristján Hauksson 25 og Rafn Guðjónsson 14. „Ég vona að Kjartan Guðvarðarson mæti á Akra- nes, sem býður upp á skemmtilegar þrautir. Þá verður Kristján Hauksson skæður, en hann keppir á jeppa fyrrum íslandsmeistara“. Sigurður hóf ferilinn árið 1992 og besta árið hans var í fyrra, þar sem hann var yfirleitt í öðru eða þriðja sæti, en Ragnar Skúlason varð meist- ari. „Eg hef ekið á sama jeppa frá byijun, en hef þróað hann mikið, hann er löngu kominn yfir markið, sem ætti að vera eðlilegt í þessum flokki. Eini munurinn á honum og sérútbún- um jeppa er sá að hann er ekki á skófludekkjum. Ég er með tjakkstýri, 400 hestafla vél og nítróbúnað, sem reyndar hefur ekki virkað sem skyldi til þessa. Þá er loftpúðafjöðrun að framan, sem ég held að sé framtíðin í torfærunni, hún kemur vel út og það er auðvelt að stilla mýkt fjöðninarinn- ar. Jeppinn sem Sigurður ekur kallast Lukkutröllið, en þá nafngift hlaut jepp- inn eftir að Sigurði voru gefin tvö lukkutröll í keppni í Svíþjóð, sem standa á vélarhlíf jeppans. Nú er búið að gefa honum tvö til viðbótar, sem dugðu þó ekki í síðustu keppni á Egils- stöðum. „Mér hefur aldrei gengið vel á Egilsstöðum, líst betur á Akranes og Hellu. Ég hef trú á lukkutröllunum, er hjátrúafullur. Til gamans kíkti ég á stjörnuspánna mína eftir síðustu keppni, þar sagði að mér myndi ganga illa, en ég ætti ekki að vera vondur útaf því. Það gengi betur næst, von- andi reynist það rétt. Ég hræðist ekki að velta og er mest spenntur að klifra upp illkleif börð. Eftir að hafa velt í fyrsta skipti fór hræðslan og veltur eru ekkert tiltökumál, það þarf að taka áhættu til að vinna. Mér líður aldrei betur en eftir veltu, leiðist það hreint ekki“, sagði Sigurður. PYRO Léttir alhliöa hlaupaskór. Formsteyptur EVA millisóli með HEXALITE dempurum í hæl gefur góða mýkt. Grófmunstraður gúmmlsóli gefur gott grip. Stærðir UK. 3-8/6,5-12 Viðm. verð: 5.490,- IOI, SPORTBÚÐ ÓSKARS KEFLAVÍK. SKOSTOFAN OSSUR REYKJAVIK, SPARTj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.