Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson ANNA Bragadóttir í markaðnum Við-Bót. SumamiarkaDurinn ViD-Bót á FlúDum í Hró- arstungu tekinn til starfa Vaðbrekku, Jökuldal. Sölumarkaðurinn Við-Bót er nú rek- inn annað sumarið í röð við bæinn Flúðir í Hróarstungu. Þegar ekið er norður frá Egils- stöðum gegnum Fellabæ er komið að Við-Bót eftir sex kílómetra akst- ur frá Fellabæ en markaðurinn er við þjóðveginn númer eitt. Anna Bragadóttir bóndi á Flúðum rekur markaðinn og þar er hún með í umboðssöiu vaming frá um það bil 50 aðilum, aðallega af Héraði. Hafa Anna og maður hennar gert nokkrar endurbætur á húsnæðinu, sem markaðurinn er í, frá í fyrra- sumar. Gerð var salemisaðstaða við markaðinn, einnig reist viðbótarhús- næði fyrir smáréttasölu svo sem kjötrétti og fleira og verður það tek- ið í notkun næsta sumar en í sumar verður það notað undir markaðsdaga fyrir til dæmis kvenfélagið í Tungu. Vömrnar á markaðnum em hefð- bundnar handunnar íslenskar vörur allt frá smáminjagripum upp í flíkur alls konar, til dæmis úr ull og hrein- dýraleðri, einnig ýmiskonar hand- unninn bamafatnaður. Þama er líka til sölu harðfiskur, reyktur silungur ásamt heimabök- uðu brauði. Meðan fréttaritari staldraði við á dögunum vom kvenfélagskonur úr Tungu með markaðsdag í nýja hluta markaðsins og töfmðu fram á auga- bragði nýbakaða vöfflu með rjóma sem rann ljúflega niður og að sögn kvenfélagskvenna verða þær með markaðsdag á sunnudögum í sumar þar sem þær munu selja bakkelsi. Að sögn Önnu gekk reksturinn þolanlega síðasta sumar, þó ekki skilaði hann miklu kaupi til hennar, enda ekki við að búast svona fyrsta sumarið. Anna opnaði markaðinn um miðj- an júní en sala var dræm framan af, en er nú meiri með aukinni um- ferð eftir að sumarið kom loksins. ■ Sigurður Aðalsteinsson Pakistanar vilja bæta ímynd sína í BRESKA ferðablaðinu Tra- vel Weekly segir að Pakistan- ar hafi ákveðið að opna ferða- málaskrifstofu í London og stefni þeir að því að efla imynd landsins sem spenn- andi áningarstaðar og ná til evrópskra ferðamanna. Kynningarátakið hefst um svipað leyti og stöðugar frétt- ir berast af óeirð og uppþot- um, einkum í Karachi. En ferðamálasérfræðingar segja að annars staðar í landinu geti ferðamenn verið öldungis rólegir. Þeir ségja líka að óhugs- andi sé að þar sé hægt að taka á móti miklum fjölda ferðamanna ef miðað sé við aðbúnað núna, en áformin gangi út á að breyta því á næstu tíu árum. Reiknað er með að flugfélag landsins Pakistan International Airlines fáist til samvinnu, en flugfélagið hefur á sér gott orð. Nú koma árlega 400 þúsund ferðamenn til landsins. Hasan Pas- ha, yfirmaður ferðamála, segir að könnun hafi verið gerð á viðhorfi útlendjnga til að sækja heim Pakist- an. „Ég er á þeirri skoðun að við eigum við vanda að glíma - ímynd Iandsins er ekki nógu jákvæð. Svo virðist sem menn haldi að hér búi eintómir ribbaldar og óupplýstir öfgamenn í trúmálum. Við þurfum að breyta þessu með markvissum aðferðum og fræðslu." Hann sagði að Pakistan hefði upp á ótrúlega náttúrufegurð að bjóða ekki síst í norðurhluta landsins og hinu fræga Khyberskarði og menningararfur landsins væri of fáum kunnur. Borg- irnar Lahore og Rawalpindi eru ein- stakar og heilla þá sem þangað koma. ■ FERÐALÖG 200 alUóðlegar ráöstefnur í Finnlandi í ÁR verða um 200 alþjóðlegar ráð- stefnur haldnar í Finnlandi og er það 4% aukning frá því árið 1994. Áætlað er að alls komi 46 þúsund gestir á þessar ráðstefnur og eru það 7% fieiri en árið á undan. Meiri- hluti ráðstefnanna er um læknis- fræðileg viðfangsefni og ýmiskonar tækni. Um 20% ráðstefhanna eru norræn og flestar eru haldnar yfír sumarmánuðina. Um helmingur þeirra er haldinn í Helsinki og ná- grenni. Frá þessu segir í skýrslu Ráð- stefnuskrifstofu Finnlands. Finnar hafa unnið ötullega að því að fá til sín alþjóðlegar ráðstefnur og segj- ast vera mjög ánægðir með þann árangur sem náðst hefur. ■ Norðurkðiear vilja sam- vinnu við Skandinavíu í SKANDINAVÍSKA blaðinu Bo- arding kemur fram að norður-kór- esk flugmálayfirvöld óski eftir að gera samstarfssamning við Norður- lönd. Gæti slíkur samningur leitt til að SAS yrði fyrst vestrænna flugfélaga til að taka upp áætlunar- flug til Pyongyang. Nú flýgur Aero- flot eitt erlendra flugfélaga þangað. Viðræður um málið eru í athugun. Hótel á Intemeti HÓTELKEÐJAN Mandarin Ori- ental hefur fyrst asískra hótela hafið markaðssetningu á Internet- inu. Frá þessu segir í breska ferða- blaðinu Travel Weekly. Upplýsingar um verð og þjónustu verða svokölluðum Ferðavef (Travel Web) á Intemetinu en ekki verður hægt að bóka gistingu í gegnum netið. Markaðs- og sölustjóri hót- elkeðjunnar telur að í framtíðinni verði tölvusamskipti á Internetinu mjög mikilvæg í ferðaþjónustu. ■ ELSTA og minnsta timburkirkja á landinu er í Papey, en hún var byggð árið 1807. JEvintýralegar skoð- unarferðir í Papey SKOÐUNARFERÐIR í Papey eru nú í boði með m/b Gísla í Papey, skemmtiferðabáti sem gerður er út. frá Djúpavogi. Lagt er upp frá Djúpavogshöfn klukkan eitt á hveij- um degi og siglt er til eyjunnar á 40 mínútum. Þar er höfð viðdvöl í um 2 tíma og 40 mínútur. Már Karls- son leiðsögumaður og framkvæmda- stjóri Papeyjaferða hf. segir að við- tökur hafi verið eins og búist hafði verið við miðað við að þetta er fyrsta sumarið. Nú sé eftirspum að aukast og pantanir orðnar fleiri. Farið var í jómfrúrferð til eyjarinnar þann 25. maí síðast liðinn. Báturinn m/b Gísli í Papey er smíðaður 1980, en hann var keyptur í fyrrahaust og settur í stand til fólksflutninga. Báturinn er 16 tonn og tekur 25 manns í ferð. í Papey er gamalt íbúðarhús frá aldamótum og elsta og minnsta timb- urkirkja landsins. Hún er frá árinu 1807 og er um sextán fermetrar. Kirkjan er nú nýendurbyggð og stendur í litlum kirkjugarði sem ver- ið er að endurbyggja líka og verður framkvæmdum lokið um mánaða- mótin. Stefnt er að því að endur- vígja kirkjuna svo fólk geti látið gefa sig saman í -hjónaband á þessum sögulega stað. Ýmsar aðrar fram- kvæmdir hafa verið frá því í vor, t.d. var komið upp tveimur vatnssalem- um og lendingaraðstaða bætt. Huldufólk í hólum og sellr á skeljum Papey er um tveir ferkílómetrar að stærð og er mjög gróðursæl. Aða- leyjunni fylgja margar úteyjar og stærst þeirra er Amarey. Fjölbreytt fuglalíf er í eyjunum. Þar er t.d. mikið um langvíu, lunda og ein stærsta ritubyggð á landinu. Æður heldur sig til í úteyjum. Á sketjum má sjá sel liggja í makindum. Einnig er sagt að huldufólk búi í Papey. En það býr í kletti sem kallað- ur er Kastali og kirkja þess er í stór- um hól sem kallast Einbúi. Búið var í eyjunni í nokkrar aldir .j NÚ STENDUR yfir sumar- ><C leyfistími landsmanna og Jfi margir eru eflaust á faralds- fæti um þessar mundir. Sumir Q| fara af höfuðborgarsvæðinu fj£ og sækja heim staði á iands- IU byggðinni, aðrir fara úr dreif- býlinu og leggja leið sína á suðvesturhornið. Kannanir sem gerðar hafa verið um ferðamáta íslendinga sem ferðast um eigið land sýna að flestir gista hjá ættingjum og vinum og vinsælt er að taka á leigu sumarbústað hjá stéttarfélagi eða starfsmannafélagi. Einnig virðist tjaldið ávallt halda velli. Nokkrir notfæra sér gistiþjónustu hjá bændum eða gista á Eddu-hótelum, en fæstir gista á hinum hefðbundnu hótelum. Auk þess að þurfa á gistingu að halda er ýmislegt sem ferðalangar taka sér fyrir hendur á ferðalaginu. Vinsælt er meðal íslenskra ferða- manna að fara í sund, skoða kirkjur og fara á byggðasöfn. Þetta hefur lengi verið það algengasta sem ferðamönnum hefur staðið til boða. Fyrir svona 2-3 áratugum var sára- lítið hugsað fyrir afþreyingu fyrir ferðamenn. Þeir foreldrar sem þá voru á ferð með börnin sín muna að þá var ekki algengt. að á tjaldsvæðum eða við gististaði almennt væru t.d. leiktæki fyrir bömin, hvorki sandkassar, rólur né vega- sölt. Lengi hafa ákveðnir staðir verið vinsælli en aðr- ir, þar hefur eitthvað verið að skoða eða eitthvað verði í boði fyrir ferðamenn sem hefur laðað þá að. Hvarvetna er afþreyingu að finna Nú hefur orðið algjört bylting á landsbyggðinni þar sem heimafók hefur ekki aðeins velt vöngum yfir því hvað hægt væri að gera til að fá ferðamenn til að staldra við heldur hafa hugmynd- irnar verið framkvæmdar. í fréttum hefur verið sagt frá mörgum nýj- ungum á þessu sviði svo sem báts- ferðum, sjóstangaveiði, silungs- veiði, gönguferðum, leiksýningum o. m.fl. Handverksfólk hefur gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn og víða um land eru verkstæði eða sölubúðir opnar þar sem sjá má og kaupa nýstárlega minjagripi og jafnvel nytjahluti. Hráefnið getur verið íslenskt birki, steinbítsroð, hvaltennur, hreindýrahorn og svo auðvitað góða gamla ullin o.fl. Misjafnt er hvernig ferðalangar undirbúa sumarleyfið. Sennilega eru flestir á fullu í vinnunni eins og gengur, hafa lítinn tíma fyrir undirbúning, pakka svo niður í flýti einhvern föstudaginn og leggja af stað. Lítill tími hefur gefist til að íhuga hvað hægt sé að gera á þeim stað sem heimsækja á eða lesa sér til um hann. Hugsanlega eru þar ættingjar og vinir sem geta aðstoð- að, en einnig er til möguleiki sem ekki_ er víst að allir ferðamenn viti af. I flestum landshlutum er svo- Þegar viö feröumst um önnurInnd- svæöi en þau sem viö þegnr þekkjum vnknn upp ýmsnr spurn- ingnr. m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.