Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Dollarafölsun um allan heim en íslenskir seðlar öruggir SECRET Service nefnist deild innan bandaríska fjármálaráðuneytisins sem hefur það hlutverk með höndum að vemda forsetann, annast njósnir á stríðstímum og að að koma í veg fyrir peningafölsun. Leyniþjónustan hefur haft nóg að gera í síðast- nefnda hlutverkinu upp á siðkastið. Ný tölvu- og ljósritunartækni gerir falsanir auðveldari og ódýarari. Á íjárhagsárinu sem lauk í september 1994 voru gerðar upptækar 183 milljónir dollara í fölsuðum seðlum, eða sem nemur rúmum 15 milljörð- um íslenskra króna. Næstu sex mánuði á eftir hafði leyniþjónustan uppi á 148 milljónum, eða yfir 12 milljörðum króna. Það lítur því út fyrir að árið 1995 verði metár. Frá þessu segir í grein í tímarit- inu Scientific American. Höfundar eru tveir og vinna báðir að áætlun fjármálaráðuneytisins til að koma í veg fyrir fölsun dollaraseðla. Á næstu árum er ætlunin að breyta seðlunum verulega, t.d. með því að innleiða í fyrsta sinn vatnsmerki. Hugsanlega verður einnig prentað lítið letur eða tákn sem skiptir litum eftir sjónarhominu. Ýmsar fleiri nýjungar eru í burð- arliðnum, en margar þeirra eru þær sömu og aðrar þjóðir hafa beitt um árabil í peningaprentun. Það hefur löngum þótt auðveldara og hag- kvæmara að falsa bandaríska seðla en nokkra aðra. Langflestir falsaðir seðlar sem eru í umferð í heiminum nú em dollaraseðlar. Ástæður eru m.a. þær að í þeim er ekki vatns- merki, litir eru fáir, aðeins grænn og svartur. Þá em bandarísku seðl- amir allir jafn stórir og þess vegna er hægt að þurrka út texta á seðlum með lágum upphæðum og breyta þeim í hærri. Bandaríkjadollarinn er einnig alþjóðlegur gjaldmiðill og þess vegna auðvelt að nota hann og skipta honum í ófalsaða seðla. Flestir fölsuðu seðlanna eru fram- leiddir utan Bandaríkjanna. Að sögn Stefáns Þórarinssonar, rekstrarstjóra Seðlabanka íslands, fá flestar bankastofnanir hér upp- lýsingar um nýjar útgáfur erlendra seðla og myntar og þær sem em teknar úr umferð, ásamt tilkynn- ingum um falsaða seðla. Þessar upplýsingar berast frá Keesing Publishers í Hollandi sem annast þessa upplýsingagjöf fyrir Interpol. Jafnframt berast upplýsingar frá Sænska bankasambandinu um gilda seðla á hveijum tíma í um 20 löndum. Margir bankar nota sérstaka lampa sem gefa frá sér útfjólublátt Ijós til að sannreyna hvort seðill sé falsaður eða ekki. Við talningu og greiningu seðla í Spðlabankanum em notaðar tölvustýrðar vélar með skynjurum sem greina útlit, stærð og fleiri öryggisþætti í pappír og prentun seðlanna og að sögn Stef- áns er talið útilokað að þar geti farið í gegn falsaður seðill. Hann tók jafnframt fram að mjög ströng viðurlög væm við peningafölsun á íslandi. Vatnsmerki er í öllum íslensku seðlunum, með mynd af Jóni Sig- urðssyni. Pappírinn er með hrjúfri og lítils háttar upphleyptri áferð og E05t29041 SEOLABANKt ÍSLANOS tSSS. **-*■■' ' """."'i*" FALSAÐUR dollaraseðill og leiðbeiningar um hvernig eigi að þekkja þessa gerð frá ófölsuðum seðlum. Falsanir á íslensku seðlunum er erfið vegna vatnsmerkisins í honum er polyesterþráður, á mis- munandi stað eftir verðgildi seðl- anna. Blandaðri tækni er .beitt við prentun. Framleiðslan fer öll fram í Englandi, hjá seðlaprentsmiðjunni Thomas De La Rue í London, sem prentar seðla fyrir 90 ríki. Prent- smiðjan framleiðir allt blek í prent- unina sjálf af öryggisástæðum. Haraldur Árnason, hjá RLR seg- ist ekki vita til að íslenskir pening- ar hafi verið falsaðar svo neinu nemi. Einu tilvikin sem vitað eru um er þegar stöku seðlar hafa ver- ið ljósritaðir eða teiknaðir. Falsan- irnar hafa allir verið mjög lélegar og augljósar ef að er gáð. íslenskt afgreiðslufólk er hins vegar mjög ómeðvitað um hættu af fölsunum miðað við það sem gerist erlendis. Sem betur fer hefur ekki verið ástæða til tortryggni hingað til. Enginn starfsmaður lögreglunn- ar vinnur sérstaklega að því að hafa hendur í hári peningafalsara en Smári Sigurðsson lögreglufull- trúi starfaði í nokkur ár hjá Interp- ol í Frakklandi við að greina og fylgjast með fölsunum af ýmsu tagi. Hann er því vanur að greina falsan- ir á erlendum peningaseðlum. Smári segir að falsanir á dollaraseðlum hafi þá verið orðnar mjög fullkomn- ar og erfitt fyrir fagmenn að greina þær. Því var kominn tími til úrbóta hjá Bandaríkjamönnum. R Helgi Þorsteinsson Býr til sjampó úr íslenskum jurtum í bflskúrnum heima í Keflavík „ÉG fékk hugmyndina fyrir mörgum árum, þegar ég bjó í Danmörku og vann þar á hár- greiðslustofu. Þar kynntist ég manni sem framleiddi og seldi eigin hársnyrtivörur,“ segir Hrafnhildur Njálsdóttir. Hún er lærður hárskeri og rak til skamms tíma hárgreiðslustofu í heimabyggð sinni, Kefiavík. Nú er hún búin að selja stof- una og breyta 100 fm bílskúr hhI í litla verksmiðju, þar sem hún framleiðir eigin hársnyrtivörur Ub eins og Daninn, vinur hennar. Framleiðslu sína nefnir hún Jurtagutt og hefur þegar sett á mark- að fimm mismunandi sjampó-teg- undir og eina gerð af hárnæringu. Hún segist vilja hafa allt eins ís- lenskt og mögulegt er. „Þegar ég fór til dæmis að leita að flöskum utan um hársápuna, reyndi ég að finna íslenskar flöskur. Eg fann engar sem mér fundust nógu góðar, en vildi samt ekki flytja þær inn. Þess vegna hannaði ég sjálf fiöskurnar og lét búa þær til fyrir mig hjá íslensku fýrirtæki.“ Annað merki um hversu íslenskt Hrafnhiidur vill hafa fyrirtækið, er orðið hársápa, sem hún notar í stað þess að tala um sjampó. MiklA af íslenskum jurtum „Ég hafði samband við Kolbrúnu Bjömsdóttur, grasalækni, þegar ég fór að hugsa um framleiðsluna í al- vöru. Kolbrún útbjó uppskriftir fyrir mig og í þeim er mikið af íslenskum lækningajurtum. Virkni hársápunnar á hár og hársvörð er því mikil.“ Með- al þess sem Hrafnhildur framleiðir er sjampó fyrir þá sem hafa flösu og segist hún hafa kannað virknina áður en eiginleg framleiðsla hófst. „Fjöldi fólks, sem hafði notað sérstaka hársápu, sem fæst aðeins gegn lyf- seðli, prófaði að nota flösuhársápuna frá mér og virknin var það góð, að fólkið gat hætt að nota efnið sem læknar höfðu vísað á. Ég framleiði flösuhársápu bæði fyrir þá sem hafa þurran og feitan hársvörð, en í sáp- unni eru efni sem eyða sveppasýkingu og drepa bakteríur. Ég vona að lækn- ar viðurkenni þessa aðferð gegn flösu, því árangurinn sem fólkið í athugun- inni náði, styrkti mig í þeirri trú að ég væri að gera rétt.“ Hrafnhildur segist gera ráð fyrir að fjölga tegundum þegar fram líði stundir og kveðst einnig spennt fyrir útflutningi í framtíðinni. „Þessa dag- ana er ég að prófa jurtaolíu fyrir hársvörð, ætlaða þeim sem hafa flösu Morgunblaðið/Björn Blöndal HRAFNHILDUR breytti bílskúrnum í sjampó-verksmiðju. SÝRUSTIG í sjampóinu er 5,5. og flösuexem. Ég hef þegar verið beðin um að selja hársápu til Svíþjóð- ar, en vil frekar einbeita mér að markaðssetningu hér heima áður en ég fer að huga að útflutningi." Aðeins ein jurt, sem notuð er í hársápumar, er keypt erlendis frá. „Það er brenninetla, sein vex í mjög litlum mæli hér. Grunnefnin kaupi ég einnig erlendis og sömuleiðis kjarnaol- íur. Eg ræð ekki við að tína allár jurtimar sjálf og hef því fengið fólk til að tína þær fyrir mig. Eg þarf mikið magn af þeim og jurtir þarf að tína á réttum tíma, til að ná þeim meðan þær eru ríkastar af virkum efnum.“ Þótt Hrafnhildur hafi bæði hætt rekstri hárgreiðslustofunnar og tekið lán áður en hún fór út í framleiðslu á jurtasjampói, er hún hvergi bangin. Hún efast ekki um ágæti eigin fram- leiðslu og henni finnst hugmyndir vera til að fylgja þeim eftir. í huga hennar er heldur engum vafa undir- orpið að ævintýrið endi vel og Jurta- gull muni freyða í hári margra fyrr en varir. ■ Brynja Tomer Tímarit notuð í arm- band eða hálsfesti LITLAR stelpur eru oft afskaplega hrifnar af allskyns skrautlegu glingri og einhvern daginn þegar veðrið er leiðinlegt er tilvalið að stinga upp á þessu föndri. Finnið til litrík tímarit sem á hvort sem er að fara með í endur- vinnslu og leyfið krökkunum að klippa út litla litskrúðuga þríhyrn- inga. Rúllið þríhyrningunum síðan utanum blýanta og byrjíð á breið- ari endanum. Límið saman og renn- ið síðan af blýantinum. Látið þorna. Finnið til gróft litríkt garn og þræð- ið tímaritsbútana upp á spottann. Þegar búið er að útbúa skartgripi á alla fjölskyldumeðlimi sem kæra sig um er hægt að búa til skart á dúkkur og vinkonur. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.