Morgunblaðið - 21.07.1995, Síða 3

Morgunblaðið - 21.07.1995, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ1995 B 3 DAGLEGT LÍF Ljösmynd/ArDæjarsatn Á KLAPPARSTÍG 30 var lengi nýlenduvöruverslunin Vaðnes. Myndin er frá 1971. Morgunblaðið/Halldór NÝJASTA viðbótín í kráarflóruna við Klapparstíg er Internetm- iðstöðin Síbería í kjallara Bíóbarsins. Morgunblaðið/Halldór KRÁIN Grandrokk er i elsta húsi við Klapparstíg, en það var byggt árið 1883. Billjardstofu Reykjavíkur. Fyrst ir en tveir heltust fljótlega úr lest- var það rólegt, lítið kaffihús í inni. Eigendur nú eru hjónin Aug- spænskum stíl. Eigendur voru fjór- ustin Navarro Cortéz og Þórdís Guðjónsdóttir. Augustine er frá Spáni og hafði unnið lengi á börum í heimalandinu en eftir að hann flutti til íslands vann hann m.a. á kaffihúsinu Tíu dropar auk Bíó- barsins. Seinni hluta árs 1993 réðust þau í miklar breytingar á Café list. Staðurinn var stækkaður og hann- aðar nýjar innréttingar. Opnunar- tími var lengdur til þijú um helg- ar. Staðurinn öðlaðist strax miklar vinsældir. Síðar döluðu þær lítils- háttar, en hann hefur haldið stöð- ugum hópi fastagesta. Blái barinn Blái barinn er ólíkur öðrum vínveit- ingahúsum við Klapparstíg. Hann er á 2. hæð veitingastaðarins Pasta-Basta. Þetta er rólegur stað- ur og stemmningin er allt önnur en neðar í götunni. Flestir gesta eru konur á ^ldrinum 35-55 ára. Margir koma við á Bláa barnum áður eða eftir að þeir fá sér að borða á neðri hæðinni, aðrir eftir leikhús- eða óperusýningar. Hann er opinn til kl. 3 um helgar og á kvöldin rennur hann saman við barinn. Samvinna í stað samkeppni Barirnir við Klapparstíg eru ólíkir innbyrðis. Þeir hafa allir sinn fasta hóp viðskiptavina og auk þess er ákveðinn hópur sem flakkar á milli þeirra. Enginn kráareigenda kann- ast við að þeir eigi í harðri sam- keppni. Þvert á móti segjast þeir eiga góða samvinnu. Ef einhver þeirra verður uppiskroppa með glös, vín, tóbak eða sítrónur er yfirleitt hægt að fá lánað á næsta bar. Eigendurnir fara iðulega í heimsóknir til hvers annars til að gá hvernig gengur og skiptast á skoðunum. Ástæðan fyrir þessum góða anda er sennilega að hluta til sú, að hver um sig hefur fastan hóp viðskiptavina sem heldur tryggð við staðinn. Hinir, sem rölta á milli kráa, koma einmitt frekar við á Klapparstígnum vegna þess að þar eru svo margir staðir, heldur en þeir gerðu ef þar væri til dæm- is aðeins einn bar. Miðstöð kráarlífsins hefur und- anfarið færst neðar í miðbæinn frá Klapparstígnum. Röðin langa við Bíóbarinn er horfm en við 22 bíður reyndar enn fjöldi manns á hvetju föstudags- og laugardagskvöldi. En Klapparstígurinn heldur velli og aðlagar sig. Bíóbarinn hefur bætt við sig viðskiptum á miðjum degi með stofnun “Síberíu" á neðri _ hæðinni, þar sem gestir ferðast um á Internetinu með bjórglas eða kaffibolla sér við hlið. ■ Helgi Þorsteinsson Kepptí kerlingarburði FJÓRÐA meistaramótið í kerl- ingarburði fór fram í finnska bæn- um Sonkajárvi fyrir skömmu. Iþróttin felst í því að bera konu á bakinu 253,5 metra leið eftir tor- færubraut á sem skemmstum tíma. Upphaflega áttu sigurvegar- arnir að fá jafngildi þyngdar kon- unnar í bjór, en yfirvöld tóku fyrir það og í staðinn var lofað jafnm- iklu gosi. Á brautinni er mittisdjúpt vatnssíki og tveir bjálkar sem þarf að klofa yfir. Margir karlanna missa byrði sína í vatnið og busla um góða stund áður þeir komast á fætur, áhorfendum til mikillar skemmtunar. Keppendur ráða því sjálfir hvernig kerlingin er borin, sumir karlanna slengja henni yfir öxlina, aðrir leggja byrðina yfír hálsinn og halda í fætur og hend- ur. Keppnin vekur mikla athygli fjölmiðla og nú voru meira að segja tvær fjölmiðlakonur þátttakendur í keppninni, frá fréttastofunni Reuter og sænsku dagblaði. Frá keppninni var sagt í mörgum lönd- um, meira að segja austur í Indó- nesíu og í kvöldfréttum finnska sjónvarpsins hlógu fréttamenn sig máttlausa í beinni útsendingu yfir HINN íturvaxni Nilo Huttun- en klöngrast yfir einn bjálk- ann á brautinni með kerlingu á bakinu. myndum af buslugangi starfs- systra sinna og misíturvaxinna Finna sem báru þær á bakinu. Sigurvegarar í keppninni voru hjónin Anneli og Ilpo Rönköö. Anneli reyndist tæp 45 kíló að þyngd og fengu þau því jafnmarga lítra af gosi í verðlaun. ■ Ilmur frægðarinnar FYRIR nokkrum árum komst í tísku hjá fræga fólkinu að láta búa til ilm- vötn, sem það kenndi við nöfn sín og andlit. Enn er sá siður í hávegum hafður og nú er kominn á markað herrailmur, sem ber nafn tenórsöngvar- ans víðfræga Luc- iano Pavarotti. Markaðssetning gengur út á að ilmurinn sé jafn óbrigðull og rödd söngvarans og finnst þá mörgum miklu lofað. Trúlegt þykir að ilm- vatn Pavarottis eigi eftir að keppa við önnur ilmvötn tónlistarmanna, t.d. Only ilmvatn Julio Iglesias og Get Wild, kennt við söngvarann, sem þar til nýverið kall- aði sig Prince. Mig- hael Jackson er sagður hyggja já framleiðslu ilrn- vatns, Madonna er rétt ókomin með sltt á markaðinn og Cher hefur þegar látið framleiða ilm- vatnið Uninhibited Af öðrum stjörnum, sem hafa léð eða látið nafn sitt og ásjónu á ilm- vatnsglös, má nefna Joan Collins, Lindu Evans og Elizabeth Taylor. Luciano Pavarottí. EYDÍS Sveinbjarnardóttir í „Com- municatiecentrum" í Leuven þar sem hún veitir hjóna og fjölskyldumeðferð. SÍÐASTA sjálfsmynd Vincent Van Gogh, en hann átti í miklum sálræn- um erfiðleikum á þeim tíma. tilfinningalegan stuðning hjá fagfólki, en flestir leituðu til annarra náko- minna ættingja eftir stuðningi. Einstaklings- bundið er hvernig hjúkr- unarfræðingur sinnir aðstand- endum sjúkl- inga sinna. Hér þyrfti formlega þjónustu hjá stofnunum og viðurkenningu á mikilvægi að- standenda fyrir hinn sjúka,“ segir Eydís. Mikil veikur aftur. Sársaukafull reynsla tengist iðulega brostnum vænt- ingum til viðkomandi fjölskyldu- meðlims. Geðsjúkdómar koma oft ekki fram fyrr en um tvítugsaldur- inn (17-25 ára) og fólk verður fyrir áfalli þegar ungur og efnileg- ur fjölskyldumeðlimur sýnir smám saman einkenni geðsjúkdóms. Hann fer að haga sér undarlega, loka sig inní herbergi svo dögum skiptir og oft veit fólk ekki hvern- ig það á að bregðast við slíku. Aðstandendur töluðu sérstaklega um að þeir hefðu þurft meiri stuðning og ráðleggingar um hag- nýt atriði í byrjun, en þá hafi álag- ið verið mest. Skort hafi aðlögunar hæf ni meðai aðstandenda Eydís komst einnig að því að aðstandendur höfðu sýnt furðu mikla aðlögunarhæfni með tíman- um og löguðu sig að þvi að óvénju- leg hegðun eða tilfinningasveiflur sjúklings varð hluti- af daglegu lífi og hversdagsleika fjölskyld- unnar. Þessi afstaða virtist stuðla að ákveðinni sátt eða viðurkenn- ingu á sjúkdómi. Einnig lýstu aðstandendur ýmsum vitsmuna- iegum, tiifinngalegum og hegðun- arlegum aðlöðunarleiðum sem þeir hafa þróað með sér, t.d. að lesa sér til um sjúkdóminn til að reyna að skilja sjúklinginn. Það sem hjálpar er vonin um bata eða skaplegt líf til lengri tíma fyrir hönd sjúklingsins. Stuðnings er þörf Eins og áður sagði töluðu að- standendur mikið um að þá hafi skort sárlega aðstoð og hagnýtar leiðbeiningar í byrjun. Oft hafi þeir ekki vitað hvernig þeir áttu að haga sér við sjúklinginn, hvert þeir ættu að snúa sér og hvernig ætti að bregðast við. Ráðaieysi hafi einkennt viðbrögð þeirra framan af og það hafi bæst við álagið og áhyggjunar af þeim sem var að veikjast. Ráðleggingar hefðu komið sér vel til leiðbeining- ar og til staðféstingar, hvort við- brögð þeirra hafi verið rétt eða röng gagnvart sjúklingnum. Þeg-. ar viðkomandi byrjar að veikjast þá töluðu margir um að skýrari samskiptalínur vanti fyrir inn- lögn, margir vita ekki hvert eigi að snúa sér. Komið hefur í ljós að aðstand- endur geðsjúkra hafa yfirleitt ekki væntingar til lækna eða hjúkrunar- fræðinga um að þeir hafí þeirra þarfir í huga og búast þess vegna ekki við sérfræðiaðstoð. Það álit byggist að miklu leyti á þeirri trú manna að heilbrigðisþjónustan hafi ekki getu né tíma til þess að vinna með fjölskyldum. Eydís telur að fagleg aðstoð til aðstandenda geð- sjúkra þurfí að verða mun sýni- legri og formlegri en nú er. Hingað til hefur lítil umræða verið um líðan aðstandenda geð- sjúkra. Þessi hópur þarf mikinn stuðnin'g, ;-Fjölskyldur geðsjúkra hafa hingað til verið taldar bera ábyrgð á þeim sjúka og hafa um margt verið afskiptar. Hér skortir viðurkenningu á þætti aðstandenda geðsjúkra í meðfei'ð á þeim og þyí álagi sem þeir þurfa þola. Ey<jfe teíur þetta mtmí breytast og he|b brigðisþjónustan muni gera s|r betur grein fyrir mikilvægi fj®- skyldunnar fyrir hinn sjúka. Streita og álag í fjöldskyldu hefur áhriffá geðheilsu hins sjúka serrt og allra fjölskyldumeðlima. Þetta eru staf'- reyridir sem verða skoðaðar nánír í framtíðirini, segir Eydis Svein- bjamardóttir B Þóiriis Hadda Yngvadótðí■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.